Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Almannatengsla- ráðgjafi Starfssvið KOM auglýsir eftir öflugum almannatengsla- ráðgjafa sem getur hafið störf sem fyrst. Leitað er að hæfum einstaklingi sem getur unnið sjálfstætt, verið virkur þátttakandi í teymi og hefur metnað til að ná árangri í lífi og starfi. Ráðgjafinn mun sinna ráðgjöf gagnvart inn- lendum og erlendum viðskiptavinum og þarf að eiga auðvelt með samskipti við útlendinga. Viðkomandi þarf að sjá um og annast kynning- aráætlanir fyrir viðkomandi fyrirtæki. Hann útbýr fréttatilkynningar og annað ítarefni ásamt því að annast blaðamanna- og kynning- arfundi. Hann þarf að hafa góð samskipti við fjölmiðlafólk og fjölmiðla. Hann þarf að búa yfir þekkingu á fjölmiðlaflórunni. Hæfniskröfur Ráðgjafinn þarf að tryggja að viðskiptavinurinn fái ætíð fyrsta flokks þjónustu og að gæði allrar vinnu sem fyrirtækið tekur að sér sé óaðfinnan- leg. Fyrsta flokks fagmennska er nauðsynleg. Ráðgjafinn þarf að eiga auðvelt með samskipti við fólk og koma fram fyrir hönd fyrirtækisins. Snyrtimennska er mjög mikilvæg. Mjög gott vald á ritaðri og talaðri íslensku og ensku er nauðsyn og önnur tungumálakunnátta er æski- leg. Starfsreynsla í einhverju sambærilegu starfi er mikilvæg. Leitað er að manneskju með háskólapróf eða sambærilega menntun. KOM ehf. hefur boðið alhliða ráðgjöf í almannatengslum í hátt í tvo áratugi og fjölmargir viðskiptavinir, innlendir sem erlendir, hafa notið góðs af. Ræstingar Fyrirtæki í Lindarhverfi í Kópavogi óskar eftir starfsmanni í hlutastarf við ræstingar Umsóknarfrestur til 3. janúar 2003. Umsóknir skilist til auglýsingardeildar Mbl. merktar: „Ræstingar-810“ eða í box@mbl.is . Bókhald Hafnarfjörður — Hlutastarf Starfskraftur óskast til bókhalds og fleiri starfa. Góð bókhaldskunnátta og þekking á Concorde bókhaldskerfi skilyrði. Umsókn ásamt náms- og starfsferilsskrá send- ist á auglýsingadeild Mbl. merkt: „I — 13129“. Matreiðslumenn Framreiðslumenn í veitingasali Framreiðslumenn á bar Matreiðslunemar Framreiðslunemar Smurbrauð Starfsfólk í morgunverðarsal Aðstoð í veitingasali Aðstoð í eldhús Starfsfólk í uppvask Birgðavarsla Starfsfólk í gestamóttöku Aðstoð í ráðstefnudeild Starfsfólk í ráðstefnudeild Almenn þrif Dyraverðir Herbergisþernur Leitað er að metnaðarfullu, áhugasömu og duglegu starfsfólki í krefjandi störf í góðu og spennandi starfsumhverfi. Umsóknum, ásamt mynd og ferilsskrá, skal skilað til Morgunblaðsins merktum „NORDICA HOTEL” fyrir 7. janúar 2003. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð í gestamóttöku Hótels Loftleiða. Flugleiðahótel hf. er hlutafélag í eigu Flugleiða hf. og sérhæfir sig í hótelrekstri. Félagið starfrækir tvær hótelkeðjur, keðju 8 heilsárshótela undir merkjum Icelandair Hotels og 16 sumarhótel undir merkjum Hótel Eddu. Óskað eftir starfsfólki í eftirfarandi störf: www.nordicahotel.is • sími: 5050 910 Í lok mars árið 2003 opnar stærsta og eitt glæsilegasta hótel landsins að Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Hótelið hét áður Hótel Esja en hefur verið breytt, það tvöfaldað að stærð og gæði aukin til muna. Á Nordica-hótelinu verða 284 herbergi, glæsilegur veitingastaður og bar, umfangsmikil heilsuaðstaða og ellefu ráðstefnu- og fundarsalir. Stærsti ráðstefnusalur hótelsins tekur 600 manns, eða 450 manns í veislu- uppstillingu. Megináherslan í rekstri hótelsins verður lögð á ráðstefnuhald og fólk í viðskiptaerindum. NORDICA HOTEL Störf í boði á stærsta og glæsilegasta hóteli landsins N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 8 2 9 1 / s ia .i s Varmárskóli Handmennta- kennari Varmárskóli í Mosfellsbæ óskar að ráða handmenntakennara (textíl) í ca. 80% starf í 7.—10. bekk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í næsta mánuði. Við leitum að aðila með haldgóða menntun á þessu sviði og reynsla af kennslu er mjög æskileg. Umsóknarfrestur er til 3. janúar 2003. Upplýsingar gefur skólastjóri Varmárskóla, Viktor A. Guðlaugsson í síma 895 0701 eða hs. 566 8648. Keflavíkurverktakar hf. Verkfræðingar Tæknifræðingar Vantar þig vinnu eða viltu breyta til? Vegna vaxandi umsvifa ætlar félagið að ráða verkfræðinga eða tæknifræðinga til starfa. Keflavíkurverktakar hf. eru traust félag með áralanga farsæla reynslu á Íslandi í mannvirkjagerð og verkefnum sem tengjast viðhaldi og endurnýjun þeirra. Félagið býr yfir viðurkenndri sérþekk- ingu og stundar verktakastarfsemi á landinu öllu. Umsóknir skulu berast félaginu eigi síðar en 8. janúar 2003. Þær skal senda til: Keflavíkurverktaka hf., byggingu 551, 235 Keflavíkurflugvelli, bréfsími 420 6499, netfang kari@kv.is. Nánari upplýsingar gefur Kári Arngríms- son yfirverkfræðingur í síma 420 6400. Kennsla á Þórshöfn Vegna breytinga á kennslufyrirkomulagi við Grunnskólann á Þórshöfn vantar kennara í u.þ.b. 57% starf frá og með 6. janúar nk.. Um er að ræða kennslu í 1. bekk. Kennslugreinar eru samfélagsfræði, náttúru- fræði og myndmennt (10 tímar). Einnig væri æskilegt að viðkomandi gæti tekið að sér stuð- ningskennslu í stærðfræði inni í bekk hjá 8. og 9. bekk (6 tímar). Umsóknarfrestur er til 3. janúar. Aðstæður fyrir barnafólk eru mjög hentugar á staðnum, t.d. er þar nýtt og glæsilegt íþróttahús og góður leikskóli. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma: 468 1164, 468 1465 og 865 5551 og/eða sveitar- stjóri í síma: 468 1220, 468 1221 og 895 1448.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.