Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 31
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 31 Á ALÞJÓÐADEGI fatlaðra fyrir skemmstu bauð Félags- og skóla- þjónusta Þingeyinga til samsætis í Túni, tilefnið var að afhenda nokkrum fyrirtækjum og stofn- unum í bænum viðurkenningar. Þær hlutu þessir aðilar fyrir að hafa staðið sig hvað best við að veita fötluðum einstaklingum at- vinnu í gegnum tíðina. Fram kom í máli Soffíu Gísladóttur félags- málastjóra við þetta tækifæri að 13 ár eru frá því að sambýli fyrir fatlaða tók til starfa á Húsavík og um leið var farið að leita skipu- lega að atvinnu fyrir fatlaða. Það hafi undantekningarlaust gengið vel og skilningur atvinnurekenda verið til eftirbreytni. Soffía sagð- ist álíta að í raun væru Húsvík- ingar heppnir að hafa ekki vernd- aðan vinnustað fyrir fatlaða, sagðist telja það betra að fatlaðir væru studdir til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Elín Berg Stefánsdóttir hefur búið við fötlun frá fæðingu og sagði hún viðstöddum frá reynslu sinni og hvernig hún upplifir það að vera fötluð í atvinnulífinu. Elín sagðist m.a hafa unnið á fimm vinnustöðum og ekki hafi alls stað- ar gengið jafn vel. Nú starfar hún á leikskólanum í Bjarnahúsi og þar líkar henni mjög vel að vinna, „mér var strax mjög vel vel tekið og hef fengið að axla ábyrgð,“ sagði Elín að lokum. Forsvars- menn nokkurra þeirra fyrirtækja og stofnana sem viðurkenning- arnar hlutu tóku til máls og þökk- uðu fyrir sig og öll báru þau þessu starfsfólki sínu vel söguna. Þau fyrirtæki og stofnanir sem hlutu viðurkenningar að þessu sinni voru Vélsmiðjan Grímur, Skipaafgreiðsla Húsavíkur, Leik- skólarnir í Bjarnahúsi og Besta- bæ, Fosshótel, Húsavík, Mat- vöruverslanirnar Úrval og Strax, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, þvottahús og Morgunblaðið. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Fatlaðir einstaklingar á vinnumarkaðnum á Húsavík ásamt vinnuveitendum sínum. Vinnuveitendum fatlaðra veittar viðurkenningar Húsavík NÝLEGA barst Stríðsárasafninu á Reyðarfirði höfðingleg gjöf frá að- standendum Þorsteins Jónssonar flugkappa. Björn Þorsteinsson, son- ur flugkappans, afhenti safninu m.a. heimskort þar sem faðir hans hafði merkt alla golfvelli sem hann hafði leikið á, ýmsar viðurkenningar, verð- launagripi, orður, myndir og aðra persónulega muni. Ómetanleg gjöf og viðurkenning á störfum safnsins. Þorsteinn er eini Íslendingurinn flogið hefur orrustuvélum, m.a. flaug hann á vegum Konunglega breska flughersins og yfir 400 ferðir flaug hann til Biafra fyrir 1970. Þorsteinn flaug rúmlega 39.000 flugtíma sem er heimsmet og ólíklegt að það met falli, vegna allra þeirra reglugerða sem búið er að setja um vinnutíma o.fl. Stríðsárasafnið er opið júní, júlí og ágúst og eftir pöntun á vetrum. Mjög góð aðsókn hefur verið að Stríðsára- safninu, rúmlegas 3000 manns sl sumar. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og nú er verið að gera upp tvo bíla, Weapon árg. 1941 og GMC hertrukk árg. 1943 sem verða til sýnis á næsta ári. Má segja að þessir bílar hafi verið upphafið að samgöngum og fólksflutningum á Ís- landi. Gáfu stríðsára- safninu gögn Reyðarfjörður Ljósmynd/Hallfríður Björn Þorsteinsson afhendir Jón Birni Hákonarsyni gjöfina. ÞESSI mynd er tekin þegar hópur aldraðra úr Borgarfirði heimsótti Norræna húsið fyrir nokkru, en þar var drukkið kaffi og húsið skoðað undir leiðsögn Áslaugar Eiríks- dóttur frá Geitsstöðum. Hressing í Norræna húsinu var vel þegin eftir tveggja tíma viðveru í Laugardalshöll og Vestnorræna handverkssýningin skoðuð. Að lok- um hélt hópurinn í Háskólabíó og sá þar hina ágætu mynd Hafið sem skömmu áður hafði hlotið átta Edduverðlaun. Allir ferðafélag- arnir voru sammála um, að deg- inum hefði verið vel varið, og héldu heim á leið kl. átta um kvöldið.Morgunblaðið/Davíð Pétursson Aldraðir í Norræna húsið Skorradalur FJÖLMENNI var í Pakkhúsinu um síðustu helgi þegar gestum og gang- andi var boðið upp á jólaglögg og bakkelsi og til að næra andann var Jazzsveit Ólafsvíkur fengin til að flytja djass. Jazzsveit Ólafsvíkur var stofnuð í september síðastliðnum og hefur æft einu sinni í viku síðan. Sveitina skipa Jens Toghöj á trompet, Valentina Kai sem leikur á píanó, Rúnar Hall- grímsson leikur á bassa og Jóhann Þór Baldursson á trommur. Jazzsveitin spilaði bæði hraðan og hægan djass og var það mál manna að skemmtileg stemning hefði skap- ast í Pakkhúsinu þegar þessi fjöl- þjóðlega djasssveit lék, menn sötr- uðu jólaglögg og gleymdu um stund stressinu sem oft vill fylgja undir- búningi jólanna. Djassinn dunaði Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons UM 70 börn og unglingar stunda nú æfingar hjá Karatefélagi Akra- ness og á dögunum buðu þau for- eldrum og öðrum aðstandendum á karatesýningu, þar sem um 40 börn og unglingar sýndu færni sína í karate. Karateíþróttin er sífellt vaxandi íþróttagrein á Akranesi og er slík sýning orðin árlegur við- burður sem haldinn er eftir belta- próf, eða gráðun eins og það nefn- ist. Sýnt var kihon, eða grunnhreyf- ingar, kata, sem er ákveðið mynst- ur æfinga þar sem barist er við ímyndaðan andstæðing, og kumite, en þar takast tveir einstaklingar á með karatetækni. Í kumite eru not- aðir hlífðarhanskar og fá kepp- endur stig fyrir að snerta andstæð- inginn, en full snerting er ekki leyfileg. Þá reyndi líka á hæfni iðk- enda í að setja saman sín eigin sýn- ingaratriði þar sem hugmyndaflugi og kunnáttu í karate var blandað skemmtilega saman. Áhorfendur, sem voru um eitt hundrað, fögnuðu vel að loknum atriðum og fræddust heilmikið um karateíþróttina. Karate krefst hug- myndaflugs og kunnáttu Akranes Morgunblaðið/Sigurður Elvar Stúlkur láta mikið að sér kveða í karateíþróttinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.