Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 23
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 23 ÞAÐ var mikið fjör á jólaballi sem Hetjurnar, félag langveikra barna á Ak- ureyri, efndu til á sunnudag. Fjölmargir voru þar mættir og stemmningin eins og best gerist á slíkum jólaböllum. Að sjálfsögðu kom jólasveinn í heimsókn og gladdi börnin með nærveru sinni. Ljósmynd/Rut Sverrisdóttir Jólasveinninn heimsótti Hetjurnar, eins og vera ber á jólaballi. Hetjur á jólaballi KOMIÐ hefur fram sú hugmynd að stofna sérstaka húsverndar- deild innan Minjasafnsins á Ak- ureyri og einnig fornleifadeild í nánu samráði við minjavörð Norðurlands eystra. Þetta kem- ur fram í úttekt á safnamálum í Eyjafirði, sem Sögusmiðjan vann fyrir Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Eitt af því sem sérkennir Ak- ureyri er mikill fjöldi gamalla húsa sem prýðir bæinn, segir í skýrslunni. Víða eru heildstæðar þyrpingar slíkra húsa. Má full- yrða að staðurinn sé einstæður á landsvísu að þessu leyti og því liggur mikið við að varðveitt séu og vernduð sem flest af þeim húsum sem byggð eru um og fyrir aldamótin 1900. Skýrslu- höfundar mæla sérstaklega með því að þessi hugmynd um hús- verndardeild verði skoðuð ofan í kjölinn. Slík deild myndi starfa í nánu samráði við forstöðumann Húsa- friðunarnefndar og væri kjörinn vettvangur til að miðla þekkingu á aðferðum og vinnubrögðum við uppgerð og viðhald gamalla húsa til komandi kynslóða. Einnig muni þetta styrkja þátttöku Minjasafnsins í hinum ýmsu verkefnum. Fornleifadeild innan Minja- safnsins gæti tekið að sér að sinna lögbundnum verkefnum á sviði fornleifaskráningar og rannsókna fyrir sveitarfélögin við Eyjafjörð, auk þess að ein- beita sé að rannsóknarverkefn- um að Gásum. Minjasafnið á Akureyri er stærsta safnið í Eyjafirði og gegnir forystuhlutverki á sviði safnamála og sýningarhalds. Safnið var stofnað 1962 og að því stóðu Kaupfélag Eyfirðinga, Ak- ureyrarbær og Héraðsnefnd Eyjafjarðar. Árið 1999 var safnið gert að sjálfseignarstofnun sem rekin er af Héraðsnefnd og öll sveitar- félög í Eyjafirði eru aðilar að. Safnið hefur verið í sama hús- næði frá upphafi, Kirkjuhvoli við Aðalstræti á Akureyri. Fjölga þarf gestum um helming á næstu 5 árum Fram kemur í úttekt Sögu- smiðjunnar að aðsókn að sýn- ingum Minjasafnsins mætti gjarnan vera meiri, miðað við gæði sýninganna og fjölda ferða- manna sem fer um Akureyri, sem áætlaður er 150 þúsund á ári. Menn vildu gjarnan sjá tölur eins og 15 þúsund gesti á ári í stað 5–8 þúsund. Vinna þarf að breytingu á þessu með öllum til- tækum ráðum á næstu árin og setja stefnuna á að hækka gesta- fjöldann upp í 15 þúsund á næstu 5 árum, segir ennfremur í skýrslunni. Skýringarnar á því að Minja- safnið er ekki jafn fjölsótt og það ætti að vera liggja að nokkru leyti í staðsetningu þess en húsið er talsvert langt frá miðbænum og falið í trjánum í Minjasafnsgarðinum fyrir fram- an húsið. Með markvissri markaðssetn- ingu á safninu ætti að vera hægt að breyta þessu, að mati skýrsluhöfunda. Minjasafnið á Akureyri Hugmyndir um tvær nýjar deildir Árlegt Nýárstrimm verður í Kjarnaskógi á morgun, nýársdag. Það hefst kl. 9 og stendur til kl. 20 um kvöldið. Nýárstrimm hefur verið haldið í Kjarnaskógi síðastliðin 20 ár og stendur jafnan yfir allan daginn. Síðast tóku um 270 manns þátt í trimminu, en fólk sem gengur eða hleypur sér til heilsubótar í skóg- inum er beðið um að skrifa nafn sitt í gestabók sem liggur frammi í Kjarnakoti. Oft hefur fólk brugðið undir sig gönguskíðum í Nýárs- trimminu en slíku verður ekki að heilsa nú, þegar jörð er marauð. Á MORGUN Árlegt nýársskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið á morgun, nýársdag, og hefst það kl. 14. Þátt- taka er öllum opin. Jón Garðar Viðarsson sneri heim til Akureyrar nú um hátíðarnar og tókst að fagna sigri á Jólaskákmóti Akureyrar eftir mjög jafna og spennandi keppni. Þeir Jón og Guð- mundur Gíslason urðu jafnir og efst- ir í mótinu með 13,5 vinninga úr 16 skákum en þriðji varð Halldór Brynjar Halldórsson með 13 vinn- inga. KYNDILGANGA var farin á vegum Norðurlandsdeildar Samtaka her- stöðvaandstæðinga á Þorláksmessu- kvöld og var þátttaka góð að því er fram kemur í frétt frá deildinni. Að friðargöngu lokinni var efnt til fund- ar gegn stríði þar sem flutt var ávarp, ljóð lesin og lög flutt. Í ályktun frá fundinum er lýst ein- dreginni andstöðu „við árásarstríð það gegn Írak sem nú er í uppsigl- ingu undir forystu Bandaríkjanna“ eins og þar segir. Stefnubreytingum hjá NATO síðustu misseri er einnig mótmælt, þar sem bandalagið sé að breytast í árásarbandalag sem leyfi sér að standa í stríðsrekstri utan síns hefðbundna svæðis. „Ennfremur lýsir fundurinn fullkominni andstöðu við aðild Íslands að hinum áformaða stríðsrekstri með loftflutningum eða á nokkurn annan hátt.“ Mótmæla árásarstríði DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir var í gær kjörin íþróttamaður Akureyr- ar 2002. Niðurstaðan var tilkynnt í árlegu hófi Íþróttabandalags Ak- ureyrar, þar sem m.a. allir Íslands- meistarar bæjarins á árinu eru heiðraðir, en að þessu sinni urðu alls 239 Akureyringar Íslands- meistarar í 83 íþróttagreinum. Fimm efstu í kjörinu eru í réttri röð á myndinni, frá vinstri: Dagný Linda varð Íslandsmeistari bæði í svigi og stórsvigi á síðasta vetri, og keppti á Ólympíuleikunum í Salt Lake City. Annar í kjörinu í gær varð Sigurpáll Geir Sveinsson, Golf- klúbbi Akureyrar, en hann varð Ís- landsmeistari í golfi. Þriðji var Ein- ar Birgisson, Bílaklúbbi Akureyrar, sem varð Íslandsmeistari í kvart- mílu, fjórða Sigrún Benediktsdóttir úr Sundfélaginu Óðni, sem m.a. varð í fjórða sæti á Norðurlanda- móti, og fimmta Ásta Árnadóttir knattspyrnukona úr Þór, sem m.a. lék með landsliði 21 árs og yngri. Í hófinu í gær voru þrír íþrótta- frömuðir heiðraðir sérstaklega fyr- ir óeigingjörn störf að íþrótta-, æskulýðs- og félagsmálum; þeir Stefán Gunnlaugsson, KA, Þór Val- týsson, Skákfélagi Akureyrar, og Aðalsteinn Sigurgeirsson, Þór. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dagný Linda íþróttamaður Akureyrar Alltaf á þriðjudögum ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.