Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
bíó
lega endurtaka allir leikarar hlutverk sín
sem komu við sögu í fyrstu myndinni,
enda myndirnar, sem fyrr segir, teknar
upp í einni tveggja ára langri atrennu á
heimaslóðum Peters Jackson.
Jackson, sem skrifaði handritið að
Turnunum tveimur ásamt samstarfs-
manni sínum til fjölda ára Fran Walsh,
Philippu Boyens sérfræðingi í fræðum
höfundarins J.R.R. Tolkiens og Stephen
Sinclair, segir að lögð hafði verið höfuð-
áhersla á að í myndinni yrði sérstaklega
undirstrikaður meginboðskapurinn sem
Tolkien vildi koma á framfæri; barátta
milli góðs og ills, milli náttúrunnar og iðn-
aðarins og milli vináttu og siðspillingar.
„Við vorum vel meðvituð um að við gæt-
um aldrei fært á filmu nákvæmlega allt
það sem bókstafur þessa 1000 blaðsíðna
ritverks segði og því reyndum við að
leggja áherslu á það sem Tolkien var
helst annt um í sögunni, boðskapinn.“
Meira af Miðgarði
Í annarri myndinni fáum við líka miklu
betri innsýn í Miðgarð, fáum að sjá hluti,
staði og verur sem fram að því hafði ein-
ungis verið rætt um, eins og Mordor og
Róhan. Mæddi því enn frekar á fjölskip-
uðu tækniliðinu sem beitti hinni stafrænu
tölvutækni til hins ítrasta til þess að
skapa sjónhverfingar sem aldrei fyrr
hafa sést á hvíta tjaldinu. Þannig var 10
þúsund manna her Saurons sem ósjaldan
er í mynd, allur eins og hann leggur sig,
búinn til með hjálp tölvuvæddra sjón-
hverfinga. En til þess að koma öllu í því í
verk sem hugarfóstur Jacksons krafðist
þurfti her, „alvöru“ 2.400 manna her
hæfileikafólks á öllum sviðum kvik-
myndagerðarinnar, en einir átta herfor-
ingjar hafa nú þegar tekið við Óskars-
verðlaun fyrir hönd sinna herdeilda,
vegna vinnunnar við fyrstu myndina.
Vígalegur Viggó
Í annarri myndinni er föruneytið sem
fyrr segir splundrað og þurfa liðsmenn
þess að heyja baráttu gegn hinum illu öfl-
um á ólíkum vígstöðvum. Turnarnir tveir
eru í reynd ein allsherjar stríðsmynd þar
sem fyrri hluti myndarinnar er aðdrag-
andinn að styrjöldinni miklu og seinni
hlutinn greinir frá upphafi hennar. Af
þeim sökum stíga fram í forgrunninn
stíga sem aldrei fyrr hinar vígreifu hetjur
Aragorn og Legolas. Þeir eru leiknir af
danskættaða Bandaríkjamanninum
Viggo Mortensen og Bretanum efnilega
Orlando Bloom.
Viggo var ráðinn síðastur allra leikara
Ö
NNUR MYNDIN verður í
flesta staði miklu áhugaverð-
ari en sú fyrsta. Þá er kynn-
ingu á Miðgarði og söguper-
sónum líka lokið og
framvindan farin af stað fyrir alvöru,
Fróði kominn á sporið til Mordor og
stríðið hafið um Hringinn eina og framtíð
mannsins og Miðgarðs. Ég held að Turn-
arnir tveir eigi eftir að höfða til fleiri en
Föruneyti hringsins.“ Þessi orð mælti
leikstjórinn Peter Jackson á blaðamanna-
fundi í Cannes á síðasta ári, áður en Föru-
neytið var frumsýnd. Og nú eftir viðþols-
lausa bið í heila 12 mánuði, 52 vikur og
365 daga er að koma í ljós hvort Jackson
hafi lög að mæla. Turnarnir tveir var
frumsýnd um gervallan heiminn á mið-
vikudag og annan í jólum hefjast almenn-
ar sýningar á myndinni hérlendis. Föru-
neyti hringsins sló rækilega í gegn eins
og flestir vita og hefur skipað sér meðal
allra farsælustu kvikmynda sögunnar.
Velgengni myndarinnar þýðir líka að
tekjurnar af henni nægðu til að greiða
framleiðslkostnað á öllum myndunum
þremur, sem gerðar voru samtímis, og
ekki nóg með það heldur rándýrar mark-
aðsherferðir fyrir þær líka. Þannig mun
svo gott sem öll innkoman af tveimur
seinni myndunum fara beina leið í vasa
framleiðenda og annarra sem sett hafa
fjármagn og traust á þetta verkefni, verk-
efni sem æði margir, þar á meðal stóru
Hollywood-stúdíóin, höfðu fyrir talið allt-
of stórt vöxtum.
Sundrað föruneyti
Í Turnunum tveimur er þráðurinn tek-
inn upp það sem frá var horfið. Föruneyt-
ið hefur splundrast, Fróði og Sómi halda
áfram leið sinni til Mordor með Hringinn,
Boromír er fallinn, maðurinn Aragorn,
álfurinn Legolas og dvergurinn Gimli
leggja Róhan-þjóðflokknnum mennska
lið í stríðum við her Saurons um Turnana
tvo; Orþanka, virki Sarúmans og vígið
Mínas Morgúl, sem lokar hinni leyndu
leið inn í Mordor, Pípinn og Kátur hafa
verið numdir á brott af Uruk-hai ill-
skeyttum bandamanni Saurons og Gan-
dalfur hinn grái horfinn yfir móðuna
miklu. Svo virtist allavega vera er fyrstu
myndinni lauk en vitanlega fara hlutir á
annan veg en á horfir og til sögunnar
koma nýjar persónur og furðufyrirbæri
eins og elstu verur Miðgarðs, Trjáskegg-
ur, sem er talandi tré, Grímur Ormstunga
njósnari fyrir Sauron í hirð Þjóðan kon-
ungs Róhan-þjóðflokksins, Fararmír
bróðir Boromír og margir fleiri. Vitan-
til verksins og nokkrir höfðu verið reynd-
ir í hlutverk Aragorns áður en hann
mætti á svæðið og eignaði sér það sam-
stundis.
„Ég hafði svo gott sem engan tíma til
að undirbúa mig fyrir hlutverkið, hafði
ekki lesið bækurnar og vissi ekki einu
sinni út á hvað sagan gengi. En ég gerði
hvað ég gat, las handritið og blaðaði í bók-
unum á löngu ferðalaginu til Nýja-Sjá-
lands Þá rann upp fyrir mér að verkið var
byggt á minnum sem ég var velkunnug-
ur, Norrænni goðafræði og keltneskum
sögnum,“ segir Mortensen lágróma og
yfirvegaðri röddu þar sem hann er stadd-
ur í Miðjarðarhafssólinni í Cannes.
Mortensen fæddist í New York, banda-
rískri móður og dönskum föður. Þar nam
hann leiklist og steig sín fyrstu skref á
hvíta tjaldinu sem ungur Amish-bóndi í
Vitninu eftir Peter Weir. Síðan þá hefur
hann komið fram í meira en 30 myndum
og farið með margbreytileg hlutverk, í
myndum á borð við Carlito’s Way eftir
Brian DePalma og Indian Runner eftir
Sean Penn, sem oftast nær hafa fært hon-
um mikið lof gagnrýnenda. Mortensen er
margt til lista lagt því auk þess að vera
leikari þá er hann ljóðskáld, ljósmyndari
og listmálari Eftir hann liggja tvær ljóða-
bækur og sú þriðja á leiðinni og hann hef-
ur haldið margar einkasýningar á ljós-
myndum og málverkum í kunnum
listasöfnum víða um heim eins og Track
16 Gallery í Los Angeles, Deste Founda-
tion nútímalistasafninu í Aþenu og Ro-
bert Mann Gallery í New York.
Leikið mót loftinu
„Það hjálpaði heilmikið að vera svo
fjarri alfaraleið við tökur,“ segir Morten-
sen. „Það og sýn Jacksons, en hún var
alltaf svo skýr og ákveðin, sem var eins
gott því við hin höfðum ekki glóru hvað
var í gangi og hvað kæmi næst.“
Ein helsta áskorun kvikmyndaleikara
sem leika í tæknivæddum stórmyndum á
þessum síðustu stafrænu tímum er að
þurfa að vinna í nokkurs konar tómarúmi,
leika gjarnan á móti loftinu, í myndveri,
framan við bláan bakgrunn. Leikarar í
Hringadróttinssögu komust sannarlega
ekki hjá þessu hjá þessu vandasama
verklagi og allra síst í tökunum fyrir
Turnana tvo.
„Þar reyndi mjög á frásagnargáfu
Jacksons og leiðsögn hans. Einnig var
undir okkur komið að hafa nægilegt
ímyndunarafl til þess að geta gert trúan-
legan bardaga við klósettrúllu á priki sem
síðan var breytt í tröll eða orka,“ segir
Álfurinn Legolas: Breska nýstirnið Orlando Bloom var ekki einu sinni útskrifaður úr leiklistarskól-
anum þegar kallið kom frá Nýja-Sjálandi um að hann hefði fengið hlutverk í Hringadróttinssögu.
Mannskepnan Aragorn: Hinn danskættaði Viggo Mortensen er 42 ára gamall fjöllistamaður með
meiru. Þegar hann er ekki að leika þá málar hann, myndar og yrkir.
Tilurð Turnanna
Annar hluti Hringadróttinssögu,Turnarnir tveir, var kvikmyndaður um sama leyti og sá
fyrsti, Föruneyti hringsins, sem farið hefur sigurför um heim allan. Peter Jackson leik-
stjóri segir nýju myndina í flesta staði betrung forverans, í senn æsilegri, tilkomumeiri og
dramatískari. Skarphéðinn Guðmundsson hætti sér á ný inn í mið stríðsátök í Miðgarði
og hitti fyrir vígamennina Aragorn og Legolas.
Þegar Fróði og Sómi eru á gangi og Sómi segist aldrei hafa
verið fjarri heimahögunum þá sést eitt augnablik, hægra
megin á rammanum, í sólarljós sem klárlega er endurskin frá
einhverju farartæki.
Þegar Fróði liggur rúmfastur eftir átökin í Rofadal sést
fyrst í geirvörtu hans, svo er klippt á Gandalf, aftur á Fróða
og viti menn, geirvartan komin í hvarf.
Þegar Fróði dregur Sóma upp úr ánni sést greinilega að
hann er ekki með gervið á vinstri fætinum.
Þegar Aragorn vippar Fróða upp á hest Arven sést eitt
augnablik að undir hettunni er ungur drengur sem haldið er á.
Í sjálfu sér engin mistök en takið eftir þegar Hobbitarnir
koma til bæjarins Brý, þá birtist í örskamma stund mynd af
Peter Jackson nagandi gulrót. Má maðurinn vera með, hann
ræður nú!
Þegar Gandalfur og Sauron ræðast við í turninum Isengard
standa þeir á móti hvor öðrum framan við glugga. Hið und-
arlega er að sólin skín innum báða gluggana. Miðgarður hlýt-
ur sannarlega að vera af öðrum heimi.
Hringavitleysa
Mistök í Föruneyti hringsins
TENGLAR
........................................................................
www.nitpickers.com