Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 7
ar djasstónlistar í heiminum nú um
stundir.
„Við sóttum allir á Knitting Fact-
ory-miðin. Klúbburinn var þá í mikl-
um blóma.“
Knitting Factory er gömul prjóna-
verksmiðja í New York sem breytt
var í klúbb fyrir framsækna tónlist.
Seinna var klúbburinn fluttur um set
en hélt upphaflega nafninu og starfar
enn.
Hilmar segir að ennþá sé mikil
gerjun í þessari tegund tónlistar þótt
hún standi kannski ekki í sama blóma
og fyrr. „Frídjassinn er ekki nýtt fyr-
irbæri. En það kemur upp nýr sproti í
New York nýrrar kynslóðar sem
vissulega er undir áhrifum frá frum-
kvöðlunum frá sjöunda áratugnum.
En þetta eru tónlistarmenn sem hafa
hrærst í hljóðheimi sem er töluvert
öðruvísi. Þeir hafa haft aðgang að
nýrri klassík og „etnískri“ tónlist
ásamt mönnum eins og John Zorn,
Bill Frisell og fleirum sem eru frum-
kvöðlar á þessu sviði. Okkar kynslóð
sem kemur á eftir, hefur bætt ennþá
meira í sarpinn. Það þýðir ekki endi-
lega að hlutirnir séu betri en það sem
út úr þessu kemur er fjölbreyttara.“
Nýjar lendur kannaðar
Fyrr í mánuðinum kom út fyrsti
diskur Hilmars fyrir Songline-útgáf-
una í Kanada. Sá heitir Tyft. Songline
hefur gefið út mikið með framsækn-
um tónlistarmönnum í New York. Nú
stendur fyrir dyrum að Hilmar geri
annan disk „Ég er mjög spenntur
núna fyrir því að gera mun melód-
ískari tónlist. Mín tónlist hefur hing-
að til einkennst af flóknum formum
og ég ætla að einfalda hana en við-
halda samt um leið spennunni og
mystíkinni sem mér finnst þurfa að
vera til staðar. Hópurinn sem ég vel
mér til samstarfs ætti að vera í stakk
búinn til að gera þetta því þarna
verða Andrew D’Angelo, Jim Black,
Trevor Dunn bassaleikari og Herb
Robertson trompetleikari. Auk þess
að vera úrvals hljóðfæraleikarar eru
þeir líka með mjög sterkar rætur í
spuna og avant-garde-tónlist. Mig
langar að sjá hvernig hægt er að nýta
sér hljóm þeirra í melódískari laga-
smíðum.“
Hilmar er kennari við FÍH-skól-
ann en er í ársleyfi á listamannalaun-
um. Hann vinnur núna að því að
semja þessa nýju tónlist fyrir plöt-
una.
Hann er líka með plötu í vinnslu
með Skúla, Matthíasi Hemstock og
fiðluleikaranum Eyvind Kang sem
tekin var upp á Íslandi fyrir nokkru.
Smekkleysa gefur út. Samstarf Hilm-
ars og Skúla nær aftur um einn ára-
tug. „Við vinnum vel saman og jafnvel
þótt við heyrumst ekki í einhvern
tíma er eins og áhugasvið okkar
þroskist alltaf svipað. Við erum eig-
inlega tónlistarlegir tvíburar.“
Hilmar segir að vandinn við það að
vera framsækinn tónlistarmaður á
Íslandi sé sá að ekki sé hægt að bjóða
upp á nema takmarkaðan fjölda tón-
leika. „En ég hef verið svo heppinn að
mitt vinnuumhverfi hefur breyst úr
því að vera einungis Ísland í það að
vera nánast allur heimurinn. Ég hef
verið á miklu flakki síðustu þrjú ár og
það breytir gífurlega miklu að fá
tækifæri til að vinna með fólki sem er
að vinna að skapandi hlutum og sjá
framan í ný andlit í salnum af og til.
En ekki síst það að fara í til dæmis
þriggja vikna tónleikaferð þar sem
tónlistin fær tækifæri til þess að
þróast.“
Hilmar hefur spilað í um 20 löndum
og á mörgum stórum djasshátíðum
og óhjákvæmilega koma ferðalögin
stundum niður á fjölskyldulífinu.
Hann er giftur og á tvo syni og dreng-
urinn hans yngri fæddist fyrir tímann
þegar Hilmar var á leið frá Frakk-
landi til Barcelona í næturlest. Hann
hefur líka leikið inn á um 30 plötur
sem margar hafa farið í alþjóðlega
dreifingu. „Ég er ekki í þessu lokaða
umhverfi lengur. Ég er ósköp sáttur
við að búa á Íslandi svo lengi sem ég
er hreyfanlegur. Það skiptir mig
miklu máli að fara reglulega út og
spila. Ekki einungis að spila fyrir
nýja áheyrendur heldur ekki síður að
spila með tónlistarmönnum sem mér
finnst áhugaverðir.“
Reynir að loka „likka“-pokanum
Hvað með hefðbundna djasstónlist
– svingið?
„Ég á erfitt með að finna leið til
þess að vera ég sjálfur innan þess
ramma. Sú tónlist virkar þvingandi á
mig. Það er búið að gera allar þessar
stórkostlegu upptökur. Fyrir mér er
engin ástæða til að endurtaka það og
miklu nær að setja plötuna bara á
fóninn og njóta snilldarinnar. Hefð-
bundin djassspilamennska, það að
spila „standarda“, hefur þó að minni
hyggju ákveðið gildi. Hún hefur hlut-
verki að gegna sem kokkteilmúsík og
sem slík er hún fín. Einu skiptin sem
ég spila „standarda“ er í kokkteilboð-
um og hef bara gaman af því. Án þess
að vera of harðorður finnst mér tón-
leikahald með „djassstandördum“
nánast óréttlætanlegt. Að láta fólk
borga aðgangseyri þar sem einhverj-
ir eru að krukka í gömlu „standard-
ana“ enn eina ferðina. Ég stend alla
vega ekki í því sjálfur. Ég hef alltaf
gaman af því að glíma við frumsamda
tónlist annarra en mér finnst ég samt
einstaka sinnum múraður inni í slík-
um aðstæðum því það er ýmislegt
sem er kannski að brjótast um í mér
og vill fram, en er ekki viðeigandi í
samhenginu. Mér finnst það loða við
hefðbundna djasstónlist að mönnum
hættir til að fara í pokann sinn og tína
upp úr honum gömul „likk“. Það var
þetta öngstræti sem ég lenti í fyrir
nokkrum árum. Það fer mikill und-
irbúningur í það að geta þrætt flókn-
ar hljómahreyfingar og í raun er
þetta eins og hrúga af gestaþrautum.
Það er til fólk sem getur verið mjög
skapandi við að leysa gestaþrautirnar
en fyrir mjög marga er þetta einungis
hálfgerð þjáning við að leysa þraut-
ina. Mér finnst ekki sniðugt að láta
fólk greiða aðgangseyri fyrir það að
fylgjast með mönnum leysa þrautirn-
ar en þetta segir þó auðvitað meira
um sjálfan mig heldur en aðra. Það
skipti mig þó miklu máli að uppgötva
önnur tónlistarform, s.s. raftónlist til
þess að kveikja áhugann aftur. Til-
raunaeldhúsið og vinna mín með því
hefur haft gríðarlega endurnærandi
áhrif á mig og hjálpað mér að finnast
ég vera tónlistarmaður, ekki bara
djasstónlistarmaður. Ég hef samt
ekkert út á þá tónlistarmenn að setja
sem spila aðra tónlist en ég. En ég get
ekki verið heill í því sem ég geri nema
ég fylgi minni sannfæringu. Það eina
sem skiptir máli í tónlist, að mínu
mati, er ástríða og sannfæring. Það
má líta yfir allar tónlistarstefnur og
alla hljóðfæraleikara sögunnar og
finna alls staðar dæmi um menn sem
falla ekki inn í módelið um hinn frá-
bæra hljóðfæraleikara en eru samt
risar í tónlistarsögunni vegna þess að
þeir voru skapandi og með sannfær-
ingu sína og ástríðu í farteskinu.“
Mér dettur í hug Thelonius Monk.
„Hann er náttúrulega skólabókar-
dæmi um þetta. Hann féll ekki inn í
rammann en stendur uppi sem frá-
bær lagasmiður og spunameistari og
einn af áhrifamestu djassleikurum
djasssögunnar. Ég er að reyna að
loka „likka“-pokanum. Um tíma sá ég
meira að segja eftir allri þeirri
menntun sem ég hafði aflað mér. Ég
horfði á mann eins og Tim Berne,
sem nítján ára fékk fyrsta saxófón-
inn. Hann stofnaði sína hljómsveit og
fór að semja sína tónlist án þess að
hafa nokkra burði til þess samkvæmt
hefðbundnum skilgreiningum djass-
leikara. Það var ekki búið að berja inn
í hann að þetta geri menn ekki fyrr en
þeir séu búnir að æfa sig árum sam-
an. Engu að síður er Berne snilldar
tónlistarmaður og tónskáld. Hann
var ófeiminn við að fá þá bestu í lið
með sér. Ég veit ekki hvort það er
betra eða verra að hafa kunnáttuna,
en öll förum við þá leið sem við þurf-
um að fara. Það er engin ástæða til að
vera með eftirsjá af nokkru tagi en ég
hef tamið mér að benda mínum nem-
endum á þetta svo ég sendi þá ekki
alla út í það öngstræti sem ég þurfti
að finna mér leið út úr. Þó er óvíst að
þeir líti á þetta sem öngstræti því
þetta er líka bara hugarástand. Í
menntunarferlinu er það þó alltof al-
gengt að kerfið gefi til kynna að nem-
andi eigi að vera skapandi en ekki
fyrr en hann hefur æft sig og gert allt
það sem fyrir hann er lagt. Þar með
er ýtt á pásutakkann á sköpunarferl-
inu sem er óskapleg synd. Það er eng-
inn heill sem tónlistarmaður nema
allt haldist í hendur. Ég byrjaði níu
ára að semja músík með Matta og fé-
lögum og með öllum hljómsveitum
sem ég var í fluttum við bara frum-
samda tónlist. Á seinni árunum í FÍH
og í Berklee samdi ég varla eitt ein-
asta lag. Ég var að einbeita mér að
því að vera spilari en það er erfitt að
réttlæta þetta sem hlutverk tónlistar-
skóla sem ætti auðvitað að hlúa að
sköpunargáfu tónlistarnemenda.
Þetta höfum við reynt að ýta undir
hjá okkar nemendum í FÍH.“
gugu@mbl.is
glæsilegar
jólagjafir fyrir konuna
eva
kápur - blússur - peysur - pils - kjólar
dragtir - töskur - stígvél og skór
ný sending
skinnjakkar og kápur frá vent covert
vandaðar og fallegar vörur
Laugavegi 91, 2. hæð, sími 562 0625
verið velkomin
opið til 22:00