Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segist treysta Þórólfi Árnasyni full- komlega fyrir stöðu borgarstjóra en segir jafnframt að framsókn- armenn hefðu getað hugsað sér aðra niðurstöðu en að ópólitískur aðili settist í stól borgarstjóra. „Við töldum að það yrði að leysa málið strax. Við teljum að þarna sé um mjög hæfan einstakling að ræða sem við treystum fullkomlega fyrir þessu verkefni.“ Margir telja að það sé ekki góð reynsla af því að hafa ópólitískan borgarstjóra og benda á reynsluna af meirihlutanum sem var við völd á árunum 1978–1982? „Ég tel að menn geti ekki sífellt verið að líta til baka í þessu sam- bandi, heldur ættu fyrst og fremst að horfa fram á við. Þó að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir kæmi úr stjórnmálum var hún oddviti allra flokkanna sem standa að R-list- anum. Hér er einnig um ein- stakling að ræða sem kemur inn sem fulltrúi allra flokkanna og hans verkefni er að samræma sjón- armið og leysa hinn daglegu mál.“ Halldór segir meirihlutaviðræður við Sjálfstæðisflokk ekki hafa verið komnar í gang. „Við litum á það sem okkar aðalviðfangsefni að fá það á hreint hvort þessir flokkar gætu starfað saman. Ef það hefði ekki tekist væri komin upp ný staða sem yrði að taka á. Við litum á það sem okkar skyldu, sem von- andi aðrir gerðu líka, að leysa þá úr því með einhverjum hætti en á það reyndi ekki.“ Halldór segir Ingibjörgu sjálfa hafa tekið þá ákvörðun að vinna með Samfylkingunni af fullum krafti og því ekki við aðra að sak- ast hvernig fór. „Það var hennar ákvörðun en ekki okkar. Mér finnst að hún og Samfylkingin verði fyrst og fremst að líta í eigin barm. Eftir að þingframboð kom upp litum við á málið sem hvert annað viðfangsefni sem yrði að leysa úr. Ég tel að framsókn- armenn hafi lagt sig fram um að finna lausn á málinu og að það sé ekki síst vegna þeirrar vinnu sem hún fékkst.“ Halldór segir R-listann hafa all- ar forsendur til þess að starfa áfram. „Ef menn einbeita sér að framtíðinni og reyna að leggja hið liðna að baki þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu.“ Framsókn hefði getað hugsað sér aðra niðurstöðu „ÞAÐ er mér fagnaðarefni að óvissu um stjórn borgarinnar hafi verið eytt,“ segir Alfreð Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borg- arstjórn. Alfreð segir að framsóknarmenn hafi lagt hart að borgarstjóra að hún hætti við framboð sitt til Alþingis í vor og héldi áfram sem borgarstjóri. „Það var okkar fyrsta ósk, en við gerðum henni jafnframt grein fyrir því að ef hún ætlaði að halda sínu striki með það þýddi það óhjá- kvæmilega að hún yrði að stíga upp úr stóli borgarstjóra. Hún valdi þá leið. Hún valdi það sem hún kallar varamannssæti fyrir Samfylkinguna frekar en borgarstjórastólinn og það er hennar val. Ég hef skilning á því vegna þess að það hefur legið í loft- inu að hún ætlaði sér út í landsmálin. Ég hefði þó hennar vegna kosið að það hefði verið betur undirbúið en raun varð á.“ Fyrir helgi lögðu framsókn- armenn til að Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs á Reykjavíkurlist- anum, yrði borgarstjóri en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var því mótfallin og R-listinn kom sér síðan saman um mann utan borgarstjórnarflokks Reykjavíkurlistans. Alfreð segir að þegar litið sé til sveitarfélaga og bæjarfélaga á Íslandi sé algengara að framkvæmdastjóri sé sóttur utan kjörinna fulltrúa og því þurfi, í þessu sambandi, ekki að hafa áhyggjur af tímabilinu 1978 til 1982, þegar vinstri meirihlutinn í Reykjavík var með ópólitískan borgarstjóra. „Þótt reynslan frá 1978 til 1982 hefði mátt vera betri er ekkert sem segir að þessi leið geti ekki gengið upp.“ Spurður hvort R-listinn bjóði aft- ur fram í Reykjavík í næstu sveit- arstjórnarkosningum segir Alfreð: „Ég sé ekkert annað í spilunum eins og staðan er í dag.“ Samkvæmt samkomulagi flokk- anna sem standa að Reykjavíkurlist- anum er borgarstjóri formaður borgarráðs og formennska í borg- arstjórnarflokknum skiptist á milli flokkanna þriggja á kjörtímabilinu. Spurður hver verði talsmaður meiri- hlutans segir Alfreð að viðræður við Þórólf Árnason, verðandi borg- arstjóra, séu rétt að hefjast og þar sem hann taki ekki við fyrr en 1. febrúar sé góður tími til stefnu til að fara yfir skipan mála. „Ég held að það verði engin vandamál í því sam- bandi,“ segir hann og bætir við að hann eigi ekki von á neinum eft- irmálum vegna málsins því ekki sé ágreiningur um málefni. Alfreð Þorsteinsson Fagnaðar- efni að óvissu sé eytt „ÉG held að við höfum komið öll- um spekingum á óvart með því að ná saman um þetta og sverja til fóstbræðralags áfram,“ segir Stef- án Jón Hafstein, oddviti Samfylk- ingarinnar á Reykjavíkurlistanum, um fyrirhuguð borgarstjóraskipti og bendir á að ekki hafi verið rætt um sérstakan pólitískan talsmann Reykjavíkurlistans. „Mér finnst það hryggileg nið- urstaða að borgarstjóri skyldi þurfa að fara, „nauðug viljug“, eins og hún sagði, úr embætti sem hún hafði gegnt svo glæsilega í rúm átta ár og unnið þrjá stór- kostlega kosningasigra,“ segir Stefán Jón og bætir við að þar sem hann hafi persónulega átt það náið og gott samstarf við hana hafi verið erfitt persónulega og pólitískt að standi frammi fyrir orðnum hlut. Hins vegar hafi borgarstjóri sagt að þetta væri nauðsynlegt til að bjarga Reykja- víkurlistanum og því hafi orðið að taka þessa ákvörðun. „Hún sýndi þarna mikið stórlyndi og veglyndi eins og hennar var von og vísa.“ Stefán Jón segir að undanfarnir dagar hafi verið mjög erfiðir fyrir Reykjavíkurlistann og reynt hafi á þolrif allra. „Það sýndi sig, sér- staklega á lokasprettinum í gær [sunnudag], að menn vildu að þetta samstarf héldi. Það voru ekki veilur í þeim vilja og það boð- ar gott fyrir framhaldið. Það má segja að við höfum þó þennan gríðarlega styrk sem ég held að fáir stjórnmálaspekúlantar í land- inu hafi talið fyrir fjórum eða fimm dögum að við hefðum.“ Vinstri flokkarnir voru með ópólitískan borgarstjóra 1978 til 1982. Stefán Jón segir að það hafi ekki reynst vel vegna þess að meirihlutinn hafi ekki verið nógu samhentur og ekki kunnað á verk- lagið með framkvæmdastjóra. Fyrstu viðræður við verðandi borgarstjóra bendi hins vegar til að hægt verði að komast niður á verklag og vinnulag sem dugi. Ákveðna hluti þurfi samt að út- færa mjög vandlega. „Borgarstjóri talar fyrir hönd borgarinnar sem framkvæmdastjóri borgarinnar,“ segir Stefán Jón og bætir við að hann geri síðan ráð fyrir aukinni ábyrgð nefndarformanna á sínum málaflokkum, en það eigi eftir að útfæra nánar. „Það er ekki í píp- unum að skipa sérstakan pólitísk- an talsmann meirihlutans.“ Hann áréttar að breytt skipan kalli á enn nánara samstarf innan borg- arstjórnarflokksins og þekking og reynsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur muni nýtast vel enda verði hún áfram í borgarstjórn- arflokknum. Stefán Jón segir að áfram verði ákveðinni jafnræðisreglu fylgt varðandi skiptingu embætta en aðalatriðið í allri þessari umræðu hafi verið að bregðast ekki trausti kjósenda. „Ég veit ekkert um það,“ segir hann aðspurður hvort R-listinn bjóði fram í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum, „en við lofuðum fólkinu að stjórna út þetta kjörtímabil og það ætlum við að gera.“ Stefán Jón Hafstein Pólitískur talsmaður ekki í pípunum „ÉG er mjög feginn því að það náð- ist að lokum niðurstaða í þessi mál og að hún fól það í sér að Reykja- víkurlistinn lifir þetta af og verður áfram í meirihluta,“ segir Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs á Reykjavíkurlistanum, um ákvörðun R-listans varðandi borgarstjóra- skipti. Ýmislegt hefur gengið á innan Reykjavíkurlistans undanfarna daga og Árni Þór er ekki viss um hvort það hafi áhrif á samstarfið. „Ég veit það ekki. Það á eftir að koma í ljós. Okkur er öllum ljóst að það hefur reynt mikið á þolrifin í fólki og flokkum í þessum ágrein- ingi sem kom upp og það eru vissir brestir, bæði milli fólks og flokka, en það er okkar verkefni að takast á við það og reyna að berja það saman aftur,“ segir hann. „Þótt komi upp svona brestir þarf það ekki að hafa þau áhrif að menn geti ekki komið sér saman um áframhaldandi sam- starf í næstu kosningum.“ Framsóknarmenn stungu upp á Árna Þór sem borgarstjóra í stað Ingibjargar Sólrúnar en hún hafn- aði því. Árni Þór segir að það eigi ekki að hafa nein eftirmál. Fram- sóknarmenn hafi lagt fram tillögu þessa efnis vegna þess að megin- deilan hafi staðið milli þeirra og borgarstjóra og Samfylkingarinnar og því hafi það verið þeirra mat að það gæti verið málamiðlun að borg- arstjóri kæmi úr röðum VG. Hins vegar hefði borgarstjóra ekki fund- ist eðlilegt að fulltrúi annars hvors samstarfsflokks Samfylkingarinnar tæki við, burtséð frá því hvaða ein- staklingar ættu í hlut. „Það var hennar afstaða og mér finnst hún alveg skiljanleg.“ Árni Þór segist hafa fulla trú á því að Reykjavíkurlistanum takist að vinna sig út úr þeirri stöðu sem við blasi varðandi ráðningu á ópóli- tískum borgarstjóra. „Það er ekkert launungarmál að ég hafði vissar efa- semdir um að ráða ópólitískan borg- arstjóra og það á auðvitað eftir að fara betur yfir það en hvernig unnið verður úr því er hlutur sem við í hinni pólitísku forystu í meirihlut- anum þurfum að ræða við verðandi borgarstjóra og erum reyndar að- eins búin að gera nú þegar.“ Að sögn Árna Þórs verða næstu dagar nýttir með verðandi borg- arstjóra til að binda lausa enda. Í því sambandi nefnir hann að eftir eigi að taka ákvörðun um hvaða hlutverk formaður borgarráðs fái sem talsmaður og eins þurfi að skoða hvort það hafi áhrif á önnur embætti. Framhaldið að loknu kjör- tímabilinu verði síðan að koma í ljós. „Ég held að fyrst okkur tókst að komast í gegnum þetta og landa því sýni það að það sé töluvert líf í þessu kosningasamstarfi þannig að það ættu að vera allir möguleikar á því að halda því áfram.“ Árni Þór Sigurðsson R-listinn lifir þetta af Halldór Ásgrímsson „ÉG ER FYRST og fremst sáttur við að náðst hefur niðurstaða í málinu sem þýðir að samstarfið um R-listann heldur áfram eins og við lögðum áherslu á frá byrjun,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, um afsögn Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur sem borgarstjóra. Hann segist ekki sjá ástæðu til að ætla annað en að R-lista- samstarfið eigi sér framtíð þrátt fyrir þessar breytingar. „Mér finnst hafa gleymst í umræðunni að þarna er prýðilega fram- bærilegur hópur kjörinna borg- arfulltrúa til staðar. Ég treysti því ágæta fólki fullkomlega til að vinna úr þessum málum. Mér finnst hópurinn hafa vaxið í þess- um erfiðleikum, t.d. Árni Þór Sig- urðsson, sem hefur haldið ró sinni og komið fram með málefnalegum og yfirveguðum hætti og hefur þannig styrkt stöðu sína veru- lega.“ Steingrímur segist sáttur við þá niðurstöðu að ráða ópólitískan borgarstjóra úr því að samstaða gat orðið um það. Hann telur að í kjölfarið muni hið pólitíska for- ystuhlutverk færast meira yfir á herðar kjörinna forystumanna flokkanna. Hann segir ástæðulaust að óttast fordæmi um ópólitískan borgarstjóra frá fyrri tíð. „Af hverju ekki að horfa frekar á tugi ef ekki hundruð fordæma úr öðrum stórum sveitarfélögum en Reykjavík þar sem hvort tveggja hefur gengið ágætlega upp, þ.e. að ráða framkvæmdastjóra og kjósa pólitískan forystumann?“ Steingrímur undrast að Ingi- björg Sólrún skuli hafa látið að því liggja að forystumenn flokkanna á landsvísu ættu þátt í því hvernig fór og þrýst á flokksfélaga sína í borgarstjórn. „Mér finnst hún í fyrsta lagi gera með þeim hætti lítið úr félögum sínum í borg- arstjórnarflokknum, sem að sjálf- sögðu réðu sínum viðbrögðum. Ég hafna því alfarið að það hafi af okkar hálfu verið settur þrýst- ingur á þá. Ég hins vegar studdi við þeirra viðbrögð. Það er algjörlega útilokað fyrir Ingibjörgu Sólrúnu að ætla að kenna einhverjum öðrum um sínar ófarir í þessu máli. Hún hefur þar við engan annan en sig sjálfa að sakast. Það er auðvitað miður að sjá orðstír og trúverðugleika stjórnmálamanns verða fyrir jafn- miklu hnjaski. Það voru hún og Össur Skarphéðinsson sem hrundu þessari atburðarás af stað, þar með er þetta heimatilbúinn vandi hennar og Samfylkingarinnar, hennar eigið sjálfskaparvíti.“ Sjálfskap- arvíti Ingi- bjargar Steingrímur J. Sigfússon Morgunblaðið/Golli Mikið mæddi á borgarfulltrúunum Alfreð Þorsteinssyni og Stefáni Jóni Hafstein í Ráðhúsinu á sunnudaginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.