Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 44

Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 44
KVIKMYNDIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Stóra svið SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Fö 6/12 kl 20 Lau 28/12 kl 20 HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Lau 7/12 kl 20 ATH: Kvöldsýning Su 8/12 kl 14, MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 5. des kl 20 - AUKASÝNING Fi 12. des kl kl 20 - AUKASÝNING ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Forsalur Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Lau 28/12 kl 20, Fö 10/1 kl 20 RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Mi 4/12 kl 20, Su 8/12 kl 20, Má 30/12 kl 20 SÓL & MÁNI Nýr íslenskur söngleikur eftir Sálina hans Jóns míns og Karl Ágúst Úlfsson FORSALA AÐGÖNGUMIÐA STENDUR YFIR TILBOÐSVERÐ KR. 2.800 GILDIR TIL JÓLA Frumsýning 11. janúar BROT AF ÞVÍ BESTA - UPPLESTUR OG TÓNLIST Jól í Kringlusafni og Borgarleikhúsi: Rithöfundar lesa úr verkum sínum Fi 5/12 kl 20, Fi 12/12 kl 20 JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 7/12 kl 20, lau 28/12 kl 20 GJAFAKORT Í LEIKHÚSIÐ - FRÁBÆR JÓLAGJÖF "Grettissaga er stórkostleg leikhúsupplifun." S.S og L.P. Rás 2 Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu lau 7. des kl. 20, nokkur sæti, þri 17. des, uppselt, sun 29. des kl. 20, jólasýning laus sæti Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur mið 4. des, nokkur sæti, föst 6. des, örfá sæti, mið 11. des, Félagsheimilinu Klifi, ÓLAFSVÍK, föst 13. des, LOKASÝNING FYRIR JÓL. Sýningarnar á Sellófon hefjast kl 21.00 Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Munið gjafakortin! Fim. 5/12 kl. 21 Örfá sæti Fös. 6/12 kl. 21 50. sýning - Uppselt Fös. 13/12 kl. 21 Nokkur sæti, síðasta sýning fyrir jól Veisla í Vesturporti Allra síðustu sýningar í Vesturporti fös. 6. des. kl. 21.00 örfá sæti laus lau. 7. des. kl. 23 mið. 11. des. kl. 21 Vesturport, Vesturgata 18 Miðasala í Loftkastalanum, Sími 552 3000 - www.senan.is ÞAKKARGJÖRÐARHÁTÍÐIN vestra reyndist stórmyndunum um ævintýri Harry Potters og James Bonds fengsæl, en þá að sjálfsögðu á kostnað nýju myndanna. Potter endurheimti toppinn, marði fyrsta sætið og skipti þar með við Bond sem færðist niður í annað sæti í staðinn. Báðar mynd- irnar hafa halað vel inn síðan þær voru frumsýndar. Fjórar nýjar myndir prýða listann en allar líða þær nokkuð fyrir ægiveldi áðurnefndra mynda. Nýjasta verk Stevens Soderberghs, hin metnaðarfulla Solaris, fær þannig þokkalegasta skell. Soder- bergh hefur undanfarin ár gert það gott með myndum eins og Erin Brockovich, Traffic og Ocean’s Eleven, og hljóta dræmar móttökur við nýju myndinni, sem skartar George Clooney í aðalhlutverki, því að valda vissum vonbrigðum. Nýj- asta teiknimynd Disney, Treasure Planet, og Eight Crazy Nights, fyrsta teiknimyndin með æringjan- um Adam Sandler í aðalhlutverki, gera þá sömuleiðis minna en búist var við. Hryllingsmyndin They þarf þá sömuleiðis að lúta í gras. Jólatíðin fer hins vegar vel með framhaldsmyndina The Santa Clause 2, þar sem hinn handlagni heimilisfaðir Tim Allen bregður sér í hlutverk sveinka. Sætaskipti risanna                                                                                                          !   "# $ % &   '             () (*)+ *)( **), *+)* -)" .)" /), /)- /)/ ++) *+*). **(), *.)/ */)* /). ,)/ *+-). ")+ *+)+ Úr Harry Potter og leyniklefanum. Potter þiggur ráð hjá Dumbledore. ELSKULEGAR og undraverðar? Ég veit ekki hvort það á við mæðg- urnar sem þessi mynd fjallar um, en þær eru alveg ágætar og sannar hversdagshetjur. Gætu verið vinkon- ur manns. Þær eru taugaveiklaðar og alltof óöruggar með sig og skilja ekki alveg að lífshamingjan kemur innan frá. Móðirn Jane er vel stæð og ein- stæð og tók að sér Annie, átta ára svertingjastúlku, á efri árum til að hafa eitthvað fyrir stafni. Nú er hún í fitusogsaðgerð og á höttunum eftir lækninum. Michelle er illa svekkt á lífinu, á í ömurlegu hjónabandi og tekst ekki að selja listmunina sem hún föndrar í sífellu. Elizabeth er leikkona sem bíður eftir stóra tæki- færinu en sönn ástríða hennar liggur í vandalausum hundum sem hún tínir upp af götunni. Þetta er sérstök mynd og eiginlega skyldusjón fyrir allar konur. Það er ekki verið að koma á framfæri neinum boðskap, hvað þá að segja mikla eða merkilega sögu, heldur verið að sýna hvernig konur eru og einnig hlæja svolítið að þeim ... nei, meira með þeim. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera alltaf að hugsa um útlitið. Hvaða kona þekkir það ekki? Halda gjarna að lykilinn að lífshamingjunni sé þar að finna og í væntanlegum karlmönnum sem muni falla fyrir þeim, hlutverkum sem þær muni fá eða sjálfsöryggi sem þær muni öðl- ast. Og auðvitað er svo Annie litla farin að apa hegðunina eftir þeim, komin með það á heilann að hún sé feit og með sífellt samviskubit yfir ofáti. Og Michelle sem þolir Annie tæpast vonar samt að lífmóðir henn- ar, dópistinn í ræsinu, hafi meiri kosti en þær mæðgur, sem Annie gæti mögulega erft. Þetta eru ósköp klárar konur og mann langar virkilega að tuska þær til, sparka í rassinn á þeim. En um leið og maður hugsar þannig, neyðist maður til að líta í eigin barm. Það er kannski ekki að ástæðulausu að leik- konurnar ná allar hlutverkum sínum mjög vel, og eru algerlega sannfær- andi allan tímann. Mörg atriði myndarinnar eru skemmtilega fersk og frumleg. At- riðið þar sem Elizabeth kemst á séns með kvikmyndastjörnu og lætur hann benda sér á sína líkamlegu galla, gæti fengið hvaða konu sem er til sökkva í sætinu. Og það er ynd- islegt atriðið þegar Michelle lendir á séns með stráknum, sem gæti verið sonur hennar. Ég var hálfhissa þegar ég var að horfa á Lovely & Amazing. En því meira sem ég hugsa um myndina, því meira færast munnvikin upp á við. Vinkona mín … og ég LOVELY AND AMAZING Regnboginn, 101 bíófélag  Leikstjórn og handrit: Nicole Holofcener. Kvikmyndat.: Harlan Bosmajian. Aðal- hlutv.: Catherine Keener, Brenda Bleth- yn, Emily Mortimer, Raven Goodwin, Aunjanue Ellis, Jake Gyllenhaal og Der- mot Mulroney. 89 mín. BNA. Good Mach- ine 2001. Hildur Loftsdóttir RÓMANTÍK og sagnfræði eru frekar óvenjulegir rekkjunautar sem ná einkar vel saman í gamanmyndinni Possession. Hún er á köflum framúr- skarandi vel skrifuð og vitræn, róm- antísk, fyndin, og döpur. Fléttar lag- lega saman tveim tímaskeiðum og ólíku menningarumhverfi gamla og nýja heimsins. Bragðmikið handritið ætti ekki að koma mjög á óvart því það er byggt á samnefndri Bookers- verðlaunaskáldsögu A.S. Byatts frá 1990. Aðalsögupersónurnar eru Roland Michell (Aaron Eckhart), bandarísk- ur bókmenntafræðingur sem hefur fengið styrk við rannsóknir á verkum Randolphs Henry Ash (Jeremy Northam), bresks 19. aldar ljóð- skálds. Í miðju kafi rekst hann á ást- arbréf Ash til kollega síns, skáldkon- unnar Christabel LaMotte (Jennifer Ehle). Michell hefur gert merkilega uppgötvun því fræðimenn höfðu enga hugmynd haft um kynni, hvað þá ástir þessara góðskálda. Michell fær prófessor Maud Bailey (Gwyneth Paltrow), til liðs við sig í rannsóknunum og í framvindu einkar rómantísks verkefnis verða þau sjálf ástfangin upp fyrir haus. Neil LaBute, sem á meðal annars að baki Nurse Betty, kemur á óvart með frumlegt gamandrama með lip- urri framvindu þótt hún flakki á milli ólíkra persóna og tímabila. Gott hand- rit og leikstjórn auk eftirminnilegs leiks í nánast öllum hlutverkum, stórum sem smáum. Eckhart brá fyr- ir í gæðamyndinni The Pledge, sem benti tvímælalaust til að þar færi eft- irtektarverður leikari því Sean Penn veit sínu viti. Hann stendur undir væntingum sem Kaninn, utangarðs- maðurinn í sjálfumglaðri, bresku inteligensíunni sem hefur takmarkað álit á töffaranum úr vestri. Paltrow bregður fyrir sig tungutaki aðalsins og kemst vel frá sínu, líkt og í Emmu. Samleikur þessara ágætu leikara og saga fellur þó í skuggann af fyr- irferðarminna en átakanlegu ástar- ævintýri viktorísku skáldanna Ash og LaMotte (sem voru reyndar aldrei til), og upplýkst með hverri mínút- unni sem líður. Possession hefur því ekki aðeins til að bera rómantísk, sætsúr ástarævintýri heldur höndlar LaBute söguefnið þannig að niður- staðan er einnig hálfgildings njósna- tryllir sem heldur áhorfandanum föngnum. Sú saga, rannsóknarefnið, nýtur jafnvel enn betri leiks North- ams, sem hefur margsannað sig í hópi athyglisverðari leikara Breta, og ekki síður hinnar bandarísku Jennifer Ehle, nafn sem vert er að leggja á minnið. Ég veðja á að þar sé kominn verðugur arftaki Meryl Streep, sem tekin er að reskjast og hefur skilið ófyllt skarð eftir sig síðasta áratug- inn. Aukaleikararnir eru flestir góðir og Tom Hickey framúrskarandi sem Blackadder. Possession er sannkallað konfekt fyrir augu og eyru, vönduð gæða- mynd; skynsamleg blanda af gamni og alvöru: nútíð og fortíð. Sæbjörn Valdimarsson POSSESSION Háskólabíó Leikstjóri: Neil LaBute. Handrit: David Henry Hwang o.fl., byggt á skáldsögu A.S. Byatt. Kvikmyndatökustjóri: Jean Yves Escoffier. Tónlist: Gabriel Yared. Að- alleikendur: Gwyneth Paltrow, Aaron Eckhart, Jeremy Northam, Jennifer Ehle, Lena Headey, Holly Aurd. 100 mín. USA Films. Bandaríkin 2002. Ódauðleg ástarbréf Í umsögn um Possession segir að myndin hafi ekki aðeins til að bera rómantísk, sætsúr ástarævintýri heldur sé hún einnig hálfgildings njósnatryllir. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Brúðhjón A l l u r b o r ð b ú n a ð u r - G l æ s i l e g g j a f a v a r a - B r ú ð h j ó n a l i s t a r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.