Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 25 bíó Orkuveitan flytur! 5166000 Bæjarhálsi 1 - 110 Reykjavík Afgreiðsla Orkuveitunnar opnar á nýjum stað mánudaginn 23. desember í glæsilegum húsakynnum að Bæjarhálsi 1. www.or.is Nýtt símanúmer Afgreiðslan er opin frá kl. 8.30 –16.00 alla virka daga Allar nánari upplýsingar er að finna á: F í t o n / S Í A F I 0 0 5 9 6 6 haflega leikið af manneskju, karlmanni sem heitir Andy Serkis, allt frá upphafi til enda, hver sýnileg hreifing, jafnt mikil sem lítil. Serkis þessi, sem er breskur og sást síðast í hlutverki hins kolóða upp- tökustjóra Martins Hannets í 24 Hour Party People, hafði ekkert smá vanda- samt verk fyrir höndum við gerð Hringadróttinssögu. Hann þurfti nefnilega að leika hvert einasta atriði tvisvar sinnum, bara til þess að vera síðan þurrkaður algjörlega út og tölvu- getinni þrívíðri teikningu komið fyrir á filmunni í hans stað!! Peter Jackson setti þessa vinnuhögun sem algjört skilyrði því í ljósi mikilvægis Gollris fyrir söguna taldi hann lykilatriði að hann yrði sem eðlilegastur, sem manneskjulegastur í fasi. Því lét hann leikara búa til persónuna og vera fyr- irmynd fyrir tölvuteiknara en þetta ku íallra fyrsta sinn sem stafrænt sköp- unarverk er algjörlega sniðið eftir frammistöðu lifandi leikara. Serkis var íklæddur búningi með tölvutengdum stöðvum um allan líkann og þannig gátu tölvutólin numið allar hans hreyf- ingar, skrásett og endurskapað uppá stafrænan máta. „Ég botnaði hvorki upp né niður í því hvað tækni- liðið var að gera, fór bara í einu og öllu eftir því sem Jackson skipaði mér,“ segir Serkis. En þótt hann hafi verið þurrk- TITILLAG Turnanna tveggja, sem Em- ilíana Torrini syngur undir lok mynd- arinnar, er lagið hans og er það ekki nema von því ef það er einhver sem segja má að sé í titilhlutverkinu, að Fróða og Aragorn kannski und- anskildum, þá er það Gollrir. Þetta litla ófrýnilega kvikindi sem í upphafi sög- unnar eltir Fróða og Sám á röndum því það girnist Hringinn, rétt eins og flest- ir aðrir. Þegar þeim félögum hefur tek- ist að yfirbuga Gollri komast þeir að því að þar fer sárþjáð skepna í sál- arkreppu. Gollrir var nefnilega Hobbit sjálfur fyrir 500 árum og gætti Hringsins. En áhrifin illu afmynduðu hann og skemmdu bæði á líkama og sál og nú veit hann hann ei hvaða leið hann skal velja til að freista þess að öðlast sálarfrið, aðstoða Fróða við að farga Hringnum eða reyna að koma höndum yfir hann að nýju. En Fróði, verandi verndari Hringsins nú, finnur fyrir einhverjum tengslum við Gollri, sér sjálfan sig í honum og afræður að treysta honum og hjálpa. Skemmst er frá að segja að þessi skepna er með þeim allra merkileg- ustu fyrirbærum sem birst hafa á tjaldinu hvíta, ekki einasta tæknileg heldur einnig hvað persónusköpun varðar. Í hvert sinn sem Gollrir kemur við sögu stelur hann auðveldlega sen- unni. Svo kvalinn, svo klofinn, svo kvikindislegur. Og maður getur ekki annað en dáðst að leikframmistöðunni og velt fyrir sér hvort hún sé ekki hreinlega sú glæstasta í myndinni. En svo rankar maður við sér; hei, leik- frammistaða? Er hægt að tala um leikframmistöðu ef um einhverskonar tölvufyrirbæri er að ræða, eða ein- hverja tuskudúkku? En þótt ótrúlegt megi virðast var hlutverkið upp- aður út, er hann samt mjög svo nærri því röddin slímuga og skræka er al- gjörlega hans sköpun og var í raun fyrsti vísirinn að Gollri, það sem allt atgervið var spunnið út frá. „Ég hef aldrei áður þurft að beita eða breyta röddinni að ráði. En ég þróaði hana út frá sársauka Gollris, leit svo á að öll hans þjáning og eftirsjá hefði safnast saman og stíflast í einn kökk í hálsi hans. Um leið og röddin kom þá fylgdu réttu hreyfingarnar í kjölfarið.“ Þegar hlutverki Serkis lauk var komið að hönn- uðum myndarinnar, John Howe og Alan Lee, sem fengu það verk að búa til leirlíkan sem síðan var tölvu- skannað. Í tölvu voru síðan búnir til 300 mismunandi vöðv- ar fyrir Gollri utan um fullkomna beina- grind og til þess að hann gæti „leikið“ á móti öðrum leikurum þurfti hann 250 andlitsdrætti. Það skyldi þó ekki fara svo að kominn sé fram fyrsti tölvugerði Óskarsverðlaunahafinn? Varla. Ætli Serkis fengi ekki styttuna, svona til þess að friða stéttarfélag leikara, hinna mennsku. Söngur Gollris Svona lítur hann þá út, fyrirmyndin að Gollri, leikarinn Andy Serkis. Furðufyribærið Gollrir kemur mikið við sögu í Turnunum tveimur. Mortensen og glottir. „En blessunarlega var hægt að notast óvenju mikið við sanna tökustaði því landslag- ið á Nýja-Sjálandi bauð upp á það.“ Mortensen segir Aragorn dularfullan mann og óræðinn í fyrstu en við nánari kynni komi skýrar í ljós að hann er maður málamiðlana, hug- djörf hetja sem trúir af inni- leika á að í sameiningu geti mennirn- ir, hobbitarnir, álfarnir og aðrar vinveittar skepnur í Miðgarði yfir- bugað og eitt illu öflum. Vígamenn myndarinnar þurfti vit- anlega á býsna strembinni þjálfun að halda í bardagalistum, sverðfimi. Báðir tóku þeir þátt í þeirri þjálfun Mortensen og Bloom og segjast hafa haft gaman að. „Þetta var vissulega mjög erfitt ferli, undirbúningurinn, tökurnar, sem voru þær langum- fangsmestu sem maður hefur nokk- urn tíman tekið þátt í, og sá langi tími sem þetta tók allt saman. En ég hef aldrei upplifað aðra eins stemmningu við gerð bíómyndar. Það var svo aug- ljóst hversu heitt allir unnu verkinu og hversu vissir menn voru um að þeir væru að taka þátt í einhverju mjög sögulegu. Það dreif flesta áfram þegar þeir voru að þrotum komnir undir lokin.“ Bloom í blóma Bloom er 25 ára gamall, borinn og barnfæddur Englendingur, frá Kent. 16 ára gamall hóf hann leiklistarnám í Lundúnum og lék lítið hlutverk í Wilde á meðan hann var enn við nám. Hann segir að í reynd hafi hann ekki enn verið útskrifaður úr Guildhall- leiklistarskólanum er hann fékk sím- talið mikilvæga þar sem honum var sagt að hann hefði fengið hlutverk í Hringadróttinssögu. „Símtalið kom tveimur dögum fyrir útskriftina og tilfinningin var eins og að hafa fengið þann stóra í lottóinu. Ég öskraði og hoppaði, án þess í raun að hafa hugmynd um hvað þetta myndi í raun þýða fyrir mig. Ég hafði lesið bækurnar. Náði að klóra mig í gegnum hálfa fyrstu bókina 13 ára, en hafði ekki þolinmæði lengur þegar stelpur, íþróttir og tónlist fönguðu hugann. Svo hélt ég áfram nokkrum árum seinna og kláraði verkið. Ég átt- aði mig því á umfanginu og gerði mér vel í hugarlund hvað myndirnar myndu þýða fyrir allar þær milljónir sem héldu upp á söguna.“ Bloom segist vissulega hafa fundið fyrir þessum þrýstingi, allri eftir- væntingunni, og þeirri yfirgengilegu ástríðu sem fólk hefði fyrir persón- unni sem hann átti að leika. Hann segist hafa nálgast Logalas í gegnum hreyfingu og bardagatækni hans. Líkt og Mortensen segir hann að undirbúningsferlið hafi verið erfitt en skemmtilegt. „Ég fékk sérstaklega mikið út úr því að læra þessa fornu evrópsku bardagatækni sem álfarnir beita.“ Bloom og Mortensen eru báðir þeirrar trúar að myndirnar verði hver annarri betri. Þeir segjast allavega nokkuð vissir um að Föruneytið sé síst þeirra. „Átökin í sögunni fara stigmagnandi eftir því sem henni vindur fram og í öðrum hluta geri ég ráð fyrir að spennan verði orðin hreint óbærileg enda allt við það að sjóða uppúr,“ segir Bloom ákafur. Staða þeirra beggja sem leikara hefur breyst tölu- vert og á eftir að breytast enn frekar vegna vinsælda myndanna. Mortensen seg- ist ekki hafa fundið mikið fyrir þeim hjartaknúsara- stimpli sem fjölmiðlar hafa gefið honum og segist halda að Bloom hafi tekið ómakið af hinum karlleik- urum myndarinnar og Mortensen segist nokkuð viss um að hann eigi eftir að standa uppi sem helsta stjarna myndanna. Bloom gefur lítið út á þá spádóma en miðað við þá um- fjöllun sem hann hefur hlotið síðan hann birtist fyrst í Föruneytinu, sem álfurinn Legolas með síðu hvítu lokk- ana, hefur andlit hans prýtt ófáar for- síður tísku- og unglingatímarita. Að auki, og það sem gleður hann mun frekar, er að hann er nú þegar orðin mjög eftirsóttur. Hann lék lítið en þýðingarmikið hlutverk í Black Hawk Down og er væntanlegur í Pirates of the Caribbean þar sem hann leikur á móti Johnny Depp og The Kelly Gang þar sem mótleikarar hans eru Heath Ledger, Geoffrey Rush og Naomi Watts. Mortensen er afkastaminni í kvik- myndaleiknum enda hefur þessi fjöl- listamaður í mörg horn að líta. Á næsta ári verður hann þó í stórum hlutverkum í tveimur myndum, dramanu Hidalgo í leikstjórn Joe Johnston og vestranum Alamo, þar sem hann leikur á móti Dennis Quaid, Billy Bob Thornton og Ethan Hawke. skarpi@mbl.is Kvikmyndin Turnarnir tveir verður frumsýnd hér á landi annan í jólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.