Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 13 ec 1999 (2.210 krónur) er úr smiðju Lurtonbræðr- anna Jacques og Francois. Þurrt yfirbragð, dökk sólber, mikil eik og mjúk Þarf tíma til að opna sig. Mætti reyna með t.d. gæs. Annað Malbec-vín er Alto. Þetta er mjög stórt vín og maður finnur hitann í víninu, negull, dökkar plómur, vindla- tóbak og jafnvel basil. Stórt og þykkt í munni. Hreindýravín ekki síst ef sósan er þykk og bragðmikil. Kostar 4.360 krónur. Áströlsku Shiraz-vínin eru sömuleiðis toppvín með íslenskri villibráð. Rosemount Show Reserve Shiraz er eitt af þessum sultuðu Shiraz-vínum sem er svo gott að smjatta á. Ávöxturinn hefur mikinn þroska, krydd og hita, eikin rennur vel saman við án þess að taka yfir. Tannín mild. Kostar 2.840 krónur. Fyrir þá sem vilja frekar franskan Syrah en hinn ástralska Shiraz er Cote Rotie 1994 frá Chapoutier góður kostur. Að mörgu leyti spegilmynd ástralska vínsins. Hóf- stilltara, fágaðra, flóknara. Farið að sýna tölu- verðan þroska, enda orðið átta ára. Kostar 3.050 kr. Flottur framleiðandi er Pierre Spierre og vínið Alsace One 2000 er skemmtilegur þrúgukokkteill (Riesling, Pinot Gris, Muscat, Gewurztraminer) þar sem flestum einkennum Elsass-vína ægir saman. Blómailmur Muscat og Gewurztraminer, reisn Riesling-þrúgunnar og þykkt Pinot. Kostar 1.490 kr. Það er mikilvægt að velja gott vín með jóla-steikinni eða rjúpunum, hvort sem þæreru íslenskar eða skoskar. Evrópsku vín-in standa alltaf fyrir sínu og við megum ekki gleyma þeim spænsku. Coto Real 1997 er fantagott vín frá Rioja. Vanilla og yfirþyrmandi bandarísk eik tekur á móti manni, sætur ávöxtur, heitur og nokkuð kryddaður, brenndur sykur. Í munni, þurrt, stamt og tannískt. Mikið vín fyrir 2.490 krónur. Annar Spánverji, frá Navarra-héraði, er Palacio de la Vega Tempranillo 2000 Navarra. Djúpur og þroskaður ávöxtur, kryddaður og sultaður. Milt og feitt í munni. Kostar 1.590 krónur. Ítalir framleiða einnig stórkostleg matarvín og einhver þau þekktustu koma frá Piedmont á norðvestur Ítalíu. G.D. Vajra Bricco delle Viole Barolo 1997 er rismikið vín. Þungt, þurrt og jarðarmikið með löngu og miklu bragði. Ætti að falla vel að rjúpunni. Kostar 4.070 krónur. Vín í allt öðrum stíl en engu að síður frábært er Allegrini La Grola, sem unnið er úr Corvina-þrúgunni í Veneto. Bjartur og djúpur rauður ávötur, heitt svolítið kryddað vín með góða þyngd en einnig fersk- leika. Mjög fínt með t.d. önd eða dúfu. Kostar 2.340 krónur. Frá Kaliforníu kemur vínið Robert Mondavi 1997 Napa Cabernet Sauvignon. Þetta er skólabókardæmi um góðan kalifornískan Cabernet, þykkt, krydd- að og heitt, dökkur rauður ávöxtur, sæt sólber og leður í bland við eikina. Ungt og margslungið, með öflugum en frekar mjúkum tannínum. Kost- ar 3.880 krónur. Og fyrst við erum komin til Am- eríku má ekki gleyma Suður-Ameríku. Argentína hefur gengið í gegnum erfiðleika síðasta ár en vínin verða bara betri og betri. Tvö af bestu arg- entínsku vínunum á lista hér eru raunar fram- leidd af Frökkum frá Bordeaux. Piedra Negra Malb- Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þegar nokkuð er liðið á eld- unartímann hefur vökvi lekið ofan í fatið (eða ofnskúffuna) og blandast saman við vökv- ann þar og mallað með græn- metinu. Síið þennan vökva frá þegar ykkur líst vel á hann (kannski eftir 2–3 tíma) og setjið í pott. Byrjið að sjóða niður og bætið smám saman við jafn- miklu magni af rauðvíni og þið eruð með af soði. Látið sjóða hægt niður á vægum hita í klukkutíma og hrærið reglu- lega í. Bragðið á sósunni við og við og skerpið á henni með meira rauðvíni og/eða kalkúnakryddi Pottagaldra ef þarf. Um það bil 45 mínútum áður en sósan á að vera tilbúin er pela af rjóma bætt við og allt látið malla áfram. Tekið skal fram að hún verður betri eftir því sem hún mallar lengur og hlutföll eru ekki heilög. SÓSAN Flysjið nokkrar sætar kartöflur, skerið í tvennt og setjið í stóran pott með sjóðandi vatni. Stingið í með gaffli til að athuga hvenær þær eru orðnar mjúkar. Maukið þær þá í matvinnsluvél og setjið í skál. Annað meðlæti, sem hægt er að nota er t.d. Waldorf-salat og/eða brúnaðar kartöflur, allt eftir smekk. SÆTAR KARTÖFLUR Vínið með  Það hefur reynst vel að bjóða upp á gott Bordeaux-vín, gjarnan þroskað Grand Cru-vín, með þessum rétti. T.d. Les Tourelles de Longueville 1997 (2.990 kr.). Hins vegar á gott Cabernet Sauv- ignon, frá Kaliforníu eða Chile, einnig vel við, t.d. Robert Mon- davi Napa Cabernet Sauvignon eða Santa Ines, og jafnvel góður Chardonnay t.d. hið spænska Raimat eða kaliforníska Beringer. (eftirréttur fyrir 5) 1 tsk. sítrónubörkur safi úr hálfri sítrónu ½ bolli vatn 1/4 bolli sykur 2 msk. tært hunang 2 negulnaglar ½ bolli valhnetur 15 ferskar fíkjur ½ bolli hrein jógúrt ¼ tsk vanillusykur saxaðar valhnetur til skrauts Setjið sykur, sítrónubörk, sí- trónusafa, hunang og negulnagla á pönnu. Látið suðu koma upp og hrærið í þar til sykurinn er upp- leystur. Sjóðið við mikinn hita í 5 mín. eða þar til sírópið er þykkt og kraumandi. Takið af hita og fjarlægið negulnagla og börk. Kælið. Komið valhnetuhelmingi fyrir inni í hverri fíkju og raðið fíkj- unum jafnt á 5 einstaklingsdiska. Hrærið saman kældu sírópinu, jógúrti, vanillusykri. Hellið jógúrt- blöndunni með skeið jafnt yfir alla skammtana. Setjið lok yfir diska og kælið í 3 tíma og skreytið því næst með söxuðum valhnetum. FÍKJUR Í SÍRÓPI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.