Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ferðalög
hópinn, hvar sem þeir eru.
Í fyrra var ég með börnunum mín-
um á skíðum. Þá fórum við út að
borða á veitingastað og pöntuðum
okkur það sem líktist íslenskum jóla-
mat, og var það hamborgarahrygg-
ur. Í ár fer ég með kærustunni minni
og ég býst við að borða á hótelinu þar
sem ég dvel. Á hótelunum er venju-
lega boðið upp á ágætan kvöldverð
og þá ekki síst á aðfangadagskvöld-
inu.
Nýtur þess að vera þreyttur
Er ekkert verið að fara út að
skemmta sér öðru hvoru?
„Það er nú bara þannig að þegar
ég er búinn að borða á kvöldin og
fara í saunu eða heitan pott þá hef ég
lítinn áhuga á öðru en að fara að sofa.
Þeir sem stunda næturlífið að ein-
hverju marki í svona skíðaferðum
eru ekki margir. Það er helst að
unga fólkið hafi gaman af því. Þetta
eru ferðir þar sem maður nýtur þess
að vera þreyttur, sofa vel og láta
þreytuna líða úr líkamanum.
Í Selva eru auðvitað næturklúbb-
ar, diskótek og barir. Þeir sem vilja
geta komið við á einhverjum barnum
og fengið sér hressingu eftir daginn.
Ég fer á þessa staði en þetta er þó
ekki eitthvað sem ég er að sækjast
eftir. Ég er aðallega að leita eftir úti-
vist og að ganga um Selva sem er fal-
legt þorp og þorpin í kring.
Á gamlársdag er svolítið meira um
að vera, þá er flugeldasýning og fólk
fer eitthvað meira á skrallið. Á ný-
ársdag er meira að gerast í bænum.
Fólk er að fara út að borða en í raun
verður maður lítið var við að jólahá-
tíðin stendur yfir.“
útiveran sem skiptir mestu. Skíðað
er á daginn og þess á milli hvílst á
veitingastöðum sem eru staðsettir í
brekkunum og þar fær maður sér
hressingu og virðir fyrir sér mann-
lífið. Fyrir þá sem vilja eru farar-
stjórarnir með skipulagðar skíða-
ferðir um svæðið og er farið á nýja
staði í hvert sinn.
Á aðfangadagskvöldi fer maður
svo í sitt fínasta púss og fer í hátíð-
arkvöldverð á hótelinu. Svo eru
pakkarnir teknir upp á eftir. Íslend-
ingarnir hittast venjulega á eftir á
einhverju hótelinu þar sem Íslend-
ingarnir eru flestir. Það á líka við um
gamlárskvöld. Íslendingar halda vel
kyrrt og hljótt eins og ekkert sér-
stakt væri að gerast.“
Hangikjöt og laufabrauð uppi í fjalli
Guffi sem fer utan með Ferða-
skrifstofunni Úrval-Útsýn segir að í
fyrra á Þorláksmessu hafi Íslending-
unum verið boðið upp á hangikjöt og
laufabrauð á einum af veitingastöð-
unum uppi í fjöllunum. „Þetta var í
hádeginu og kunni allir að meta
framtakið og þjappaði þetta fólkinu
saman.“
Hvað gerðir þú annars á aðfanga-
dag?
„Ég skíðaði allan daginn eins og
venjulega. Í skíðaferðum þá er það
Brekkurnar eru stórkostlegar og
þær eru fyrir alla hvort sem þeir eru
góðir á skíðum eða færnin er minni.
Þarna eru heimsmeistarabrekkur en
á þessu svæði hefur verið haldin
heimsbikarkeppni á skíðum. Svo er
hægt að renna sér fleiri kílómetra í
þægilegu rennsli sem gerir engar
kröfur til manns.
Síðast en ekki síst þá ríkir mikill
friður þarna yfir hátíðirnar.
Ég hef farið í bæinn á Þorláks-
messu til að upplifa einhverja svip-
aða stemmningu og er hér í Reykja-
vík en það var engin breyting á
bænum. Ég fór líka niður í bæinn á
aðfangadagsmorgni en þá var allt
G
UÐFINNUR Halldórsson,
Guffi eins og hann er kall-
aður, kenndur við bílasölu
sína, útskýrir nánar stað-
hætti á þessu svæði og segir bæinn
Selva vera í Suður-Týrol, nánar til-
tekið í Dólómítafjöllunum. „Þetta
svæði var eitt sinn hluti af gamla
austurríska keisaradæminu eða til
1918. Gætir því menningaráhrifa frá
báðum þjóðum og er einkum töluð
þar þýska en einnig ítalska. Þarna er
mikil náttúrufegurð og falleg þorp.
Það er eins og að vera staddur inni í
jólakorti þegar maður virðir fyrir sér
umhverfið á þessum árstíma,“ segir
hann hlæjandi.
Afhverju að fara úr jólastemmn-
ingunni hér á landi og á skíði í út-
löndum?
„Það er minnst að gera hjá mér á
bílasölunni á þessum árstíma svo ég
get leyft mér að fara í frí. En ef ég á
að vera hreinskilinn þá þoli ég ekki
þær öfgar sem eru í kringum jóla-
haldið hjá okkur Íslendingum. Ein-
hverntímann sagði ég við sjálfan mig
þegar var búið að hlaupa mig niður
af fólki sem var yfir sig stressað í
jólainnkaupum, að ég ætlaði ekki að
vera heima um næstu jól og stóð við
það og hef verið á skíðum á Ítalíu
undanfarin jól.“
Brekkurnar stórkostlegar
Hann segir Selvasvæðið eitt
stærsta skíðasvæði í heimi og það
bjóði upp á eitt fullkomnasta lyftu-
kerfi sem hann hafi ennþá kynnst.
„Lyfturnar eru flestar alveg nýjar.
Þarna er að finna stólalyftur, litla og
stóra kláfa en togbrautir eru nær
óþekktar.
Hægt er að skíða á 14 kílómetra
svæði og það skiptir litlu máli hvort
snjóar því hægt er að framleiða
þarna snjó á um 8-900 kílómetra. En
það hefur snjóað ágætlega í vetur
svo færið er fínt núna.
Eins og að
vera stadd-
ur í jólakorti
Undanfarin ár hefur Guðfinnur Halldórsson verið í út-
löndum um jólin. Núna verður hann á skíðum í ítalska
bænum Selva í hinum fallega Gardenadal.
Í góðra vina hóp í bænum Selva að
bíða eftir að komast heim að nýju.
Á leiðinni til þorpsins Cortina og í baksýn sést ein af hinum mörgu skíðabrekkum á þessu svæði.
BLÓMUM skreyttir eðalvagnar eru
því algeng sjón á götum Damaskus
einkum á fimmtudagskvöldum, þ.e.
fyrir frídaginn. Í honum sitja prúð
og undirleit hjúin og brúðurin er yf-
irleitt í svo fyrirferðarmiklum kjól
að brúðgumi kemst varla fyrir.
Þó þessar brúðir hylji hár sitt alla
jafna mega lokkarnir flæða og vera
öllum sýnilegir þennan dag.
Þegar ég hélt hingað í haust
ákvað ég í sakleysi mínu að sleppa
við farangursyfirvigt og senda
sjálfri mér í pósti kennslubækur,
orðabækur og annað kennsluefni.
Ég borgaði Íslandspósti formúu fyr-
ir vikið og slapp við yfirvigt. En síð-
an leið hver vikan af annarri og ekki
bólaði á bögglinum. Þetta kom sér
bagalega en sýrlenskir kunningjar
sögðu að bækur sem væru sendar í
pósti þyrfti að athuga alveg sérstak-
lega, þar gæti leynst eitthvað grun-
samlegt sem stjórnvöldum líkaði
alls ekki.
En það fór aldrei svo, það barst
tilkynning að liðnum sjö vikum,
böggullinn kominn og nú mátti ég
sækja um að sækja hann þegar ég
hefði farið á aðalpósthúsið og fyllt út
fáein skjöl og plögg. Tveimur dög-
um seinna höfðu þau verið stimpluð
og hófst þá grínið fyrir alvöru.
Ég fann bögglapósthúsið og þar
gekk ég milli Heródesar og Pílat-
usar, sýndi plöggin, hneigði mig,
fékk fleiri stimpla og eftir rífa
klukkustund kom úrskurðurinn, ég
þurfi að fara með sýnishorn úr
pakkanum í upplýsingaráðuneytið,
þeir yrðu að amena svona sending-
ar.
Ég bað þá velja einhverja góða
bók og grunsamlega og síðan lá leið-
in í ráðuneytið þar sem ég sýndi
vinalega manninum sem amenar
eða ekki grunsamlegar bækur, stíla-
bók með lista yfir sagnorð á arab-
ísku í fyrstu persónu nútíð og þátíð
og í þriðju persónu nútíðar og þátíð-
ar. Og maðurinn í ráðuneytinu hló
og skildi ekki hvaða umstang þetta
var út af sagnorðum í arabísku,
hann sá ekki vitund hættulegt við
það, ég fékk einn stimpil í víðbót og
fór sigri hrósandi á bögglapósthúsið
og rogaðist skömmu síðar út með
pakkann væna.
En ég held ég borgi bara yfirvigt
næst þó eftir á séð sé þetta eitt af
mörgu sem gerir veru í Sýrlandi svo
óbærilega og sniðuga í senn.
Dagbók frá Damaskus
Brúðkaupsvertíð
og grunsamleg
bókasending
Á brúðkaupsdaginn má sjást í hár brúðarinnar.
Nú stendur brúðkaupsveisluvertíðin sem hæst á mín-
um slóðum, skrifar Jóhanna Kristjónsdóttir en
fyrstu vikurnar eftir að ramadan og Id al fitr hátíðinni
lýkur er langvinsælast að efna til slíkra atburða með
tilheyrandi gleði og kátínu.