Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 35
Af Keikó í Noregi HÁHYRNINGURINN Keikó hef- ur frá því í haust verið í Noregi eftir að hafa synt yfir Atlantshafið. Verk- efninu verður fram haldið og reynt að koma Keikó á ný í villta náttúru. Há- hyrningar fylgja síldinni inn á Vest- landet í Noregi á útmánuðum og þá verður þess freistað að aðlaga Keikó að hjörð háhyrninga. Hann er við Taknes við Aravíkurfjörð, afskekktu nesi ekki langt frá Kristiansund. Mjög hefur dregið úr umfangi verkefnisins frá í Vestmannaeyjum. Nú starfa þar tveir þjálfarar, Kan- adamaðurinn Colin Baird og Þor- björg Kristjánsdóttir líffræðingur ásamt norskum aðstoðarmanni. Þeg- ar mest var í Vestmannaeyjum unnu um 30 manns við verkefnið. Í Eyjum var girðing yfir þvera Klettsvík en í Noregi er engin slík. Þjálfararnir annast um velferð dýrsins, sjá um daglegar æfingar og fæðu. Þjálfarar fóru með Keikó á háhyrn- ingaslóð við Vestmannaeyjar í júlí síð- astliðnum í von um að hann aðlagist háhyrningum. Fylgst var með dýrinu úr skútu með því að nema sendingar frá vhf-sendi og gervihnetti. Um verslunarmannahelgina yfirgáfu há- hyrningarnir Eyjarnar, eins og und- anfarin ár. Dýrin fóru hratt yfir aust- ur á bóginn. Eftir það var stuðst við gervihnött til þess að fylgjast með ferðum Keikó. Það er skemmst frá því að segja að Keikó hélt austur með suðurströnd Íslands, norður fyrir Færeyjar og þaðan til Noregs. Þjálf- arar fylgdust með úr fjarlægð. Þeir voru í Færeyjum þegar Keikó var norður af eyjunum og héldu til Nor- egs þegar dýrið nálgaðist norska skerjagarðinn. Þá hafði Keikó verið sex vikur í hafi. Í september fundu þeir Keikó í Skálavíkurfirði, skammt frá Kristiansund. Keikó hafði greini- lega þrifist vel í hafi og fengið nægju sína að éta. Keikó tók upp á því að elta bát til hafnar og koma dýrsins varð á allra vitorði í Noregi. Fólk streymdi til Skálavíkurfjarðar og myndir birtust af börnum að leik við dýrið. Fólk var mjög ágengt og virti lítt beiðni þjálf- ara um að ónáða ekki. Allir helstu fjöl- miðlar beggja vegna Atlantsála sendu fréttamenn til Skálavíkur. Fréttin fór um allan heim. Norsk stjórnvöld settu nálgunarbann á dýrið og aðstoðuðu við að bægja fólki frá. Í nóvember var Keikó fluttur á afskekktan stað við Taknes. Þar hefur tekist að skapa nauðsynlegt næði til þess að vinna með dýrið og undirbúa framhaldið sem er að skila Keikó í villta náttúru. Að baki verkefninu standa Free Willy Keikó Foundation, samtök sem gagngert voru stofnuð til þess að freista þess að koma Keikó í villta náttúru og Humane Society í Banda- ríkjunum. Nú eru rúm fjögur ár frá því Keikó var fluttur til Vestmanna- eyja. Það er skoðun hinna bandarísku samtaka að mikið hafi áunnist. Keikó er í miklu betra ástandi nú en fyrir fjórum árum, er við „hestaheilsu“ og í góðu formi. Hægt og örugglega hefur Keikó tekið framförum og sumarið var hreint ævintýri. Þeir sem að verkefninu standa hafa ávallt gert sér grein fyrir því að tví- sýnt er um árangur. Það hefur þó ekki hindrað menn í að gera þessa til- raun sem á sér ekki hliðstæðu um víða veröld. Samtökin skuldbundu sig gagnvart íslenskum stjórnvöldum að annast um velferð Keikó og bera allan kostnað. Við það hefur verið staðið. Svo lengi sem Keikó sýnir framfarir verður tilrauninni haldið áfram. Eftir Hall Hallsson „Svo lengi sem Keikó sýnir fram- farir verður tilrauninni haldið áfram.“ Höfundur er framkvæmdastjóra Keikó-samtakanna á Íslandi. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 35 Áhrif ríkistryggingar á gengi fáeinna félaga Markaðurinn Ríkistrygging Nafnávöxt- unarkrafa Gengi Nafnávöxt- unarkrafa Gengi Bakkavör 13,25 11,5 5,5 190 Eimskip 14,2 6 5,5 11 Marel 16 18 5,5 144 JÓHANNES Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar, svarar fyrir gagnrýni á arðsemi Kárahnjúkavirkjunar hér í blaðinu rétt fyrir jól. Megináherslan í mál- flutningi Jóhannesar virðist vera sú, að hann telji áhættu ekki skipta neinu máli við mat á arðsemi fjár- festinga, heldur megi leggja að jöfnu fjárfestingar í ríkisskuldabréfum og áhætturekstri. Nálgun Jóhannesar er bæði ný- stárleg og djörf. Með því að beita að- ferðafræði hans mætti stórauka virði allra íslenskra hlutafélaga. Allt sem þarf er að tryggja, að annaðhvort veiti ríkið öllum fyrirtækjum á markaðnum ríkisábyrgð, eða hluta- bréfaverð verði fest miðað við rík- istryggða lánsfjárvexti. Gangist rík- ið einnig í ábyrgð fyrir hlutafé má enn auka verðmæti fyrirtækjanna. Ég hef til gamans endurreiknað gengi hlutabréfa í fáeinum fyrir- tækjum á grunni töfraformúlu stjórnarformanns Landsvirkjunar. Viðurkennt skal, að um er að ræða fremur ónákvæman útreikning, sem þó gefur nægilega skýra vísbend- ingu um áhrifin. Gengið er út frá ný- legum tölum frá Íslandsbanka um ávöxtunarkröfu, gengi og framtíðar- vöxt. Ef miðað yrði við 5,5% ríkis- tryggða ávöxtun gæti gengi Eim- skipafélags Íslands samkvæmt þessu hækkað úr 6 í 12, gengi Bakka- varar færi úr 11,5 í 190 og gengi Marels hf. úr um 18 í 144. Sannkölluð jólagjöf það! Jæja, kannski má maður vera feg- inn því, að Jóhannes Geir Sigur- geirsson skuli ekki vera fjármálaráð- gjafi. Það veldur mér hins vegar nokkrum áhyggjum, að maður, sem treyst er fyrir milljarðatugum af al- mannafé, skuli tjá sig opinberlega um grundvallaratriði þess reksturs, sem honum er falinn, af jafnlítilli þekkingu og raun ber vitni. Eftir Þorstein Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. „Nálgun Jó- hannesar er bæði nýstár- leg og djörf.“ Töfralausn Jó- hannesar Geirs ÞAÐ er mikilvægt að stofnað verði embætti umboðsmanns neytenda. Embættið ætti að gæta hagsmuna neytenda, svo sem að farið verði eftir gildandi leikreglum, tekið verði tillit til sjónarmiða neytenda, settar verði almennar viðmiðunarreglur í við- skiptum, jafnaður ágreiningur milli neytenda og hagsmunaaðila og þann- ig um búið að umboðsmaðurinn geti farið með mál neytenda fyrir dóm- stóla. Á síðasta ári flutti ég þings- ályktunartillögu á Alþingi um stofn- un umboðsmanns fyrir neytendum en málið hefur ekki enn náð fram að ganga. Á síðustu árum hafa verið sam- þykkt margvísleg lög á Alþingi sem bætt hafa stöðu neytenda. Ástæða þess er m.a. sú að neytendur standa höllum fæti við að ná fram rétti sín- um gagnvart fyrirtækjum. Fyrir- tækin hafa yfir að ráða sérþekkingu og meira fé en almennur neytandi. Samfélagið verður sífellt flóknara og því erfiðara fyrir neytendur að átta sig á rétti sínum og réttarúrræðum. Umkvörtunarefni neytenda eru fjöl- mörg en oft smá. Ef fyrirtækin eru ekki tilbúin til að leysa úr ágreinings- málunum tekur því sjaldnast fyrir neytendur að leita lausna með aðstoð dómstóla þar sem lögfræðikostnaður nemur oftast margfalt hærri fjárhæð en upphaflegt umkvörtunarefni snerist um. Sem dæmi má nefna að algengt er að kvartað sé í kjölfar kaupa á fötum eða hreinsunar á fatn- aði. Að vísu eru til fjölmargar kvört- unar- og úrlausnarnefndir sem úr- skurða í neytendamálum en úrskurðir þeirra eru sjaldnast bind- andi fyrir fyrirtækin. Þá vantar mik- ið upp á að neytendur þekki þessar úrlausnarleiðir auk þess sem þær vantar enn á ýmsum sviðum, t.d. varðandi ágreiningsefni um þjónustu tannlækna. Hér á landi er ekki hægt að leita til óháðs aðila og láta meta hvort dýrar aðgerðir séu nauðsyn- legar eða hvort rétt hafi verið að verki staðið. Þennan möguleika hafa hins vegar bæði Bretar og Ítalir. Allir landsmenn eru neytendur og flestir þeirra vilja gjarnan eiga að- gang að úrlausnarleiðum fyrir neyt- endur þegar réttur þeirra er brotinn. Mikilvægt er að halda uppi eðlilegu aðhaldi og eftirliti jafnframt því sem neytendur hafi góða yfirsýn yfir markaðinn. Hlutverk umboðsmanns neytenda er að tryggja að eðlilegar og sann- gjarnar leikreglur ríki á markaðin- um. Hann gætir hagsmuna neyt- enda, sér til þess að farið sé eftir gildandi leikreglum og að tillit sé tek- ið til sjónarmiða neytenda, setur al- mennar viðmiðunarreglur í viðskipt- um og gegnir hlutverki sáttasemjara í ágreiningsmálum milli neytenda og hagsmunaaðila. Umboðsmaður get- ur farið með mál fyrir dómstóla til varnar hagsmunum neytenda að eig- in frumkvæði og/eða fylgt málum eft- ir. Umboðsmaður sinnir kvörtunum frá neytendum sem kaupa vöru (eða þiggja) og/eða þjónustu bæði frá einkaaðilum og opinberum aðilum. Alls staðar annars staðar á Norð- urlöndum er starfandi umboðsmaður neytenda auk neytendastofnana á vegum hins opinbera og frjálsra neytendasamtaka. Þá hafa Neyt- endasamtökin lengi óskað eftir því að stofnað verði sérstakt embætti um- boðsmanns neytenda hér á landi. Eitt af þeim verkefnum sem um- boðsmaður neytenda í Svíþjóð hefur unnið að er bættur aðgangur neyt- enda að tækninýjungum, svo sem að leiðbeiningar með flóknum tækjum, t.d. myndbandstækjum og tölvum, séu á skiljanlegu máli og settar fram á einfaldan hátt. Hann hefur samið viðamikla skýrslu um aðgang aldr- aðra og fatlaðra að tækninýjungum, svo sem að hraðbankar séu hannaðir þannig að þeir henti öllum neytend- um. Vinna hans fyrir þá sem sjá illa, eiga erfitt um hreyfingar eða eiga við aðra fötlun að stríða hefur verið kynnt víða. Ef ákveðið verður að stofna emb- ætti umboðsmanns neytenda á Ís- landi þarf að semja tvenn lög úr nú- verandi samkeppnislögum, þ.e. lög um samkeppni og lög um neytenda- vernd. Þannig mundi sá kafli sam- keppnislaga sem fjallar um órétt- mæta viðskiptahætti og neytenda- vernd falla undir umboðsmann neytenda. Auk þess væri eðlilegt að kafli samkeppnislaga um greiðslu- kortastarfsemi félli einnig undir hann. Eðlilegt væri einnig að sum sérlög sem samþykkt hafa verið til að auka neytendavernd færðust frá Samkeppnisstofnun til umboðs- manns neytenda, svo sem lög um lánsviðskipti og alferðir (pakkaferð- ir). Einnig ætti umboðsmaður neyt- enda að fylgjast með ólögmætum samningsskilmálum í stöðluðum samningum og grípa inn í þegar um óeðlilega skilmála væri að ræða. Til að tryggja öfluga en um leið sann- gjarna samkeppni er því best að sam- keppnisyfirvöld gæti samkeppninnar en umboðsmaður neytenda sinni neytendavernd. Það er mikið hagsmunamál fyrir almenning að málefnum neytenda sé vel sinnt og umboðsmaður neytenda getur bætt réttarstöðu neytenda verulega. Þar sem neytendur standa oft höllum fæti tel ég mikilvægt að málið nái fram að ganga. Umboðsmaður neytenda Eftir Drífu Sigfúsdóttur „Það er mik- ið hags- munamál fyrir almenn- ing að mál- efnum neytenda sé vel sinnt.“ Höfundur er varaþingmaður. Í Morgunblaðinu á mánudögum fá lesendur nýjustu fréttir af atburðum helgarinnar úr heimi íþrótta, menningar, viðskipta og stjórnmála auk fastra efnisþátta. ÍS LE N SK A A U G L SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 19 69 3 1 2/ 20 02 Auglýsendur! Nú gefast enn fleiri tækifæri til að ná til landsmanna þegar Morgunblaðið kemur líka út á mánudögum. Pantanafrestur er til kl. 16.00 á föstudögum í síma 569 1111 eða augl@mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.