Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
B
urtfluttur frá Siglu-
firði lifi ég engin
áramót svo að ég
sjái ekki fyrir mér
ártalið í hlíðinni fyr-
ir ofan bæinn og ljósaröðina á
brún Hvanneyrarskálar.
Það voru starfsmenn SR; Síld-
arverksmiðja ríkisins, sem 1947
byrjuðu með kyndlana á Hvann-
eyrarskálarbrún um áramót.
Þessu héldu þeir fram í ein
þrjú ár, en þá tók skíðafélagið;
Skíðaborg, við.
Bjarni Þorgeirsson mál-
arameistari hefur til þessa tekið
þátt í áramótalýsingunni 52
sinnum. Hann segist hafa farið
að bera upp kyndla, 10, 11 ára
gutti. Þetta var gríðarlegt puð.
Kyndlarnir voru gerðir úr hampi
og striga og síðan olíuvættir og
það var ekk-
ert rosalega
gaman að
koma heim til
mömmu á eft-
ir, allur ang-
andi og út-
vættur í olíu!
En alltaf hefur Bjarni farið upp
aftur. Hann segir, að í hópnum
hafi aldrei verið færri en 20 til
30 menn.
Mikil breyting varð í kring
um 1960, þegar ljósin voru raf-
vædd og nú eru þau sett upp í
lok desember og lifa fram yfir
þrettándann. Meðan kyndlarnir
voru var fjöldi þeirra á Skál-
arbrúninni miðaður við ártalið;
56, þegar 1956 gekk í garð
o.s.frv, en þegar rafmagnið kom
til, urðu ljósin fljótt 70 og fylla
nú hundraðið.
En það er ekki einasta að ára-
mótum sé fagnað með ljósaröð á
Skálarbrúninni, heldur loga ár-
töl líka í hlíðinni þar fyrir neð-
an.
Fyrst logaði þar aðeins nafn
hins nýja árs, en eftir að raf-
magnið kom til sögunnar fær
gamla árið líka að loga um sinn
og svo er handhægt að breyta
aftasta tölustafnum, þegar nýtt
ár gengur í garð.
Það voru samt ekki skíða-
félagsmenn, sem byrjuðu með
ártalið. Ragnar Páll Einarsson,
listmálari, hefur lýst tilorðningu
þess í Hellunni; nóv./des.-blaði
1991. Hann segir, að nokkrir
strákar; 14 ára nemar í 1. bekk
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar á
kirkjuloftinu, hafi hitzt á gaml-
ársdag 1952 og farið að ræða
saman um að gera eitthvað nýtt
og spennandi um kvöldið. Ein
hugmyndin var að setja upp log-
andi ártal í fjallið, gert þannig
að raða saman mörgum blysum.
Á endanum var klukkan orðin
fjögur og þeir aðeins þrír eftir,
sem trúðu á logandi ártal; auk
Ragnars Páls þeir Ágúst
Björnsson og Guðmundur
Steinsson.
En þremenningunum féllust
ekki hendur, heldur hófu þeir
strax blysaframleiðslu í kjall-
aranum hjá ömmu og afa Ragn-
ars Páls: „Spýtur voru klofnar
niður með öxi í hæfileg prik og
gamlir strigapokar undan kol-
um, sem Björn keyrari hafði
komið með um árið, voru ristir í
ræmur. Striganum var svo vafið
um efri enda prikanna og fest
með nöglum, sem reknir voru í
gegn um vafning og prik. Á
Bankahorninu gómuðum við ol-
íubílinn og Gústi Guðna fyllti
alla brúsa frítt. Blysin voru
gegnbleytt í olíu, raðað öllum 35
að tölu í strigapoka og sett á
sleða ásamt stóra olíubrúsanum
hans afa stútfullum.“
Eftir kvöldmat héldu fé-
lagarnir með sleðann upp með
kirkjugarðinum og áfram til
fjalls og sunnan og neðan stóra
Gimbraklettsins röðuðu þeir
blysunum í ártalið 1953.
Þegar nýja árið var gengið í
garð og slokknað á blysunum
hlupu þremenningarnir niður
hlíðina, „ataðir sóti og olíu, eink-
um Ágúst. Þegar hann kom
heim til sín, bullaði olían upp úr
gúmmískónum.
Nýársdagur rann upp og Rík-
isútvarpið sagði frá logandi ár-
talinu í fréttum.“
Næstu þrenn áramót höfðu
þeir forystu um að setja ártalið í
fjallið, en þá voru hendurnar
fleiri og kyndlarnir líka; 80 tals-
ins og fluttir upp í fjallið daginn
fyrir gamlársdag.
„Að fara eldi um ártalið 1957
var lokaþáttur okkar í þessari
skrautsýningu áramótanna. Um
kvöldið skokkaði strákahópurinn
sporléttur upp í fjallið með eld-
færi, íkveikjublys og flugelda.
Við ártalið var hver á sínum
stað, hver með sitt hlutverk og
eftirvæntingin skein úr andlit-
unum. Siglufjörður var eins og
glæsilegt leiksvið, umgirt hvít-
um fjallatindum. Ljósin í bæn-
um slógu rauðum bjarma upp
um hlíðarnar. Tunglið á bak við
bláfölar skýjaslæður sló silfri á
snævi þakta tindana. Sjórinn var
eins og dimmblár spegill.
Nú var flugeldunum skotið
upp, skáhallt í áttina að bænum.
Fjórir strákanna stóðu viðbúnir
með logandi handblys hver við
sinn tölustaf. Þeir tendruðu ljós-
in öruggir og taktfastir á áttatíu
kyndlum. Þannig skrifaðist nýja
ártalið 1957 í fjallið með eld-
skrift. Rauðir logar kyndlanna
dönsuðu með flöktandi bjarma,
lifandi ljós með sál, logandi ár-
tal.
Með glampa í augum hljóp
strákahópurinn niður fjallshlíð-
ina og söng: Bregðum blysum á
loft …
Áramótahringingin hljómaði
frá kirkjuturninum út í nýárs-
nóttina.“
Ártal þeirra félaga undir
Gimbraklettinum og blys Skíða-
félagsins á Skálarbrún voru
gleðilegt sjónarspil. Þegar þeir
félagar hættu með ártalið, tók
Skíðafélagið það upp á sína
arma, flutti það í hlíðina undir
Hvanneyrarskál og þar hafa log-
að saman hlíð og brún um hver
áramót síðan.
Bjarni Þorgeirsson var löngu
farinn að sjá stráka í fjallinu,
sem hann gat sagt við, að hann
myndi eftir pöbbum þeirra og
öfum með kyndlana. Þegar ég
spurði hann af hverju hann væri
að standa í því að kveikja Sigl-
firðingum ljós, áramót eftir ára-
mót, sagði hann glaðbeittur:
Meira ljós og meira gaman.
Í þeirri von, að sérhvert okk-
ar megi eignast meira ljós og
meira gaman, óska ég öllum far-
sældar og friðar á nýju ári.
Nú árið
er liðið
Í tilefni áramóta er hér fjallað um blys
og kyndla í siglfirzkum fjöllum, sem enn
þann dag í dag standa burtfluttum Sigl-
firðingi ljóslifandi fyrir hugskotssjónum.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn
@mbl.is
ÉG fékk frí frá óþolandi aðventu-
ófriði sem tröllríður gjörvöllu Ís-
landi. Ég fékk einnig frí frá innri
átökum sem skaprauna, sér í lagi á
þessum tíma, vegna vaxandi
óánægju með yfirdrepsskap lærðra
sem leikra, innan og utan kirkjunn-
ar. Hvílík frelsun að vera fjarri sí-
bylju andlega lamandi, hrútleiðin-
legra jólaslagara allt um kring.
Jafnvel er klæmst á jólasálmum
daginn út og inn, vikum saman. Hví-
lík frelsun frá hálfvitalegum auglýs-
ingum um það sem allir verða að fá í
jólagjöf – verða að kaupa, bæta og
laga til að eiga líkur á jólahamingju!
Hvílík frelsun að þurfa ekki að hlýða
á innantóm orð flestra kirkjunnar
manna – gamlar tuggur um gleði og
frið. Jólin eru hátíð gleðinnar, segir
biskup. Hefði betur sagt: Jólin ættu
að vera hátíð gleðinnar en eru það
ekki hjá mörgum.
Að æra óstöðugan
Vegna linnulauss söluáróðurs trúa
mörg börn ekki á neitt utan búðajól,
dótajól, matar- og maltölsjól. Þeim
er enda frá blautu barnsbeini inn-
rætt að gleði jólanna sé að finna í
ýmsum ytri táknum, alls kyns ætu
og óætu; jólagleðin fáist keypt í búð-
um. Kling, klang, peningahljóð í
kassa. Kling, klang, kallað er til tíða.
Jólagleði verður ekki keypt eða
seld. Þeir sem búa yfir mannkær-
leika, sjálfstrausti og innra friði öðl-
ast jólagleði.
Og brátt skella á sprengjuauglýs-
ingar. Þær ergja enn frekar nú en
áður að nýloknu einu mesta spreng-
ingaári síðari tíma þar sem varnar-
lausu fólki hefur verið fórnað á altari
skilningsleysis og mannlegrar heift-
ar. Rígfullorðnir íslenskir karlar
verða um áramót eins og smá-
krimmar sem birgja sig upp með
skotfæri fyrir tugi eða hundruð þús-
unda króna til að fá sprengjuútrás,
að sjá eitthvað splundrast í loft upp
með ærlegum hvelli.
Kirkjan setur
fyrir blinda augað
Mig ergir þó einna mest hin svo
kallaða kristna kirkja sem dansar að
mestu með í djamminu – það verður
allt að vera svo mikið dúndur og æði!
Kirkjan hér líkt og víðast um lönd er
komin langt frá uppruna sínum, hin-
um kristna boðskap látleysis og þess
að ganga meðal hinna smáu og
smáðu. Kristin kirkja viðheldur
prjáli sínu og ókristilegri dýrkun á
dauðum hlutum, skartklæðum og
ytri táknum. Kirkjan situr sem fast-
ast á eigin auði í stað þess að kasta
góssinu frá sér í anda Jesú frá
Nasaret, og gefa andvirði þess fá-
tækum. Um jólin setja kirkjunnar
þjónar flestir á lygilega firrtar,
gamlar klisjuræður um gleði og frið,
þrátt fyrir hið ægilega ástand í
heimi spillingar, klámbylgju, man-
sals og almenns siðleysis. Betlehem
hefur ekki verið unnt að heimsækja
árum saman vegna stöðugra mann-
víga þar. Kirkjan setur þannig lepp
fyrir blinda augað eins og flestir og
gerist samsek um afneitun stað-
reynda. Einungis örfáir hér heima
viðurkenna það siðleysi sem felst í
fátækt á Íslandi, einu ríkasta landi
heims. Opinberir aðilar, kirkjan og
almenningur sem ganga fyrir hvers
manns dyr að safna fé handa hungr-
uðum, fjarlægum heimi, sannarlega
þarft framtak, gera ekki slíkt hið
sama opinberlega fyrir fátæka Ís-
lendinga. Það ergir mig ómælt að
ráðamenn sem ættu að ganga á und-
an í góðum siðum skuli ekki þora að
taka á málum hér heima af röggsemi
og kippa t.d. lægstu launum og
tryggingagreiðslum í mannsæmandi
horf en hækka eigin laun um 7%.
Siðlaust hátterni. Sjálfsagt munu
þeir hinir sömu ekki taka á þessum
málum, því um leið yrðu ráðamenn
að taka á sig hluta ábyrgðar á
ástandinu. Ekki aldeilis þeim að
kenna að svo margir lifa við sult-
armörk á meðan einstaka „fram-
kvæmdamenn“ fá auðinn í hafinu
„gratís„ eða kaupa upp Ísland, fjöll
og firnindi, jarðir, náttúruvætti,
firði, eyjar, auk heldur bankana okk-
ar og auðvitað verslanakeðjur hér og
þar um heiminn. Þessir nokkru
moldríku Íslendingar lifa í öðrum
heimi en við hin. Fæstir spyrja: Á
hvaða braski græddu mennirnir allt
þetta fé, er það vel eða illa fengið?
Að lokum. Óskandi væri að sam-
hugur og samhjálp hér innan lands
eflist á nýju ári. Í þeirri von óska ég
lesendum alls góðs á nýju ári.
Hvarf andi jólanna?
Eftir Elínu G.
Ólafsdóttur
„Jólagleði
verður ekki
keypt eða
seld.“
Höfundur er kennari.
VONANDI getum við flest glaðst
um áramótin þó ekki væri nema yfir
því að enn eitt árið er liðið í aldanna
skaut. Að vera samtaka um að telja
út gamla árið og sjá það næsta ganga
í garð er heldur ekki sjálfgefið og
andartakið sem við upplifum þegar
kirkjuklukkur landsins hringja á
miðnætti er blandið trega og sorg,
gleði og eftirvæntingu, allt í senn.
Þessi magnaða stund er okkur mik-
ilvæg til að geta tekist á við verkefni
morgundagsins, eitt andartak, stilla
úrið upp á nýtt og hefja lífsbaráttuna
á nýjan leik – ferskari.
Ekki upplifa allir þessi tímamót
með sama hætti og mismunandi
væntingar ráðast af bakgrunni okk-
ar og uppeldi. Þrátt fyrir mikið haf-
arí og veisluhöld eru þó flest okkar
til fyrirmyndar og tímamótin skilja
eftir góðar minningar í huga okkar.
En skugga getur borið á í vissum til-
fellum.
Áramótafagnaðurinn breyttist hér
áður í hefðbundið íslenskt sveitaball
með viðeigandi útúrsnúningum um
aldursmörk, boð og bönn. Mörg okk-
ar, sem erum á miðjum aldri, könn-
umst við þessa undanlátssemi sem
með einhverju móti læddist inn með
tíðarandanum og gerði okkur sam-
dauna þeim hugsunarhætti að sleppa
nú fram af okkur beislinu og láta
vaða; það eru jú áramót!
En tímar breytast og við sem ölum
nú upp næstu kynslóð vitum betur
en svo að unglingarnir okkar fái að
valsa um eftirlitslaus á nýársnótt.
Margir hafa tekið höndum saman á
síðustu misserum og vakið athygli
okkar á ábyrgð foreldra þegar kem-
ur að útvistarreglum, áfengisneyslu
og partíhaldi. Langflestir unglingar
eru til fyrirmyndar í þessu tilliti og
eignast sínar bestu bernskuminning-
ar um gleðirík áramót. Fyrirmynd
þeirra í þeim efnum erum við for-
eldrarnir og nú reynir á að vera ung-
lingunum góð fyrirmynd – einnig um
þessi áramót!
Unglingum góð fyrirmynd
Eftir Guðna R.
Björnsson
„Langflestir
unglingar
eru til fyr-
irmyndar í
þessu tilliti
og eignast sínar bestu
bernskuminningar um
gleðirík áramót.“
Höfundur er verkefnastjóri
hjá FRÆ.
ÞAÐ vekur ugg og vanlíðan að
heyra í núverandi ástsælum borgar-
stjóra höfuðborgarinnar. Er ástand-
ið virkilega svona slæmt? Aumingja
Reykjavíkurborg! Það eru allir
vondir við höfuðborgina okkar! Hef-
ur eitthvað mistekist?
Það er sko ekki allt meinhægt í
höfuðborginni.
Ó, nei.
Ástandið er svo svart, að borgar-
stjórinn sjálf þarf að fara inn á Al-
þingi til að passa höfuðborgina okk-
ar! Ofsóknirnar á hendur
höfuðborginni og hvernig hún er
hlunnfarin er svo heiftarlegt, að
bestu börn borgarinnar verða að
fórna sér til að sitja við Austurvöll og
gæta hagsmuna vesalinganna, sem
Reykjavík búa. Það hlýtur allt að
vera að fara til óvina jólanna, ljóssins
liðhlaupa, fyrst svona er komið.
Já, já, auðvitað hjálpum við ykkur.
Við erum vel aflögufær eftir ofrausn
síðustu ára. Nú síðast gáfum við ykk-
ur eftir alla þessa þingmenn og það
hlýtur að koma sér vel. Stuttbuxna-
lið allra flokka er nú himinsælt. Allir
eru að verða þingmenn og syngja
hátt með borgarstjóra í vælukórn-
um. Mikið skelfing virðist lífið vera
erfitt. Þrátt fyrir að stofna eigi öll
þessu litlu sætu þekkingarþorp til að
taka við öllum litlu velgefnu börn-
unum af landsbyggðinni, þá er allt í
steik! Hvar er glansmyndin okkar?
En ekki koma til
okkar, „plíííís“!!!
Ef ástandið er svona svart hjá
ykkur, þá vinsamlegast látið okkur í
friði. Við höfum elskað ykkur og dáð,
klætt og fætt og fóðrað. Komið
reglulega til ykkar með kvótaaura
okkar og sparifé allt. Við höfum gefið
einbýlishús okkar og góðar íbúðir til
að fá að búa í nágrenni við ykkur.
Að vísu í kjallaraholum og ósam-
þykktum hálfbyggðum íbúðum. En
allt vegna þess að við trúðum. Við
trúðum því, að þið væruð á þröskuldi
Paradísar og við, kolbítar nútímans,
værum aðeins landsbyggðarvælarar
og okkar æðsti draumur var að þið
tækjuð við börnum okkar og leyfðuð
þeim að búa hjá ykkur í þekkingar-
þorpunum fallegu.
Ó, ó og æ, æ, svo er þetta allt bara
blekking!! Hver á að kyssa á bágtið?
Er Reykjavík rjúkandi rúst?
Eftir Sigurjón
Benediktsson
„Þar kveina
menn og
kvarta, og
bjóða bara
fram þing-
menn!“
Höfundur er tannlæknir á Húsavík.