Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Opið í dag frá 10:00 - 13:00 Vínbúðin, Kringlunni er opin 9:00 - 12:00 Gleðilegt ár ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K RI 1 91 07 12 /2 00 2 ÁRNI Gestsson, fyrr- verandi forstjóri Globus hf., lést 28. desember, 82 ára að aldri. Árni fæddist 14. júní 1920 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Gestur Árna- son prentari og Ragn- heiður Egilsdóttir hús- móðir. Árni hóf ungur störf hjá Heildversluninni Heklu hf. og vann sig upp í framkvæmda- stjórastöðu. Árið 1956 keypti hann ásamt fjölskyldu sinni innflutningsfyrirtækið Globus hf. en það var stofnað árið 1947. Árni var forstjóri og síðar stjórnarformað- ur fyrirtækisins allt til dauðadags. Undir hans stjórn efldist rekstur þess mjög uns það varð eitt af stærstu inn- flutningsfyrirtækjum landsins. Auk starfa sinna sem forstjóri Globus hf. var Árni virkur í fé- lagsmálum. Hann var í stjórn Félags íslenskra stórkaupmanna um margra ára skeið og síðar formaður þess. Árið 1988 var hann gerður að heiðursfélaga þess fé- lags. Árni sat í banka- ráði Verzlunarbanka Ís- lands og var formaður bankaráðs um tíma, í stjórn Félags íslenskra búvélainnflytjenda og formaður um skeið auk fjölmargra annarra fé- lagsstarfa. Þá var hann ræðismaður Suður- Kóreu og var sæmdur einu af æðstu heiðurs- merkjum landsins árið 1986. Einnig starfaði hann í frímúrararegl- unni og í Rotary-hreyfingunni. Árni hafði mikinn áhuga á land- græðslumálum og gekkst fyrir lands- söfnun til að stöðva gróður- og jarð- vegseyðingu á Haukadalsheiði. Honum voru veitt Landgræðsluverð- launin árið 1994. Árni var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 1977. Árni kvæntist Ástu Jónsdóttur 20. nóvember 1943. Ásta lést 26. maí 2000. Þau eignuðust fjögur börn. Andlát ÁRNI GESTSSON GUNNLAUGUR J. Briem fulltrúi lést á að- fangadag. Gunnlaugur fæddist 27. september 1917. Foreldrar hans voru Guðrún Gunn- laugsdóttir og Jón G. Briem afgreiðslumaður í Reykjavík. Gunnlaugur lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1935. Hann vann versl- unarstörf í Reykjavík eftir að námi lauk en hann starfaði hjá stjórnarráðinu 1938– 1941. Árið 1942 hóf hann störf hjá Heildverslun Garðars Gíslasonar og starfaði þar í 55 ár, fyrst sem gjald- keri og síðar sem fulltrúi. Gunnlaugur starfaði mikið fyrir íþróttahreyfinguna. Hann var í stjórn Glímufélagsins Ármanns, sat í framkvæmdastjórn ÍSÍ og hann átti lengi sæti í ólympíunefnd, lengst af sem gjaldkeri. Gunn- laugur átti sæti í fyrstu stjórn Landssambands íslenskra verslunar- manna og sat í stjórn Lífeyrissjóðs verslun- armanna frá stofnun 1956 til 1974. Þá átti Gunnlaugur um tíma sæti í sóknarnefnd Há- teigskirkju. Gunnlaugur var heiðursfélagi Glímu- félagsins Ármanns og ÍSÍ. Hann hlaut heiðursorðu ólymp- íunefndar árið 1991. Eftirlifandi eiginkona Gunnlaugs er Zophanía E. Briem. Þau eignuð- ust þrjú börn. Gunnlaugur verður jarðsunginn frá Háteigskirkju 2. janúar. GUNNLAUGUR J. BRIEM STÓR skemma garðyrkjustöðvarinnar að Leyni í Laug- ardal í Bláskógabyggð brann til kaldra kola aðfaranótt mánudagsins 30. desember. Í skemmunni var kæli- geymsla, pökkun og vinnsluhús auk íbúðar vinnu- manns. Eldsins varð fyrst vart frá bænum Seli í Gríms- nesi um kl. 4 í fyrrinótt. Þegar fólk á nærliggjandi bæj- um kom á staðinn var mikill eldur í syðsta hluta hússins þar sem íbúð vinnumanns er og var í fyrstu óttast að fólk gæti verið þar inni en svo reyndist ekki vera. Eld- urinn barst síðan hratt um allt húsið sem varð brátt alelda. Fengu liðsmenn Brunavarna Árnessýslu lítt við ráðið og brann húsið til grunna. Tókst slökkviliði að bjarga stórum kæligámi, fullum af gulrótum, sem stóð fast við norðurhlið hússins, enda áveðurs í nokkuð stífri norðanátt. Inni í húsinu var töluvert af hvítkáli sem verið var að ganga frá á markað. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan á Selfossi rannsakar málið með að- stoð lögreglunnar í Reykjavík. Morgunblaðið/Kári Jónsson Upptök eldsins að Leyni eru í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Nokkru magni af káli tókst að bjarga úr húsinu. Garðyrkjustöðin að Leyni brann til grunna HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest að karlmaður um þrítugt sem grunaður er um aðild að smygli á 900 grömm- um af amfetamíni og um einu kílói af hassi til landsins, skuli sæta gæslu- varðhaldi til 7. febrúar nk. Í gæslu- varðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að amfeta- mínið er geysilega sterkt. Lærði ekki af reynslunni Fíkniefnin fundust á tæplega sex- tugum þýskum karlmanni sem toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli hand- tók 7. október sl. og rannsókn lögreglunnar í Reykjavík leiddi til þess að maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi var handtekinn. Honum hafði þá nýlega sleppt úr fangelsi þar sem hann afplánaði fjög- urra ára fangelsisdóm vegna stór- fellds fíkniefnalagabrots. Var hann á reynslulausn af 480 daga eftirstöðv- um þess dóms. Hin meintu brot hóf- ust flótlega eftir að maðurinn losnaði úr fangelsi. „Þykir ljóst að [hann] hefur ekki látið þungan refsidóm sér að kenningu verða,“ segir í gæslu- varðhaldsúrskurði héraðsdóms. Al- mannahagsmunir séu fyrir því að hann sitji í gæsluvarðhaldi enda varði brotið allt að 12 ára fangelsi. Í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls Á reynslu- lausn þegar brotin hófust SAMDRÁTTUR í landsframleiðslu, minnkandi þjóðarútgjöld og sam- dráttur í fjárfestingu en aukin út- gjöld hjá hinu opinbera. Þetta eru meginlínurnar sem lesa má úr þjóð- hagsreikningum Hagstofu Íslands fyrir þriðja fjórðung ársins sem birtar voru í gær. Samdráttur mælist nú í fyrsta sinn frá 1998 Landsframleiðslan dróst saman um 1,6% á þriðja fjórðungi ársins og er þetta í fyrsta sinn sem árs- fjórðungsreikningar sýna samdrátt landsframleiðslu frá því samantekt þeirra hófst frá og með 1. ársfjórð- ungi 1998. Þá gætir áfram samdráttar í fjár- festingu á þriðja ársfjórðungi og nú um nær fjórðung eða um 23% frá fyrra ári samanborið við 7,7% á öðr- um ársfjórðungi. Þar mun þó vega nokkuð þungt að tveir togarar voru seldir úr landi á tímabilinu auk þess sem fjárfesting var mikil á þessum tíma í fyrra, m.a. vegna fram- kvæmda við Smáralind. Einkaneysla óbreytt en neysla hins opinbera vex Ástæðu minnkandi landsfram- leiðslu telur Hagstofan að megi rekja til þess að frá því þjóðarút- gjöld fóru að dragast saman á 2. ársfjórðungi 2001 hafi hagvöxtur- inn átt rót sína ýmist í miklum sam- drætti í innflutningi eða vexti í út- flutningi. „Á 3. ársfjórðungi 2002 er sú ekki raunin. Útflutningur er tal- inn hafa aukist um 1,5 % sem er mun minni vöxtur en á 2. fjórðungi ársins. Innflutningur er hins vegar talinn hafa dregist saman um 3,8% sem er minni samdráttur en oft áð- ur.“ Þá sýna reikningar Hagstofunn- ar að þjóðarútgjöldin hafa dregist saman um 3,7% að raungildi á þriðja ársfjórðungi 2002 miðað við sama fjórðung fyrra árs en þar veg- ur minnkandi fjárfesting þungt. Þetta er nokkru meiri samdráttur en á öðrum ársfjórðungi en þá drógust þjóðarútgjöldin saman um 2,7%. Einkaneyslan, sem er stærsti liður þjóðarútgjaldanna, mældist vera óbreytt samanborið við 0,7% samdrátt öðrum fjórðungi ársins, hvort tveggja miðað við sama tíma árið áður. Samneyslan, þ.e útgjöld hins opinbera, er talin hafa vaxið um 6,5% á þriðja fjórðungi þessa árs sem er mun meiri vöxtur en áð- ur að því er segir í tilkynningu Hagstofunnar. Þjóðhagsreikningar Hagstofunnar Landsframleiðsla hefur dregist saman HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað konu af ákæru fyrir manndráp með því að hafa ráðið níu ára dóttur sinni bana í vor. Dómur- inn sýknaði ákærðu á grundvelli þess að hún hafi, þegar verknaður- inn var framinn, verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum. Að mati Sigurðar Páls Pálssonar geðlæknis var ákærða ósakhæf og taldi hann eðlilegast að hún vistaðist áfram á Réttargeðdeildinni að Sogni. Atvikið átti sér stað í lok apríl í heimahúsi í Reykjavík þar sem mæðgurnar voru gestkomandi. Var banamein stúlkunnar kyrking sam- kvæmt niðurstöðu Þóru Steffensen réttarmeinafræðings. Ákærða játaði brotið skýlaust. Segir í dómnum að athafnir hennar hafi stjórnast af sjúkleika og ranghugmyndum. Eng- um vafa væri undirorpið að ákærða hafi verið alls ófær um að stjórna gerðum sínum á þeim tíma sem hún banaði dóttur sinni. Þegar litið var til hins alvarlega verknaðar og til alvar- legs sjúkdóms ákærðu taldi dómur- inn hins vegar rétt í þágu réttarör- yggis að láta hana sæta öryggis- gæslu. Var ríkissjóður dæmdur til að greiða allan sakarkostnað málsins. Kona sýknuð af ákæru um að bana dóttur sinni Ófær um að stjórna gerð- um sínum ♦ ♦ ♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt 19 ára pilt í hálfs árs fang- elsi, þar af fjóra mánuði skilorðs- bundið, fyrir kynferðisbrot gegn tólf ára stúlku sem hann blekkti upp í bifreið sína í haust. Var hann ennfremur dæmdur til að borga stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur auk alls málskostnaðar. Maðurinn játaði að hafa kvöld eitt síðla í september sl. káfað inn- anklæða á lærum og kynfærum stúlkunnar í bíl sínum sem hann hafði stöðvað á vegi skammt frá heimabæ þeirra, en áður hafði hann blekkt stúlkuna upp í bifreiðina. Með hliðsjón af því að ákærði er ungur og iðrast gjörða sinna voru fjórir mánuðir af refsingunni skil- orðsbundnir. Dæmdur fyrir kynferð- isbrot gegn 12 ára stúlku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.