Morgunblaðið - 13.01.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.800 kr.
þegar bókað er á www.icelandair.is
www.icelandair.is
Netsmellur - alltaf ódýrast á Netinu
Flugsæti á broslegu verði
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
C
E
19
89
0
01
/2
00
3
NÝTT HLUTVERK
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
borgarstjóri, verður forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar og
helsti talsmaður flokksins fyrir al-
þingiskosningarnar í vor. Össur
Skarphéðinsson, formaður Samfylk-
ingarinnar, mun einbeita sér að
innra starfi flokksins og leiða stjórn-
armyndunarviðræður, komi til þess.
Ellert í viðbragðsstöðu
Ellert B. Schram, forseti Íþrótta-
og Ólympíusambands Íslands og
fyrrverandi þingmaður Sjálfstæð-
isflokksins, er tilbúinn að taka 5.
sæti á lista Samfylkingarinnar í
Reykjavíkurkjördæmi suður verði
honum boðið það. Hann hefur hins
vegar afþakkað boð um að vera í 6.
sæti á lista flokksins í Reykjavík-
urkjördæmi norður.
Dauðadeildin tæmd
George Ryan, fráfarandi rík-
isstjóri í Illinois í Bandaríkjunum,
hefur ákveðið að breyta öllum
dauðadómum í ríkinu í lífstíðar-
dóma. Ákvörðunin á sér engin for-
dæmi og hafa ýmsir mótmælt henni
harðlega, en Ryan segir að dauða-
dómarnir séu geðþótta- og handa-
hófskenndir og því ósiðlegir.
Reykjanesbraut tvöfölduð
Framkvæmdir við tvöföldun
Reykjanesbrautar hefjast af fullum
krafti síðar í vikunni og er stefnt að
því að ljúka fyrsta áfanga að mestu á
rúmu ári en verktakar hafa frest til
1. nóvember 2004 til að skila af sér.
Valgerður í fyrsta sæti
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, verður í 1.
sæti Framsóknarflokksins í
Norðausturkjördæmi vegna al-
þingiskosninganna í vor. Jón
Kristjánsson, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, verður í
öðru sæti, en kosið var um sæti á
listanum á kjördæmisþingi á laug-
ardag.
Vilja lægri toll á síld
Samtök í sjávarútvegi segja mik-
ilvægast að ná fram tollfríðindum
fyrir fersk og fryst síldarflök í við-
ræðum við Evrópusambandið um
bætur fyrir missi frjáls markaðs-
aðgangs fyrir sjávarafurðir í ríkjum
Austur-Evrópu, sem eru á leið inn í
ESB. Þessi flök bera 15% toll.
2003 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
LÁRUS ORRI FÉKK NÓG AÐ GERA Á MÓTI UNITED / 5
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
NOKKUÐ ljóst virðist vera hvaða
16 leikmenn muni skipa íslenska
landsliðið á HM í Portúgal ef marka
má leikina þrjá á fjögurra landa
mótinu í Danmörku um helgina. Af
þeim átján leikmönnum sem fóru út
komu Róbert Gunnarsson, línumað-
ur, og Birkir Ívar Guðmundsson
aldrei við sögu þótt þeir fengju að
verma varamannabekkinn hvor í
sínum leiknum. Sennilegt má því
telja að þeir heltist úr lestinni þegar
HM-liðið verður tilkynnt á morgun.
Þá liggur í augum uppi að eftirtaldir
sextán leikmenn verði sendir á mót-
ið: markverðirnir Guðmundur
Hrafnkelsson og Roland Valur
Eradze. Horna- og línumennirnir
Gústaf Bjarnason, Guðjón Valur Sig-
urðsson, Róbert Sighvatsson, Sigfús
Sigurðsson og Einar Örn Jónsson og
útileikmennirnir Patrekur Jóhannes-
son, Sigurður Bjarnason, Gunnar
Berg Viktorsson, Dagur Sigurðsson,
Aron Kristjánsson, Rúnar Sigtryggs-
son, Snorri Steinn Guðjónsson, Heið-
mar Felixson og Ólafur Stefánsson.
Tólf af þessum hópi voru í íslenska
liðinu á EM í Svíþjóð fyrir ári síðan.
Guðmundur Guðmundsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, vildi alls
ekki staðfesta að þetta yrðu þeir sex-
tán leikmenn sem færu til Portúgal á
HM, er Morgunblaðið ræddi við
hann í gærkvöldi. Sagðist hann ætla
að gefa sér einn til tvo daga til þess
að velta stöðunni fyrir sér áður en
haldið verður til Svíþjóðar á miðviku-
dag þar Ísland leikur síðasta und-
irbúningsleikinn fyrir HM við heima-
menn í Landskrona síðdegis á
fimmtudag.
Ljósmynd/NF
Hornamaðurinn Gústaf Bjarnason er kominn fram hjá varnarmönnum Egyptalands í gær og skor-
ar eina mark sitt í leiknum á fjögurra landa mótinu í Danmörku. Ísland vann Egypta, 35:25.
Birkir og Róbert
heltast úr lestinni
Marel
lánaður til
Lokeren
BELGÍSKA 1. deild-
arliðið Lokeren hefur náð
samkomulagi við Stabæk
um að fá landsliðsmann-
inn Marel Baldvinsson að
láni til 30. júní í sum-
ar.Þrír íslenskir lands-
liðsmenn eru fyrir hjá
Lokeren Arnar Þór Við-
arsson, Arnar Grétarsson
og Rúnar Kristinsson.
„Við sáum hann leika á
móti Anderlecht í Evr-
ópukeppninni í haust og
vorum mjög hrifnir af
honum. Arnar Viðarsson
og Arnar Grétarsson
mæltu líka eindregið með
honum. Marel er stór og
sterkur leikmaður og það
er einmitt þannig leik-
maður sem við vorum að
leita eftir. Okkur hefur
tekist að ná samkomulagi
við Stabæk um að fá hann
lánaðan út þetta tímabil
með möguleikum á kaup-
rétti eftir það. Við erum
mjög ánægðir með þá Ís-
lendinga sem við höfum
og vonandi eiga eftir að
koma fleiri ,“ sagði Willy
Verhoost, fram-
kvæmdastjóri Lokeren
við Morgunblaðið.
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Bréf 26
Viðskipti 11 Dagbók 28/29
Erlent 112 Kvikmyndir 30
Aðsent 16/17 Fólk 31/33
Listir 14/15 Bíó 54/57
Forystugrein 18 Ljósvakar 34
Minningar 20/23 Veður 35
* * *
AUK samþykkis stjórna Alcoa og
Landsvirkjunar þarf niðurstaða eft-
irlitsstofnunar EFTA, ESA, um rík-
isstyrk vegna stóriðjuframkvæmda
á Austurlandi að liggja fyrir áður en
hægt verður að undirrita samninga á
milli Alcoa, Fjarðabyggðar og iðn-
aðarráðuneytisins. Tilkynning var
send ESA 16. desember og hefur
stofnunin tvo mánuði til þess að af-
greiða erindið.
Iðnaðarráðuneytið óskar eftir því
við fjármálaráðuneytið að það sendi
sérstaka ríkisstyrkjatilkynningu til
ESA, þar sem slík mál heyra undir
fjármálaráðuneytið. Samkvæmt
upplýsingum í fjármálaráðuneytinu
kynntu íslensk stjórnvöld ESA málið
óformlega á fundi í Brüssel til þess
að flýta fyrir afgreiðslu þess og
sendu síðan sjálfa tilkynninguna
með fylgiskjölum hinn 16. desember.
Samkvæmt málsmeðferðarreglum
hefur ESA tvo mánuði til þess að af-
greiða málið frá þeim degi að telja
sem stofnuninni berst tilkynning
sem hún metur sem fullnægjandi.
Að sögn Maríönnu Jónasdóttur,
skrifstofustjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, eru til margir flokkar ríkis-
styrkja og ríkisábyrgð á lánum getur
verið ein tegund ríkisstyrkja. Marí-
anna segir að ESA hafi ekki gert at-
hugasemdir vegna svipaðs erindis
sem ESA var sent vegna fram-
kvæmda á Grundartanga.
Niðurstaða um
miðjan febrúar
ESA skoðar álversframkvæmdir
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra segir fulltrúa aðildarríkja
Barentsráðsins sammála um að
tækifæri séu fyrir hendi innan
ráðsins til að byggja upp nánara
samstarf innan þess, einkum á
sviði efnahags- og umhverfismála.
Geir sat, í fjarveru Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra, tíu ára af-
mælisfund ráðsins sem haldinn
var í Kirkenes í N-Noregi dagana
10.–11. janúar sl.
„Menn eru auðvitað ánægðir
með það sem áunnist hefur síðast-
liðin tíu ár en það er auðvitað alveg
ljóst að þarna eru mikil tækifæri
til að halda áfram að efla samstarf-
ið.“
Fundinn sóttu forsætisráð-
herrar Norðurlandana og Rúss-
lands auk fulltrúa frá 13 fylkjum
ríkjanna sem mynda Barentsráð-
ið.
Sérstakur forsætisráðherra-
fundur var haldinn þar sem sam-
þykkt var ályktun um áherslur og
verkefni sem framundan eru í
samstarfinu. Geir segir merkileg-
ast í því sambandi að rússneski
forsætisráðherrann hafi greint frá
því að rússnesk stjórnvöld myndu
veita undanþágu frá því að lagður
yrði virðisaukaskattur á búnað
sem nota á til að hreinsa upp
kjarnorkuúrgang í NV-Rússlandi.
Ekkert væri því að vanbúnaði að
hefja undirbúning að hreinsunum
á svæðinu.
Tækifæri fyrir
íslensk fyrirtæki
Geir bendir á að þótt Íslending-
ar séu fullgildir aðilar að Barents-
ráðinu séu beinir hagsmunir Ís-
lendinga eðlilega ekki eins miklir
og þeirra sem búa á svæðinu. Á
hinn bóginn sé um gríðarlega stórt
landsvæði að ræða sem sé jafn
stórt að flatarmáli og Portúgal,
Spánn, Ítalía, Frakkland og
Þýskaland til samans með um sex
milljónir íbúa. Svæðið sé auðugt,
bæði af olíu og gasi og þar séu
miklir skógar. Þá bjóði norðaust-
ur-siglingaleiðin milli Atlantshafs
og Kyrrahafs upp á mikla mögu-
leika í framtíðinni, m.a. fyrir Ís-
lendinga í tengslum við viðskipti
við Asíu, ef takist að þróa þar sigl-
ingar með samkeppnishæfum
hætti þrátt fyrir ísinn. Allt hag-
ræði sem skapist á svæðinu fyrir
tilstuðlan ráðsins geti því nýst ís-
lenskum fyrirtækjum og aðilum
sem stunda viðskipti þar.
Að sögn Geirs bar engin mál á
góma sem snerta hagsmuni Ís-
lendinga beint, s.s. fiskveiðar í
Barentshafi.
Samstarf í umhverfis-
og efnahagsmálum
Fundur Barentsráðsins haldinn í Kirkenes í N-Noregi
SÍÐUSTU sex mánuði hafa eggjaframleið-
endur hækkað verð til verslana um 28%.
Hagkaup hafa ekki fallist á þessar hækk-
anir og hafa síðustu mánuði greitt sam-
kvæmt gömlu verðskránni.
Finnur Árnason, framkvæmdastjóri
Hagkaupa, segir að framleiðendur séu
ótrúlega nálægt hver öðrum í hækkunum.
Hagkaup kaupi egg frá fleiri en einum
framleiðanda og allir virðist þeir mjög sam-
stiga. „Síðustu sex mánuði hefur verðið
hækkað um 28%. Við erum ennþá að reyna
að lenda þessu svo við þurfum ekki að velta
þessari hækkun út í verðlagið.“
Finnur segir að Hagkaup eigi ekki marga
kosti í stöðunni. „Ég er hræddur um að
okkar viðskiptavinir yrðu ekki ánægðir ef
við hættum að selja egg. Ég held þeir væru
heldur ekki ánægðir ef við myndum hækka
egg hjá okkur um 28% í einu vetfangi. Svo
er okkur óheimill innflutningur á eggjum.
Við eigum fáar bjargir,“ segir Finnur.
Hagkaup hafi síðustu mánuði greitt
framleiðendum fyrir vöru þeirra sam-
kvæmt gamla verðinu. Fyrst hafi Hagkaup
tekið á sig hækkun og greitt samkvæmt
henni í tvígang „en síðan sögðum við hingað
og ekki lengra,“ segir Finnur. „Við viljum
reyna að leysa þetta, eins og við alla okkar
birgja og finna sátt um einhverja lausn sem
allir geta verið ánægðir með.“
Í baráttunni við Rauðu strikin og verð-
bólguna í fyrra hafi Hagkaup komið með
mikilvægt innlegg þegar verð á ýmsum
vörum var lækkað. „Það var ákveðið loforð
sem við gáfum okkar viðskiptavinum og við
viljum standa við það. Ég held að það hafi
sýnt sig í vísitölu matvöru undanfarna mán-
uði,“ segir Finnur.
Hann segir að Hagkaup hafi ekki bent
Samkeppnisstofnun á þetta en stofnunin
hljóti að skoða aðra þætti en smásölustig á
matvöru, verði þetta niðurstaðan.
„Hingað
og ekki
lengra“
Hagkaup fallast ekki
á 28% verðhækkun
eggjaframleiðenda
TVEIR jeppar lentu utan vegar í Fnjóskadal, rétt áð-
ur en lagt er upp á Víkurskarð austan megin, á laug-
ardagskvöld. Lögreglan á Húsavík og lögreglan á
Akureyri fengu tilkynningu um slysið rétt fyrir
klukkan tíu. Talsverður viðbúnaður var viðhafður
þar sem ökumaður sat fastur í öðrum jeppanum, sem
var skorðaður á hliðinni ofan í skurði við veginn.
Lögreglan á Húsavík taldi atvikin óháð hvort
öðru. Geysileg hálka var á þessum kafla en auður
vegur sitthvorum megin. Lögreglan telur að öku-
menn hafi misst stjórn á bílunum þegar þeir keyrðu
inn á hálkukaflann. Talsverðan tíma tók að komast
að öðrum ökumanninum, sem var samanklemmdur
inni í flakinu.
Hann var slasaður að sögn lögreglu en betur fór
en á horfðist í fyrstu. Hinn ökumaðurinn skarst á
höfði. Báðir voru fluttir með sjúkrabíl á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri.
Víða var flughált á vegum landsins í gær og
hálkublettir í öllum landshlutum samkvæmt upplýs-
ingum frá Vegagerðinni. Sömu sögu var að segja um
götur í íbúðarhverfum á höfuðborgarsvæðinu.
Misstu stjórn á bílunum í hálku
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
TVEIR brenndust í andliti um helgina,
annar í vinnuslysi og hinn af völdum flug-
elds. Flugeldurinn sprakk framan í ungling
í Þrastarskógi og brenndist pilturinn tals-
vert í andliti, en hann var fluttur á Land-
spítala – háskólasjúkrahús við Hringbraut.
Starfsmaður Íslandslax hf. við Grindavík
fékk í gærdag sápu framan í sig, þegar
hann var að tengja sápudælu, og brann í
andliti, en farið var með hann á spítala í
Reykjavík eftir læknisskoðun í Keflavík.
Brenndust
í andliti
♦ ♦ ♦