Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 33

Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 33 vegna veikinda sem gert höfðu vart við sig. Hún kom í heimsókn eftir að skóli byrjaði í haust og horfur virtust góðar. Það var samstarfsfólki hennar og nemendum, sem spurðu oft um það hvort Sigríður færi ekki að koma, því mikið reiðarslag þegar veikindi hennar ágerðust snögglega og drógu hana til dauða á örskömmum tíma. Við kveðjum ljúfa og góða konu sem setti skemmtilegan svip á starfið í Hagaskóla sl. áratug um leið og við biðjum eftirlifandi eiginmanni henn- ar og fjölskyldu allrar guðs blessun- ar. Skólastjóri og starfsfólk Hagaskóla. Mig langar að minnast vinkonu minnar Siggu með þakklæti fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég ann þér æskunnar veldi. Ég ann hinum göfga hlyn. Ég ann þeim, sem eiga gáfur. Ég ann þeim sem meta sinn vin. Ég ann þó mest af öllu orku, sem þolir sár, og vilja sem veit hvað það gildir að virða sín manndómsár. (Gunnlaugur Björnsson.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Vilhjálmur og fjölskylda, mínar innilegustu samúðarkveðjur, Vilborg Jónsdóttir (Dista). Nú þegar ég kveð vinkonu mína Sigríði Erlu leitar hugurinn til barn- æskunnar, þá var hún strax orðin leiðtogi og skipulagði ferðir okkar, til dæmis ferðalag okkar á hjólum í sundlaugina á Álafossi. Sigga sagði að það væri ekkert mál að hjóla þetta og ég elti hana en þá var brekkan í Árbæ ekki eins auðfarin og í dag. Ég man hana geislandi efst í brekkunni þegar hún sagði: ég vissi að við gæt- um þetta. Sundlaugaferðir okkar voru margar og alltaf eitthvað spenn- andi í hverri ferð. Sigga æfði sund og keppti með sundfélaginu Ægi með góðum árangri enda nýttist einbeitn- ing og þol hennar þar vel og ekki síð- ur er við fórum í fimleika hjá Ár- manni. Í sumarbústaðnum þeirra upplifðum við skemmtilegt unglinga- tímabil. Árin liðu, og þar kom að við gift- umst. Sigga var glæsileg og stolt þeg- ar hún giftist Villa sínum og ég hef alltaf sagt að ég muni ekki neina konu eins fallega og geislandi eins og Siggu þegar hún gekk með börnin sín þrjú. Barnauppeldið tók við og sam- vistir við fjölskyldu og aðra vini en við áttum alltaf okkar dag í mánuði ásamt Distu vinkonu okkar. Þá fórum við í gönguferðir og búðaráp og feng- um okkur síðan eitthvað að borða. Þegar börnin voru komin á legg fór- um við þrjár í skíðaferð að sumarlagi á jökulinn Hintertux í Austurríki. Síðdegis gengum við síðan á fjalla- stígum Alpanna. Sigga var góð skíðakona og mikil útivistarkona. Hún leiddi okkur áfram í gönguferðum hér í nágrenni Reykjavíkur og miðlaði til okkar fróðleik. Sigga naut alveg sérstak- lega dvalar sinnar með Villa og fjöl- skyldu á Eiði enda voru skemmtilegir dagar þegar hún kom suður og sagði frá hvað þau hefðu gert þar saman. Ég mun minnast allra dagana okk- ar nú í sumar og haust en þá kom styrkur þinn enn betur í ljós og vænt- umþykja fyrir fjölskyldu þinni. Kæra fjölskylda okkar innilegustu samúðarkveðjur, sorgin er mikil, Guð blessi ykkur öll. Elsku Sigga, ég og fjölskylda mín kveðjum þig með söknuði. Þín vinkona Jensína Lillý. Sunnudagurinn var undurfagur. Sólin skreið úr austri og hellti rauð- gullnum geislum sínum yfir Bláfjöllin og borgina við sundin. Birtan dansaði á haffletinum. Síminn hringdi, ég hrökk í kút og varð harmi slegin þeg- ar Vilhjálmur tilkynnti mér lát Sig- ríðar Erlu þá um nóttina. Við vinkonur Sigríðar, Kristín Marja og ég komum í síðustu heim- sóknina 15. nóvember á glæsilegt heimili þeirra Sigríðar og Vilhjálms sem ber vitni listrænum smekk Sig- ríðar og veiðimannsins Vilhjálms. Eins og alltaf lék Sigríður á als oddi, skenkti kaffið úr hvítu Illumsbollun- um sem við Kristín töldum okkur allt- af eiga ofurlítið í. Við kynntumst í Ölduselsskóla fyr- ir tæpum 20 árum, allar kennarar að mennt. Sigríður var farsæll kennari, mjög kröfuhörð ekki síst við sjálfa sig og naut þess að ná árangri í starfi. Við ræddum mikið um bókmenntir og það sem efst var á baugi í leikhús- unum hverju sinni. Þar voru þær Kristín Marja og Sigríður á heima- velli, báðar vel að sér í bókmenntum. Það voru oft heitar umræður um Karen Blixen, verk hennar og ekki síst um hana sjálfa. Við vorum allar heillaðar af Blixen. Blixen og Sigríð- ur voru ólíkar en áttu þó eitt sameig- inlegt. Báðar elskuðu þær hina villtu náttúru, Blixen hásléttuna í Afríku en Sigríður Langanes. Þar áttu þau hjónin ásamt öðrum býlið Eiði og þar eyddu þau mestum frítíma sínum. Á vorin þegar skóla lauk kom blik í augu Sigríðar, hún hlakkaði alltaf til að fara norður og var farin um leið og skólanum lauk. Ég borgarbarnið skildi aldrei hvernig hægt var að dvelja sumarlangt í afskekktri sveit en Sigríður hreif okkur vinkonurnar með frásögnum af æðarvarpinu á vorin, dúntekjunni og spriklandi sil- ungi í vatninu. Við Sigríður vorum árum saman í stjórn Kvenstúdentafélags Íslands og átti félagsstarfið vel við hana. Sig- ríður var glæsileg kona, vel menntuð, glaðlynd og skemmtileg. Ég sakna góðrar vinkonu. Auður Stella. Þegar Villi hringdi og við fengum staðfest það sem við höfðum óttast, að Sigga væri dáin, losnaði um kökk sem safnast hafði upp síðustu daga og vikur. Þrá eftir því sem einu sinni var, þegar við vorum ungar og færar í flestan sjó. Í nærri þrjá áratugi höf- um við átt saman ævintýrastað á landsenda, á Eiði á Langanesi. Minn- ingarnar eru eins og myndir í sand- bleikum litatóni, í ætt við föl, vind- blásin stráin og sindrandi birtuna á Eiði. Myndir sem ekki verða séðar með augum eingöngu, heldur sem upplifun hið innra og þó frekar sem næm tilfinning fyrir arfleifð horfinna kynslóða og listræns hugarflugs. Sigríður Erla var glæsileg kona, ljós yfirlitum, hávaxin og bar sig vel. Það var sama hverju hún klæddist, vinnugalla eða karlmannsjakka, per- sónuleiki og stíll hennar gat breytt tötrum í tísku. Pastellitir og allir náttúrulitir fóru henni einkar vel. Kvöldinu, sem við hittumst fyrst á heimili okkar hjóna um árið í Breið- holtinu, mun ég aldrei gleyma. Óm- urinn frá þeim fundi okkar, mál- hreimur, hlátur, ákafi og mælska hennar hreif mig mjög og mér fannst sem ekkert gæti nokkurn tímann bugað okkur, þennan hóp. Við sem lifum við ströndina vitum þó aldrei hvað reka mun á fjörur okk- ar. Öllu ægir þar saman, alls kyns dóti og gersemum. Við munum því halda áfram að ganga rekann full eft- irvæntingar, fylgjast með flugi fuglanna og marglitum veifum yfir varpinu, blaktandi í dagfarsvindin- um. Sjávaraldan mun skola burt hvítu blúndumynstri og jafnharðan mynda nýtt í svörtum fjörusandinum. Við hjónin sendum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir. Nú í svartasta skammdeginu, þeg- ar daginn fer senn að lengja, berst okkur sú óvænta sorgarfregn að Sig- ríður Erla, fyrrum nágranni okkar og kær vinkona sé látin úr illvígum sjúk- dómi, langt um aldur fram. Hér verður ekki rakinn æviferill Sigríðar Erlu, það munu aðrir gera, heldur aðeins rifjuð upp örfá minn- ingarbrot sem koma upp í hugann og gerðust fyrir áratugum þegar þau hjónin Sigurbjörn og Margrét tóku sér búsetu ásamt fjórum börnum á Njálsgötunni, gegnt heimili okkar. Þá bundust þau vináttubönd sem haldist hafa æ síðan. Heima hjá okkur var hún kölluð „Sigga litla“ til aðgreiningar frá Sig- ríði systur okkar. Þó aldursmunur væri allmikill þá varð þessi litla, ákveðna hnáta með ljósu lokkana heimagangur hjá okk- ur, frjáls í fasi og geislandi af lífs- gleði. Í hugum okkar eldri er bjart yfir þessum árum, jafnvel veðrið var betra. Þá var hvorki sjónvarp eða aðrar tækninýjungar sem trufluðu mannlíf- ið. Fólk gaf sér stund til að hittast og ræða málin og þegar vel viðraði var farið í smá bíltúr um nágrannasveitir í gamla Renó-bílnum. Þá var stoppað við fallega laut eða læk, nestið tekið fram og lífsins notið í ró og næði og oftar en ekki var „Sigga litla“ með í ferð og lífgaði upp á tilverun. En árin líða, unga stúlkan vex úr grasi, getur sér gott orð í íþróttum og félagsstarfi, aflar sér staðgóðrar menntunar, eignast góðan mann og mannvænleg börn og sú taug sem hafði myndast milli fólksins á Njáls- götunni fyrir áratugum slitnaði aldr- ei. Nú er skyndilega klippt á einn þráð þessarrar taugar en minningin um Sigríði Erlu mun búa í hugum okkar meðan við lifum. Við vottum eiginmanni, börnum og öðrum ástvinum, okkar dýpstu sam- úð. Sigríður, Björgvin, María og Hallveig.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Erlu Sigurbjörnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskulegur eiginmaður minn, ÞÓRÐUR ÞÓRÐARSON bifreiðarstjóri, Sóleyjargötu 18, Akranesi, andaðist laugardaginn 30. nóvember. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju laugar- daginn 7. desember kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ester Teitsdóttir. frá kr. 29.000 Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNASAR E. NORDQUIST, Espigerði 4. Einnig sendum við alúðarþakkir til starfsfólks Úrvals/Útsýnar á Kanaríeyjum. Sérstakar þakkir til Jakobínu, Hugrúnar og Stefáns. Ykkur öllum óskum við gleðilegrar hátíðar. Guð blessi ykkur öll. Halla S. Jónsdóttir, Jón Nordquist, Pálína Friðgeirsdóttir, Brynja Nordquist, Þórhallur Gunnarsson og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, STELLA ÁRNADÓTTIR, Skólavörðustíg 24a, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. desember kl. 10.30. Hilmar Mýrkjartansson, Sigríður Ágústa Hilmarsdóttir, Ragnheiður Hilmarsdóttir, Steinar Jónsson, Gréta Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega JÓNASAR RAGNARS SIGURÐSSONAR gullsmiðs, frá Skuld í Vestmannaeyjum, til heimilis á Austurbrún 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Valgerði Sigurðardóttur lækni og starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópa- vogi fyrir góða umönnun og hlýhug. Fyrir hönd aðstandenda, Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir, Audrey Magnússon, Lynda Harðardóttir, Helga Harðardóttir, Lísa Harðardóttir, Hörður Harðarson, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN ÓLAFSSON, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 29. nóvember. Elín Anna Sigurjónsdóttir, Óttar Eggertsson, Þorsteinn Sigurjónsson, Ásthildur B. Snorradóttir, Guðrún Sch. Sigurjónsdóttir, Franz Guðbjartsson, barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sonur, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sambýlismaður og bróðir, SÍMON ÁSGEIR GRÉTARSSON, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu- daginn 1. desember. Grétar Símonarson, Guðbjörg Sigurðardóttir, Grétar Símonarson, Signý Yrsa Pétursdóttir, Ásgeir Hrafn Símonarson, Andri Dagur Símonarson, Guðný Indriðadóttir, barnabörn og systkini hins látna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.