Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI 16 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLANDSSÍMI og Landssíminn bjóða nú upp á nýjan stjörnuspár- leik fyrir GSM-síma. Leikurinn, sem byggist á SMS-skilaboðum, er unn- inn í samvinnu Landmats og Gunn- laugs Guðmundssonar stjörnuspek- ings. Byggt er á gagnagrunni Gunnlaugs, sem er afrakstur tveggja ára þróunarvinnu. Land- mat og Gunnlaugur hafa samið við breska stórfyrirtækið Vodafone um að bjóða notendum þess upp á þjón- ustuna. Að sögn Gunnlaugs er leikurinn sérstakur að því leyti að hann veitir notandanum upplýsingar; stjörnu- spá, lýsingu á persónuleika og fleira, sem eigi aðeins við hann og þá sem fæddir eru sama dag og ár. „Aðrar upplýsingaveitur miða við stjörnumerki notandans, en hér stimplar notandinn inn fæðingarár sitt og -dag,“ segir hann. Leikurinn skiptist í fjóra flokka. Í fyrsta lagi er hægt að fá lýsingu á persónuleika. Í öðru lagi er hægt að biðja um daglega stjörnuspá og velja fyrir hvaða tímabil hún eigi að gilda. Í þriðja lagi er hægt að fá samskipta- og ástarkort, sem segir hve vel tveir einstaklingar eigi sam- an. Fjórði höfuðflokkurinn er spá um lukkudaga; þá daga sem líklegir eru til að vera góðir í hinum ýmsu flokkum, eins og ástarlífi, ferðalög- um, vinnu o.s.frv. Þjónustan í boði í Singapúr og hjá Vodafone Sveinn Baldursson, fram- kvæmdastjóri Landmats, segir að nú þegar bjóði breska fjarskiptafyr- irtækið Vodafone upp á þjónustuna, en lengst hefur hún verið í notkun í Singapúr, hjá þarlenda fyrirtækinu SingTel. Þá er verið að setja kerfið upp í Danmörku hjá fyrirtækinu Sonofon. Vodafone býður upp á stjörnuspárleikinn með SMS- og WAP-tækni, en alls eru við- skiptavinir Vodafone 65 milljónir talsins. Að sögn Sveins hefur gengið vel á báðum mörkuðum; í Bretlandi og Singapúr. Hann segir að notkun hafi aukist jafnt og þétt. „Tekjur okkar fara eftir notkun, en við ger- um samninga um að ákveðið hlutfall renni til okkar, oftast á bilinu 35– 70%, eftir aðstæðum og löndum,“ segir hann. Samvinna við Time Out Að sögn Gunnlaugs er Landmat í samvinnu við fjölmiðlafyrirtækið Time Out í Bretlandi, en stjörnu- spárþjónustan er markaðssett undir vörumerki þess. „Time Out mark- aðssetur fjórar afurðir okkar, „Time Out Eating and Drinking“, „Time Out Stars“, „Time Out Dat- ing“ og „Time Out European Breaks“. Við höfum náð kjölfestu í Bretlandi, þar sem viðskiptavinir Vodafone eru 13 milljónir talsins, en markhópur okkar er 65 milljóna notendahópur fyrirtækisins í Evr- ópu,“ segir hann. Sveinn segir að yfirbygging þjón- ustunnar sé afar lítil miðað við stærð markaðarins, en auk mark- aðs- og sölustarfsemi starfa tveir menn við þróun kerfisins. „Það er ljóst að framlegðin er afar mikil þegar þjónustan er loksins komin í gagnið, en fram að því er kostnað- urinn auðvitað miklu meiri en tekjur,“ segir hann. Selja beint og í gegnum endursöluaðila Að sögn Sveins leggur Landmat áherslu á að dreifa áhættunni. „Við viljum ekki vera með öll eggin í sömu körfu og gerum því hvort tveggja; seljum símafyrirtækjum þjónustuna beint og erum í sam- starfi við erlenda endursöluaðila.“ Landmat er með söluskrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi og Singa- púr. Til að fá þjónustuna í valmynd í farsíma hjá Landssímanum er hægt að fara á simi.is, velja „vit“ og síðan „stjörnuspeki“. Einnig er hægt að senda SMS í símanúmerið 1848 með textanum „vit_star_1“. Hjá Íslands- síma þarf að fara á islandssimi.is, skrá sig í „kjarnann“, „uppfæra gluggann“ og velja „stjörnuspá“. Skeytin eru misdýr og kosta á bilinu 9 til 29 krónur hjá fyrirtækjunum. Stjörnuspárleikur í farsíma Símans og Íslandssíma Vodafone býður viðskiptavinum þjónustu sem Gunnlaugur Guðmundsson og Landmat hönnuðu Reuters HLUTABRÉF í Kauphöll Íslands hækkuðu í verði á árinu en verð- lækkun varð á helstu mörkuðum er- lendis. Heildarvísitala aðallista hækkaði um 21,6% og Úrvalsvísi- talan hækkaði um 16,7%. Heildar- vísitala vaxtalista lækkaði hins veg- ar um 5,8%. Í meðfylgjandi töflu má sjá mestu lækkun og mestu hækkun einstakra hlutafélaga auk þess sem þar er að finna þróun vísitalna Kauphallar- innar. Sú vísitala sem hækkaði mest er vísitala lyfjagreinar, 55,6%, en minnst hækkun varð hjá hluta- bréfasjóðum og fjárfestingar- félögum, 1,8%.                                         !"#$% &        '( &) * $+, -        .  # &    $ # &      & (&  /)  0  #    122       #    ' 34 5 #                 Hækkun í Kauphöllinni VIÐSKIPTI með hlutabréf skráðra félaga hjá Kauphöll Íslands voru líf- leg á síðasta viðskiptadegi ársins í gær, eða alls um þrír milljarðar króna. Sparisjóðurinn í Keflavík seldi fjórar milljónir hluta í Kaupþingi banka hf. á genginu 130 krónur á hlut 27. desember síðastliðinn. Eftir þau viðskipti var beinn eignarhlutur sparisjóðsins í Kaupþingi 2,3% hlutafjár. Í gær jók Sparisjóður Keflavíkur svo aftur við hlut sinn í Kaupþingi þegar hann keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 129 krónur á hlut. Hlutur sjóðsins í Kaupþingi er nú tæp 3,5% eða um 964 milljónir króna að markaðsvirði. Íslenskir aðalverktakar keyptu í gær hlutafé í Kögun hf. á genginu 27,5 og er hlutur þeirra í félaginu orðinn 9,98% eða um 252 milljóna króna virði. Sjóvá selur í Eimskipum Tilkynnt var um það í gær að hlut- ur MP Verðbréfa hf. í Íslandssíma hf. hefði farið úr 5,2% í 1,7% sam- hliða lokuðu útboði sem lauk þann 27. desember. Þá minnkaði eignar- hlutur Heildunar hf. í Íslandssíma hf. einnig, fór úr 7,5% í 2,5%. Framkvæmdastjóri verslunar- sviðs AcoTæknivals, Bjarni Þorvarð- ur Ákason, seldi í gær 87% af hlut sínum í fyrirtækinu á genginu 0,80 krónur á hlut. Eignarhlutur Bjarna eftir söluna er tæpar tvær milljónir króna að nafnverði eða um 0,5% hlutafjár. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. seldu hlut í Hf. Eimskipafélagi Ís- lands að markaðsvirði um 138 millj- óna króna. Hlutur Sjóvár í Eim- skipafélaginu lækkaði lítillega, fór úr 10,75% í 10,30%. Lífleg viðskipti í Kaup- höllinni BANDARÍSKA Dow Jones-hluta- bréfavísitalan hefur nú lækkað um 17% frá síðustu áramótum en þetta er þriðja árið í röð sem vísitalan lækkar á milli ára. Slíkt hefur ekki gerst síðan kreppan mikla stóð yfir í Bandaríkjunum, en hún hófst árið 1929. Um áramót 1999–2000 var vísital- an í hámarki eða um 11.500 stig en hefur lækkað um hver áramót síðan, þrenn áramót í röð. Árið sem nú er að líða var jafnframt það versta síð- an 1974 á bandarískum hlutabréfa- mörkuðum. Þessi áframhaldandi lækkun núna er andstæð því sem greinendur á fjármálamarkaði spáðu um síðustu áramót en þá var talið að árið sem nú er að líða yrði fyrirtækjum hagstæð- ara en raunin hefur orðið. Að sögn Braga Smith, sjóðstjóra hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum, eru helstu ástæður þær að ytri að- stæður urðu óhagstæðari en grein- endur gerðu ráð fyrir. Hneyksli í við- skiptalífinu, yfirvofandi hernaðar- átök í Írak og minni tekjur fyrir- tækja en spáð hafði verið hafi allt haft sín áhrif. Talað um að 2003 verði gott ár „Þetta hlýtur að vera síðasta tíma- bil lækkunar vísitölunnar. Það er ekki líklegt að vísitalan lækki fjögur ár í röð,“ segir Bragi. Aðspurður hvort að yfirvofandi stríðsátök geti ekki sett strik í reikn- inginn sagði hann að síðast þegar Bandaríkjamenn fóru í stríð við Íraka árið 1990 þá hafi markaðir lækkað töluvert fram að stríði en eft- ir innrás hafi markaðir farið að hækka. „Það má reikna með að verði væntanlegt stríð háð í janúar og fram í febrúar, það standi stutt og mannfall verði ekki mikið þá sé útlit fyrir að markaðir hækki aftur strax eftir stríð. Almennt séð er talað um að næsta ár verði gott ár. Bush for- seti hefur einnig verið að undirbúa jarðveginn í efnahagsmálum, þ.e. hann hefur boðað skattalækkanir og ráðið til sín sérstakan efnahagsráð- gjafa og nýjan fjármálaráðherra og allt þetta hefur jákvæð áhrif á mark- aðinn.“ Bragi bendir einnig á að undanfar- in ár hafi menn í 90% tilfella náð mun hærri ávöxtun með því að fjárfesta í skuldabréfum en hlutabréfum og það hafi ekki gerst síðan í kreppunni miklu. Þetta sé skýrt dæmi um slæmt ástand hlutabréfamarkaða. Dow Jones-vísitalan er vinsælasti mælikvarðinn á ástand hlutabréfa- markaða í Bandaríkjunum.Vísitalan er vegið verðmeðaltal 30 stórfyrir- tækja, aðallega iðnfyrirtækja. Fyr- irtækin í vísitölunni eru valin af rit- stjórum bandaríska stórblaðsins The Wall Street Journal sem gefið er út af Dow Jones & Company. Vísitalan á rætur sínar að rekja allt til ársins 1896 en Charles Dow bjó hana upp- haflega til úr hlutabréfaverði 11 fyr- irtækja. Vísitalan er einfaldlega reiknuð þannig út að ritstjórar WSJ leggja saman verð hlutabréfa allra 30 fyr- irtækjanna og deila svo í með fjölda fyrirtækja, eða 30. Dow Jones lækkar þriðju áramótin í röð Ekki gerst síðan í kreppunni miklu Reuters Samvinnulífeyrissjóðurinn seldi í gær hlutabréf að nafnverði 60 millj- óna króna í SÍF hf. Í kjölfarið minnkaði hlutur sjóðsins í SÍF úr 6,45% í 2,42%. Ker hf. keypti hlut í SÍF fyrir tæp- ar 14 milljónir að nafnvirði í gær á genginu 4,75. Eftir þau viðskipti er eignarhlutur Kers orðinn 8,97% en var áður 7,03%. Í gær seldi Ker hf. eigin bréf fyrir 5,5 milljónir á genginu 12 til Mundils ehf., sem er fjórði stærsti hluthafinn í SÍF hf. Ker eykur hlut sinn í SÍF ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.