Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 46

Morgunblaðið - 03.12.2002, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI Sýnd kl. 8 og 10. Bi 14. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. DV Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Kvikmyndir.com DV HJ. MBL Sýnd kl. 5.30. B.i. 16. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Bi 14. BOND ER MÆTTUR FLOTTARI EN NOKKRU SINNI FYRR ÍSLAND Í AÐALHLUTVERKI- ÓMISSANDI “Besta Brosnan Bond-myndin” GH Kvikmyndir.com i i i DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. 4, 7 og 10 Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. DIE Another Day, nýjasta James Bond-myndin, sem frumsýnd var á föstudag, lagðist vel í landann og fór betur af stað en nokkur önnur Bond-mynd. Tæplega 13.400 manns sáu myndina um helgina, eða 73% fleiri en fóru á síðustu Bond-mynd, The World is Not Enough, og 51% fleiri en fóru á Bond-myndina sem átti gamla frumsýningarmetið, Tomorrow Never Dies. Þess að auki er um að ræða stærstu frumsýningarhelgi hérlendis á mynd frá 20th Cent- ury Fox og fimmta stærsta frum- sýningarhelgi ársins. Enginn vafi leikur á að þessi aukni Bond-áhugi hafi heilmikið með þátt Íslands í nýju myndinni að gera, en stór hluti mynd- arinnar gerist á Íslandi og var tekinn upp í fyrrasumar við Jök- ulsárlón. Að sögn Guðmundar Breiðfjörð markaðsstjóra Skífunnar var uppselt á allar sýningar helg- arinnar eftir kl. 20 á kvöldin, þar með talið í lúxussalinn. Hann seg- ir samt áhuga hinna yngri þó hafa komið sé mest á óvart en myndin var einnig vel sótt á dagsýning- unum. Bond sveif hátt yfir Ísalandi um helgina. Besta Bond- byrjunin KVIKMYNDATÓNSKÁLDIÐ Atli Örvarsson hefur unnið sér það til frægðar að semja tónlist fyrir bandarísku sjónvarpsþáttaröðina Law and Order: Criminal Intent. Atli, sem hefur verið búsettur í Los Angeles síðustu fjögur árin, samdi tónlistina við þáttinn er sýndur var í Bandaríkjunum 13. október síðast- liðinn. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem hann semur tónlist fyrir þekkta sjón- varpsþætti en eitt af fáum skiptum sem hann hefur verið skrifaður fyrir tónlistinni. Atli vinnur nefnilega hjá Mike Post, sem er margfaldur Emmy- og Grammy-verðlaunahafi, og hefur starfað undir stjórn hans síðustu tvö árin. „Síðustu tvö árin hef ég aðallega verið að útsetja tónlist fyrir Mike. Hann semur beinagrind fyrir þessa þætti og ég fylli út í hana,“ segir Atli og bætir við að hann hafi verið hægri hönd Posts við þá þætti sem þeir hafa unnið við undanfarið. Einna helst má nefna allar þrjár Law and Order-þáttaraðirnar, upp- runalegu syrpuna, SVU og CI en þættirnir hafa verið sýndir á Skjá einum. Atli hefur ennfremur unnið við aðra þekkta þáttaröð, NYPD Blue, og samdi hann tónlistina við lokaþátt síðustu syrpu, sem sýndur var síðasta vor vestanhafs. Hann er ánægður með að hafa fengið nafn sitt á skjáinn í fyrrnefnd- um Law and Order-þætti í haust. „Ég samdi alla tónlistina í þessum þætti því Mike var í sumarfríi og það þurfti nauðsynlega að klára þáttinn. Það var rosalega gaman. Gaman að fá viðurkenningu fyrir þetta því ég hef samið mikið af tónlistinni fyrir þessa þætti,“ segir hann. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær ég fæ aftur viður- kenningu fyrir þessa Criminal Intent-þætti því ég vinn mjög mikið fyrir þá, segir Atli og bætir við að þolinmæðin sé þörf dyggð í þessari vinnu. Hann upplifir þetta þó alls ekki þannig að hann standi í skugganum af Post. „Ég er að læra af honum. Þetta er mjög góður skóli. Besta leiðin til að komast inn í þennan heim hér er að aðstoða einhvern sem er mjög vel þekktur. Hollywood virkar mikið svona. Það er svona meistara- og nemakerfi á öllu. Þetta er mjög gott kerfi og viðheldur þekking- unni.“ Atli komst í kynni við Post eftir að hafa unnið samkeppni á vegum BMI, sem eru samtök svipuð STEFi. Launin voru að komast í læri hjá meistara Post í nokkrar vikur og er það reynsla, sem hefur komið sér vel fyrir Atla. „Eiginlega öll vinna, sem ég hef fengið hefur verið á einn eða annan hátt í gegnum þessa keppni,“ útskýrir hann. Atli er búinn að eyða bróðurparti síðustu tíu ára í Bandaríkjunum en áður en hann fluttist til Los Angeles var hann við nám í Boston og Norð- ur-Karólínu. Hann er ekki á leiðinni heim til Íslands í bráð, nema þá í heimsókn. „Ég held örugglega áfram að vinna hjá Mike í einhvern tíma áður en ég flýg úr hreiðrinu. Planið hjá mér er að fara að vinna sjálfstætt og ég vonast til þess að geta gert það eftir svona tvö ár og þá starfað við kvikmyndir. Ég hef gaman af því að vinna við sjónvarp en hef miklu meira gaman af kvikmyndum. Það er öðruvísi áskorun. En það er nauð- synlegt að koma heim á milli til að jarðtengja sig svolítið.“ Ljósmynd/Hildur Atli Örvarsson hefur verið búsettur í Los Angeles síðustu fjögur árin. Hægri hönd meistarans Semur tónlist fyrir þættina Law and Order HERA Hjartardóttir hefur verið býsna áberandi í íslensku tónlistar- lífi undanfarna mánuði, hefur farið um landið með Bubba Morthens, á lag í myndinni mögnuðu Hafinu og sendi síðan frá sér breiðskífu um daginn, Not Your Type, sem er, ótrúlegt en satt, þriðja sólóskífa hennar þótt ekki sé hún nema nítján ára gömul. Eftir því sem næst verður komist fór Hera í hljóðver til að taka upp nokkur lög sem setja átti á disk með laginu úr Hafinu, „Itchy Palms“. Áð- ur en varði voru tíu lög komin inn á band til viðbótar við tvö eldri, áð- urnefnt „Itchy Palms“ og „Makebe- lieve“. Fyrir vikið var orðin til breið- skífa sem er býsna heilsteypt þrátt fyrir svo skamman aðdraganda. Aðal Heru er söngur hennar, hún hefur geysifallega rödd og beitir henni jafnan vel, en á það líka til að syngja fulltilgerðarlega, sjá til að mynda upphafslag plötunnar – nokk- uð sem fer af með meiri reynslu. Í öðrum lögum plötunnar syngur hún aftur á móti fjarska vel og á stundum glæsilega, til að mynda í „Naughts and Crosses“ og „Forbidden Fruit“ og „Itchy Palms“ er frábærlega sungið. Þessi lög eru lágstemmd og rólyndisleg en hún kann líka að gefa í eins og heyra má í einu besta lagi skífunnar, „Precious Girl“. Útsetningar eru almennt vel heppnaðar en dulítið gamaldags á köflum, á reyndar við í slíkri tónlist. Hljóðfæraleikarar standa sig af- skaplega vel, fremstur meðal jafn- ingja Guðmundur Pétursson sem bregður sér í allra kvikinda líki á gítara, vel studdur skælifetlum og bjögunartólum. Heyr til að mynda fjölbreyttan gítarleik í laginu „Forbidden Fruit“; hljómar frekar sem safn ólíkra gítarleikara, en einn maður. Hann á líka sterkan leik á orgelið, notar það smekklega og hæfilega mikið. Mjög vel kemur út lágfiðluleikur í „Naughts and Cross- es“. Textar Heru eru vel ortir en mis- góðir eins og gengur. Þannig kann ég vel að meta textana í „Naught and Crosses“, „Forbidden Fruit“, sem er býsna átakanlegur, „Itchy Palms“ og „Precious Girl“ (ekki er þó góð línan „they know themselves also“). „Chamelion Girl“ finnst mér aftur á móti klénn texti og ekki eru öll erindi í „Suits Me“ viðkunnanleg, en það er kannski tepruskapur að amast við því. Nokkuð er um fullbillegar línur í „Suffer from You“ og „Not Your Type“ er innihaldsrýr. Þessi diskur Heru er forvitnilegur fyrir margt og þá ekki síst það hve hann er einstakur í íslenskri plötuút- gáfu; enginn tónlistarmaður starf- andi á þessu sviði hér á landi, í bandarískum sveitarokkbræðingi, vel kryddað með þjóðlagatónlist, þótt á skífunni séu lög sem kalla má hreina þjóðlagatónlist og menn þekkja allvel hér. Hera á eflaust eftir að láta vel í sér heyra í framtíðinni og getur vissulega náð langt úti í heimi, hefur útlit, aldur og hæfileika til þess. Hún myndi líka græða mikið á því að finna sér góðan samstarfs- mann í lagasmíðar og útsetningar. Umslag skífunnar er ekki gott, hugmynd sem gengur ekki upp, í það minnsta á framhliðinni. Myndin á bakhlið er aftur á móti skemmtilega slæm; ekki hefðu allir listamenn haft kjark til að birta af sér svo óvenju- lega mynd. Plús fyrir það. Tónlist Geysifalleg rödd Hera Hjartardóttir Not Your Type! Foolsday/Skífan Not Your Type!, breiðskífa Heru Hjartar- dóttur. Hera semur öll lög og texta á skíf- unni, syngur og leikur á gítar. Guðmundur Pétursson leikur á rafgítara og ýmis önn- ur strengjahljóðfæri, orgel og hljómborð, en hann sá einnig um útsetningar á flest- um laganna og stýrði upptökum. Jakob Smári Magnússon leikur á bassa, Arnar Geir Ómarsson á trommur og slagverk, Eyþór Gunnarsson á píanó, Jóhann Hjör- leifsson á bassa í einu lagi og Brent Dow- son á píanó og Helen Webb á hörpu í öðru, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló. Foolsday gefur út, Skífan dreifir. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Þorkell Í umsögn um plötu Heru segir að hún hafi allt til að bera til að geta náð langt úti í heimi, útlit, aldur og hæfileika.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.