Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GAGNRÝNIR FRAMSÓKN Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri segir í viðtali við Morgun- blaðið í dag að síðustu daga hafi hún séð hvernig menn beiti valdi sínu í stjórnmálaflokkunum á ógeðfelldan hátt og kveðst fyrst og fremst hafa séð þetta í Framsóknarflokknum. Hún telur þó ekki að líkur á vinstri- stjórn hafi dvínað eftir uppnámið í R-listanum. Gagnkvæmir hagsmunir Davíð Oddsson forsætisráðherra segir í áramótagrein í Morgun- blaðinu í dag að varnarstöð á Íslandi lúti sömu lögmálum og annars stað- ar gerist. Varnarþörf hljóti að verða metin út frá gagnkvæmum hags- munum. Í greininni vekur Davíð einnig máls á þeirri hugmynd að sett verði á fót þverpólitísk nefnd til að fjalla um Evrópumál. Komið í veg fyrir stórtjón Talsvert tjón varð á húsi Fisk- markaðar Suðurnesja í Sandgerði þegar eldur kom upp í kerum og veiðarfærum á sunnudagskvöld. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir enn meira tjón, meðal annars að eldurinn bærist í olíutank við hús- ið. Þriðja samdráttarárið í röð DOW Jones-hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 17% í ár og er þetta þriðja árið í röð sem vísitalan lækkar á milli ára. Hefur það ekki gerst frá kreppunni miklu sem hófst 1929. Söguleg stjórnarskipti Um milljón Kenýamanna safn- aðist saman í miðborg Nairobi í gær til að fagna Mwai Kibaki þegar hann sór embættiseið forseta eftir að hafa sigrað forsetaefni flokksins KANU sem hafði verið við völd í Kenýa frá því að landið hlaut sjálfstæði 1963. Kibaki hét því að koma á víðtækum umbótum og uppræta spillingu. Fundu sprengju við flugvöll Starfsmaður í farangursafgreiðslu á Charles de Gaulle-flugvelli í París var handtekinn um helgina eftir að vopnabúr, m.a. öflug sprengja sem var tilbúin til notkunar, fannst í far- angursgeymslu bifreiðar hans. Prentsmiðja Morgunblaðsins Þriðjudagur 31. desember 2002 2002  ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A MAGDEBURG STÖÐVAÐI SIGURGÖNGU LEMGO / B4 „ÉG væri meira en til í að fara til Stoke. Sjálfur hef ég hins vegar ekkert heyrt frá liðinu en það getur vel verið að þetta geti komið upp á borðið,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Arnar, sem er á mála hjá Dundee United í Skotlandi, hefur á und- anförnum dögum verið orðaður við Stoke þar sem hann þekkir vel til en Skagamaðurinn hefur í tvígang gengið í raðir félagsins og spilað með því við góðan orðstír. „Mér skilst að Stoke ætli að reyna að fá nýja leikmenn þegar markaðurinn opnast núna í janúar og þar sem ég er í algjöri frosti hjá Dundee Unit- ed og á enga framtíð hjá því félagi þætti mér spennandi kostur að fara til Stoke. Ég þekki vel til hjá félag- inu og eins og staðan lítur út hjá mér í dag er ég mjög áhugasamur um að fara til liðsins,“ sagði Arnar ennfremur. Meira en til í að fara til Stoke SLÆLEGT gengi spænska stór- liðsins Barcelona í deildakeppninni í heimalandi þess hefur valdið titr- ingi í herbúðum liðsins og ekki síst hjá stuðningsmönnum liðsins sem hafa margir hverjir krafist þess að hollenski þjálfarinn Louis van Gaal hverfi á braut frá liðinu. Hinsvegar hefur gengi liðsins í Meistaradeild Evrópu verið með eindæmum gott, en þar hefur liðið enn ekki lotið í gras í átta leikjum sínum í riðla- keppnunum tveimur. Sá árangur hefur eflaust haft sitt að segja að stjórnendur liðsins hafa enn ekki sagt van Gaal upp störfum. Leikmenn liðsins hafa ekki slopp- ið við gagnrýni vegna slakrar frammistöðu í spænsku deildinni en liðið er í 10 sæti deildarinnar, 16 stigum á eftir toppliðinu, Real Soc- iedad. Nú hafa þeir sent frá sér formlega stuðningsyfirlýsingu við störf þjálfarans. „Hann er besti kosturinn fyrir okkur,“ segir varnarmaðurinn Carl- os Puyol sem kom fram fyrir hönd leikmannahópsins um jólahátíðina á Spáni. „Við styðjum van Gaal og það er okkar mat að hann sé sá maður sem eigi að stýra þessu liði í framhaldinu,“ sagði Puyol við spænska dagblaðið Mundo Deport- ivo. Fjölmiðlar á Spáni hafa leitt að því líkum að van Gaal sé með snör- una um hálsinn og nú þegar sé búið að finna eftirmann hans, en það ku vera Argentínumaðurinn Carlos Bianchi. Styðja við bakið á van Gaal „ÞAÐ er verið að skoða málið. Við höfum ekki enn pantað flugmiða fyrir Duranona frá Þýskalandi,“ sagði Ein- ar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, í gær þegar hann var spurður hvort kallað hafi verið á Julian Róbert Duranona, leikmann Wetzlar í Þýska- landi, inn í íslenska landsliðið í hand- knattleik sem nú býr sig undir heims- meistaramótið í handknattleik sem hefst eftir þrjár vikur. Þegar Guð- mundur Þ. Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, tilkynnti val sitt á landsliðinu á dögunum var Duranona ekki inni í þeim hópi enda ekki á mála hjá neinu félagi. Síðan hafa forsendur breyst og Duranona komist á samning hjá Wetzlar. Hefur hann leikið tvo síðustu leiki með félag- inu í þýsku 1. deildinni, staðið sig vel og verið markahæstur leikmanna liðsins í þeim báðum. „Það er ekki hægt að útiloka það al- gjörlega. Það fer eftir því hvað gerist á næstu vikum,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið á dögunum þegar hann var spurður að því hvort það kæmi til greina að kalla á leik- menn til viðbótar í þennan hóp ef ástæða þætti til. Ekki náðist í Guð- mund landsliðþjálfara í gær þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir. Morgunblaðið/GolliJulian Róvert Duranona í leik gegn Portúgal á HM í Frakklandi 2001. Kallað á Duranona? BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 34 Viðskipti 16/18 Minningar 38/40 Erlent 20/21 Bréf 44 Höfuðborgin 22 Messur 45 Akureyri 23 Dagbók 46 Suðurnes 24 Skák 50 Landið 24 Fólk 51/57 Neytendur 25 Bíó 54/57 Listir 26/29 Ljósvakar 48/49/ 58 Forystugrein 30 Veður 59 * * * ÁRIÐ sem er að líða er eitt hið hlýjasta á síðari áratugum samkvæmt bráðabirgðayfirliti Veður- stofu Íslands. Hitamet voru slegin í janúar og júní og stefnir í einn hlýjasta desembermánuð sem vit- að er um. Meðalhiti í Reykjavík var 5,4 stig á árinu og er ásamt árinu 1987 hið hlýjasta frá 1964. Öfgar voru nokkrar í veðri á árinu og nokkur veðurmet voru slegin. Fyrstu og síðustu vikur árs- ins eru meðal hinna allra snjóléttustu á þeim árs- tíma. Þá hefur aldrei mælst eins mikil sólar- hringsúrkoma hérlendis en á Kvískerjum í Öræfum 10. janúar, þegar úrkoman mældist 293,3 mm. Þá hefur aldrei mælst meira frost í október- mánuði en á þessu ári þegar frostið fór í 22,3 stig 28. október í Neslandstanga við Mývatn. Sama dag mældist 22 stiga frost í Möðrudal. Gamla október- kuldametið var frá Möðrudal árið 1957, 21,6 stiga frost. Þá fór hiti eitt sinn í 10,6 stig í janúar í Reykjavík á þessu ári, sem er nýtt met. Hefur hiti í janúar í Reykjavík aðeins einu sinni komist í 10 stig, árið 1940. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 1.366 á árinu og er það 100 stundum umfram meðallag, á Akureyri mældust 893 sólskinsstundir sem er 150 stundum undir meðallagi. Febrúar var sá kaldasti frá 1930 og sá kaldasti á Akureyri frá 1973. Júníhitamet voru slegin víða um land á árinu og komst hitinn í 22,4 stig í Reykjavík sem er mesti hiti frá stofnun Veðurstofunnar árið 1920. Desember, sem nú er að líða, stefnir í að verða sá hlýjasti eða næsthlýjasti sem vitað er um hér- lendis, en það er þó mismunandi eftir lands- hlutum. Óvenu snjólétt hefur verið um land allt og varla dæmi um minni snjó til fjalla um sunnan- og vestanvert landið á þessum árstíma. Miklar öfgar voru í veðrinu á árinu sem er að líða Árið 2002 var eitt hið hlýjasta um áratugaskeið DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar var í gær kjörin íþróttamaður Akureyrar 2002, en hún varð Íslandsmeistari bæði í svigi og stórsvigi síðast- liðið vor. Í árlegu hófi Íþrótta- bandalags Akureyrar í gær voru allir Íslandsmeistarar bæjarins á árinu heiðraðir, en þeir voru alls 239. Einn þeirra var Katrín Krist- jánsdóttir úr KA, sem varð Ís- landsmeistari í júdó í flokki 11 til 12 ára. Hún er hér ásamt Dag- nýju Lindu, stóru systur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fræknar systur  Dagný Linda/23 ÞREMUR línubyssum, sem hættu- legar eru í höndum óþjálfaðra, var stolið í innbroti í björgunarbátinn Gunnar Friðriksson, sem liggur við bryggju í Sundahöfn á Ísafirði. Talið er að brotist hafi verið inn í bátinn í fyrrinótt auk fleiri báta um helgina. Lögreglan á Ísafirði hefur tekið til rannsóknar innbrot í alls fjóra báta. Pálmi Stefánsson, skipstjóri á Gunn- ari Friðrikssyni, segir línubyssurnar kraftmiklar og mjög skaðlegar ef ókunnugir fara að fikta í þeim. Krafturinn í þeim sé slíkur að skot- hleðslan getur dregið 250 metra langa línu á enda. Séu byssurnar settar saman á rangan hátt getur hlotist af stórslys. Mjög alvarlegt væri ef þýfið yrði skilið eftir á glám- bekk þar sem börn kæmust í það. Ýmsum öðrum búnaði, svo sem dýr- um tölvuskjá af gerðinni Mermaid, var einnig stolið ásamt handverk- færum. Pálmi telur heildartjónið um 300 þúsund krónur, en þetta er í þriðja skipti sem brotist er inn í björgunarbát í eigu Björgunarfélags Ísafjarðar. Þá var brotist inn í þrjá aðra báta sem lágu í Sundahöfn á Ísafirði. Lög- reglan telur að þau innbrot hafi verið framin aðfaranótt 29. desember. Úr bátunum var m.a. stolið verkfærum. Lögreglan á Ísafirði biður alla þá sem hafa vitneskju um innbrotin að hafa samband. Mikið hefur verið um innbrot í báta á Ísafirði Hættulegum línubyssum stolið úr björgunarbáti Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Stolið var fyrir um 300 þúsund krónur úr björgunarbátnum Gunnari Frið- rikssyni, þar á meðal þremur línubyssum. Lögreglan rannsakar málið. TUGIR gramma af hassi og talsvert af amfetamíni fannst á refsifanga á Litla-Hrauni í fyrradag. Fanginn var nýbúinn að fá heimsókn þegar fangaverðir leituðu á honum og fundu fíkniefnin. Málið er í rann- sókn. Að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur verið lagt hald á talsvert magn fíkniefna sem gestir ætluðu með inn í fangelsið. Lögreglan vill að svo stöddu ekki gefa upp um hversu mik- ið af eiturlyfjum þar er um að ræða enda sé málunum ekki lokið. Fangi á Litla-Hrauni Með hass og amfetamín eftir heimsókn KJARANEFND hefur ákveðið að laun þeirra embættismanna sem heyra undir nefndina skuli hækka um 7% frá 1. janúar 2003. Laun þeirra hækkuðu síðast í sumar um 3%. Ríkisendurskoðandi, hæstaréttar- dómarar, biskup Íslands, saksóknar- ar, sýslumenn, lögreglumenn, toll- verðir, forstöðumenn ríkisstofnana, héraðslæknar og héraðsdýralæknar eru meðal þeirra sem heyra undir nefndina. Í úrskurði kjaranefndar kemur fram að laun embættismanna sem heyra undir nefndina frá 2. ársfjórð- ungi 1999 til 1. ársfjórðungs 2002 hafi hækkað um 10% minna en launavísi- tala á sama tíma. Ef laun þeirra séu borin saman við laun opinberra starfsmanna og bankamanna á sama tíma sé munurinn enn meiri eða 16%. Með úrskurði kjaranefndar í sumar hafi verið stigið skref til að minnka þennan mun. Þrátt fyrir það hafi enn munað um 7% ef miðað er við launa- vísitölu. Þá vísar kjaranefnd til þess að kjaradómur hafi hækkað laun æðstu embættismanna um 7% frá 1. janúar nk. en nefndin skuli gæta að því að samræmi sé í launum þeirra sem heyra undir nefndina og þeirra sem fá greidd laun skv. ákvörðun kjaradóms. Þá hækki laun á almenn- um vinnumarkaði og hjá opinberum starfsmönnum um 3% um áramótin. Kjaranefnd hefur einnig ákveðið að laun prófessora hækki um 3% frá og með 1. janúar. Laun emb- ættismanna hækka um 7% FJÖGURRA ára drengur slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bifreiða á brúnni yfir Stóru-Laxá í Hreppum á laugardag. Sex manns voru fluttir með þremur sjúkrabif- reiðum frá Selfossi á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í Reykja- vík. Drengurinn hlaut innvortis meiðsl og gekkst undir aðgerð á spítalanum og var hafður í öndunarvél um tíma, en er nú laus úr henni og er á bata- vegi á gjörgæsludeild. Aðrir úr slys- inu slösuðust minna. Tveir fullorðnir voru í annarri bif- reiðinni en tvö börn og tvö fullorðin í hinni. Þau voru öll flutt á Heilsu- gæslustöðina á Selfossi og þaðan á slysadeild í Reykjavík. Brúin yfir Stóru-Laxá er einbreið og skullu bílarnir saman nánast á miðri brúnni. Á batavegi eftir harðan árekstur ÁTTA ára drengur varð fyrir bif- reið á Hamarstíg á Akureyri í gær. Hann hlaut höfuðhögg og var flutt- ur með sjúkrabifreið á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri. Áverkar hans reyndust ekki alvarlegir en hann var lagður inn á barnadeild sjúkrahússins til eftirlits. Talsverð hálka var á götunni þegar slysið varð. 8 ára drengur fyrir bíl LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Guðrúnu Björgu Svan- björnsdóttur. Guðrún er 31 árs gömul, um 172 sentimetrar á hæð, mjög grann- vaxin, stuttklippt með dökkbrúnt hár. Síðast þegar hún sást var hún í bláum goretex- jakka, bláum gallabuxum og vín- rauðum, uppháum skóm. Hún var með bláan bakpoka á baki og notar gleraugu. Í gærkvöldi hafði ekkert heyrst til Guðrúnar frá því á sunnudagskvöld. Þeir sem búa yfir einhverjum upp- lýsingum um ferðir hennar síðan þá eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík í síma 569-9012. Lögreglan lýs- ir eftir konu Guðrún Björg Svanbjörnsdóttir ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.