Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 03.12.2002, Síða 32
MINNINGAR 32 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður ErlaSigurbjörnsdótt- ir fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1941. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 24. nóvember síðastliðinn. Foreldr- ar Sigríðar Erlu voru Sigurbjörn Ásbjörns- son matsveinn, f. 12. ágúst 1903, d. 4. sept- ember 1961 og Mar- grét Vilborg Guð- jónsdóttir, f. 5. október 1906, d. 13. mars 1967. Systkini hennar eru Guðjón læknir, f. 1933, Sjöfn menntaskólakennari, f. 1936, Hafdís menntaskólakenn- ari, f. 1938 og hálfbróðir hennar Janus Bragi Sigurbjörnsson neta- gerðarmaður, f. 1931. Sigríður Erla giftist 2. maí 1964 Vilhjálmi Auðuni Þórðarsyni flug- stjóra hjá Flugleiðum, f. 1941. Börn þeirra eru: a) Margrét leik- ari, f. 1966, gift Agli Heiðari Ant- oni Pálssyni leikara og leikstjóra, f. 1974. b) Ólafur Þór fram- kvæmdastjóri, f. 1967, kvæntur Hrefnu Bachmann markaðsstjóra, f. 1970. Dætur þeirra eru Margrét Björk, f. 1993 og Sara Sigríður, f. 1996. C) Auðný flugfreyja, f. 1970, gift Guðjóni Þór Mathiesen við- skiptastjóra, f. 1969. Sonur þeirra er Theodór Árni, f. 1997. Sigríður Erla lauk verslunar- prófi frá Verslunarskóla Íslands 1959, stúdentsprófi úr öldunga- deild MH 1977 og kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1980. Hún sótti ýmis kenn- aranámskeið hér- lendis og erlendis. Árið 2000 stundaði hún framhaldsnám við University of Central Florida í Or- lando í Bandaríkjun- um og lagði stund á lesþjálfun og kennslu nemenda sem eiga í les- og rit- unarerfiðleikum, en hún átti stutt í að ljúka mastersnámi, þegar hún lést. Sig- ríður Erla kenndi ís- lensku og stærðfræði um árabil, en hún var kennari við Öldusels- skóla 1980 til 1989, við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 1989 til 1990 og við Hagskóla frá 1990. Félagsmál voru ofarlega í huga Sigríðar Erlu. Hún var í stjórn Bandalags kvenna í Reykjavík, í stjórn Sambands íslenskra há- skóla kvenna, í orlofsnefnd Bandalags kvenna, í stjórn og for- maður Svalanna, í stjórn Delta Kappa Gamma og Unicef á Ís- landi. Hún starfaði í ritnefnd Hundaræktarfélags Íslands. Hún lét einnig íþróttir til sín taka. Sig- ríður Erla stundaði sund frá unga aldri og átti m.a. Norðurlandamet í flugsundi. Hún var í Sundfélag- inu Ægi og keppti á mörgum mót- um fyrir hönd Íslands. Hún lagði einnig stund á fimleika og sýndi fimleika opinberlega. Útför Sigríðar Erlu verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nokkur orð í minningu Sigríðar Erlu Sigurbjörnsdóttur, fátæklegur þakklætisvottur fyrir samfylgdina í tæpa fjóra áratugi. Elsti bróðir okkar Vilhjálmur Auðun, sem í dag kveður eiginkonu sína til jafn langs tíma, hafði þá nýlega hafið sig til flugs yfir öldur Atlantsála. Hann mun fyrst hafa litið þessa glæsilegu stúlku aug- um í 30 þúsund fetum yfir sjávarmáli. Þau höfðu þá bæði nýlega hafið störf hjá gömlu Loftleiðum, hann siglinga- fræðingur og síðar flugstjóri, hún flugfreyja. Hvort sem það var ná- lægðin við almættið ofar skýjum, sem blessaði tilhugalíf og farsæla sambúð þessara einstaklinga, eða eiginleikar þeirra sjálfra til að takast á við lífið með þeim tökum sem þau gerðu og gátu verið stolt af, verður ekki fullyrt á þessari stundu. Það mætti hinsveg- ar staðhæfa að guð hafi léð þeim blessun sína, þegar hann gaf þeim þrjú yndisleg börn, sem nú eru öll vaxin úr grasi. Börnin sem hlupu um stekk hjá ömmu og afa í Suðurhlíð, sælla minninga. Þetta unga fólk er nú hópur framúrskarandi einstaklinga sem hvert um sig, ásamt mökum og börnum, hefur staðið eins og klettur við hlið foreldra sinna í orrahríð sl. mánuða. Sigríður Erla eða Sigga eins og við kölluðum hana, var yngsta barnið í sínum systkina hópi, var stundum kölluð Sigríður sólskins- barn af móður sinni Margréti Guð- jónsdóttur. Þetta var réttnefni sem átti við alla ævi, því hún var glaðvær persónuleiki, gædd þeim góða eigin- leika að geta hæðst að og hlegið að sjálfri sér. Það gæti verið að hún hafi stundum í æsku þurft að taka fastar á, sem yngsta barnið í hópnum, til þess að rödd hennar heyrðist. Sú þjálfun og eiginleikar entust henni allt lífið, enda mun oft ekki hafa af veitt, í samneytinu við Suðurhlíðar- bræður. Hún var áræðinn baráttu- maður sem hikaði ekki við að takast á við ný verkefni stór og smá. Gott dæmi um áræðið og dugnaðinn var þegar hún komin yfir fimmtugt, tók sig upp og hélt í háskólanám í kennslufræðum við bandarískan há- skóla, sem hún lauk með láði. Hún var umfram allt metnaðarfull og drenglynd keppnismanneskja, að hverju sem hún gekk. Þessa eigin- leika auðnaðist henni að gefa afkom- endum sínum með erfðum, móður- mjólkinni og ekki síst uppeldinu, með árangri sem tekið hefur verið eftir. Hún deildi ógjarnan persónulegum áhyggjum eða raunum með öðrum, jafnvel þótt menn teldu sig vera býsna nákomna. Þessvegna eyddum við grandalaus okkar síðustu sam- verustundum með henni og fjölskyld- unni á Eiði, rétt eins og engan skugga hefði borið á í hennar lífi. Við verðum lengi þakklát fyrir blessun þeirra björtu sumardaga og yndislegu sam- verustunda norður á Langanesi í sumar. Dagar sem kannski voru þeir eftirminnanlegustu og bestu á Eiði, síðan við byrjuðum að leggja leið okkar þangað fyrir tæpum 30 árum. Þegar ljóst var hvert stefndi og komið var að kveðjustundinni, þá bar yngri dóttir þeirra Auðný, gæfu til þess að geta fært móður sinni þau gleðilegu tíðindi að hún bæri undir belti stúlkubarn sem ætti að heita Sigríður Erla. Theódór Árni, 5 ára sonur Auðnýar og Guðjóns, gladdist eins og allir aðrir yfir þessu mikla ljósi vonar og gleði á stund myrkurs og sorgar. Þetta gerði hann á sinn hátt með því að tilkynna frænkum sínum, að hann eignaðist bráðum litla systur sem ætti að heita amma Sigga. Það hefur verið sagt að ekki sé að marka drauma. Hann gæti ef til vill verið táknrænn fyrir líf þeirra hjóna á vélknúnum vængjum um víðáttur himinhvolfsins. Draumurinn sem Jón Ársæll sagði frá að sig hefði dreymt þegar mágkona hans háði lokabarátt- una fyrir lífinu. Hún hafði í draumi birst honum björt og hamingjusöm til að sýna honum bók, þar sem hún hafði skrifað eftirfarandi – Flugið veitir mér ótakmarkað frelsi til ferða- laga. – Við biðjum guð að veita látn- um frið og hinum líkn er lifa. Guð blessi minningu Sigríðar Erlu Sigur- björnsdóttur. Fyrir hönd mágsystkina úr Suður- hlíð – Sigurður R. Þórðarson. Elsku mamma. Ó elsku hjartans mamma mín er dáin, hver hefði getað trúað því að þú svona sterk kona færi svona fljótt frá okkur. Ég sem hélt að við ættum eftir að hafa þig hjá okkur miklu, miklu lengur. Ég bíð enn þá eftir að vakna af þessum vonda draumi sem mig hefur verið að dreyma undanfarna daga en ekkert gerist. Á þessari stundu er aðeins eitt sem ég hugsa um og eru það orð hins fræga nóbelsskálds, Gabríel Garcia Marquez, sem hann skrifaði vinum sínum þegar hann dró sig í hlé sökum veikinda. Þau heilræði sem hann skrifaði tileinkaði móðir mín sér þeg- ar hún las þau: Enginn á sér tryggðan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni aldrei upp, þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gaftst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarrra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elsk- aðu þá og komdu vel fram við þá, taktu þér tíma til að segja „mér þykir það leitt“, „fyr- irgefðu mér“, þakka þér fyrir“ og öll þau kærleikans orð sem þú þekkir. Sýndu vin- um þínum hversu mikils virði þeir eru þér. Eitt er víst að eftir þessum orðum vildir þú fara og last þau aftur og aft- ur til þess að gleyma ekki hversu mikilvægt væri að elska og annast þá sem þú elskaðir af öllu þínu hjarta. Þessi orð eru nú orðin mín einkunn- arorð. Þinn ástarengill Auðný. Það er skrítin tilfinning að vera í dag að kveðja þvílíka konu sem þú varst, Sigga mín. Við höfum átt margar góðar stundir þar sem við höfum rökrætt um lífið, námið og pólitíkina. Þú hefur verið mér og fjöl- skyldu minni mikil stoð og stytta í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur og verður erfitt að geta ekki leitað til þín jafnt með stór sem smá vandamál sem þú varst dugleg við að hjálpa okkur við að leysa. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og ekki síst hann Theodór okkar sem gat fundið ró og hlýju í faðmi þínum. Við höfum allavegana allar þær góðu miningar frá þeim stundum sem við höfum eytt saman hvar sem var í heiminum, á Eiði eða í Austurríki, en þar brölluðum við mikið saman. Meg- ir þú hvíla í friði. Þinn tengdasonur Guðjón Þór Mathiesen. Amma engill, þessa bæn samdi ég fyrir þig morguninn sem mamma og pabbi sögðu mér að þú værir núna hjá Guði. Elsku amma, það er svo gott að vera hjá Guði, þá passar maður allan heiminn. Amen. Þinn Theodór Árni. Mágkona mín er látin eftir stutt en hatrammt stríð við illvígan sjúkdóm. Nóttina áður en hún dó birtist hún mér í draumi þar sem hún sýndi mér fallega bók í skinnbandi sem hún opnaði og þar gat að lesa þessi orð: ,,Flugið er ótakmörkuð hreyfing mín.“ Á sama tíma lá Sigríður á sjúkrahúsi svo illa haldin af meinum sínum að hún gat hvorki hreyft legg né lið. Líkami hennar lá sár á vígvell- inum. Andinn var frjáls. Flug var raunar stór hluti lífs hennar. Sjálf flaug hún um árabil ásamt manni sínum sem helgað hefur þeirri list starfskrafta sína allt til þessa dags. Börn þeirra hjóna hafa og starfað við flugið svo og fjölmargir í innsta vinahring. Sigríður var óvanalegum gáfum gædd, sterk kona en um leið brot- hætt og viðkvæm. Hún hafði brenn- andi áhuga á lífinu og þeim gjöfum sem það færir okkur úr gnægta- brunni sínum. Bókmenntir og listir voru hennar ær og kýr. Við hlið Vil- hjálms manns síns lærði hún að meta þau undur og stórmerki sem birtast okkur í náttúrunni. Þar uppgötvaði Sigríður leyndardóma sem aðeins opnast þeim sem þrá að læra. Hún var leitandi sál og leitin sú bar hana inní skírn trúarinnar þar sem menn leita þess góða og göfuga í sjálfum sér og svara við því sem okk- ur er hulið. Hún átti og mikið að gefa. Börnum sínum var hún góð móðir. Manni sínum traustur förunautur. Okkur hinum fyrirmynd á marga vegu. Við áttum samleið í rúma fjóra ára- tugi. Rerum á sama báti á sömu mið og Sigríður kunni sannarlega áralag- ið. Hún bjó yfir ríkri kímnigáfu og þekkti vel þann brag að gera grín að sjálfri sér þegar svo bar undir. Nú liggur bátur hennar brotinn milli hleina en sjálf hefur hún haldið á önnur mið. Flug hennar og hreyfing öll er takmarkalaus. Drottinn blessi minningu hennar og veiti hinum líkn sem lifa. Jón Ársæll Þórðarson. Í dag kveðjum við Sigríði Erlu sem var formaður okkar Svalanna á 20 ára afmælinu 1995. Þá var ráðist í ferð til New York sem Sigga skipu- lagði svo skemmtilega. Það var farið í skoðunarferðir með fararstjóra m.a. í Harlem og hlustað á Gospel messu. Áður en við yfirgáfum borgina sem aldrei sefur afhentum við Siggu mynd úr steindu gleri „Yfir Græn- landsjökli“ sem þakklætisvott fyrir frábæran undirbúning og farar- stjórn. Við þökkum samfylgdina og kveðj- um Siggu með söknuði. Fjölskyld- unni sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Svalanna, Þórdís Jónsdóttir formaður. Sigga skólasystir okkar og vinkona hefur kvatt allt of fljótt. Við útskrif- uðumst úr 4. bekk V.Í. vorið 1959 og í minningunni eru skólaárin ljós sem skín enn í dag. Ekki verða prakkara- strikin sett á prent – eða hverjir léku aðalhlutverkin – en það skal þó upp- lýst að Sigga var ekki alltaf langt undan. Við, stelpurnar í Bekkjar- klúbbnum VÍ’59, höfum átt margar ógleymanlegar samverustundir og vinarböndin eru sterk og innileg. Í tæp 40 ár höfum við hist reglulega hver hjá annarri og síðari ár einnig á Perlufundum, enda perluvinkonur. Oft hafa mennirnir okkar slegist í hópinn og telja þeir það nokkur for- réttindi. Hún Sigga vílaði ekki fyrir sér að aka ein landshluta á milli til þess að hitta okkur. Henni fylgdi ávallt ferskur blær, hún hafði skemmtilegan frásagnarhæfileika var víðsýn og vellesin og lagði sig fram um að koma okkur á hærra menningarplan. Í Parísarferð sem við fórum geyst- ist hún með okkur á söfn og sýningar og sáum við stundum undir iljarnar á henni á meðan við vorum enn að hugsa um hvert ætti að fara. Hún átti stóran þátt í því hve ferðin var skemmtileg. Sigga var íþróttakona sem hafði yndi af útivist og bar frísklegt fas hennar þess vitni.. Minnisstætt er hve hún ljómaði þegar hún sagði okk- ur frá sælureit fjölskyldunnar að Eiði á Langanesi þar sem þau dvöldu löngum. Þar fékk náttúrubarnið að njóta sín. Aðall bekkjarklúbbsins hefur alltaf verið að njóta samverunnar og hlæja saman, enda var Siggu óskiljanlegt að nokkur þyrfti að fara á námskeið til að læra að hlæja. Vorið 1959 skrifaði Sigga í minn- ingarbók skólasystur í Verzló: „Minningarnar eru aldingarður sem enginn getur rekið mann út úr“. Við tökum undir þessi orð, þökkum henni samfylgd og vináttu og erum þakk- látar fyrir að Sigga er með okkur í garði minninganna. Við vottum Vil- hjálmi, börnum þeirra og öðrum ást- vinum dýpstu samúð. Bekkjarklúbburinn VÍ ’59. Það var sundurleitur hópur sem valdist saman í B-bekk fyrstaárs- nema í Kennaraháskólanum haustið 1977. Við komum úr öllum áttum og það var þrjátíu ára aldursbil í bekkn- um. Sigríður Erla var ein af þeim reyndari. Það kom strax í ljós að þrátt fyrir mikinn aldursmun og ólíkan uppruna var samheldni bekkjarins mikil og fljótlega var stofnaður saumaklúbbur í bekknum. Fyrsta fimmtudag í mán- uði yfir skólaárið ákváðum við stelp- urnar að hittast, og hefur þessi siður haldist alla tíð. Saumaklúbburinn okkar hefur ávallt einkennst af lífleg- um umræðum um daginn og veginn, og þar hefur Sigríður Erla svo sann- arlega notið sín. Hún var víðsýn og greind og miðlaði reynslu sinni til okkar hinna. Hún hafði miklar skoð- anir á mönnum og málefnum og skemmtilega sýn á hlutina og kom því oft af stað fjörugum umræðum. Hún fylgdist vel með því sem helst var að gerast á sviði bókmennta og lista og tókst þannig oft að gera saumaklúbbinn okkar menningarleg- an. Hún var stolt af börnunum sínum og samheldni þeirra hjóna var mikil. Sigríður Erla var mikill fagurkeri, hún naut þess að ferðast og það var gaman að hlusta á hana segja frá, enda var hún orðheppin og lifandi í frásögn. Hún fór ekki alltaf troðnar slóðir og það var líf og fjör í kringum hana. Okkur er sérstaklega minni- stæð afmælisveislan hennar þegar hún varð fimmtug. Þá var glatt á hjalla og skemmtiatriðin ekki af verri endanum, Guðmundur Ingólfsson á píanóinu og Björk eins og hún gerist best. En skjótt skipast veður í lofti og á sorgarstundu viljum við þakka fyrir samveruna í gegnum árin. Við erum ríkari af því að hafa fengið tækifæri til að kynnast Sigríði Erlu og minn- ingin um hana mun lifa um ókomin ár. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri’ en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson.) Við vottum fjölskyldu Sigríðar Erlu okkar innilegustu samúð. Saumaklúbburinn úr Kennaraháskólanum. Haustið 1990 réðst til starfa við Hagaskóla Sigríður Erla Sigur- björnsdóttir. Hún var á besta aldri, reynd í starfi, ferill hennar farsæll og skól- anum því fengur að því að fá hana í hópinn. Sigríður átti eftir að starfa við Hagaskóla það sem hún átti ólif- að. En fyrir rúmum áratug snerist hugsunin ekki um endalokin, þau sér enginn fyrir, sem betur fer. Sigríður var greinilega búin að fylla þann flokk kennara við skólann sem mynd- ar kjarna hans, staðföst í þeim ásetn- ingi að helga honum krafta sína og starfsorku um ókomin ár. Greinar Sigríðar voru einkum stærðfræði og íslenska auk þess sem hún var jafnan með bekk í umsjón og stundum fleiri en einn. Íslenskan var hennar eftirlæti, hún enda bókelsk og víðlesin. Sigríður gekk til starfa með létt- leika og þrótti og jafnan stutt í glettn- ina hjá henni. Við heilsuðumst gjarn- an á morgnana með sérstökum hætti og ég stríddi henni stundum á því að fara með setningu úr Gervabælinu. Hún skemmti sér við þetta og aðrir þeir sem kunnu að meta gáskann sem að baki lá. Sigríður var vel á sig komin, spor- létt og bar sig vel eins og fimleika- fólki er gjarnan tamt. Hún bar hag nemenda sinna fyrir brjósti, var góður félagi í stórum hópi starfsfólks, tók jafnan þátt í fjöl- breyttum uppákomum og lék þar stundum hlutverk. Hún var dugleg að halda þekkingu sinni við og skólaárið 1999 – 2000 stundaði hún framhaldsnám við Uni- versity of Central Florida í Orlando í Bandaríkjunum og lagði stund á les- þjálfun og kennslu nemenda sem eiga í les- og ritunarerfiðleikum. Sigríður kom endurnærð á sál og líkama úr náminu í Bandaríkjunum og blómstraði sem aldrei fyrr. Ég sá alveg fyrir mér að hún tæki að sér verkefni á þessu nýja sviði sem hún hafði tileinkað sér. Hún dró úr vinnu síðustu tvö árin eins og samningar leyfðu henni og mér fannst það skyn- samleg ráðstöfun af hennar hálfu. Í júní sl. fór hún ásamt nokkrum kennurum Hagaskóla til Sviss til þess að kynna sér stærðfræðikennslu á unglingastigi. Í sumar tilkynnti hún mér að hún kæmi ekki til starfa fyrst um sinn SIGRÍÐUR ERLA SIGURBJÖRNS- DÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.