Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 03.12.2002, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. SÉRHÆFING í landbúnaði hefur orðið til þess að færri og færri hafa heimilishænsni. Lágt eggjaverð frá verksmiðjubúum hefur haft ein- hver áhrif á þessa þróun, þannig að ekki er talið mjög arðbært að stunda eggjaframleiðslu í smáum stíl eins og áður var, en þó eru allt- af einhverjir sem hafa gaman af þessari búgrein. Í Reykjahverfi þar sem á árum áður voru hænsni á 15 bæjum eru nú einungis hænur á einum bæ og sá búskapur almennt aflagður í sveitinni. Á Tjörnesi eru 16 hænur á einum bæ samkvæmt búfjárskýrslum á þessum vetri og í Húsavíkur- kaupstað er engin hæna á skrá, en þar voru nokkur hænsnabú fyrir allmörgum árum. Í Aðaldal hefur hænsnum fækkað eins og í öðrum sveitum en þó eru lítil hænsnabú þar enn á nokkrum bæjum og tveir hafa nýlega byrjað með heimilishænsni. Með nýjum reglugerðum um bú- fjárhald má ekki lengur hafa hænsni í fjósum þar sem mjólk- urframleiðsla er, en það getur verið ein ástæða þess að margir framleið- endur hafa hætt með hænur. Talið er æskilegt að hafa þær í þeim hús- um þar sem hlýrra er, en margir eiga ekki þannig pláss fyrir þessa fugla. Margir segja að hænur geti gert gagn þar sem þær eru við útihús því þær éta mikið af skordýralirf- um og öðrum smádýrum sem fylgja húsdýrahaldi. Þær eru og góðar til endurnýtingar á matarleifum fólks því egg koma í staðinn fyrir það sem þær fá í sarpinn. Þá hafa börn gaman af hænum, sérstaklega ef koma ungar sem jafnan er skemmtilegt að halda á og klappa. Á móti kemur að þær eru ekki tald- ar þrifalegar og því hafa sumir þær í hænsnagirðingu. Sagt er að svokölluð „sveitaegg“ eða egg úr „hamingjusömum hæn- um“ séu almennt betri en egg úr verksmiðjubúum auk þess sem að- búnaður og frelsi fuglanna hefur mikið að segja. Þrátt fyrir þetta er ljóst að mjög mikil fækkun hefur orðið á heimilishænsnum í Suður- Þingeyjarsýslu. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Systurnar Rut og Hrund Benediktsdætur á Hólmavaði í Aðaldal hafa gaman af hænunum sínum. Engin hæna lengur til heimilis á Húsavík Heimilishænum fækkar stöðugt Laxamýri. Morgunblaðið. STAFRÆNAR sjónvarpsútsend- ingar hafa víða um heim haslað sér völl enda notkunarmöguleikar mun meiri en fyrirfinnast í hliðrænum út- sendingum sem notaðar eru hér á landi í dag. Að mati Póst- og fjarskiptastofn- unar mun kosta um 1–1,5 millj- arða króna að byggja upp staf- rænt dreifikerfi miðað við einn sendi með fimm dag- skrárrásum. Nefnd samgönguráðherra vinnur að áætlun um hvernig haga megi flutningi úr hliðræna kerfinu yfir í stafrænt dreifikerfi. Á nefndin að skila tillögum í febrúar á næsta ári og stefnt er að því að útboð vegna dreifikerfisins verði haldið eigi síðar en í mars. Norðurljós og RÚV hafa sent út efni um gervitungl í tilraunaskyni undanfarnar vikur og mælingar standa yfir á hagkvæmni þeirrar dreifileiðar. Síminn hefur þegar haf- ið stafrænar sjónvarpssendingar á breiðbandi sínu. Unnið að tillögum um stafrænt sjónvarp Kostnaður við dreifi- kerfi allt að 1,5 milljarðar  Hagsmunaaðilar deila/26–27 LAUN á almennum vinnumarkaði og hjá ríki og sveitarfélögum hækka um næstu áramót skv. ákvæðum kjarasamninga, að meðtaldri 0,4% við- bótarhækkunar launa sem samið var um í tengslum við samkomulag aðila vinnumarkaðarins í desember í fyrra. Hækkanirnar eru mismunandi miklar hjá ein- stökum félögum eftir því um hversu langt er eftir af gildistíma kjarasamninga. Þannig hækka t.d. laun innan Starfsgreinasambandsins um 3,15% 1. janúar nk. en hjá iðnaðarmönnum og verslunar- mönnum verður hækkunin 3,4%. Laun starfs- manna hjá ríki og sveitarfélögum hækka yfirleitt um 3% um áramót. SA og Flóabandalagsfélög semja um viðbótarhækkun Samtök atvinnulífsins og stéttarfélög innan Flóabandalagsins svonefnda, þ.e. Efling – stétt- arfélag, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur, hafa samið um viðræðuáætlun fyrir komandi kjarasamninga. Markmið samkomulags- ins er að færa viðræðurnar til samræmis við tíma- setningar annarra kjarasamninga og er við það miðað að samningsgerðinni verði lokið um miðjan desember á næsta ári en núgildandi samningar þessara félaga renna úr gildi um miðjan septem- ber nk. Samhliða þessu hafa SA og stéttarfélögin innan Flóabandalagsins undirritað yfirlýsingu um að laun hækki um 2,75% um næstu áramót í stað 2,25% en því til viðbótar hækka laun þessara fé- laga eins og annarra um 0,4% 1. janúar nk. skv. samkomulagi ASÍ og SA sem gert var í desember 2001. Alls munu því almenn laun Flóabandalags- félaganna hækka um 3,15% um áramótin. Kjaraviðræður skulu skv. viðræðuáætlun hefj- ast í maí á næsta ári með undirbúningsfundi, í október hefjast viðræður um ýmis sérmál og um kaupliði í byrjun nóvember. Miðað er við að ljúka samningsgerð um miðjan desember 2003. Þrír samningar RSÍ renna að óbreyttu út í febrúar á næsta ári Að sögn Ara Edwald, framkvæmdastjóra SA, hafa ekki verið gerðir samningar við fleiri stétt- arfélög eða landssambönd um viðræðuáætlanir vegna komandi kjarasamninga en samningar flestra landssambanda ASÍ renna ekki út fyrr en á fyrstu mánuðum ársins 2004. Samningar Rafiðnaðarsambandsins vegna fé- lagsmanna hjá Stöð 2, kvikmyndahúsum og hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna renna hins vegar út í febrúar á næsta ári og standa um þessar mundir yfir viðræður um hvort þessir samningar verða framlengdir, að sögn Guðmundar Gunnars- sonar, formanns RSÍ. Laun hækka um 3% til 3,4% um áramót SA og Flóabandalagið semja um viðræðuáætlun vegna kjarasamninga HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær tvo úrskurði héraðsdóms vegna síma- hlerana lögreglu í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem nú er í rannsókn. Í öðrum dómi Hæstaréttar var stað- festur úrskurður héraðsdóms um heimild lögreglunnar í Reykjavík til að hlera símtöl og skoða SMS-send- ingar í fimm tilteknum símum. Ás- geir Karlsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn vildi ekki tjá sig um rannsókn málsins þegar Morgunblaðið leitaði upplýsinga um hana í gærkvöldi. Í hinum dóminum var Tali hf., sem kærði báða úrskurði héraðsdóms, jafnframt gert að afhenda lögreglu svonefnd IMEI-númer þeirra sím- tækja, sem fimm símanúmer hafa verið notuð í frá 1. september 2002. Nær þessi skipun fram til 8. desem- ber. Jafnframt er fyrirtækinu gert að upplýsa hvaða önnur símanúmer voru notuð í símtækjunum á um- ræddu tímabili og hverjir séu skráðir fyrir þeim. Allt að 12 ára fangelsi Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms um þetta, að verið sé að rann- saka ætluð brot gegn fíkniefnalög- gjöfinni og megi ætla að ef þau sönnuðust myndu þau geta varðað allt að 12 ára fangelsi. Á grundvelli framlagðra gagna þykir vera rök- studdur grunur um stóran þátt tiltek- ins manns í stórfelldum innflutningi fíkniefna til Íslands. Fram kemur í dómi Hæstaréttar að lögreglan telji að sá, sem stendur að innflutningi efnanna, sé notandi þeirra símanúmera, sem eru tilgreind í kröfu lögreglunnar. Sé meðal ann- ars vísað til þess að ætluð brot hafi lengi verið í undirbúningi. Málin dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Gunn- laugur Claessen og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Báðir dómar Hæstaréttar voru birtir á heimasíðu réttarins í gær, en teknir af heimasíðunni í gærkvöld. Lögreglu leyft að hlera síma í fíkni- efnamáli TEKJUR ríkissjóðs árið 2003 eru taldar hækka um 7½ milljarð króna frá áætlun fjárlagafrumvarps ríkis- stjórnarinnar. Útgjöld ríkissjóðs eru hins vegar talin hækka um liðlega 6½ milljarð. Þetta kemur fram í end- urskoðaðri þjóðhagsspá fjármála- ráðuneytisins sem birt var í gær. Ólafur Örn Haraldsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að tekjuáætlun ráðuneytisins verði lögð fram í fjárlaganefndinni í dag. Ekk- ert sé hægt að segja um þessar tölur fyrr en hún hafi komið fram. Það sé hins vegar staðföst ætlan nefndar- innar að skila fjárlögunum réttum megin við núllið. Fjárlög verði réttum meg- in við núllið  Meiri hagvöxtur/13 ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.