Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 29 VARLA þarfnast það lengur út- skýringar hvað felst í hugtakinu akvarella, um að ræða alþjóðlega skilgreiningu á hinu sígilda vatns- litamálverki. Á síðari tímum eru komnar svo margar tegundir af vatnsblönduðum litum á markað- inn, til hinnar aðskiljanlegustu og almennustu notkunar úti sem inni að heilbrigðast er að jarðtengja sérheitið íslenzkunni. Fer vel í málinu og forðar misskilningi, auð- veldar alla umfjöllun sem skara hin sígildu tæknibrögð, um leið er vatnslitamálverkið jafn rétthátt við hlið hins, úreldist aldrei. Um að ræða sérstaka tegund gagnsærra lita sem hafa þá eiginleika helsta, að þeir tapa auðveldlega uppruna- legum ferskleika og lífsmagni við lagskipta yfirmálun. Tæknin í hæsta máta vandmeðfarin og krefjandi eins og berlega kemur fram í Hornarfjarðarmyndum Ás- gríms Jónssonar, sem einnig búa yfir öllum þeim tærleika sem helst má prýða vinnuferlið. Hér áralöng þjálfun að baki, útheimtir að auk mikla þrautseigju og þolinmæði af iðkendum sínum, þótt einnig sé op- ið að beita frjálsum óformlegum vinnubrögðum, en slík innibera oftar en ekki mikla þjálfun. Þótt vatnslitamálverkið hafi snemma haslað sér völl hérlendis eru samtök iðkenda þess fárra ára gömul, árin ei heldur mörg að baki norrænu samtakanna, en þau hafa starfað af miklum dugnaði og kom- ið sér upp safni í nágrenni Gauta- borgar. Þá var fimmti akvarellu- tvíæringurinn í Antwerpen haldinn frá 5. – 26. maí nú í ár og veit ég ekki um aðra slíka í Evrópu, þann- ig einungis tíu ár frá hinum fyrsta. Öllum má þannig vera ljóst að þessi geiri myndlistar hefur gengið í endurnýjaða lífdaga og því til sönnunar er ein vegleg katalóga (sýningarskrá) og nýútkomin bók um akvarellumálverkið, sögu þess og tækni. Báðar þessar bækur hafa borist upp í hendur mínar til umsagnar, helst í tilefni þess að hér eru Íslendingar loks sýnilegir á alþjóðavettvangi eins og vera ber. Tvíæringurinn er ávöxtur 25 ára starfsemi afmarkaðs hóps iðk- enda og velunnara vatnslitamál- verksins í Belgíu sem hafa komið á reglubundnum sýningum og listhá- tíðum í þorpinu Mol í norðurhluta landsins og alþjóðlegum listhá- tíðum í Antwerpen. Og þróunin hefur leitt til stofnunar Evrópu- sambands: „European Confedera- tion of Water-colour Societies“ (ECWS). Af myndunum í katalóg- unni að dæma virðist þetta nokkuð íhaldsöm stofnun, en þó eru und- antekningar og þá helst frá Norð- urlöndum. Af átta þátttakendum þaðan sker fulltrúi Íslands, sem að þessu sinni er Hafsteinn Aust- mann, sig tvímælalaust úr um hrein og framsækin vinnubrögð. Að öðru leyti ekki á mínu færi að dæma um sýningu af katalógunni einni. Sænska bókin um akvarellumál- verkið er hins vegar hin fróðleg- asta og verðskuldaði að vera þýdd á íslenzku, þar víða komið við hvað tæknibrögðin snertir. Tileinkun tæknigrunnsins í sjálfum sér ásamt þjálfun skynfæranna, hefur aldrei skaðað nokkurn mann og hér eru þeir á heimavelli sem lengst hafa náð, allt frá Girtin, Constable, Turner, Rodin, yfir John Marin og til hinna mörgu nú- listarmanna sem á nýrri tímum hafa tekið tæknina í þjónustu sína. Við sáum gott dæmi þess í mynd- um þýðverjans Bernds Koberlings í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Auk hvers konar ritaðra upp- lýsinga er í bókinni mergð skýr- ingamynda er varða tæknina ásamt litmyndum af verkum þekktra norrænna sem heims- kunnra listamanna. Hér hefur Ís- land ei heldur gleymst því sagt er frá þrem listamönnum, þeim Ás- grími Jónsyni föður íslenzku akvarellunnar, Hafsteini Aust- mann og Karólínu Lárusdóttur. Fylgja myndir af einkennandi verkum tveggja hinna síðasttöldu og yfirskriftin er „Kraft och poesi“ (kraftur og ljóðræna). Verk beggja sóma sér vel á síðum bókarinnar og þátttaka þeirra í ritinu tengir þennan íslenzka geira tæknibragð- anna hinu athyglisverðara sem gert hefur verið í norrænni akva- rellu frá upphafi, sem er að sjálf- sögðu frábært. Þetta gerist einmitt þegar ís- lenzk myndlist nær að verða sýni- leg erlendis og má hér þakka hinu unga félagi akvarellumálara og nú er bara að fylgja eftir af dug og metnaði í öðrum geirum myndlist- ar. Þetta er í alla staði falleg og vönduð bók, 23,5 x 24 sm. á hvorn veginn og 148 síður, litgreining virðist hafa tekist mjög vel, pappír, framsetning efnis og útlitshönnun með því ágætasta sem gerist um slíkar bækur. Akva- rellan blífur Bragi Ásgeirsson BÆKUR Akvarellumálverkið Tülla Grünberger, Anders Wallen. Útgef- andi er ICA bokförlag 721 85 Västerås, www. forlaget.ica.se/bok. Grafísk form- un: Teres Vesterlund Eftirprentun: Scar- ena. Prentun: Abildgaard Grafisk, Dan- mörku 2002. AKVARELLMÅLERI – HISTORIA OCH TEKNIK Verk eftir Karólínu Lárusdóttur: Bakaríið. Verk eftir Hafstein Austmann: Tónverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.