Morgunblaðið - 13.01.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.01.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Þessi fagra eyja á sér fjölmarga að- dáendur enda ríkir hér andrúmsloft sem er einstakt í heiminum og náttúrufegurð sem á engan sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina eða í hjarta Havana og hér getur þú valið um spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða sem eru hér á heimavelli. Val um: - Dvöl í Varadero 7 nætur - Varadero og Havana - Havana 7 nætur Sérflug Heimsferða Verð kr. 98.650 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 103.650. Hótel Arenas Doradas **** Glæsilegt 4 stjörnu hótel við ströndina með frábærum aðbúnaði. Verð kr. 94.750 M.v. MasterCardávísun að upphæð kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar kr. 99.750. Hótel Villa Tortuga *** Fallegt 3ja stjörnu hótel við ströndina með góðum aðbúnaði. Kúba 25. febrúar frá kr. 94.750 7 nætur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri verður forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar og helsti talsmaður flokksins fyrir þing- kosningarnar í maí. Hún verður for- sætisráðherraefni jafnvel þótt hún nái ekki kjöri á Alþingi en hún mun skipa 5. sætið á framboðslista Sam- fylkingarinnar í Reykjavíkurkjör- dæmi norður. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, mun einbeita sér að innra starfi flokksins og leiða stjórnarmyndunarviðræður, komi til þess. Þessa niðurstöðu kynntu þau Össur og Ingibjörg Sólrún fyrir fjöl- miðlum í gær. Á fundinum kom fram að Ingi- björg verður fulltrúi Samfylkingar- innar í helstu kappræðum í sjón- varpi, m.a. í svonefndum formanna- þætti sem jafnan er á dagskrá sjónvarps kvöldið fyrir kjördag. Þá sagði Össur ekki ólíklegt að kosning- arnar myndu snúast um það hvort yrði forsætisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eða Davíð Odds- son. Tvímælalaust umboð Að sögn Össurar var haft samráð við þingflokk Samfylkingarinnar, frambjóðendur hennar sem eru lík- legir til að taka sæti á Alþingi að loknum kosningum og trúnaðar- menn flokksins víðsvegar um land, til að kanna viðhorf þeirra til þess að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráð- herraefni flokksins. Undantekning- arlaust hefðu menn verið því fylgj- andi. Aðspurður sagðist hann telja að hún hefði tvímælalaust umboð flokksins til að gegna þessu hlut- verki. Össur benti á að hann myndi leiða hugsanlegar stjórnarmyndun- arviðræður Samfylkingarinnar og að þeim loknum leggja fram ráðherra- lista sem þingflokkurinn mun ann- aðhvort hafna eða samþykkja. „Ég hef lýðræðislegt umboð til þess að tefla fram því liði sem ég tel best til þess fallið að afla fylgis við flokkinn. Það er mitt hlutverk. Ég gekk hins vegar úr skugga um það að þeir sem munu þurfa að samþykkja þetta eru fylgjandi þessu fyrirkomulagi,“ sagði hann. Öflugur vígamaður Í sjónvarpsviðtali 30. desember sagði Össur að ekki kæmi til greina að Ingibjörg Sólrún yrði forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinnar fyr- ir kosningarnar í vor. „Ég vísaði þá til ummæla sem hún hafði sjálf við- haft opinberlega þar sem hún sagði það skýrt að hún sæktist ekki eftir því að verða forsætisráðherra í þess- um kosningum en tók það hins vegar fram að hún vildi verða forsætisráð- herra í vinstristjórn einhvern tíma í framtíðinni,“ sagði hann. Um sama leyti hefði hann í viðtali áskilið sér rétt til þess að biðja hana um að skipta um skoðun. Það hefði hann gert laugardaginn 4. janúar sl. Það kæmi sjálfsagt mörgum á óvart en Ingibjörg Sólrún hefði í fyrstu ekki léð máls á þeirri hugmynd. Hún hefði síðan fallist á þetta í upphafi síðustu viku. Össur sagðist afar ánægður með að vera búinn að fá þennan „öflugasta vígamann“ ís- lenskra stjórnmála í dag til liðs við Samfylkinguna fyrir kosningarnar og viss um að stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar myndu fagna henni. „Það verður að segja það eins og er að atburðarásin hefur verið nokk- uð hröð,“ sagði Ingibjörg Sólrún og minnti á að í upphafi hefði hún ein- ungis fallist á að skipa 5. sætið í Reykjavík til að leggja Samfylking- unni lið og vekja athygli á málefnum borgarinnar. Atburðir hefðu á hinn bóginn orðið til þess að hún væri nú komin í þau spor að hún myndi beita sér af alefli í landsmálunum. Sam- fylkingin hefði verið í umtalsverðri sókn á síðustu misserum og bætt við sig fylgi. Sagðist Ingibjörg Sólrún ætla að gera það sem í sínu valdi stæði til að flokkurinn fengi gott brautargengi í þingkosningunum í vor. Aðspurð kvaðst hún ekki ætla að bjóða sig fram sem formaður Sam- fylkingarinnar á næsta landsfundi flokksins. Spurð um verkaskiptingu milli hennar og Össurar sagði Ingibjörg Sólrún alveg ljóst að Össur færi með hið lýðræðislega umboð frá flokkn- um og þau hlytu að vinna mjög náið saman, bæði í aðdraganda kosning- anna og að þeim loknum. Unnið yrði eftir kosningastefnuskrá flokksins og allir frambjóðendur væru þess umkomnir að kynna hana fyrir kjós- endum. Aðspurð hvort það myndi hafa áhrif á stefnu Samfylkingarinn- ar að henni væri teflt fram sem for- sætisráðherraefni flokksins sagði hún að innan Samfylkingarinnar væri pláss fyrir ýmsar skoðanir og kvaðst ekki hafa orðið vör við að hún og Össur væru ósammála í einhverj- um málum. Össur og Ingibjörg Sólrún bentu bæði á að ávallt væri einhver blæ- brigðamunur á skoðunum innan flokka, jafnvel í fremstu víglínu. Nefndi Ingibjörg Sólrún sem dæmi að munur væri á stefnu formanna og varaformanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þeir stæðu hins vegar fyrir þá sameiginlegu stefnu sem flokkar þeirra hefðu markað. Óbundin til kosninga Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að sitja í ríkisstjórn með Davíð Oddssyni sagði Ingibjörg Sólrún: „Það sem ég hef sagt í þessum efnum er að sjálfsögðu var ég ekki að bjóða mig fram til að lengja lífdaga Davíðs Oddssonar á forsætisráðherrastóli. Ég hef enga sérstaka löngun til þess. Ég tel að það sé komin ákveðin vald- þreyta og tími til að skipta. Það er hins vegar auðvitað ekki mitt að ákveða það, hvernig Samfylkingin hagar sínu stjórnarmynstri. Það er formannsins og þingflokksins í sam- einingu að gera það. Ég ræð því ekki í sjálfu sér.“ Samfylkingin ynni að því að festa sig í sessi sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. „Hins vegar er það auðvitað á ábyrgð allra þeirra sem kjörnir eru að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar. Og þá verða menn auðvitað að ráða í spilin og hvaða skilaboð kjósendur hafa sent,“ sagði hún. Össur sagði Samfylkinguna ganga óbundna til kosninga og flokkurinn hefði aldrei útilokað ríkisstjórnar- samstarf með Sjálfstæðisflokknum. „Það hefur hins vegar verið þannig að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur talað með þeim hætti að hann hefur gert sínum flokki og sinni þjóð ákaflega góða grein fyrir því að hann hafi ákaflega lítinn áhuga á slíku samstarfi en það verður hann að eiga við sjálfan sig og sinn flokk,“ sagði hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar Af fullum krafti í landsmálin Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður fulltrúi Samfylkingarinnar í helstu kappræðum í sjónvarpi, m.a. í svonefndum formannaþætti sem jafnan er á dagskrá sjónvarps kvöldið fyrir kjördag. KJÖRNEFND Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti á fundi sínum á laugardag að Adolf Berndsen frá Skagaströnd skyldi taka fimmta sæti, en Vilhjálmur Eg- ilsson alþingismaður lenti í því sæti í prófkjöri sem fram fór 9. nóvember sl. Vilhjálmur er á leið til starfa hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Wash- ington í Bandaríkjunum. Adolf tók ekki þátt í prófkjörinu. „Þarna var tækifæri til að flytja konur upp. Í staðinn kemur maður inn sem er fimmti karlmaðurinn í röðinni og fimmti maðurinn frá sjáv- arþorpi,“ segir Jóhanna Pálmadótt- ir, bóndi á Akri í Húnavatnssýslu, sem tók þátt í prófkjörinu. Jóhanna lenti í sjötta sæti, á eftir Vilhjálmi, en hlaut 52% atkvæða í fimmta sætið. Hún er formaður Fé- lags sauðfjárbænda í Austur-Húna- vatnssýslu og varaformaður Lands- sambands sauðfjárbænda. Hún segir að eðlilegast hefði verið að færa hana og Birnu Lárusdóttur, sem lenti í sjöunda sæti, upp um sæti. Bókaði mótmæli Reynir Kárason frá Sauðárkróki situr í kjörnefnd og tók þátt í at- kvæðagreiðslu um tillögu nefndar- innar. Hann segir að við upphaf fundarins á laugardaginn hafi skiln- ingur flestra nefndarmanna verið sá, að færa ætti þá sem komu á eftir Vil- hjálmi Egilssyni upp um eitt sæti eftir brotthvarf hans. Síðan hafi komið eindregin tillaga frá þremur nefndarmönnum og stuðningsmönn- um Vilhjálms um að Adolf tæki fimmta sætið. Samþykktu nefndar- menn það en hann bókaði mótmæli við afgreiðsluna og sagði óeðlilegt að nýr maður væri tekinn fram fyrir þá sem tóku þátt í prófkjörinu. Jóhanna segir að það hafi komið sér og stuðningsmönnum sínum á óvart þegar fréttist af þessari til- lögu. Brugðust stuðningsmennirnir við snemma á laugardagsmorgun, sama dag og kjörnefnd fundaði, og söfnuðu 52 undirskriftum á tveimur tímum þar sem þessu var mótmælt. Var mótmælaskjal með undirskrift- unum sent símleiðis til kjörnefndar, sem sat á rökstólum á Staðarflöt við Staðarskála. Hún segir að það hafi engin áhrif haft á afgreiðslu nefnd- arinnar. „Þegar tækifæri gefst til að stilla upp á þessum lista er fulltrúa land- búnaðarins, fulltrúa kvenna og full- trúa þessara mörgu kjósenda ekki gefinn kostur á að færast upp, held- ur bætt við fimmta manninum sem kemur úr sjávarþorpi eins og allir hinir,“ segir Jóhanna. Hún bendir á að í kjördæminu sé mikill landbún- aður í Borgarfirði, Húnavatnssýsl- unum og Skagafirði, og mikilvægt að fulltrúi landbúnaðarins sé líka á þessum lista. Hún segist ekki geta gefið neinar skýringar á þessari nið- urstöðu kjörnefndar. „Fólki finnst þetta ólýðræðislegt.“ Samkvæmt tillögu kjörnefndar verður Sturla Böðvarsson í fyrsta sæti, Einar K. Guðfinnsson í öðru sæti, Einar Oddur Kristjánsson í þriðja, Guðjón Guðmundsson í fjórða og Adolf Berndsen í fimmta. Jó- hönnu Pálmadóttur hefur verið boð- ið sjötta sæti og Birnu Lárusdóttur sjöunda sætið. Jóhanna segir ekki ljóst hvort breytingartillaga verði lögð fram á fundinum. Fólk sé að melta þessa niðurstöðu ennþá. Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi Adolf Berndsen stillt upp í fimmta sæti „Fólki finnst þetta ólýðræðislegt,“ segir Jóhanna Pálmadóttir ELLERT B. Schram, forseti ÍSÍ og fyrrverandi þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, segir að það komi til greina af sinni hálfu að vera í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykja- víkurkjördæmi suður verði honum boðið það. Ellert hef- ur afþakkað boð um að taka 6. sætið á lista flokks- ins í Reykja- víkurkjör- dæmi norður, á eftir Ingi- björgu Sól- rúnu Gísla- dóttur borgarstjóra. Hann segir að uppstilling- arnefnd hafi rætt um hvort hægt væri að finna honum stað annars staðar á listanum og að m.a. sé rætt um 5. sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður í því sambandi. Hann segist ekki vita hvenær útséð verði um hvort hann tekur sæti á lista Samfylkingarinnar. „Ég er mjög afslappaður út af þessu. Ef þeir vilja eitt- hvað við mig tala heyri ég sjálfsagt frá þeim.“ Hann vill ekki gefa upp hver hafi komið að máli við hann um að hann tæki sæti á lista flokksins en segir að það sé fólk innan flokksins sem hann „taki mark á“. Það hafi þó ekki verið formaður flokksins. Páll Halldórsson formaður uppstillingarnefndar vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið innti hann eftir því. Ellert Schram hafn- ar boði um 6. sæti á lista Samfylkingar Kæmi til greina að taka 5. sætið Ellert B. Schram

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.