Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
ÓTT Milton Fried-
man, einn áhrifa-
mesti hagfræðing-
ur síðustu aldar,
hafi haldið upp á
90 ára afmæli sitt á
þessu ári á hann
næga starfsorku
eftir og situr enn við lestur og
skriftir. „Ég hef alltaf unnið mest á
skrifstofu minni heima og geri
enn,“ segir hann skýrri röddu að-
spurður um hvernig vinnudagurinn
sé. Milli klukkan sjö á morgnana og
tíu á kvöldin sinnir hans ýmsum
verkefnum. Afköst hans um ævina
hafa líka verið mikil; bæði á vett-
vangi hagfræðinnar og í opinberri
umræðu.
„Ég hef á vissan hátt lifað tví-
skiptu lífi. Fyrst og fremst hef ég
starfað sem hagfræðingur og feng-
ist við fræðilega hagfræði og rann-
sóknir. Meðfram þeim störfum hef
ég tekið þátt í opinberri stefnumót-
un, en það hefur frekar verið í hjá-
verkum og því ekki mitt aðalstarf,“
segir Friedman.
Friedman fæddist í Brooklyn í
New York 31. júlí 1912. Foreldrar
hans voru fátækir innflytjendur af
Gyðingaættum. Í upphafi háskóla-
náms ætlaði hann að einbeita sér að
stærðfræði en fékk síðan áhuga á
hagfræði. Kreppan hafði þá ekki
náð tökum á bandarísku efnahags-
lífi og aðspurður segir hann að
markmið sitt með náminu hafi því
ekki verið að bjarga heiminum.
„Markmið mitt var að taka þátt í
einhverju sem var áhugavert,“ seg-
ir Friedman. „Árið 1928, þegar ég
hóf nám í Rutgers háskólanum, var
mjög hagstætt. Árið 1929 var það
einnig, en á árunum 1930 og 1931
varð alvarlegur samdráttur.“
Hann lauk meistaragráðu í hag-
fræði frá Chicago háskólanum árið
1933 og skrifaði doktorsritgerð sína
við Columbia háskólann í New
York þar sem hann flutti líka fyr-
irlestra meðfram rannsóknum sín-
um. Eftir doktorspróf árið 1946
varð hann dósent og síðar prófess-
or við háskólann í Chicago þar sem
hann kenndi til 65 ára aldurs eða í
30 ár.
Kennslan gaf mér mikið
Þú ert þekktur fyrir að útskýra
oft flókna hluti á einfaldan hátt svo
allir skilji. Átti kennslan vel við þig
eða leistu frekar á hana sem tíma-
þjóf frá rannsóknum?
„Það er mikilvægt fyrir fræði-
menn að geta talað um rannsóknir
sínar og hugmyndir við almenning.
Mín skoðun er sú að einstaklingur
skilur ekki viðfangsefni sitt fyrr en
hann getur úrskýrt það fyrir ein-
hverjum öðrum á einfaldan hátt,“
segir Friedman. „Það er mjög mik-
ilvægt fyrir háskólamenn að tala
við almenning að því gefnu að þeir
geri það ekki að sínu meginstarfi.
Því á að sinna meðfram rannsókn-
um.“
Hann segir að kennslan hafi ver-
ið ákaflega gefandi starf. „Ég naut
þess að kenna og fékk mikið út úr
því. Nemendur á þessum aldri eru
mjög áhugasamir og það átti sér-
staklega við árin eftir seinni heim-
styrjöldina þegar ég hóf kennslu.
Nemendurnir sem sóttu skólann á
þeim tíma, seint á fimmta áratugn-
um og í byrjun þess sjötta, sam-
anstóðu aðallega af fólki sem hafði
gegnt herþjónustu. Þeir voru því
eldri en hefðbundnir nemendur,
tóku nám sitt alvarlega og lögðu sig
alla fram. Þessir nemendur höfðu
líka upplifað óvenjulega hluti miðað
við ungan aldur. Þetta var því
spennandi tími til að hefja kennslu í
Chicago.“
Mikil gróska var í Chicago há-
skólanum á þessum árum. Ólíkar
kenningar í heimi hagfræðinnar
tókust á sem endurspegluðust í
hagstjórn Bandaríkjanna. Kenning-
ar hagfræðingsins John Maynards
Keynes voru áberandi eftir kreppu-
árin. Í þeim gegndi ríkisvaldið
veigamiklu hlutverki í fínstillingu
hagkerfisins. Auka átti útgjöld þeg-
ar samdráttur væri en draga úr
þeim í þenslu.
Þessum kenningum andmæltu
Friedman og samstarfsmenn hans í
Chicago háskólanum. Aðhylltust
þeir frjálshyggju og töldu að rík-
isvaldið ætti ekki að hafa nein af-
skipti af efnahagslífinu. Beita ætti
peningastefnu til að lágmarka áhrif
samdráttar og atvinnuleysis. Hlut-
verk ríkisvaldsins væri lítið annað
en að setja meginreglur um eigna-
rétt og viðskipti. Frjáls markaður
tryggði hagkvæmni með alþjóðafyr-
irtækjum og frjálsri verslun.
Hagfræðingar og stjórnmála-
menn tókust hart á um þessar hug-
myndir í upphafi sjötta áratugarins
og aðhylltist minnihluti hagfræð-
inga kenningar Friedmans.
Var álitinn vitfirringur
Milton Friedman segir að útgjöld
stjórnvalda hafi aukist mikið á
sjötta áratugnum. „Ég tel að þetta
hafi verið síðbúin áhrif þeirrar
stefnu sem mótuð var í kjölfar
kreppunnar miklu. Áður en til
kreppunnar kom var hópur fræði-
manna sem aðhylltust sósíalisma
fámennur. Í augum almennings
voru stjórnvöld á þeim tíma ill
nauðsyn en ekki uppspretta góðra
hluta,“ segir hann. „Síðar var
kreppan sögð stafa af því að frjáls
markaður gengi ekki upp, sem ég
tel rangt. Það leiddi til krafna um
að stjórnvöld tækju sér aukin völd
og hefðu meiri áhrif. Frá árinu
1934 hófst tímabil þar sem völd
stjórnvalda jukust. Sú krafa jókst
síðan aftur á tímum seinna stríðs-
ins,“ segir Friedman og bendir á að
stríð séu mjög hliðholl ríkisafskipt-
um. „Óhjákvæmilega færa stríð rík-
isstjórnum meira vald. Í lok stríðs-
ins var því almenningsálitið mjög
hliðhollt umfangsmiklu ríkisvaldi.
Það varð til þess að samfélagið tók
stökk í átt að sósíalisma á árunum
1950 til 1980.“
Að mati Friedmans tókust á ólík-
ar hugmyndir um efnahagsstjórn á
þessum tíma. Þróun hugmynda taki
langan tíma og krefjist mikillar
Baráttan fyrir frelsi vinnst
ekki í einni orrustu
Milton Friedman, Nóbels-
verðlaunahafi í hagfræði,
var að ljúka sinni fyrstu há-
skólagráðu þegar kreppan
skók efnahagslíf Bandaríkj-
anna árið 1930. Í kjölfarið
átti frjálst markaðshagkerfi
undir högg að sækja. Í sam-
tali við Björgvin Guðmunds-
son segir hann að í upphafi
hafi ekki verið fjallað um
verk hans í helstu fagtíma-
ritum Bandaríkjanna. Um-
ræðan hafi snúist um sam-
hyggju og miðstýringu. Nú
ræði allir um frjálsan mark-
að og frjáls viðskipti.
„Það er mikilvægt fyrir fræðimenn að geta talað um rannsóknir sínar og hugmyndir við almenning. Mín skoðun er sú að einstaklingur skilur ekki viðfangsefni sitt
fyrr en hann getur úrskýrt það fyrir einhverjum öðrum á einfaldan hátt,“ segir Milton Friedman.
’ Ég tel að það sélangur vegur á milli
breytinga á hug-
myndum fólks og
breytinga á raun-
verulegri stefnu
stjórnvalda. ‘
Milton Friedman ásamt konu sinni, Rose Friedman, í Íslandsheimsókn
þeirra árið 1984.
„Hann var alltaf brosandi og
hugfanginn af viðfangsefni sínu.
Það var alveg fyrirhafnarlaust að
vera með þeim,“ segir Friðrik Frið-
riksson sem fylgdi Milton og Rose
Friedman eftir, ásamt Hannesi
Hólmsteini Gissurarsyni, þegar þau
voru í heimsókn hér á landi árið
1984 á vegum Félags frjálshyggju-
manna.
Friðrik segir að heimsókn Fried-
mans-hjónanna hafi vakið mikla
athygli enda var Friedman þekktur
hagfræðingur. Athugasemdir hans
á fundum voru margar umdeildar
og rötuðu inn í stjórnmálaumræð-
una. Í fyrirlestrum og fyr-
irspurnum setti hann kenningar
sínar í samhengi við íslenskan
veruleika og rökræddi við almenn-
ing, háskólafólk og hagfræðinga
Seðlabankans.
Þau heimsóttu helstu ferða-
mannastaði í nágrenni höfuðborg-
arsvæðisins eins og Geysi og
Þingvelli. Friðrik segir að hann hafi
verið viðkunnanlegur í viðmóti, tal-
að mikið og fært sannfærandi rök
fyrir máli sínu hvar sem hann
kom. Hann vildi hitta sem flesta
en hafi þó ekki nálgast fólk á mjög
persónulegan hátt. Heimsóknin
hafi því í alla staði verið ánægju-
leg.
Alltaf brosandi