Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 31
ur verið nær því
a, að aldrei áður
ræðimanna verið
ilja þau áhrif sem
fa á gróður, nátt-
gum svæðum. Um
hvort verjandi sé
r af þessu tagi,
mikillar röskunar
ega að fylgja. En
lt að aldrei áður
a kosti og galla á
md. Það var aldrei
ð var til umhverf-
tu tóku menn vís-
a tákn. Hér eftir
æmdir án þess að
þótt tími og pen-
ngar eins og þær
“. Hljómar þetta
eð öllu haldlaust.
essum efnum eða
st er því að gera
a bestu þekkingu
gar tiltækar þeg-
í senn lágmarks-
r svikalaust verið
n kennir að svip-
ekstrarforsendur
t í sambærilegum
daðar yfirlýsingar
sérfræðinga, um
egt umhverfistap,
ðilar saman nú á
em notar rafmagn
æfandi líkur á að
uni hagnast vel,
fyrirtækisins sem
fjármunum inn í
nmálamanna, er
fást eru fjölbreytt
þess sem svarar,
að vera sjálfsagt
kinnar þjóðar að
aupmáttur okkar
llt og er þá kom-
nefna okkur neitt
iðað. Það ætti að
r í einu landi og
r fylgt eftir. Það
aupmátt einstak-
a hríð með halla-
erlendum lántök-
vinstri stjórna á
rotlendingum. En
n ár, að ríkið er á
num erlendis og
ánakerfi sem áður
mið óefni. Til að fá
nú og fyrir rúm-
áttar og þá gætu
skipti hafa orðið.
íkisins hálfu. Hið
st og búum við að
óðir Evrópusam-
ng eða stórfelld
an fárra ára. Bak
riskerfis búa því
hag. Til viðbótar
a á vinnumarkaði
sparnað heppnast
vel og hefur með þeim aðgerðum tekist að auka veru-
lega almennan sparnað í landinu. En um leið og horft
hefur verið til hagsmuna launþega hefur þess verið
gætt að ellilífeyrisþegar, öryrkjar og aðrir sem njóta
hins almenna bótakerfis sætu ekki eftir. Stórmerk til-
raun var gerð til þess að taka forystumenn samtaka
aldraða inn í ákvörðunarferilinn frá byrjun svo vinnan
gæti farið fram á meiri jafnræðisgrundvelli en stundum
endranær. Tókst þessi tilraun vel og er full ástæða til að
þakka þeim sem að henni komu fyrir störf og heilindi.
Er augljóst að framhald verður á þessu víðtæka sam-
starfi, fyrst svo giftusamlega tókst til að þessu sinni.
V
MEÐ ÞVÍ AÐ lagfæra umgjörð efnahagslífsins og
búa í haginn fyrir fyrirtækin í landinu var þeim auð-
veldað að standa undir auknum kaupmætti starfsmanna
sinna. Þeir sem halda því á lofti að skattalækkanir til
fyrirtækja séu gerðar á kostnað einstaklinganna eru
fullkomnir ratar, þegar kemur að gangverki atvinnulífs-
ins. Öflug, vel rekin fyrirtæki, sem ríkisvaldið sýnir vel-
vilja og skilning, en þvælist ekki fyrir, eru eitt besta
tækið til að auka möguleika þjóðarinnar til framfara og
þar með getu hennar til að standa undir velferðarkerfi
sem er á borð við það besta sem þekkist í veröldinni.
Hitt er annað mál að full ástæða er til að halda áfram að
lækka skatta á einstaklinga og ættu að verða öll efni til
þess á næsta kjörtímabili, takist okkur áfram að halda
vel á spilum í atvinnulífi og ríkisbúskap.
Það er góð sátt um það á Íslandi að tryggja undir-
stöður hins íslenska velferðarkerfis. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur átt drýgstan þátt í uppbyggingu þess. Því
er dapurlegt að sjá suma menn leggjast lágt í dægur-
umræðunni og hafa uppi hálfkveðnar vísur um að til séu
þau öfl á hinum pólitíska vettvangi sem hugsi sér að búa
til tvöfalt kerfi, annað fyrir þá sem betur mega og hitt
fyrir aðra. Enginn fótur er fyrir slíkum dylgjum. Að
minnsta kosti er ekki hægt að beina slíkum skotum úr
launsátri að Sjálfstæðisflokknum. Á hinn bóginn hljóta
menn að horfa til þess að velferðarþjónustan sem við öll
viljum veita á jafnræðisgrundvelli verður að fást með
jafn hagkvæmum hætti og frekast er unnt, ef okkur á
áfram að takast að vera í fremstu röð, án þess að hækka
skatta upp úr öllu valdi. Þeir, sem ekki vilja fallast á að
nauðsynlegt sé að tryggja öfluga þjónustu með sem
hagkvæmustum hætti, eru hinir eiginlegu andstæðingar
íslenska velferðarkerfisins. Þetta ætti að liggja í augum
uppi.
VI
Á ÞESSU ári var sú góða ákvörðun tekin að bjóða
ríkjum sem áður bjuggu við sovéskt ok og kúgun
kommúnismans aðild að Nato. Það var heillaspor. Með
því var endanlega ákveðið að aldrei yrði aftur snúið.
Frelsi og sjálfstæði þessara ríkja verður tryggt af sama
afli og hinna hefðbundnu lýðræðisríkja Vesturheims.
Forysta Bandaríkjaforseta var afgerandi um þessa nið-
urstöðu og sýndi vaxandi skilning hans á mikilvægi
samheldni fornra bandamanna, en áður höfðu ýmsir ótt-
ast að forsetinn myndi snúa Bandaríkjunum í átt til ein-
angrunarhyggju.
Aðild Íslands að Nato og varnarsamningurinn við
Bandaríkin hafa verið hinn fasti punktur í öryggis-
málum Íslands. Við höfum ætíð talið og trúað því að sá
samningur sé gagnkvæmur. Í því felst auðvitað ekki að
öryggi valdamesta ríkis heims sé undir okkur komið.
Varnarlið og eftirlitsstörf hafa verið hér vegna þess að
þeir þættir hafa hvor með sínum hætti haft gildi fyrir
þjóðirnar báðar og ekki síður Nato sem heild. Vá ver-
aldar er önnur en fyrr. Helstefna kommúnismans er
horfin úr okkar heimshluta. Hún stóðst ekki staðfestu
frelsisunnandi manna, samkeppni og samanburð við hin
frjálsu vestrænu þjóðfélög. Það þýðir ekki að nokkur
þjóð telji sér vera óhætt án grundvallarvarna. Nýjar
ógnir steðja að, sumar þekktar, aðrar lítt þekktar en
hugsanlegar. Varnarstöð á Íslandi lýtur sömu lögmálum
og annars staðar gerist og varnarþörf hlýtur að verða
metin út frá gagnkvæmum hagsmunum nú sem endra-
nær. Það er hvorki vit né sanngirni í annarri niður-
stöðu.
VII
Á SÍÐUSTU árum höfum við sóst eftir því að gera
línur skýrari og skarpari á milli viðskiptalífs og stjórn-
málalífs. Sumir telja að með því hafi valdið verið flutt
frá fulltrúum fólksins yfir til þeirra sem mestu fjár-
magni ráða á hverjum tíma. Slíkir geti haft mikið vald
en búi á hinn bóginn ekki við sama aga og aðhald og
stjórnmálamennirnir, sem eru daglega undir smásjá
fjölmiðla og andófi andstæðinga og búa við ótraust um-
boð. Í þessu er vissulega falið sannleikskorn og jafnvel
fleiri en eitt. En þeir sem leggja mest upp úr þessari
gagnrýni eru ef til vill of fljótir að gleyma. Forysta og
forræði stjórnmálamanna á sjóðum og fjármálastofn-
unum var löngum talin uppspretta spillingar og vald-
níðslu af versta tagi. Slík dæmi eru mýmörg, bæði stór
og smá, þótt margt hafi einnig verið ýkt og úr lagi fært
og flestir stjórnmálamenn hafi farið með vald sitt af
samviskusemi og trúnaði og virðingu fyrir sínum um-
bjóðendum. Og verstu dæmin hurfu með tilkomu verð-
tryggingar og hjöðnun verðbólgu, þegar fengið lán var
ekki lengur fjársjóðsígildi. En ábendingar um vald-
níðslu peningaafla og sannanlega brokkgengt siðferði
sumra í heimi viðskiptanna á ekki að kalla á söknuð eft-
ir kerfi liðins tíma. Það var úr sér gengið og óhollt fyrir
efnahagslífið og iðulega hemill á framþróun og framfar-
ir. Við eigum að bæta hinn frjálsa markað og gera til
hans réttlátar kröfur og hafa vakandi auga með þeim
sem kunna að misnota stöðu sína þar, án þess að láta
hrekjast í að vefja hann í viðjar reglugerðafargans og
ofureftirlits. Reglurnar sem við eigum að búa honum
eiga að vera sem fæstar, sem skýrastar og umfram allt
gagnsæjar og ekki fallnar til mismununar. Það er betra
að hafa fáar reglur, skýrar og glöggar, og fylgja þeim
eftir af festu en margar reglur, óljósar, grautarlegar,
ógagnsæjar og tvíræðar og þar með upplagðar fyrir
undanskot en ómögulegar til eðlilegs eftirlits.
En mest er um vert að markaðurinn læri sjálfur að
hollast er til lengdar að búa við þau lögmál ein sem
heiðvirðum mönnum ættu að vera í blóð borin. Og sem
betur fer er yfirgnæfandi fjöldi forystumanna í við-
skiptalífi þjóðarinnar þeirrar gerðar, þótt ein og ein
undantekning kunni á stundum að stinga í augun og
skekkja heildarmyndina.
VIII
UMRÆÐAN um ókosti og ágæti svonefnds veiði-
leyfagjalds var yfirþyrmandi á síðasta áratug. Hún var
stundum á undarlegasta plani, vafin inn í vanþekkingu,
útbíuð í áróðri og slengt fram í slagorðastíl. Virtist
þessu aldrei ætla að linna og þekkingin og skilningurinn
virtist verða veikari við vaxandi umræðu. Að lokum
náðu menn þó saman um að láta skoða málið af yfirveg-
un og festu. Þeir sem til þess voru fengnir höfðu mjög
ólíkar forsendur í sínu farteski. En það breytti því ekki
að það tókst að greina deiluefnið á málefnalegan hátt og
sigta mesta bullið burtu. Og það sem meira var, það
fékkst niðurstaða í formi sanngjarnrar sáttargjörðar.
Og þótt sumum líki það ekki er bersýnilega furðu góð
eining um þá niðurstöðu. Því er þetta mál nú nefnt til
sögu að oft er rætt um Evrópumál undir áþekkum for-
merkjum og var þegar veiðileyfagjaldsumræðan var
sem vitlausust. Spurningin er þessi: Treysta menn sér
til að sameinast um að setja niður þverpólitíska nefnd,
skipaða mönnum sem nálgast efnið frá mismunandi for-
sendum, en hafa þó burði til að rífa sig frá mesta rugl-
inu sem nú einkennir umræðuna? Einhverjir munu
sjálfsagt setja sig upp á móti svona hugmynd vegna
þess eins að viss hætta er á að nefnd af þessu tagi gæti
átt það til að ná árangri. Spor veiðileyfagjaldsnefnd-
arinnar kynnu helst að hræða þá sem umræðuna stunda
hennar vegna en ekki málefnisins.
Sjálfsagt eru þeir til, úr báðum skotgröfum, sem vilja
ekki að púðurreykurinn nái að setjast svo menn sjái út
úr augum. Slíkir fengu ekki að ráða för í fyrrnefnda
málinu og hví ættu þeir að ráða för í svo alvarlegu deilu-
máli sem Evrópusambandsmálið svo sannarlega er?
IX
VIÐ SEM hrærumst í stjórnmálaumræðum gleymum
okkur stundum og látum eins og ekkert annað skipti
máli. Sem betur fer telur stærstur hluti þjóðarinnar sig
lengstum hafa um þýðingarmeiri mál að hugsa en dæg-
urumræðu stjórnmálamanna, þar sem orð eins og
„neyðarástand“ er iðulega notað um allt stórt og smátt,
sem aflaga fer. Óðaverðbólga orðagjálfursins er fyrir
löngu búin að gera stærstu orð að merkingardvergum.
Allt er þetta til þess fallið að draga úr virðingu og
trausti á stjórnmálamönnum. Stjórnmálamenn geta
sjálfsagt furðu lengi lifað við virðingu í lægri kantinum,
en nokkurs trausts verða þeir þó væntanlega að njóta
lengstum, ef þeir eiga að endast. Gömlum borgarstjóra
þykir takmörkuð skemmtun að horfa á þá upplausn-
arorgíu sem undanfarið hefur gengið á í sjálfri höfuð-
borginni. Þar á bæ virðast menn telja að sjálfstraust sé
ígildi og jafnvel mikilvægara en annarra manna traust
og vera sannfærðir um að orðheldni, trúnaður og sann-
sögli séu úr sér gengið glingur, sem eigi að umgangast
sem slíkt. Orðaglossar og óviðfelldið glamur yfir-
skyggðu alla umræðuna. Það var ljót sjón lítil.
X
SÓLIN ER nú lögð í sína árvissu sigurgöngu gegn
skammdeginu. Hvað boðar hún blessunin? Örugglega
birtu og yl, en annað er óljóst og vakir í vonum okkar.
Og víst er það rétt sem vitur maður sagði að ekki skipt-
ir mestu það sem á okkur kann að dynja heldur hitt
hvernig við bregðumst við því. Hvaða mann við höfum
að geyma þegar á reynir.
En hvað sem þessum sannindum líður fer ekki á milli
mála að við höfum góðar og gildar ástæður til bjartsýni
Íslendingar er við göngum á vit nýs árs.
Við skulum horfa til þess með augum skáldbóndans
frá Kirkjubóli:
Koma munu sóldagar sælir og glaðir
til sögunnar enn,
bregða sínum svip yfir búmannaraðir
og bjartsýnismenn.
Ég þakka ykkur löndum mínum samfylgdina á liðnu
ári og óska þess að hið nýja ár megi verða landi og þjóð
gifturíkt og heilladrjúgt.
forsætisráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins
VIÐ
ÁRAMÓT