Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 22
Stórbrotið ævintýri hobbitanna og félaga þeirra heldur áfram Annar hluti Hringa- dróttinssögu, Tveir turnar, frumsýndur hérlendis á annan í jólum. KEFLVÍSKT einkaframtak stendur að gerð nýrrar bíómyndar í fullri lengd sem frumsýnd verður snemma á næsta ári. Hún heitir Didda og dauði kötturinn og er „fjölskyldu-, spennu- og gaman- mynd“, að sögn Kristlaugar Sig- urðardóttur sem skrifaði handritið eftir eigin sögu erkom út á bók nú fyrir jólin. Leikstjóri er Helgi Sverrisson og meðal leikara eru Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Helga Braga Jóns- dóttir, Gunnar Eyjólfsson og Kristín Ósk Gísladóttir, ung stúlka í Keflavík, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Diddu. Þá fer Árni Sigfússon bæjarstjóri með gestahlutverk lögregluvarðstjóra „og stendur sig ljómandi vel,“ seg- ir Kristlaug. Didda er níu ára stelpa í Kefla- vík, og, að sögn Kristlaugar, „gler- augnaglámur og lestrarhestur og finnst fátt skemmtilegra en að sitja uppi í risi og lesa góða bók eða horfa á nágranna sína út um gluggann.“ Foreldrar hennar hafa lítinn tíma til að sinna Diddu og bróður hennar og eru upptekin við sín störf, faðirinn sem rannsókn- arlögreglumaður og móðirin sem blaðamaður á Bæjarblaðinu. Þeg- ar eftirlætisrithöfundurinn hennar Diddu flytur í næsta hús til að jafna sig eftir taugaáfall reynir hún að hafa samband við hann með því að príla uppá lýsisskúr en tekst ekki betur til en svo að hún dettur niður af þakinu og lendir með höfuðið á undan ofaní lýsis- tunnu. Eftir það rennur smám saman uppfyrir Diddu að lýsið virðist hafa haft þau áhrif að hún þarf ekki að nota gleraugun sín og „er nánast að fá ofursjón og fer m.a. að sjá kött sem allir vita að er dauður,“ segir Kristlaug og bætir við að inní þessa meginsögu flétt- ist síðan bæði glæpir og prakkara- strik. Didda og dauði kötturinn er gerð án styrkja frá Kvikmynda- sjóði Íslands, „vegna þess að engin úthlutun hefur farið fram eftir að við ákváðum að fara í gang,“ segir Kristlaug. „Við fengum styrk úr Barnamenningarsjóði, frá Reykja- nesbæ og fyrirtækjum hér á svæð- inu og í Reykjavík, auk þess sem bankinn minn hefur verið viljugur að lána mér í verkefnið.“ Auk Kristlaugar eru helstu að- standendur myndarinnar Helgi Sverrisson sem bæði leikstýrir og tekur myndina á stafrænt mynd- band, Kristján Kristjánsson var framkvæmdastjóri og aðstoðar- leikstjóri og Ludvig Forberg samdi tónlistina. Tökur fóru fram í gamla hluta Keflavíkur í júní og júlí í sumar og verið er að ganga nú frá hljóðsetningu í Geimsteini þar í bæ. „Ég hef fulla trú á að hægt sé að vera með framleiðslu- fyrirtæki utan Reykjavíkur,“ segir Kristlaug, „og vonandi náum við að fara í gang með næstu mynd um Diddu, Diddu og kaffihneyksl- ið, á næsta ári.“ Didda og dauði kötturinn verð- ur sýnd í Sambíóunum og Há- skólabíói. Keflvískt framleiðslufyrirtæki gerir bíómynd í fullri lengd Þegar Didda fékk ofursjón og sá afturgengna köttinn Vanda í sjoppunni og Filiphus Zophaníasson rithöfundur: Helga Braga Jónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon. Didda enn með gleraugun sín: Kristín Ósk Gísladóttir. Lögregluvarðstjórinn: Árni Sigfús- son bæjarstjóri í hlutverki sínu.  HINN 28 ára gamli leikstjóri David Gordon Green hefur verið ráðinn til að leik- stýra kvikmynd eftir dáðri skáldsögu Johns Kennedy Toole, A Confederacy of Dunces um snillinginn Ignatius J. Reilly sem býr heima hjá mömmu. Sagan hefur verið í eins konar þróun- arhelvíti í Hollywood í hvorki meira né minna en 22 ár án þess að ná lokaáfanganum, þ.e. komast í framleiðslu. David Gordon Green, sem leikstýrði myndinni George Washington, segir um verk- efnið: „Ég hef verið gagntekinn af þessari bók síðan bókmenntakennarinn minn gaf mér hana þegar ég var stráklingur. Hún fangar mannlegar tilfinningar og samspil þeirra með einstökum hætti án þess að skrumskæla þær.“ Meðal fram- leiðenda myndarinnar verða Steven Soderbergh, Scott Rudin og Drew Barrymore, en leikaraval liggur ekki fyrir. Tökur eiga að hefjast í vor í New Orleans. Skáldsaga Tooles loks í tökur eftir 22 ára töf  BRESKA leikkonan Emma Thompson fékk Ósk- arsverðlaunin fyrir handrit sitt að Vonum og væntingum eða Sense and Sensibility eftir sögu Jane Austen, og leik- tilnefningu að auki. Nú hefur hún skrifað nýtt handrit, Nanny McPhee, sem er byggt á vin- sælum bókum frá 7. áratugnum eftir Christianna Brand, en undir því dulnefni leyndist spennusagnahöfund- urinn Christianna Milne Lewis. Nanny McPhee segir frá barnfóstru sem beitir göldrum til að hafa hemil á óstýrilátum skjólstæðingum sínum og leik- ur Thompson hana sjálf. Leikstjóri verður Kirk Jones sem er reyndur auglýsingaleikstjóri en fyrsta bíómynd hans var hin bráðskondna gam- anmynd Waking Ned Devine, sem hann samdi einnig handrit að. Emma Thompson semur og leikur Emma Thomp- son: Fjölhæf.  HINN ungi sænski leikstjóri Josef Fares sló heldur betur í gegn með frumraun sinni Jalla!Jalla!, þar sem hann fjallaði á gráglettinn hátt um togstreitu tveggja menningar- heima, innfæddra og inn- fluttra, í Svíþjóð nútímans, en sjálfur er hann af arabískum uppruna. Hann fylgir nú þeim smelli eftir með annarri gam- anmynd, Kopps, og verður hún opnunarmynd kvik- myndahátíðarinnar í Gauta- borg í lok janúar á næsta ári. Kopps, sem fer í al- menna dreifingu í febrúar, er eins konar sænskt „Löggulíf“. Myndin gerist í friðsælu sveitaþorpi þar sem ekki hefur verið framið alvarlegt afbrot í áratug. Vitaskuld sjá stjórnvöld í aðhalds- aðgerðum þarna sparnaðarleið og dóms- málaráðuneytið í Stokkhólmi ákveður að loka lögreglustöð staðarins. En lögregluliðið lætur það ekki yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust og senn er friðurinn úti í þorpinu. Í aðal- hlutverkum Kopps eru þeir Fares Fares, bróðir leikstjórans, og Torkel Petersson, sem einnig voru í framlínu Jalla!Jalla! Nýja myndin kostaði sem nemur 2,2 milljónum dollara. Nýja myndin frá Fares opnar Gautaborgarhátíðina Snúa aftur í löggubúningum: Fares Fares og Torkel Petersson í Jalla!Jalla!  Löggutryllirinn Training Day með Denzel Washington færði ekki aðeins honum Ósk- arsverðlaun heldur hleypti nýju lífi í feril leikstjórans Antoine Fuqua. Hann sér nú ekki út úr augum fyrir nýjum verkefnum. Nú leikstýrir hann Bruce Willis í dram- anu Tears of the Sun og síðan á hann að takast á við endurgerð Hitchcock-myndarinnar sígildu Strangers On a Train. Þá mun hann vera að und- irbúa „raunsæsislega“ útgáfu sagnarinnar um Ar- þúr konung og riddara hringborðsins og svo stefnir hann að því að leikstýra konu sinni Lela Rochon í Family Reunion, dramatískri mynd um blökku- mannafjölskyldu í gleði og sorg. Fuqua sér ekki út úr augum Antoine Fuqua: Nóg að gera. BÍÓMYNDIN Analyze That, sem frumsýnd verður í ársbyrjun, er framhald af hinni vinsælu grín- mynd Analyze This frá árinu 1999 og eru sömu aðalleikarar, þau Billy Crystal, Robert De Niro og Lisa Kudrow, mætt á ný í sömu hlut- verkum. Sagan segir af fyrrver- andi mafíuforinga, Paul Vitti (Ro- bert De Niro), sem hefur verið í fangelsi síðustu árin. Þegar hann loksins sleppur út, þarf hann mikla sálfræðihjálp og leitar strax uppi sálfræðinginn Ben Sobel (Billy Crystal), en þá kemst hann að því að það er Ben sem þarf sjálfur að fara til sálfræðings. Mikið hefur breyst hjá Ben, pabbi hans er lát- inn og hann hefur tekið yfir stof- una hans, mikil streita fylgir því og gengur ekki allt eins og vera ber í lífinu. Á meðan er Paul að reyna að lifa venjulegu lífi án mafíunnar og glæpa. Hann endar sem ráðgjafi við sjónvarpsþátt um mafíuna. Handrit og leikstjórn voru í hönd- um Harolds Ramis. Hver þarf sáluhjálp? Analyze That: Billy Crystal og Robert DeNiro reyna aftur. ÞEGAR frumherjar kvik-myndalistarinnar höfðumenntað sig lengi lengi í því að gera kvikmyndir með því einu að gera kvikmyndir fóru sumir þeirra að kenna sporgöngufólkinu það sama í skólastofum. Og eftir því sem list- og iðngreininni ósk fiskur um hrygg á síðustu öld skapaðist geysileg eftirspurn eftir þjálfuðu vinnuafli, fólki sem kunni skil á kúnstinni við að búa til bíó- myndir. Vitaskuld átti þetta ekki síst við um sérhæfða tæknikunn- áttu til að stýra tökuvél, lýsingu, hljóðupptöku, klippingu, förðun og svo framvegis, en einnig þekk- ingu á gerð kvikmyndahandrita, leikmynda og svo leikstjórninni sjálfri, sem heldur utan um alla aðra verkþætti við sköpunina og þarf að leggja til listræna forystu að auki. Rekstur kvikmyndaskóla er fyrir löngu orðinn heilmikill at- vinnuvegur víða um lönd og þang- að streyma áhugasamir nem- endur til að mennta sig eða a.m.k. eiga kost á því. Eins gott að þeir noti þann kost því námið er með því dýrasta sem um getur og framboðið mun meira en eft- irspurnin þegar út á vinnumarkað greinarinnar er komið. Þessir skólar eru með ýmsum hætti og af ýmsum gæðaflokkum, sumir eru gamalgrónir, aðrir nýj- ar gorkúlur, sem ekki hafa sannað sig, sumir eru ríkisreknir, aðrir einkaskólar. Algengt er að roskið fagfólk sé í kennarahópnum, sum- ir jafnvel útbrunnir í bransanum en geta miðlað reynslu og þekk- ingu til annarra. Algengt er líka að starfandi kvikmyndagerð- armenn í fremstu röð taki törn og törn í svona skólum. Ekki er jafn algengt, ef það er ekki einsdæmi, að þeir stofni sjálfir slíka skóla. Ný undantekning er þó banda- ríski stórleikarinn og Ósk- arsverðlaunahafinn Kevin Spacey. Hann hefur reyndar lengi verið hliðhollur nýsköpun og sjálfstæðri kvikmyndagerð vestra og lagt henni lið sem meðframleiðandi og/ eða leikari. En nú hefur Spacey útfært framleiðslufyrirtæki sitt, Trigger Street Productions, sem hann stofnaði fyrir fimm árum í þessum tilgangi, með þeim hætti að það býður upp á eins konar kvikmyndaskóla á Netinu. Sá skóli er með nýstárlegu sniði, er kannski frekar samskiptamiðstöð þar sem verðandi handritshöf- undar og kvikmyndagerð- armenn geta lagt hug- myndir sínar og verkefni í þróunarpott, fengið við- brögð frá fagfólki, ráðgjöf og leiðbeiningar, og jafn- vel að lokum framleiðslu. Þarna eru engar kröfur gerðar um skólagöngu eða menntun yfirleitt, aðeins hug- myndir og sköpunarhæfileika. Áhugasömum er bent á slóðina www.triggerstreet.com. Þótt tæknikunnátta og -geta sé nauðsynleg til að búa til bíómynd eru það einmitt hugmyndirnar og sköpunin úr þeim sem eru sjálf undirstaðan; ekki öfugt. Ekki er nokkur vafi á að það var gæfa ís- lenskrar kvikmyndagerðar að fyrsta aldarfjórðunginn gengu ís- lenskir kvikmyndagerðarmenn ekki í íslenskan kvikmyndaskóla, enda var hann ekki til, sem betur fer. Þess í stað sóttu frumkvöðl- arnir menntun sína til skóla í ýms- um heimshornum og sugu í sig áhrif af ólíkasta tagi. Í Bretlandi hafa numið t.d. Ágúst Guðmundsson, Guðný Halldórsdóttir, Óskar Jónasson, Ásgrímur Sverrisson, Júlíus Kemp, Inga Lísa Middleton, í Tékkóslóvakíu Þor- steinn Jónsson, í Svíþjóð Hrafn Gunn- laugsson, Lárus Ýmir Óskarsson, Þráinn Bertelsson, í Frakklandi Kristín Jó- hannesdóttir, Viðar Víkingsson, Gísli Snær Erlingsson, í Þýskalandi Hilmar Oddsson, Ólafur Sveinsson, Ásdís Thor- oddsen, svo nokkur dæmi séu tek- in. Friðrik Þór Friðriksson er hins veg- ar óskólagenginn og lærði af því að horfa á myndir og búa til myndir. Sama á við um einn at- hyglisverðasta leikstjóra okkar af yngri kynslóð, Róbert Douglas, og Baltasar Kormák sem þar fyrir utan kemur að kvikmyndagerð með drjúga menntun og reynslu úr leikhúsi og af kvikmyndaleik. Ég er sannfærður um að þessi breiði menntunarbakgrunnur ís- lenskra kvikmyndaleikstjóra sé ein meginástæða þess hversu fjöl- breytt myndaflóra hefur orðið til hér á stuttum tíma. Hins vegar má færa rök fyrir því að eftir því sem þetta fólk og fleira til hefur aflað sér menntunar, reynslu og fjölbreyttra áhrifa að utan skap- ast raunhæfari og frjórri grund- völlur fyrir starfsemi íslensks kvikmyndaskóla. Kvikmyndaskóli Íslands er vísir að slíku og hefur undanfarin ár gefið ungu fólki færi á að kynnast og tileinka sér a.m.k. viss undirstöðuatriði, víða í skólum eru haldin námskeið í kvikmyndagerð en einnig eru hugmyndir uppi um kvikmynda- nám í Listaháskóla Íslands. Hin nýja Kvikmyndamiðstöð Íslands, sem tekur við starfsemi Kvik- myndasjóðs Íslands um áramótin, mun eflaust hafa hlutverki að gegna í mótun kvikmyndamennt- unar hérlendis til framtíðar. Það fólk sem á eftir að halda merki greinarinnar á lofti fram eftir öld- inni þarf að hafa greiðan aðgang að reynslu- og þekkingarbrunni þeirra sem ruddu brautina fyrir það. Þau geta að vísu sótt sitt af hverju til Kevins Spaceys og annarra útlendra leiðbeinenda en þó ekki íslenska reynslu og íslenska þekk- ingu. SJÓNARHORN Árni Þórarinsson Að vita meira í dag en í gær „Í upphafi skapaði Guð bjánann. Það gerði hann til að æfa sig. Síðan skap- aði hann skólastjórnirnar,“ sagði Mark Twain og ýkti skemmtilega að vanda. Hitt eru engar ýkjur að skóla- ganga og menntun eru ekki það sama og fara ekki alltaf saman. Um þetta er ekki deilt, heldur ekki hvað varðar kvikmyndagerðina. Gott að byrja snemma: Akureyrsk börn á kvikmyndanámskeiði. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.