Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 30

Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 30
UMRÆÐAN 30 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í næstliðinni viku sótti ég leiklestur hjá leiklist- ardeild Listaháskólans á leikriti Guðmundar Steinssonar; Stund- arfriði. Þar lásu leikritið í bland leiklistarnemar á öðru ári og at- vinnuleikarar, sem tóku þátt í sýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma – lásu samt önnur hlutverk nú en þeir léku á fjölunum! Stundarfriður var fyrst sýndur í Þjóðleikhúsinu 1978 og urðu sýningar hátt í hundrað talsins heima og erlendis. Síðan hefur leikritið verið sýnt víða í veröld- inni og í Póllandi var það kvik- myndað. Íslenzka sjónvarpið flutti sýningu Þjóðleikhússins yf- ir á skjáinn. Ég sá sýningu Þjóðleikhússins á sínum tíma; bæði á sviði og í sjónvarpi, og svo rækilega bólfestu tók leikritið sér í huga mínum, að ég átti í engum erf- iðleikum með að kalla fram and- rúm þess nú; tæpum aldarfjórð- ungi eftir að ég sá það á sviði. Allan tímann hef ég búið að þess- ari miskunnarlausu spegilmynd eyðslu, græðgi og lífsfirringar, sem er öðrum þræði svo brosleg á að horfa en um leið harmræn um að hugsa. Stundarfriður segir frá hjón- unum Haraldi og Ingunni og börnum þeirra Árna, Mörtu, Guðrúnu og Magnúsi; sá síðast- taldi sést reyndar aldrei á svið- inu, heldur birtist okkur bara í síma. Líf fjölskyldunnar er tómur tvískinningur og leikur allt á þindarlausum þönum; þau hittast bara hæ og bæ á heimilinu, sem er rétt eins og það sé umferð- armiðstöð, þar sem símar, sjón- varp og hljómflutningsgræjur eru stillt á botnlausan hávaða. Öll bryðja þau pillur; fullorðna fólkið taugapillur og hjartapillur ofan í allt annað, unglingarnir skófla í sig vítamínum. Árni er allur í boltanum. Marta er prjálað útlitsfrík og strákasnati; tveir kærastanna, Sveinn og Jóhann, koma fram í leikritinu, en sá þriðji sigrar í lokin ósýnilegur og giftur. Guð- rún hefur hrakizt inn í eigin hug- arheim, þar sem hún situr á þránni eftir ást foreldra sinna, sem enga kunna á móti. Og inn í þetta bjarg ganga svo foreldrar Haraldar; Örnólfur og Guðrún; fulltrúar þess tíma, þeg- ar fólk var nýtið á hlutina og notalegt hvert við annað. Líkt og Guðrún yngri lenda þau utan- veltu í því hraðpínda miskunn- arleysi, sem hirðir ekkert, en hendir öllu og kann bara á tæki, en ekki tilfinningar. Ysinn og þysinn er slíkur að það tekst ekki að fá fjölskylduna alla til borðs í einu; ekki einu sinni á jólum. Þessi gegndarlausi hávaði og hamagangur hlýtur á endanum að ganga frá fólki. Samt gefst okkur sú von í lokin, að tilfinn- ingin megni að brjóta af okkur hlekki tilgangsleysisins. Stundarfriður er í mínum huga langbezta leikrit íslenzkt um firringu okkar tíma. Og ég hygg það skipi sér vafalítið í fremstu röð veraldarinnar, ef til þess væri litið. Auðvitað er leik- ritið íslenzkt og barn síns tíma, en það er um leið síungt og fer hærra; lyftir þessari íslenzku fjölskyldu, svo hún verður ekki einasta spegill fyrir landann, heldur líka alla hina. Þess vegna vilja menn horfa í þennan spegil vítt og breitt um veröldina. Þetta er spegillinn, sem sýnir okkur, að hjörtum mannanna svipar saman á Íslandi og í Japan. Það var gott að sjá Stund- arfrið aftur. Það var þörf áminn- ing. Okkur er nefnilega svo auð- velt að láta berast með straumnum og berast af leið; hlaupa fram og aftur í hamslausu lífi, án tilgangs – án tilfinninga. Við sjáum ekki okkur sjálf. Nema einhver bregði upp spegli, sem hermir okkur sannleikann undanbragðalaust og minnir okkur á, að við eigum, þrátt fyrir allt, vonina að vopni. ( Guðmundur Steinsson skrif- aði annað leikrit um þessa sömu fjölskyldu 15 árum síðar. Það heitir Stakkaskipti og þegar það var sýnt í Þjóðleikhúsinu fóru sömu leikarar með hlutverkin og í Stundarfriði, að undanskildum Þorsteini Ö. Stephensen, sem var þá látinn. Árni Tryggvason tók við hlutverki afans, sem hann hafði reyndar hlaupið í í Stund- arfriði. Hjónin léku Kristbjörg Kjeld og Helgi heitinn Skúlason, börn þeirra Sigurður Sig- urjónsson, Guðrún Skúladóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Randver Þorláksson lék kær- asta Mörtu. Guðbjörg Þorbjarn- ardóttir lék ömmu Guðrúnu í Stundarfriði, en gamla konan lifði það leikrit ekki af.) Mér finnst það liggja í augum uppi, að Stundarfriður eigi brýnt erindi við okkur öll. Í raun og veru ætti engin kynslóð að þurfa að búa við verri býti fyrir það að hafa ekki fengið að horfa í þenn- an spegil Guðmundar Steins- sonar. Við þurfum hans svo sann- arlega við. Við erum svo mörg á alltof miklu iði; alltaf. Friðlaus í kapphlaupi eftir hjómi tízku og tækni. Við erum svo mikið hætt að hittast. Tölum bara saman í farsíma. Við erum líka hætt að haldast í hendur. Við höldum sambandi með tölvupósti og SMS-skilaboðum. Við erum fjöl- skyldan í Stundarfriði. Við hlaupum um með tvískinnung hennar á vörum og tilfinn- ingaleysi hennar í hjarta. Og alltof mörg okkar eiga enga Guð- rúnu til að gefa okkur von. Oft er þörf fyrir stundarfrið, en nú, þegar sá tími brestur á, að við göngum í gegn um ys og þys út af jólum, þá er stundarfriður okkur lífsnauðsyn. Jólahaldið á að vera okkur friður, ekki hamagangur og há- vaði. Jólin eiga að vera innihald, en ekki umbúðir. Það skiptir okkur sköpum að þekkja hald- reipið, þegar reynir á að vonin ein er eftir. Við megum ekki, hvað sem öllu öðru líður í lífsins ólgusjó, missa sjónar á jólabarninu í okk- ur. Ó, gef mér stundarfrið Hér er fjallað um leikrit Guðmundar Steinssonar; Stundarfrið, og erindi þess við okkur í dag og alla daga. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is UMRÆÐAN um fíkniefnaneyslu í íslensku samfélagi verður annað slagið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Það er ekki óeðlilegt, enda er opin og heiðarleg umræða um þennan vágest mikilvæg og oftast til bóta. Hún vek- ur athygli á þeirri hættu fyrir ein- staklinga og samfélagið í heild sem neyslan hefur í för með sér og er yf- irleitt lærdómsrík og upplýsandi fyr- ir foreldra og aðra. Stundum gerist það þó að langvarandi svartnætur- fréttir fjölmiðla dragi upp allýkta mynd af ástandinu. Það er nefnilega nauðsynlegt að undirstrika það rækilega að langflest ungmenni hvorki prófa né nota fíkni- efni. Það er nauðsynlegt að halda því ákveðið til haga. Það skiptir miklu máli að unglingar almennt fái ekki þá ranghugmynd, að flestir jafnaldrar þeirra prófi eða noti fíkniefni. Þannig er það ekki meðal unglinga í grunn- skóla. Lítill minnihluti gerir það, því miður, en sem betur fer hefur sá fjöldi farið heldur minnkandi. Það má glögglega sjá á meðfylgjandi töflu, sem sýnir þróun vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk á Íslandi árin 1984 til 2002. Þar kemur í ljós að á síðustu fjórum árum hefur dregið úr neyslu áfengis hjá þessum aldurs- hópi, sérstaklega þegar spurt er um neyslu áfengis síðastliðna 30 daga og dregið hefur úr reykingum í þessum aldurshópi. Taflan sýnir að færri hafa prófað hass nú, en fyrir fjórum árum; var í 17% árið 1998 en er nú í kringum 11%. Sama gildir um þá sem hafa notað hass þrisvar sinnum eða oftar. 11% voru í þeim hópi 1998 en eru nú 7%. Miða við þessar tölur má áætla að um 2–6 unglingar á þessum aldri í hverjum skóla séu að gera til- raunir með hass og er mjög brýnt að finna þessa krakka, styðja þá og hjálpa þeim. Þá er ekki síður mik- ilvægt að berjast gegn öðrum teg- undum af fíkniefnum og vara ung- lingana við þeim hættum sem stafa af neyslu þeirra. Það miðar oft hægt í forvarnastarfi að okkur finnst, en starfið er í rétta átt og afar mikilvægt að halda vöku sinni og árvekni og fækka enn í áhættuhópum. Brýnt er einnig að vera vakandi gagnvart nýj- um tegundum af fíkniefnum og gera ungu fólki grein fyrir þeim hættum sem þeim fylgja. Þrotlaus vinna Við Íslendingar höfum þannig séð vísi að ákveðnum árangri í barátt- unni gegn fíkniefnunum. Það er fagn- aðarefni, en meira þarf til enda er starf að vímuvörnum þrotlaus vinna sem aldrei tekur enda. Við höfum þannig verið að þróa þekkingu í for- vörnum á undanförnum árum og hafa þeir sem vinna markvisst að for- varnastarfi margfaldast. Mikil þekk- ing er á meðferðarstarfi og löng reynsla. Aðgengi að meðferð er um- talsvert og einstaklingar leita sér oft meðferðar snemma og töluvert er um endurkomur. Spurning er hvort við þurfum ekki að efla göngudeildar- meðferð til að draga úr innlagnar- meðferð. En umfram allt sýna rann- sóknir okkur, að með samstilltu átaki miðar okkur hægt en bítandi í rétta átt varðandi yngsta aldurshópinn. Það er ekki vonlaust verk að berjast við vímuefnadrauginn – forvarnir skipta máli og skila sér. Mér finnst hins vegar við hæfi sem fyrrverandi verkefnisstjóri átaksins Ísland án eiturlyfja síðustu fimm ár- in, að líta aðeins um farinn veg nú þegar því er að ljúka. Starf að vímu- vörnum er snúið að því leyti að ár- angur af starfinu er stundum erfitt að meta. Enginn getur t.d. með vissu fullyrt hvað gerst hefði ef ekkert hefði verið að gert. En með hliðsjón af niðurstöðum þeirra kannana sem gerðar hafa verið, þá telja flestir að forvarnarstarf stjórnvalda síðustu fimm árin hafi skilað árangri og stutt við starf annarra á þessu sviði. En það er mikilvægt að áfram verði haldið, þótt undir nýjum formerkjum verði. Í annarri grein mun ég gera nánari grein fyrir verkefninu Ísland án eit- urlyfja, sem hófst 1997 og lauk form- lega nú um mitt þetta ár. Ísland án eiturlyfja – samstarf lykilatriði Eftir Snjólaugu Stefánsdóttur „Starf að vímuvörnum er snúið að því leyti að árangur af starfinu er stundum erfitt að meta.“ Höfundur er verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg. #$% &'( )*+'( ,-..-.-  /0(1 .-.12)( .101.3-   41,, 5 (..),6- #$%7 #$8 #$# ## ##9 ##:   # $ : 8 9 % ;    < - - 4 -5'-'  1.5& - - = '&' 3 (,,&. ) ; 3-5- 12,- 3-515- - - > 6 -' ?-)) - - .=*-' ?-)) @ &)/- 1'- = *-  # $ : 8 9 % ;    <   &       ATLAGA að Íslandi er hafin. Vígtenntar járnskóflur hrúga upp viðkvæmum jarðvegi undir veg á Vesturöræfum. Steinum er rutt úr vegi. Gróðurhula er rofin á Vest- uröræfum, öræfalandi sem hingað til hefur verið nánast alveg ósnort- ið af hálfu okkar mannanna. Ein- stök gróðurheild miðað við hæð yf- ir sjó. Gróðurheild sem ekki grær auð- veldlega aftur og geri hún það þá verður sá gróður aldrei eins og sá sem fyrir var. Örin verða eftir. Í fararbroddi spellvirkja fer ríkis- stjórn Íslands. Og þar er Fram- sóknarflokkurinn driffjöðrin. Þetta er árás. Þetta er hernaðurinn gegn landinu. Hvað viltu gera fyrir fólkið? Oft er ég spurður þessarar spurningar þegar virkjanamál á Austurlandi ber á góma. Ég svara þessu þannig: Ég vil að minnsta kosti ekki eyðileggja landið sem fólkið býr á. Þetta er kjarni máls- ins. Hvar á fólkið að búa þegar landið er ónýtt eða fokið burt? Í Reykjavík? Þetta er aðeins einn hluti af landeyðingarstefnu ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar. Því sannið til: Landið mun á end- anum fjúka burt. Hvað ætlar Landsvirkjun að gera við þær 10 milljónir tonna af jökulaur sem Jökulsá á Dal flytur með sér á hverju ári og mun að mestu leyti enda á botni Hálslóns í stað Hér- aðsflóa. Gera landfyllingu í Reykjavík? Nei, engar skóflur munu duga til að moka því magni af drullu upp úr Hálslóni. Lónið mun fyllast. Og landið fjúka burt. Um hugmyndaauðgi Framsóknarmenn hafa lofað upp í ermina á sér. Þess vegna eru framkvæmdir nú þegar hafnar norðan Vatnajökuls áður en nokk- uð er fast í hendi varðandi álver. Þetta er fullkomlega ábyrgðar- laust. Á meðan versnar samnings- staðan. Spilunum fækkar í erminni. Þeir eru í klípu og verða að láta hendur standa fram úr ermum. Ákveðinn hávær hópur fólks hróp- ar á aðgerðir og heimtar fram- kvæmdir. Hugmyndir ríkisstjórnar Íslands um álver og virkjun bera vott um málefnafátækt og hug- myndaskort. Ég vil benda ríkis- stjórn Íslands á að til er annars konar iðnaður í heiminum en áliðn- aður. Iðnaður sem þarf miklu minni orku, krefst minni fórna og minni umhverfisspjalla, minni stofnkostnaðar og minni áhættu. En sem meiri sátt ríkir um. Hver vill ekki þannig iðnað? Þannig iðn- að vilja Íslendingar. Þess konar iðnað vill Vinstri hreyfingin – grænt framboð. Hugleiðið þessi rök. Hugmyndir Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs Þegar ég spyr fólk að því hvort sé framsæknari hugmynd; að reisa virkjun við Kárahnjúka eða stofna þar þjóðgarð, er svarið nánast allt- af það sama: Það er framsæknari hugmynd að stofna þjóðgarð en reisa virkjun. Það er framsæknari hugmynd að vernda land en spilla því. Með því er meira lagt af mörk- um til framtíðar en með virkjun. Ekki svo að skilja að Vinstrihreyf- ingin sé á móti öllum iðnaði. Við er- um hlynnt iðnaði sem ekki krefst röskunar á einstöku landi. Gott dæmi um slíkan iðnað er til dæmis tilvonandi röraverksmiðja í Helgu- vík. Hún þarf tiltölulega litla orku en skapar mörg störf og kostar auðvitað margfalt minna er álver. Einhvers konar iðnaður í þannig mynd er nokkuð sem allir ættu að geta verið sáttir við. Atlaga að Íslandi Eftir Þórð Mar Þorsteinsson „Hugmyndir ríkisstjórnar Íslands um álver og virkjun bera vott um málefnafátækt og hugmyndaskort.“ Höfundur er laganemi og situr í stjórn Ungra vinstri grænna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.