Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÚTHAFSRÆKJUSTOFNINN er á hægri uppleið og hlutfall stórrækju hefur aukist. Þetta er niðurstaða stofnmælingar Hafrannsóknastofn- unarinnar á úthafsrækju. Úthafsrækjustofninn náði sögu- legu lágmarki árið 2000 en stækkaði nokkuð árin 2001 og 2002. Stofnvísi- tala hefur staðið í stað við Norður- land, en minnkað við Norðaustur- og Austurland samfara auknum göng- um þorsks fyrir austan árin 2001 og 2002, að því er fram kemur í nið- urstöðum Hafrannsóknastofnunar- innar. Samkvæmt útreikningum stofnunarinnar hefur dánartala rækju stjórnast mjög af þorskgengd á Norður- og Austurmiðum en einn- ig aflanum sem tekinn er ár hvert úr veiðistofninum. Veiðistofn rækju er talinn hafa stækkað nokkuð frá árinu 2000 og er stærð stofnins svipuð og á árunum 1991–1992 þegar veidd voru 24–31 þúsund tonn á ári. Niðurstöður benda til að stofn út- hafsrækju sé á hægri uppleið. Þótt afli á sóknareiningu hafi nú minnkað um 10%, hefur hlutfall stórrækju aukist um 46%, en kvendýravísitala hefur staðið í stað frá árinu 2001 til 2002. Nýliðun er nokkuð undir með- altali en svipuð árin 2001 og 2002. Eins og fram hefur komið leggur Hafrannsóknastofnunin til að afli úr úthafrækjustofninum fari ekki yfir 30 þúsund tonn fiskveiðiárið 2002/ 2003. Miðað við óbreytta þorsk- gengd á rækjumiðunum ætti það að leiða til hóflegrar sóknar í rækju- stofninn en ef þorskgengd á rækju- miðunum breytist verulega þarf að endurskoða þessar tillögur. Hvort slíkrar endurskoðunar er þörf mun liggja fyrir að lokinni stofnmælingu botnfiska í mars 2003. Úthafsrækja á hægri uppleið      &   6776 879                :( 5 ;9 <9 =9 >9 ?9 @9 69 9 BANDARÍSK tollyfirvöld hafa tekið upp nýjar og hertar reglur fyrir vöru í innflutningi til Bandaríkjanna. Nú stendur yfir mat á áhrifum þessara breytinga og má reikna með talsverð- um áhrifum af þessum reglum á ferli vöru til útflutnings frá Íslandi til Bandaríkjanna. Breytingarnar má rekja til viðbragða bandarískra yfir- valda við vaxandi hryðjuverkaógn eft- ir atburðina 11. september í fyrra. Breyttar reglur þýða m.a. að skipa- félög verða að skila endanlegri farmskrá til bandarískra tollyfirvalda fyrir allar sendingar um borð í þeim skipum sem eiga viðkomu í banda- rískum höfnum. Samkvæmt reglun- um má skipafélag ekki hefja lestun skips í höfnum utan Bandaríkjanna fyrr en 24 tímum eftir að farmskrá hefur verið send bandarískum tollyf- irvöldum. Þá hafa bandarísk tollyfir- völd heimild til að banna lestun á ákveðnum vörum og kalla eftir nánari skýringum frá sendanda. Reglugerð- in tók gildi 2. desember en bandarísk yfirvöld hafa þó gefið 60 daga aðlög- unartíma fyrir skipafélög og ekki síst sendendur vöru til að undirbúa ný vinnubrögð. Kallar á breytt vinnubrögð Breytingarnar þýða að fyrir brott- för skips frá Íslandi 31. janúar 2003 verða öll ferli að vera í samræmi við nýjar reglur. Jóhann Þór Jónsson, forstöðumaður markaðsdeildar Eim- skips, segir ljóst að reglurnar kalli á ný og breytt vinnubrögð. Skoðað verði með viðskiptavinum hvaða áhrif þetta hefur á þeirra ferla og vinnu- brögð. Sömuleiðis þurfi að innleiða nýja lokatíma fyrir vöru á Ameríku- leið en Eimskip hefur ákveðið að fyrsta skip sem falli undir nýjar regl- ur verði Skógafoss sem siglir frá Reykjavík föstudaginn 3. janúar. Reglurnar kalla á talsvert nákvæm- ari farmskrárupplýsingar en áður og þarf því að taka fram nánari vörulýs- ingu en áður, fullt nafn og heimilis- fang sendanda og móttakanda, gáma- og innsiglisnúmer. Jóhann segir áríð- andi að útflytjendur aðlagi sig hratt þessum reglum enda þýði þær að lokatímar fyrir farmskrárfyrirmæli og móttöku vöru breytist umtalsvert. Hann segir að bandarískum tollayfir- völdum muni taka hart á nýjum regl- unum. „Minnstu misbrestir geta þýtt langar tafir á uppskipun í Bandaríkj- unum og því munum við ekki tefla á tvær hættur í þeim efnum, enda mik- ilvægt að áætlanir skipanna haldist og þjónusta við þá sem skiluðu upplýs- ingum á réttum tíma standist. Eim- skip mun því fylgja því mjög ákveðið eftir að vara sem ekki hefur verið skráð í farmskrá fyrir tilgreindan lokatíma verði ekki lestuð. Þessar nýju reglur setja vissulega mikla pressu á allt útflutningsferlið og höfum við átt gott samstarf við við- skiptavini okkar í að endurskoða það og greina hvernig þessum nýju reglum verður best fullnægt. Það er hins vegar alveg ljóst að bandarísk yf- irvöld leyfa ekkert frávik og reglun- um verður að hlíta í einu og öllu,“ seg- ir Jóhann. Hertar reglur vegna inn- flutnings til Bandaríkjanna nota olíu í stað rafmagns meðan svona á stendur. Vonir standa til að með því verði hægt að láta þá orku sem nú er hægt að framleiða duga fram til vors. Þegar snjórinn í fjöll- unum fer að bráðna og uppistöðulón að fyllast á ný ætti að vera hægt að auka framleiðsluna. Skortur á vætu og þar með raf- orku hefur haft minnst áhrif í Finn- landi en þar koma einungis ríflega 20% rafmagns frá virkjunum fall- vatna. Finnar nýta fleiri orkugjafa eins og kjarnorku og vindorku til framleiðslu rafmagns. Verð á raf- orku hefur því lítið breyst í Finn- landi. Að mati blaðamanns WSJ taka Norðmenn áhættu með því að styðj- ast einungis við eina orkuuppsrettu til framleiðslu rafmagns því með því séu þeir algerlega háðir veðri og vindum í orkumálum. Segir hann að þrátt fyrir aukinn kostnað sem því fylgi að bæta við orkugjöfum ætti það að borga sig fyrir Noreg til að komast hjá áföllum sem þessum. VERÐ á raforku í Noregi og Svíþjóð hefur hækkað á árinu vegna orku- skorts. Óvenjulítil væta hefur verið á Norðurlöndunum í sumar og haust og vatnsaflsvirkjanir í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi ganga aðeins á um hálfum afköstum. Frá þessu greinir í The Wall Street Journal. Orkuskort- urinn hefur haft mest áhrif í Noregi því þar byggist öll rafmagnsfram- leiðsla á því að nýta orku fallvatna. Svíar standa frammi fyrir svipuð- um vanda, en þó minni því Svíar nýta einnig kjarnorku til framleiðslu raf- magns. Um 55% raforku í Svíþjóð koma frá fallvötnum og hefur verð á rafmagni hækkað líkt og í Noregi. Í grein WSJ er sagt frá því að Svíar hafi gert samning við pólskt orkufyr- irtæki um innflutning á raforku til Svíþjóðar fram í apríl á næsta ári. Norsk yfirvöld hafa ekki farið þá leið að flytja inn rafmagn þótt tækni- lega sé það mögulegt. Í staðinn hafa yfirmenn orkumála í Noregi beðið landsmenn að reyna að hita hús sín með því að kveikja upp í arninum eða Lítil úrkoma veld- ur háu orkuverði SKIP Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi veiddu samtals um 166.540 tonn á árinu sem nú er að líða og hafa skip félagsins aldrei borið jafn mikinn afla að landi. Loðnan vegur þyngst í heildarafla skipanna en alls veiddu þau um 102 þúsund tonn af loðnu. Botnfiskafli skipanna var rúmlega 22 þúsund tonn. Heildaraflaverðmæti skip- anna var rúmlega 3,6 milljarðar króna sem er um 850 milljónum króna meira en á árinu 2001 en þá voru sjómenn í verkfalli í u.þ.b. sex vikur. Frystitogari HB, Höfrungur III AK, veiddi um 7.403 tonn á árinu. Þetta er mesti afli skipsins á einu ári og er það á meðal afla- hæstu bolfisktogara landsins. Verð- mæti aflans nam um 933 milljónum króna (FOB). Frystitogarinn Helga María AK hefur einnig aflað vel á árinu eða um 5.974 tonn og var afla- verðmætið um 800 milljónir króna. Fjölveiðiskipið Ingunn AK hefur landað tæpum 79 þúsund tonnum á árinu að verðmæti 673 milljónir króna. Þetta er mesta magn sem skip Haraldar Böðvarssonar hefur borið að landi á einu ári. Víkingur AK hefur fiskað um 46 þúsund tonn á árinu og nemur verðmæti aflans um 380 milljónum króna. Aflaverðmæti frystitogarans Höfrungs III AK var um 933 milljónir króna á árinu. Metafli hjá skipum HB á árinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.