Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 16
16 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir
Mosfellsbær - Eignamiðlunin er
með í sölu einbýlishúsið Brekkuland
4a í Mosfellsbæ. Um er að ræða
steinhús, byggt árið 1980. Það er 255
fermetrar ásamt 42 fermetra bílskúr
og 42 fermetra vinnustofu sem gæti
verið stúdíóíbúð.
„Hús þetta er mjög vandað og hef-
ur prýtt forsíðu Arkitektablaðsins
og einnig verið fjallað um það í öðr-
um tímaritum. Það er steypt úr sjón-
steypu með innfellingum, en þak-
brún er úr ryðfríu aluzinki," sagði
Þorleifur St. Guðmundsson hjá
Eignamiðluninni.
„Húsið er á þremur pöllum, vand-
að mjög sem fyrr sagði en ekki alveg
fullbúið. Innréttingar eru allar úr
mahóníi og graníti og gegnheilt Mer-
bau-parket er á gólfum þar sem ekki
eru flísar úr graníti eða náttúruleg-
um leir. Innihurðir eru allar úr gegn-
heilu efni og mjög vandaðar.
Komið er inn í rúmgóða forstofu
sem er með þreföldum skápum og
graníti á gólfi og síðan inn í rúmgott
hol sem einnig er granítlagt. For-
stofan er með 5 metra lofthæð og
glugga alveg upp úr. Stór hurð er á
milli holsins og forstofunnar, hún
liggur á nokkurs konar ási sem hún
snýst á.
Til hægri úr holinu er mjög stórt
eldhús með sérsmíðuðum mahóníin-
nréttingum, eyju og rafmagns-gas-
eldavél. Á vinnuborðum er granít og
íslenskt stuðlaberg og er það einnig í
öðrum hlutum innréttingarinnar að
hluta. Gert er ráð fyrir arni í eldhús-
inu.
Tuttugu og sjö ljós eru í eldhúsinu
og loft myndar ákveðið mynstur eins
og víðar í húsinu. Á eldhúsgólfi er
gegnheilt mahóníparket. Samliggj-
andi við eldhúsið er n.k. laufskáli
sem er með granítflísum en gengið
er út í garðinn úr laufskálanum.
Beint áfram úr holinu er mjög stór
stofa sem er með 5–7 metra lofthæð,
innbyggðum bókahillum, innfluttum
gömlum enskum arni úr stáli og
tinnu, stórum innbyggðum sjón-
varps- og tækjaskáp o.fl.
Gengið er beint út á hellulagða
verönd úr stofunni. Gólf í stofu eru
slípuð en gólfið er um 30 cm lægra
fyrir framan arininn, þar sem er inn-
byggður svartur leðursófi. Þar er
gegnheilt parketi á gólfi.
Stigi er niður í stofuna úr áli en
telst bráðabirgðalausn. Til vinstri
við holið er gangur og stigi upp á efri
pallinn. Af ganginum er gengt í
þvottahús með bakinngangi og
geymslu. Inn af holinu er einnig
snyrting sem er með upphengdu
vatnssalerni og granítflísum.
Á efri pallinum er komið upp í
rúmgott hol með Merbau-parketi á
gólfi. Út af holinu eru n. k. svalir sem
snúa inn í stofuna. Gert er ráð fyrir
herbergi inn úr holinu en nú er það
hluti holsins. Í holinu/herberginu er
einn veggur með hleðslugleri en
hann snýr niður að aðalinngangi. Inn
af holinu er síðan stórt parketlagt
hjónaherbergi sem er með miklum
sérsmíðuðum skápum og suðvestur-
svölum, en þaðan er fallegt útsýni til
Varmár og foss í henni.
Vængjahurðir eru út á svalirnar.
Innrétting er í hjónaherberginu. Á
sömu hæð er baðherbergið. Inn af
ganginum er stór stigapallur og sval-
ir og tvö svefnherbergi. Ásett verð á
þessa eign er 35 millj. kr.“
Brekkuland 4a
Húsið er 255 ferm. ásamt 42 ferm. bílskúr og 42 ferm. vinnustofu sem gæti verið stúdíóíbúð. Ásett verð er 35 millj. kr.,
en þessi eign er til sölu hjá Eignamiðluninni.
GRETTISGATA - 101 2-3ja herbergja falleg
65 fm íbúð í góðu litlu fjölbýlishúsi í hjarta borgar-
innar. Verð 9,9 millj. Sjá nánari lýsingu og myndir
á netinu.
GVENDARGEISLI - LEIRDAL, GRAF-
ARH. Vel skipulagt 163 fm einbýlishús í Leidaln-
um í Grafarholti. Hægt er að kaup húsið fokhelt
að innan en tilbúið að utan og verð þá 16,1 millj.
með afhendingu í febrúar 2003. Einnig er í boði að
kaupa það tilbúið til innréttinga á 21,5 millj. Sjá
nánari lýsingu á netinu.
NÝBYGGINGAR
KLETTABERG - HF. Sérlega vandað og fal-
legt parhús með, verönd stórum svölum og óvið-
jafnanlegu útsýni yfir Hafnarfjörð. Stutt í þjónustu
og skóla. Mikið lagt í innréttingar og böð. Verð 23
millj. Skoðið 55 myndir á www.husakaup.is.
TRÖNUHJALLI - KÓP. Mjög vel staðsett
parhús ásamt frístandandi bílskúr. Húsið er á
tveimur hæðum og er gengið inn í húsið frá götu-
hlið og inn á efri hæð hússins. Neðri hæð hússins
er jarðhæð til suðurs og snýr út að skjólsælum
garði. Fullbúin eign. Verð 22,9 millj. Sjá nánar 30
myndir á www.husakaup.is og www.mbl.is.
KAMBASEL - ENDARAÐHÚS Mjög fal-
legt og vandað endaraðhús ásamt innbyggðum
bílskúr. Stórar stofur. Allt að 6 svefnherbergi.
Mikið geymslurými. Suðursvalir og stór sólpallur.
38 myndir á netinu.
ÁLMHOLT - MOS. Þetta vel staðsetta einbýli
er 278 fm, 48 fm bílsk. Hús á 2 hæðum og hægt að
hafa séríbúð í kjallara. Stór herb. Arinn. Góður
garður. Verð 24,5 millj. Sjá 38 myndir á netinu.
AUSTURBERG + SKÚR Snyrtileg og rúm-
góð 4ra herbergja íbúð í góðu nýlega viðgerðu
fjölbýli ásamt litlum bílskúr. Tvennar góðar
geymslur og snyrtileg sameign. Stutt í skóla og
alla þjónustu. Verð aðeins 12 millj.
KLAPPARHLÍÐ - MOS. Glæsileg 4ra her-
bergja íbúð í nýju klæddu fjölbýli. Sérinngangur,
sérþvottahús. Sérlega vönduð eign á frábærum
útsýnisstað. Skoðaðu 21 mynd á netinu. Verð 15,4
millj. Áhv. 9,2 millj. í húsbréfum.
ÚTHLÍÐ Sérlega skemmtileg stór og björt kjall-
araíbúð á eftirsóttum stað í Hlíðunum. Húsið og
þak í góðu standi. Sérinngangur, sérhiti. Nýlegt
ídregið rafmagn en gömul tafla. Mjög góður af-
lokaður bakgarður í mikilli rækt. Verð 13,9 millj.
4 - 6 HERBERGJA
HÓLAR - LYFTUHÚS Rúmgóð 3ja herbergja
íbúð á 7. hæð í góðu nýlega álklæddu lyftuhúsi
við Krummahóla. Snyrtileg sameign. Yfirbyggðar
svalir og fallegt útsýni yfir Esjuna og sundin. Öll
þjónusta í næsta nágrenni m.a. verslunar- og
þjónustukjarni, skólar, leikskólar og sundlaug.
Verð 9,9 millj.
ÁLFHOLT - HAFNARF. Mjög falleg og sér-
lega rúmgóð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í litlu
góðu fjölbýli vel staðsettu í Hafnarfirði. Útsýni.
Örstutt í skóla, leikskóla og þjónstu. Áhv. 7,5 millj.
Verð 12,4 millj. Sjá nánar 25 myndir á www.husa-
kaup.is og www.mbl.is.
VESTURBERG - LAUS Mjög góð, stór þrig-
gja herbergja íbúð á efstu hæð í góðu fjölbýli.
Sérþvottahús. Frábært útsýni. Stutt í skóla og
verslanir. Verð 10,9 millj.
LÆKJASMÁRI - M. BÍLSKÝLI Einstak-
lega vel skipulögð og snyrtileg 3ja herbergja end-
aíbúð á 3ju og efstu hæð í litlu fjölbýli. Sér-inn-
gangur og sérþvottahús. Íbúðin er fullbúin og nýt-
ist einstaklega vel. Allt umhverfi er fullfrágengið
og sérlega snyrtilegt. Verð 13,4 millj.
BRÆÐRABORGARSTÍGUR Mjög góð 2ja
herb. íbúð í fjórbýli. Þakklæðning nýleg, hús end-
urkvarsað og íbúðin sjálf var uppgerð fyrir fáum
árum. Endurnýjuð einangrun útveggja, gluggum
skipt út, ný eldhúsinnrétting, ný gólfefni. Raf- og
vatnslagnir í íbúð hafa verið endurnýjaðar. Sér-
lega skemmtileg baklóð. Verð 7,8 millj. LAUS.
2 HERBERGI I
3 HERBERGI
GRUNDARHÚS - ENDARAÐHÚS Fallegt
endaraðhús á tveimur hæðum með góðri suður-
verönd og garði. Gott hús í grónu hverfi, stutt í
skóla, leikskóla, íþróttahús, sundlaug og aðra
þjónustu. 3 góð svefnherbergi og tvær stofur.
LAUST FLJÓTLEGA. Verð 16,5 millj. Sjá nánar 26
myndir á www.husakaup.is og www.mbl.is.
YRSUFELL- RAÐHÚS Mjög gott raðhús á
tveimur pöllum með grónum garði og góðum bíl-
skúr. Nýir skjólveggir fyrir framan húsið sem af-
marka skemmtilega hellulagða stétt fyrir framan
húsið. Laust fljótlega. Gott verð! 17,9 millj.
TEIGAGERÐI + STÓR SKÚR Skemmtileg
neðri sérhæð í vönduðu tvíbýli á þessum
skemmtilega stað í Smáíbúðahverfinu ásamt
stórum bílskúr. Gott endurnýjað þak, tvöfalt verk-
smiðjugler og Danfoss-hitastýring. Verð 16,3 millj.
Sjá nánar 31 myndr á www.husakaup.is og
www.mbl.is.
BERJARIMI Fallegt 168 fm parhús á tveimur
hæðum. Húsið er ekki tilbúið og því kjörið tæki-
færi að innrétta á sinn hátt. Verð 18,5 millj. Sjá
nánari lýsingu og myndir á netinu.
SAFAMÝRI Glæsileg 120 fm neðri sérhæð
ásamt 28 fm bílskúr í þessu vel staðsetta þríbýli.
Íbúðin er mikið endurnýjuð, m.a baðherb., gólf-
efni og allt tréverk. Skipti möguleg á stærri eign.
Áhv. 8,8 millj. Verð 18,9 millj.
SÉRBÝLI
ÆGISIÐA
Glæsilegt og algjörlega endurnýjað ein-
býlishús á þessum eftirsótta stað. Húsið
er hægt að nýta hvort sem er í einu lagi
eða í tvennu lagi með séríbúð í kjallara.
Góður sérstæður bílskúr. Þetta er eign
sem vert er að skoða.
GRETTISGATA - M. AUKAÍBÚÐ OG ATV.HÚSNÆÐI
GAUTAVÍK - MEÐ GÓÐU AÐGENGI
Glæsileg 3-5 herbergja íbúð í litlu fjölbýli,
sérstaklega hönnuð og innréttuð með
þarfir fatlaðra í huga, m.a. baðaðstaða,
engir þröskuldar og gott aðgengi. Tvenn-
ar verandir. Vandaðar sérsmíðaðar inn-
réttingar, allt tréverk í stíl úr ma-hóní. Allt
sér. 4 íbúðir í húsinu sem er staðsett efst
í lokuðum botnlanga. LAUS FLJÓTLEGA.
Verð 15,7 millj.
Sérlega fallegt gamalt einbýli í miðbænum, byggt 1908, allt uppgert, m.a. nýleg þak-
klæðning, nýlegt rafmagn og ofnakerfi. Innréttingar og gólfefni endurnýjuð að
mestu leyti. Lítil 2-3ja herbergja íbúð á jarðhæð og blómaskáli í garði. Húsinu fylg-
ir 148 fm sérlega vandað atvinnuhúsnæði á baklóð með margvíslega möguleika.
Hellulagt bílastæði með hitalögn. Fallegur lítill garður og blómakantar. Vandaður
útskurður á tréverki ofan við glugga. Verð samtals 27,5 millj. Sjá nánar 36 myndir á
www.husakaup.is og www.mbl.is.