Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 B 19 ferðalög M eð hverjum fóruð þið til Danmerk- ur? „Undanfarna fjóra vetur höfum við farið með vinahjónum okkar frá Ísa- firði í Danmerkurferðirnar.“ Hvað gerðuð þið í fríinu? „Við vorum aðallega að skemmta okkur og slappa af í rólegheitum. Við leigjum okkur ávallt sum- arhús og í þetta skipti vorum við í um hundrað fermetra húsi rétt utan við Kalundborg og þótt komið væri fram í desember gátum við gætt okkur á eplum sem við tíndum af trjánum. Við leigðum okkur svo bíl og ókum um danskar sveitir.“ Var orðið jólalegt um að litast? „Já, Danir skreyta snemma, jólatrén eru komin inn í stofu strax í byrjun aðventu og þeir kunna að njóta desembermánaðar. Við skoðuðum einmitt mjög skemmtilegt jóla- sveinaland á sveitabæ sem var mitt á milli Kalundborgar og Hróarskeldu. Jólasveinalandið var mjög skemmti- lega upp sett og það var stærra en jólasveina- landið sem búið er að koma upp í Tívolíinu í Kaup- mannahöfn. Það hefði verið gaman að hafa barnabörnin með í jólasveinalandið.“ Viktoría og Örn Sævar skoðuðu einnig tvær fal- legar kirkjur, Frúarkirkjuna í Kalundborg sem byrj- að var að byggja árið 1867 og síðast var byggt við árið 1917 og síðan kirkjuna í Hróarskeldu. Sú kirkja er frá 1180 en síðan hefur verið byggt við hana og hún lagfærð í aldanna rás. „Þessi kirkja var undursamlega falleg og við urð- um agndofa þegar við komum inn í hana.“ Var Kaupmannahöfn jólaleg eins og danska sveitin? „Já, borgin er mikið skreytt og í Nýhöfninni er t.d. búið að koma fyrir ótal sölubásum sem eru með varning sem tengjast jólunum. Á hverju horni er líka verið að selja frábærar steiktar eplaskífur með flórsykri og sultu. Með þessu fengum við okkur iðulega heitt kakó.“ Í heimsókninni til Danmerkur var þeim boðið í jóla- hlaðborð hjá vinum. „Það var mikið um dýrðir og við kunnum að meta hvað Danir gefa sér góðan tíma í að spjalla og slappa af þegar þeir eru að borða af jólahlaðborði. Við hvíldum okkur á milli rétta, spjölluðum og tók- um því rólega. Fyrir bragðið náði maturinn að sjatna og við gátum leyft okkur að sitja klukku- stundum saman að snæðingi.“ Hvað er það sem dregur ykkur aftur og aftur til Danmerkur að vetri til? „Það er fyrst og fremst tilbreytingin að fara út, einmitt svona að vetri til. Síðan er bara ljúft að sækja Dani heim, viðmótið er elskulegt og maður finnur sig heima. Við höfum líka mjög gaman af því að aka um litla danska bæi og ekki skemmir nú fyrir að búið er að skreyta þar allt hátt og lágt fyrir jólin.“ Í byrjun aðventu héldu Örn Sævar Eyjólfsson og Viktoría Jóhannsdóttir til Danmerkur en undanfarin fjögur ár hafa þau haft fyrir sið að bregða sér þangað á veturna. Viktoría og Örn Sævar heimsóttu skemmtilegt jóla- sveinaland á Sjálandi. Örn Sævar Eyjólfsson og Viktoría Jóhannsdóttir hjá íslensk-dönskum vinum í Árhúsum. Það er jólalegt um að litast í Danmörku á aðventunni. Úr danskri sveitasælu  Nánari upplýsingar um leigu bíla og sum- arhúsa í Danmörku bæði að sumri og vetri til fást hjá ferðaskrifstofu Fylkis á Ísafirði. Slóðin er www.fylkir.is Hvaðan ertu að koma? Meðlagsgreiðendur! Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101 Þetta langar okkur í ... Snemma beygist krókurinn Gallerí Fold - um jólin - Opið til kl. 22.00 í kvöld, kl. 23 á Þorláksmessu og kl. 10-13 aðfangadag Rauðarárstíg 14-16, sími 551 0400 Kringlunni, sími 568 0400, www.myndlist.is George Hollanders Nína Björk Bjarkadóttir Tryggvi Ólafsson Hans Hansen Elmar Hansen jólasveinar Við óskum landsmönnum gleðilegrar hátíðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.