Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 51
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 51
Restaurant
Pizzeria
Gallerí - Café
Hádegistilboð alla daga
og gott kaffi
Cappuccino,
Caffe latte og Espresso
Hafnarstræti 15, sími 551 3340
Grettissaga
saga Grettis
leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt
á Grettissögu
Föst 10. jan, kl 20, laus sæti,
lau 18. jan, kl 20.
Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is
Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00.
Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni
fyrir sýningu á www.hhh.is
Stóra svið
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI
eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson
Frumsýning lau 11/1kl. 20 UPPSELT
2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT
3. sýn fö 17/1 kl. 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 græn kort,
5. sýn fö 24/1 blá kort
SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller
Lau 4/1 kl 20, Su 19/1 kl 20
Sýningum fer fækkandi
HONK! LJÓTI ANDARUNGINN
e. George Stiles og Anthony Drewe
Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna
Su 12/1 kl 14, Su 19/1 kl 14
Nýja svið
Þriðja hæðin
Litla svið
Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga.
Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is
Miðasala: 568 8000
HERPINGUR e. Auði Haralds og
HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason
í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA
Fö 10/1 kl 20
Síðasta sýning
RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare
í samstarfi við VESTURPORT
Fö 3/1 kl. 20, UPPSELT
Fö 10/1 kl 20
SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI MEÐ SÁLINNI HANS JÓNS MÍNS
- FORSÖLU AÐGÖNGUMIÐA LÝKUR 31.DESEMBER
- FORSÖLUVERÐ KR 2.800 - FULLT VERÐ 3.100.
MIÐASALAN ER OPIN KL 10:00 - 12:00 Á GAMLÁRSDAG
JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov
frekar erótískt leikrit í þrem þáttum
Fö 3/1 kl. 20Lau 11/1 kl 20
FÁAR SÝNINGAR EFTIR
JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS
Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum í leikbúningi ofl.
Su 5/1 kl 14 og 15 - Kr 500
KVETCH eftir Steven Berkoff
í samstarfi við Á SENUNNI
Fim 9/1 kl 20, Lau 18/1 kl 20.
Kvöldverður fyrir og eftir sýningar
Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga,
kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýnd.
Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir
sýningar. Sími 562 9700
Munið gjafakortin!
Fös 3/1 kl. 21 Uppselt
Sun 12/1 kl 21
Vesturgötu 3 Í HLAÐVARPANUM
Gleðilegt nýtt ár!
Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi
3. sýning laugardag 4. jan. kl 16.00
4. sýning sunnudag 5. jan. kl 16.00
Aðeins 10 sýningar
Ath. syningarnar hefjast kl. 16.00
Miðalsala í Hafnarhúsin
alla daga kl. 11-18. Sími 590 1200
Hversdagslegt
kraftaverk
eftir Évgení Schwarz
Leikstjóri: Vladimir Bouchler.
fös. 3. jan. kl. 20
sun. 12. jan. kl. 15
Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum
Vörðufélagar fá 25% afslátt gegn
framvísun gulldebetkorts
Miðasölusími sími 462 1400
www.leikfelag.is
5. jan. kl. 14 laus sæti
12. jan. kl. 14. örfá sæti
19. jan. kl. 14. örfá sæti
26. jan. kl. 14. laus sæti
ÁRIÐ 2002 náðu Japanir loksins að
leggja heiminn að fótum sér. Manga
varð vinsælasta myndasöguformið
um allan heim. Í Evrópu og Banda-
ríkjunum tóku lesendur svart/hvítar,
öfugsnúnar sápuóperusögur af hvers-
dag japanskra ungmenna í smáu broti
fram yfir innlenda framleiðslu. Love
Hina, GTO og Marmelade Boy eru
dæmi um manga sem hefur náð á
vestrænan markað en heima fyrir
bíða þúsundir titla þess að ráðast
fram og sölsa undir sig þýðingar og
landsvæði. Með þetta í huga kemur
ekki á óvart að tvær af bestu mynda-
sögum ársins skuli vera japanskar.
Phoenix: A tale of the future eftir
Osama Tezuka var fyrst gefin út í jap-
an árið 1967. Tezuka er guðfaðir jap-
anskra myndasagna og sá sem mestu
skipti í þróun manga sem sjálfstæðr-
ar hefðar í bókmenntum. A tale of the
future er ein af tólf sögum sem
Phoenix samanstendur af og í heild
sinni mynda þessar bækur yfirlit um
sögu mannkyns í fortíð, nútíð og
framtíð. Á útgáfutímanum voru
heimsmálinn að nálgast alkul og
kjarnorkuhræðslan var hugarástand
sem fólk þekkti allt of vel. Mitt í þessu
kvíðakasti mannkyns lýsir Tezuka
hugsjón sinni um frið og bræðralag
allra manna af slíkri hlýju og mannúð
að lesandinn verður ekki ósnortinn.
Við fylgjumst með endalokum mann-
kyns á jörðinni og upprisu lífs á ný í
endalausri leit hins eilífa mannsanda
að nýta það líf sem honum er gefið til
góðs. Kreddulaus og sígildur boð-
skapur.
Cinderella er fyrsta bók Junko
Mizuno sem kemur út á Vesturlönd-
um. Bókin er stórkostlega súrrealísk
útgáfa af Öskubuskusögunni klass-
ísku. Cinderella er eins og barnaæv-
intýri fyrir brjálæðinga þar sem upp-
vakningar og afturgöngur koma í stað
vondu stjúpmóðurinnar og stjúp-
systranna. Sykursætur hryllingur og
glassúrhjúpuð Lolituerótík gerir sög-
una illskilgreinanlega; er hér um örg-
ustu fullorðinsbókmenntir að ræða
eða geta börn líka haft gaman af?
Lýsir ekki skilningurinn á sögunni
bara innræti lesandans? Tvímæla-
laust nýstárlegasta saga ársins.
New X-men eftir Grant Morrison
eru í sérflokki í ofurhetjubransanum.
Morrison hefur margoft sýnt fram á
að hann er yfirburðarhöfundur í vest-
rænum myndasögum í dag en með
tölublaði 121 af New X-men hefur
hann náð nýjum hæðum. Í samstarfi
við teiknarann Frank Quitely skapar
hann sögu sem fram fer algerlega án
texta sem hækju fyrir lesendur.
Vandmeðfarinn saga af hugsanaflutn-
ingi verður deginum skýrari í þeirra
öruggu höndum. Morrison kemur les-
andanum sífellt á óvart með því að
gera hluti í fyrsta skipti sem verða
ekki gerðir betur í bráð. Hugmynda-
auðgi á heimsmælikvarða.
Brian Azzarello hefur hlotið mesta
frægð fyrir harðsoðnar glæpasögur í
100 Bullets en á þessu ári var hans
besta verk í Hellblazer framhaldssög-
unni. Hinn sjarmerandi breski drullu-
sokkur, John Constantine er í Banda-
ríkjunum að gera út um óuppgerð mál
í „rauðhnakkalandi“ Suðurríkjanna.
Til að skilgreina færsluna yfir Atl-
antshafið var bandaríkjamaðurinn
Azarello fenginn vegna þekkingar
sinnar á staðháttum. Þessi kafli í ævi-
sögu Constantine kallast Highwater
og þarf hann að kljást við bandaríska
nýnastista með sínum vel þekkta
masókisma. ,,Til hvers að pína aðrar
ef þú getur fengið aðra til að pína
þig“, gæti verið hans lífsmottó. Az-
arello virðist skuggalega vel lesinn í
heimspeki nýnasismans og rennur
lesandanum kalt vatn milli skinns og
hörunds þegar hann finnur fyrir
lúmskum mikilfengleik nasistaáróð-
ursins. Hrikalega þétt og grimm saga
þar sem vonarglætan er nánast engin.
Myndasögurnar hér á undan eru
framúrskarandi dæmi um það sem út
kom á síðasta ári og til marks um þró-
un myndasögunnar í nýtt alþjóðlegt
táknmál í bókmenntum. Höfundarnir
á listanum eru breskir, bandarískir og
japanskir en ekki má gleyma að fjöl-
margir frábærir höfundar eru starf-
andi um allan heim við að skapa sögur
sem spanna allt litróf mannlegrar
reynslu. Því til sönnunar get ég látið
hér uppi að sú myndasaga sem mér
þykir bera af öðrum á síðasta ári kem-
ur frá jafn ólíklegum stað og frænd-
þjóð okkar Norðmönnum. Hey,
wait … eftir Jason kom reyndar fyrst
út utan Noregs árið 2001 en hún barst
ekki hingað til lands fyrr en á þessu
ári þannig að hún telst með afla 2002.
Hey, wait... er myndræn sálumessa
þar sem bernskunni og fullorðinsár-
unum er brugðið upp sem tveimur að-
skildum heimum; öðrum björtum og
áhyggjulausum en hinum dimmum og
daufum þar sem fólk gengur um í full-
komnum doða glataðra tækifæra.
Sársauki persónanna verður ekki
umflúinn og lesandinn er skilinn eftir
í værukærri depurð sem mun heim-
sækja hann aftur og aftur við ítrek-
aðan lestur. Myndasaga ársins án
nokkurs vafa.
Myndasögur ársins 2002
Myndasaga ársins í
þetta sinnið kemur frá
Skandinavíu eins og
lesa má um í uppgjöri
Heimis Snorrasonar.
Hey, wait … eftir Jason.
„ÞAÐ er miklu meiri áhugi á
þessu núna,“ segir Óskar Jón-
asson, leikstjóri Áramótaskaups-
ins. Ekki ætti það að koma á óvart
í ljósi þess að Skaupið í fyrra þótti
vel heppnað. Hreppti Óskar Edd-
una fyrir besta leikna sjónvarps-
verk ársins ásamt Hjálmari Hjálm-
arssyni og Hallgrími Helgasyni.
„Það var ákveðin undirbúnings-
vinna frá því í fyrra, sem við
þurftum ekki að endurtaka,“ segir
Óskar og bætir við að samstarfið
hafi gengið vel.
„En þetta er allt annað ár og
allt öðruvísi Skaup. Það er ekki
verið að endursýna Skaupið frá
því í fyrra,“ segir Óskar án þess
að láta neitt uppi um innihaldið.
Hann segir þetta afskaplega
skemmtilegt form að vinna með.
„Maður fylgist miklu betur með
fréttum og reynir að sjá nýja
fleti.“
Óskar segir að af nógu hafi ver-
ið að taka. „Það eru þarna mál-
efni, sem fá ekki að vera með
vegna þrengsla,“ segir hann en er
ósáttur við síðustu fréttir af frá-
farandi borgarstjóra Reykavíkur.
„Það var voða kvikindislegt af
Ingibjörgu Sólrúnu að hætta
svona rétt fyrir áramótin. Þetta
gengur ekki. Hún gerir þetta
ábyggilega bara til að sleppa við
Skaupið. Þetta var eina gatið fyrir
hana til þess.“
Áramótaskaupið er á dagskrá
Sjónvarpsins klukkan 22.30 í
kvöld.
Algjör sveppur! Úr Áramótaskaupinu 2001.
Áramótaskaupið 2002
Ósanngjarnt
hjá Ingibjörgu