Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 17 Gunnarsson, sem starfað hefur hjá Sparisjóðnum í tæp 42 ár og verið sparisjóðsstjóri frá 1981. Aðstoðar- sparisjóðsstjóri er Ingimar Haralds- son. Sérstakir gjaldkerar voru lengst af þeir Sigurgeir Gíslason, Eyjólfur Kristjánsson, Jón Gestur Vigfússon og Þór Gunnarsson. Stofnfjáraðilar Sparisjóðs Hafnar- fjarðar eru 45. Starfsmenn sparisjóðs- ins eru nú 127 í 119 stöðugildum. Af þeirri tölu má sjá að Sparisjóður Hafn- arfjarðar er einn af stærri vinnuveit- endum í Hafnarfirði. Formaður félags starfsmanna spari- sjóðsins er nú Heiðrún Hauksdóttir. Endurskoðendur Sparisjóðsins eru KPMG Endurskoðun, Sigurður Jóns- son og Hildur Árnadóttir. Staða Sparisjóðs Hafnarfjarðar Sparisjóðurinn hefur frá upphafi haft það grundvallarsjónarmið að styðja við bakið á einstaklingum og veita þeim sem besta fjármálaþjón- ustu. Þá hefur sparisjóðurinn staðið að aukinni atvinnuuppbyggingu í Hafnar- firði og nágrannabyggðunum, íbúum byggðarlaganna til farsældar. Sparisjóðurinn hefur reynt af fremsta megni að stuðla að auknum sparnaði bæði með aðstoð og upplýs- ingum til viðskiptavina, svo og með sér- stakri hvatningu til ungs fólks. Í því skyni hefur Sparisjóður Hafnarfjarðar frá árinu 1931 gefið hverju barni, sem fæðist á starfssvæðinu, í skírnargjöf sparisjóðsbók með innstæðu. Þá hafa starfsmenn Sparisjóðsins á síðari árum veitt nemendum í efri bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi fræðslu í fjármálum og viðskiptum við peninga- stofnanir. Auk þess hefur Sparisjóður- inn gefið út Fréttabréf tvisvar á ári þar sem gerð er grein fyrir nýjungum í starfseminni. Sparisjóður Hafnarfjarðar er í hópi stærri sparisjóðanna með 13,7% hlut- deild í heildarinnlánsfé sparisjóðanna um síðastliðin áramót. Hlutdeild sparisjóðsins í heildarinn- lánsfé í Hafnarfirði var 63,1% í árslok 2001. Heildarinnlán, ásamt útgefnum víxlum og verðbréfum Sparisjóðs Hafnarfjarðar, voru samtals 15.995 milljónir króna og eigið fé var tæpar 2.514 milljónir í árslok 2001. Frá upphafi hefur Sparisjóður Hafn- arfjarðar átt aðild að VISA-Ísland, Greiðslumiðlun hf. og síðar Kreditkort- um, Eurocard og SP-fjármögnun. Greiðslukortin hafa notið mikilla vin- sælda og hefur notkun þeirra aukist mjög mikið. Um tíma tók Sparisjóður Hafnarfjarðar þátt í starfsemi Kaup- þings hf. og Alþjóða líftryggingafélags- ins hf. Sparisjóður Hafnarfjarðar stóð að stofnun Sambands sparisjóða árið 1967. Hafa þeir Guðmundur Guð- mundsson og Þór Gunnarsson báðir gegnt formennsku í sambandinu um tíma. Samband íslenskra sparisjóða og þær miklu breytingar sem orðið hafa hafa styrkt mjög stöðu sparisjóðanna og aukið áhrif þeirra og stöðu á fjár- málamarkaðinum. Stjórn Sparisjóðsins Fram til ársins 1935 var stjórn Sparisjóðsins skipuð þremur mönnum. Þá var sú breyting gerð að stjórnar- menn urðu fimm. Í fyrstu stjórn Spari- sjóðs Hafnarfjarðar voru kjörnir Páll Einarsson sýslumaður, formaður, Jón Gunnarsson verslunarstjóri og Jó- hannes Sigfússon kennari sem var gjaldkeri stjórnarinnar og jafnframt fyrsti forstöðumaður sjóðsins. Formenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar hafa verið þá öld sem Sparisjóðurinn hefur starfað: Páll Einarsson (1902– 1908), Jón Gunnarsson (1908–1909), Böðvar Böðvarsson (1909–1910), Ágúst Flygenring (1910–1918 og 1921–1926), Einar Þorgilsson (1918–1921), Guð- mundur Helgason (1926–1929), Þórður Edilonsson (1929–1941), Ólafur Böðv- arsson (1941–1958), Bjarni Snæbjörns- son (1958–1965), Ingólfur Flygenring (1965–1967), Stefán Jónsson (1983– 1986) og Matthías Á. Mathiesen (1967– 1983 og síðan 1986). Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar skipa nú: Matthías Á. Mathiesen for- maður, Bjarni Þórðarson varaformað- ur, Árni Grétar Finnsson, Gissur Guð- mundsson og Ingvar Viktorsson. Sparisjóðsstjórar á starfstíma sjóðs- ins hafa verið þeir Jóhannes Sigfússon (1902–1904), Jón Gunnarsson (1904– 1908), Guðmundur Helgason (1908– 1929), Ólafur Böðvarsson (1929–1958), Matthías Á. Mathiesen (1958–1967), Guðmundur Guðmundsson (1967– 1985), Guðmundur Hauksson (1986– 1987) og Jónas Reynisson (1988–2001). Núverandi sparisjóðsstjóri er Þór þetta til þess að starfsemi Sparisjóðs- ins varð að skapa aðstöðu utan Hafn- arfjarðar og var það gert í verslunar- miðstöðinni Kringlunni í Reykjavík. Nýjungar í starfseminni Örar breytingar hafa orðið í starf- semi sparisjóða og banka á síðustu ár- um og hefur Sparisjóður Hafnarfjarð- ar fylgst vel með þeirri þróun. Nú er svo komið að allir þættir starfseminnar hafa verið tölvuvæddir til hagræðis fyrir viðskiptamenn og starfsfólk sjóðsins. Frá upphafi hafa sparisjóð- irnir verið þátttakendur í starfi Reikni- stofu bankanna. Samstarf sparisjóð- anna um sameiginleg tölvumálefni þeirra sérstaklega hófst síðan 1989 með stofnun Tölvumiðstöðvar spari- sjóðanna sem hefur orðið að miklu gagni. Samstarf sparisjóðanna á þessu sviði er afar þýðingarmikið. Í byrjun árs 1984 voru sparisjóðnum með lagasetningu heimiluð viðskipti með erlendan gjaldeyri. Hóf þá Spari- sjóður Hafnarfjarðar gjaldeyrisþjón- ustu fyrir ferðamenn og námsmenn. Með nýrri löggjöf um sparisjóði árið 1985 varð mikil breyting á allri starf- semi þeirra og hófust þá alhliða fjár- mála- og gjaldeyrisviðskipti sparisjóð- anna. Hagdeild var stofnuð í sparisjóðnum árið 1985 og var hlutverk hennar að fylgjast með örum breyt- ingum í heimi fjármála og viðskipta, bæði innan- og utanlands. Auk þess sá hún um áætlanagerð og samantekt á ýmsum upplýsingum úr starfseminni. Síðla árs 1986 var stofnuð veðdeild við Sparisjóð Hafnarfjarðar. Með tilkomu deildarinnar varð sparisjóðnum auð- veldara að afla fjármagns til fjárfest- ingar fyrir stærri viðskiptavini sjóðs- ins. Árið 1989 var stofnað til verðbréfaviðskipta Sparisjóðsins. Opn- uðust þá nýir möguleikar til þess að þjóna viðskiptavinum sparisjóðsins með því að kaupa og selja algengustu tegundir verðbréfa. Þá hefur sparisjóð- urinn haft töluverð viðskipti með eigin verðbréf, Sparibréf, auk þess að annast sölu og innlausn spariskírteina ríkis- sjóðs. Lánastofnun sparisjóðanna hf. hóf starfsemi sína 1986 og var 1994 breytt í Sparisjóðabankann. Var það mikill styrkur fyrir sparisjóðina. Sparisjóða- bankinn hefur annast sameiginleg gjaldeyrisviðskipti erlendis, svo og dagleg viðskipti milli sparisjóðanna og við Seðlabanka Íslands. um kaup á togaranum og fram- kvæmdastjóri útgerðar skipsins frá Hafnarfirði fyrstu árin. Árið 1908 byggði Ágúst Flygenring útgerðar- maður, sem einnig var stofnandi Spari- sjóðsins, Íshús Hafnarfjarðar og hóf með því frystihúsarekstur í Hafnar- firði. Þannig rak hver viðburðurinn annan í breyttum og bættum atvinnuháttum landsmanna. Sparisjóður Hafnarfjarðar naut í öndverðu mikils trausts enda studdi hann að fjölbreyttu atvinnulífi í Hafn- arfirði og nágrenni. Svo hefur verið all- an starfstíma sjóðsins og Sparisjóður- inn því vaxið og styrkst með hverju árinu sem hefur liðið. Aðsetur Sparisjóðsins Fyrstu 62 starfsárin var starfsemi sjóðsins til húsa á sex mismunandi stöðum í Hafnarfirði, alltaf í leiguhús- næði. Fyrsta skrifstofa Sparisjóðsins var í húsi Ágústs Flygenrings kaup- manns við Vesturgötu. Síðla árs 1964 fluttist Sparisjóðurinn í eigið húsnæði, sem hann hafði látið byggja í samstarfi við bæjarstjórn Hafnarfjarðar, á horni Strandgötu og Linnetstígs. Voru það mikil umskipti til hins betra, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Síðan hefur öll starfsemi Sparisjóðsins farið fram í eigin húsnæði. Um mitt ár 1978 fékk Sparisjóður Hafnarfjarðar leyfi til að opna útibú í Norðurbænum og tók það til starfa í byrjun árs 1979 í húsnæði Sparisjóðs- ins við Reykjavíkurveg. Hefur starf- semin þar verið í stöðugum vexti. Þá var stofnsett í janúar 1992 útibú spari- sjóðsins við Garðatorg í Garðabæ. Það hafði lengi verið á verkefnaskrá Spari- sjóðsins að veita þeim mikla fjölda við- skiptavina sinna, sem búsettir eru í Garðabæ og Bessastaðahreppi, betri þjónustu og hefur það verið vel metið. Fyrir um fimm árum opnaði Sparisjóð- urinn afgreiðslu í verslun Fjarðar- kaupa þar sem í boði er öll almenn bankaþjónusta fyrir einstaklinga. Í íþróttahúsinu úti í Bessastaðahreppi var á svipuðum tíma settur upp hrað- banki Sparisjóðsins. Þegar sparisjóðunum var gert kleift að sinna alhliða bankaviðskiptum varð sparisjóðurinn að færa út kvíarnar til þess að geta veitt alla þá þjónustu sem einstaklingar og smærri fyrirtæki þurfa á að halda. SPH verðbréf, S24, heimabanki, hraðbankar, allt varð reisa fyrstu timburverksmiðjuna á Ís- landi, sem síðar varð Timburverk- smiðjan Dvergur hf. Í tengslum við þá framkvæmd virkjaði Jóhannes Ham- arskotslækinn og keypti hverfil frá Noregi til þess að knýja trésmíðavél- arnar í verksmiðjunni. Ári síðar keypti hann rafal frá Noregi sem hann tengdi við hverfilinn. Tók Jóhannes J. Reyk- dal svo í notkun fyrstu vatnsaflsstöðina hér á landi til framleiðslu á rafmagni, 9 kW. rafstöð, og kveikti hinn 12. desem- ber 1904 fyrstu rafljósin á Íslandi. Næstu dagana voru svo rafmagnsljós kveikt í 16 húsum í Hafnarfirði. Fjár- magnið, sem Jóhannes J. Reykdal fékk að láni hjá Sparisjóði Hafnarfjarðar, nýtist honum vel til þessara þýðing- armiklu og stórhuga framkvæmda. Þremur árum eftir stofnun Spari- sjóðsins, árið 1905, hófst frá Hafnar- firði togaraútgerð Íslendinga þegar Fiskveiðihlutafélag Faxaflóa keypti togarann Coot. Einn af stofnendum Sparisjóðsins, Einar Þorgilsson út- gerðarmaður, var meðal forystumanna Höfundur er formaður stjórnar Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1960-1965. Stefán Gunnlaugsson, Stefán Jónsson, Matthías Á. Mathiesen sparisjóðs- stjóri, Bjarni Snæbjörnsson formaður, Ingólfur Flygenring og Ólafur Tr. Einarsson. Stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1938-1941. Sigurgeir Gíslason, Emil Jónsson, Þórður Edilonsson formaður, Þorleifur Jóns- son og Ólafur Böðvarsson sparisjóðsstjóri. Í núverandi stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar sitja (f.v.) Árni Grétar Finnsson, Þór Gunnarsson sparisjóðsstjóri, Gissur Guðmundsson, Matthías Á. Mathiesen for- maður, Bjarni Þórðarson varaformaður, Ingimar Haraldsson aðstoðarsparisjóðs- stjóri og Ingvar Viktorsson. mber 1902 Jóhannes Sigfússon Ögmundur Sigurðsson Hús Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Strandgötu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.