Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 26

Morgunblaðið - 03.12.2002, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÍSLENDINGUM á Bretlands-eyjum brá í brún á dögunumer morgunþátturinn Ísland íbítið á Stöð 2 birtist á skján- um hjá þeim auk annars íslensks sjónvarpsefnis. Ástæðan er sú að Norðurljós/Stöð 2 og síðar Ríkisút- varpið, RÚV, hafa hafið stafrænar tilraunaútsendingar um gervitungl, sem þýðir að sendingar stöðvanna nást í Bretlandi og á Norðurlönd- unum sé móttökubúnaður á jörðu niðri nægilega öflugur. Það þýðir líka að miðlarnir nást á Íslandsmið- unum, líkt og sjómenn hafa barist fyrir lengi. Ef tilraunin gefur góða raun, en verið er að mæla um þess- ar mundir hversu öflugan búnað þarf til að taka á móti sendingun- um, gæti stafrænt sjónvarp um gervitungl orðið að veruleika innan skamms. En gervitunglið er þó ekki eina leiðin sem skilað gæti stafrænum útsendingum hér á landi. Loft, jörð eða land? Loftið er takmörkuð auðlind þeg- ar kemur að sjónvarpssendingum. Sem þýðir einfaldlega að aðeins er pláss fyrir ákveðinn fjölda rása á öldum ljósvakans í hliðræna kerf- inu sem nú er notað til sjónvarps- sendinga og því sífellt leitað leiða til að auka nýtinguna enda ýmislegt fleira en sjónvarp sem sent er í gegnum loftið. Með stafrænum sjónvarpssendingum er hægt að auka flutningsgetu til mikilla muna. Þá er hliðræna kerfið dýrt í rekstri og hafa margar þjóðir ákveðið að stefna að lokun þeirra á sem skemmstum tíma. Þetta eru m.a. rökin fyrir því að á vegum sam- gönguráðuneytisins er nú unnið að samkomulagi um uppbyggingu á landlægu dreifikerfi fyrir stafræn- ar útsendingar allra sjónvarps- stöðva landsins. „Menn vilja fá betri nýtingu út úr auðlindinni, sem er tíðnin í loftinu,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norður- ljósa. „Það er grunntónninn að baki hugmyndinni um stafrænt sjón- varp.“ Nefndin á að skila áætlun um flutning yfir í stafrænt kerfi í febr- úar nk. og á útboð kerfisins að fara fram í mars. Þá á að liggja fyrir ákvörðun um hvenær hliðrænu dreifikerfunum verði lokað. En hagsmunaaðilar eru ekki á einu máli um hagkvæmustu leiðirn- ar til að skila stafrænum sjónvarps- sendingum inn á heimili fólks. Líkt og í því kerfi sem nú er notað eru þrjár leiðir færar, um loft (með loft- netum og sendum), í jörðu (með kapalkerfi/ljósleiðara) og í gegnum gervitungl, sem þýðir að viðtakandi þarf að hafa móttakara, þ.e. gervi- tungladisk. Í öllum tilvikum þarf áhorfandinn að hafa móttökubúnað til að taka við stafrænu sjónvarps- merkjunum sem oftast er utaná- liggjandi en getur verið innbyggður í sjónvarpstækið. Það er því ekki nauðsynlegt að hvert heimili end- urnýi sjónvarpstækið þegar staf- ræna tæknin verður komin í gagn- ið. Tilraunaútsendingar hafnar Norðurljós/Stöð tvö og síðar RÚV hófu fyrir nokkru stafrænar tilraunaútsendingar í gegnum gervitungl. Í framhaldi af marg- þættum mælingum verður tekin ákvörðun um hvort Norðurljós/ Stöð 2 semji um dreifingu með þessu móti við gervitunglafyrir- tæki. Breiðband Landssímans hef- ur þegar hafið stafrænar útsend- ingar um ljósleiðara og er í samstarfi við Skjá 1 um að dreifa efni stöðvarinnar. Þá er í gildi samningur Símans um dreifingu á sjónvarpsstöðvum Norðurljósa og viðræður eru hafnar við RÚV um frekara samstarf í stafrænu sjón- varpi á breiðbandinu. Stafrænt sjónvarp er því orðið að veruleika nú þegar á Íslandi. Forsvarsmenn Norðurljósa segja aðallega tvær ástæður fyrir því að verið sé að skoða mögu- leikann á stafrænum sjónvarps- sendingum á þessum tímapunkti, fyrir utan það að yfirvofandi er að hliðræna kerfinu verði lokað af yf- irvöldum. „Önnur ástæðan er sú að verð í gervitunglum og mótttöku- búnaður hefur lækkað verulega,“ segir Alfreð Halldórsson, deildar- stjóri tæknideildar Norðurljósa. „Í öðru lagi er líftími hvers myndlyk- ils takmarkaður. Það fer að styttast í að myndlyklar okkar verði gamlir, en þeir voru teknir í notkun 1994. Viðhaldskostnaður verður sífellt meiri.“ Þór Jes Þórisson, hjá breið- bandssviði Símans, segir hliðræna kerfið fullnýtt í dag „og því þarf að skipta yfir í stafrænt til þess að fjölga rásum og koma með nýjung- ar fyrir sjónvarp“. Alfreð segir að sendingar um gervitungl myndu alltaf verða ódýrari fyrir Norður- ljós. „Við, líkt og Ríkisútvarpið, flytjum nú efni eftir ljósleiðarakerfi Landssímans til senda og þaðan í lofti til áhorfenda, þar með er blandan þreföld. Að endingu gæti farið svo að svipuð blanda yrði fyrir valinu með stafrænar sendingar. En það tekur tíma að finna bestu lausnina.“ Eyjólfur Valdimarsson, forstöðu- maður tækniþróunarsviðs RÚV, segir að dreifileiðirnar hafi allar sína kosti og galla og telur því blöndu þeirra verða ofan á, líkt og vinnuhópur á vegum Póst- og fjar- skiptastofnunar mælti með í skýrslu sinni sem kom út í júní sl. „Gæðin eru alls staðar svipuð en raunhæf flutningsgeta er ekki sú sama, hægt er að bjóða meira magn í gegnum kapal og gervitungl.“ Kostar yfir milljarð Breiðband Landsímans nær nú til um 33.000 heimila á höfuðborg- arsvæðinu og um það bil 3.000 heimili bætast við á ári hverju, að sögn Þórs Jes, en dreifing á staf- rænu sjónvarpsefni hófst á breið- bandinu 1. nóvember sl. andi uppbyggingarhraði g að um 48.000 heimili á hö arsvæðinu yrðu tengd ker fimm ár.“ Kostnaður við uppb landlægs stafræns dreifik samkvæmt skýrslu Póst- skiptastofnunar á bilinu 1– arðar miðað við einn se dreifði fimm dagskrárrá allt landið. Nýjan sendi þy bæta við rásum og kost ykist samkvæmt því. Þá e allur rekstrarkostnaður kostnaður neytenda veg tökubúnaðar. En hversu langt er i stafræns sjónvarps komin Norðurlöndunum? „Svíar voru fyrstir, hófu ingar árið 1999,“ útskýrir er þeir innleiddu landlæg kerfi. „Fyrirtæki í eigu sæ isins á og rekur landdre Kúnnarnir eru svo ýmsar t.d. sænska sjónvarpið. V iðleika hefur hins vegar re næstum farið með fyrir hausinn. Ástæðan er m.a. s Stafrænt sjónvarp á Íslandi: Ekk Hagsm deila um Með stafrænum sjón- varpssendingum er hægt að margfalda flutningsgetu á efni um loft og láð, bæta mynd- og hljóðgæði og auka notkunarmöguleika áhorfenda heima í stofu til muna. Sunna Ósk Logadóttir kannaði áform íslenskra aðila um stafrænt sjónvarp hér á landi. Þrjár leiðir eru færar til a ingar um gervitungl hafa einnig til greina. Sennileg HVER er helsti ávinningurinn af stafrænu sjónvarpi fyrir áhorf- endur og sjónvarpsstöðvarnar? „Betri nýting, fleiri rásir, betri mynd- og hljóðgæði, möguleiki á gagnvirkni og þar af leiðandi ýmis önnur þjónusta,“ segir Alfreð Halldórsson, deildarstjóri tækni- deildar Norðurljósa. Eyjólfur Valdimarsson, forstöðumaður þró- unarsviðs RÚV, nefnir sérstaklega að fleiri dagskrárrásir komist fyr- ir á hverjum sendi en í hliðræna kerfinu komist aðeins ein fyrir. „Það er hugsanlegt að Rík- isútvarpið myndi nýta sér þetta og fá jafnframt aukinn sveigjanleika. Alþekkt er óánægjan með að frétt- ir víki fyrir íþróttum og öfugt.“ Gagnvirkni er sá kostur staf- ræns sjónvarps sem margir hafa horft í, þó að tæknin sé víða stutt á veg komin. Gagnvirkni getur þýtt margt, t.d. að áhorfandinn taki beinan þátt í sjón- varpsþáttum, geti verslað í gegnum sjónvarpið eða ráðið frá hvaða sjón- arhorni hann kýs að horfa á formúluna eða fótboltann. Alfreð telur að einhvers gagnvirkni muni fylgja sta sjónvarpi í lofti á Íslandi a byrjun. Hann nefnir sem m leika að hluta til að í stað t varps gæti komið það sem er dagskrárvísir, EPG, og mun fleiri aðgerðarmögul Betri gæði – flei RAPPAÐ Á ÍSLENSKU VARÐVEISLA TÓNVERKA Í Morgunblaðinu sl. sunnudag birt-ist grein undir fyrirsögninni„Varðveisla tónverka“, en þar minnti Bergþóra Jónsdóttir blaðamað- ur á þann merkilega menningararf sem fólginn er í tónlistarverkum íslenskra tónlistarmanna fyrr og síðar. Hún vek- ur athygli á mikilvægu hlutverki Ís- lensku tónverkamiðstöðvarinnar í því sambandi, en þar er varðveitt eina safn- ið sinnar tegundar hér á landi þar sem haldið er til haga öllum tegundum ís- lenskrar samtímatónlistar, og segir að „ef það hyrfi væri heil listgrein í ís- lenskri menningarsögu síðustu aldar þurrkuð út í einu lagi“. Þá er einnig bent á þýðingu þess efnis sem varðveitt er á safnadeild Ríkisútvarpsins, „sem hefur að geyma bróðurpart þess sem hljóðritað hefur verið af íslenskri tón- list frá upphafi“. En greinin fjallar ekki einungis um þýðingu þessara safna fyrir íslenska menningarsögu, heldur er einnig rak- inn sá mikli vandi sem blasir við þessum tónlistarsöfnum þar sem hvorugt þeirra hefur „haft fjárhagslega burði til þess að standa undir þeim kröfum sem al- menningur mætti og ætti að gera til þeirra“. Enn hafa þau til að mynda ekki haft bolmagn til að færa gögn sín yfir á tölvutækt form og skrá þau með við- unandi hætti, en einungis þannig er hægt að varðveita safneignirnar á öruggan máta til frambúðar og gera verkin aðgengileg þeim sem vilja vinna með þau eða rannsaka þau nánar. Svo virðist sem um þennan málaflokk hafi ríkt andvaraleysi meðal stjórn- valda, því eins og Berþóra greinir frá er ekki kveðið á um leiðir til að varðveita þennan veigamikla þátt íslenskrar menningarsögu í nýlegum safnalögum. Þó er ljóst að ef einhver hluti þessara verka tortímdist væri skaðinn óbætan- legur, þar sem um frumeintök er að ræða og öðrum eintökum er ekki til að dreifa. Það er því afar brýnt að stjórn- völd taki nú þegar af skarið og kosti því til sem þarf til að finna þessum málum viðunandi farveg. Íslenskan tónlistar- arf verður að varðveita með sómasam- legum hætti, enda hefur lítil þjóð á borð við okkar síst efni á að vanrækja eða jafnvel glata heilli listgrein úr menn- ingararfleifð sinni. Ef marka má greinina „Fjölnismennvorra daga“ sem birt var í Lesbók nú um helgina fer vegur íslenskrar tungu og þeirra tjáningarmöguleika sem hún býr yfir vaxandi innan dæg- urmenningar, þrátt fyrir að vinsældir enskra texta á því sviði hafi lengi verið áhyggjuefni. Þar leiðir greinarhöfund- ur, Katrín Jakobsdóttir, að því líkur að merkja megi jákvæða þróun í því skemmtilega afturhvarfi til íslenskunn- ar sem vart hefur orðið í íslenskri rapp- tónlist, sem um þessar mundir er einn frjóasti vaxtarbroddur íslenskrar dæg- urtónlistar. Katrín segir það jafnframt „grátbros- legt“ að rapparar standi líklega „há- skólamönnum framar í þessum efnum“ og vísar til þeirra hættu sem íslenskri tungu getur verið búin í háskólasamfé- laginu ef ekki er nægilega vel staðið að þýðingum á erlendum orðum og hugtök- um á hverju fræðasviði fyrir sig, sér- staklega þar sem hluti kennslunnar fer nú fram á ensku. Sú áminning er tíma- bær, því jafnvel þótt vitskuld sé nauð- synlegt að kenna ýmis námskeið á há- skólastigi á ensku, til að þjóna erlendum nemendum og hagsmunum skólans, verður jafnframt að gera þá skýlausu kröfu til íslenskra kennara og nemenda að þeir séu vel heima í sínum fræðum á móðurmálinu, auk enskunnar. Alltof oft er talað um afturför í mál- vitund yngri kynslóða samfélagsins, ekki síst unglinganna. Það er því sér- staklega ánægjulegt þegar tungumálið gengur í endurnýjun lífdaga í listsköp- un þess aldurshóps. Svo lengi sem ís- lenska þjónar skapandi þörfum þeirra sem eiga eftir að setja mark sitt á fram- tíðina – og „þeir eru þreyttir á íslensk- um enskurappandi mönnum“, eins og segir í texta XXX Rottweilerhundanna – er líklega ástæðulaust að óttast um af- drif hennar. HLÝJA OG UMHYGGJA Sjúkdómar geta lagt miklar byrðar áfólk, bæði sjúklingana og aðstand- endur þeirra. Hrörnunarsjúkdómurinn Alzheimer er sérstaklega erfiður viður- eignar. Smátt og smátt missir sjúkling- urinn alla færni, getuna til að tala, tjá sig og vinna með höndunum. Þessu fylgir minnissjúkdómur, sem skiptist í þrjú stig. Á fyrsta stiginu er aðallega um skammtímaminnisleysi að ræða, á öðru stigi ágerist minnisleysið og sjúk- lingurinn gleymir jafnvel nöfnum og þekkir ekki lengur vini og ættingja. Á þriðja stigi þarf viðkomandi hjálp með allar athafnir daglegs lífs og á erfitt með að tjá sig og átta sig á umhverfinu. Fyrir átta árum greindist Kristín Þorsteinsdóttir með Alzheimer. Sigur- jón Ingi Hilariusson, maður Kristínar, hefur annast hana og sér um hana allan sólarhringinn. Sigurjón lýsti því í við- tali við Nínu Björk Jónsdóttur í Morg- unblaðinu á sunnudag að hann yrði var við ákveðna tilhneigingu til að stimpla einstaklinga með þessa sjúkdóma í samfélaginu. „Fólk spyr hvort það þýði nokkuð að koma í heimsókn, hvort hún þekki fólk og hvort það þýði eitthvað að koma og tala við hana. Það hefur ekki verið sagt við mig að hún sé heiladauð og það þýði ekki að heimsækja hana, en það hefur verið sagt um svona sjúklinga og það er slæmt.“ Sigurjón bendir í viðtalinu á lykil- atriði varðandi umönnun sjúklinga, sem fæstir gera sér sennilega grein fyrir. Hann leggur áherslu á að þótt Kristín hafi misst greindarminnið hafi hún enn tilfinningaminni. „Tilfinningarnar eru mjög ríkar og þær geta verið sveiflu- kenndar. Það besta sem maður getur gert fyrir Kristínu er að gefa henni hlýju, halda í höndina á henni, horfa í augun á henni, brosa með henni og fá hana til að hlæja.“ Síðar bætir hann við: „Við verðum að styðja einstaklinginn með tilfinningum, innlifun og sannfær- ingu, það getum við ekki gert með hroka og stærilátum.“ Frásögn Sigurjóns Inga Hilariusson- ar er í anda þessara orða. Og þau minna á að jafnvel í baráttunni við illvíga sjúk- dóma á borð við Alzheimer, þar sem enga leið er að finna til bata, verður að hafa í huga að þótt sjúklingurinn glati miklu glatar hann ekki tilfinningaminn- inu. Hlýja og umhyggja skipta síst minna máli en réttur lyfjaskammtur í umönnun sjúklinga með alvarlega sjúk- dóma á borð við Alzheimer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.