Morgunblaðið - 13.01.2003, Side 6

Morgunblaðið - 13.01.2003, Side 6
FRÉTTIR 6 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ VEÐURSTOFAN spáir frosti víða um land í vikunni. Erfitt er að spá því hvort framhald verður á þessu, en undanfarna mánuði hefur verið viðvarandi hlýindaskeið hér á landi. Þetta hefur valdið mörgum heila- brotum enda má heita að hægt sé að tala um vetrarlausan vetur það sem er þessum vetri og muna elstu menn vart annað eins. Vilhjálmur Hólmgeirsson veð- urathugunarmaður á Raufarhöfn hefur verið viðloðandi veðurathug- anir á Raufarhöfn frá árinu 1952. „Þetta er alveg einstakt,“ segir Vilhjálmur um hlýindin í vetur. Hann segist muna eftir því sem drengur að jörð var auð í Langa- nesi í janúar þar sem hann ólst upp á fjórða áratug síðustu aldar og að hlýindin hafi varað langt fram eftir mánuðinum. „Ég þykist muna þetta enda var það alveg sérstakt,“ segir hann og man ekki eftir viðlíka vetrarlausum vetri þar til nú. Í bænum er lítil tjörn sem hægt er að skauta á þeg- ar frystir. Vilhjálmur segir tjörnina hafa lagt í fyrsta sinn í vetur sl. fimmtudag. „Ég hugsa að þetta sé eini vet- urinn sem tjörnina hefur ekki lagt eitthvað um haustið.“ Á föstudag sýndi mælirinn hjá Vilhjálmi 5 gráða hita klukkan 18. Hann segir að í seinni ár hafi það hins vegar sýnt sig að veturnir væru að verða mildari. Mildur vetur árið 1964 Óskar J. Sigurðsson, veðurathug- unarmaður á Stórhöfða, segir hlý- indakaflann í vetur hafa verið óvenju stöðugan og staðið lengi. Hann man í svipinn eftir óvenju mildum vetri árið 1964 þegar jörð var auð allan veturinn og ekkert hret var um vorið. Veturnir á eftir, 1965–70, voru á hinn bóginn kulda- vetur, að hans sögn. Á föstudag mældist 7 stiga hiti á Stórhöfða. Mesta frost sem mælst hefur í vet- ur var þrjú stig um miðjan nóv- ember, að hans sögn. Óskar hefur verið veðurathug- unarmaður á Stórhöfða frá 1965 en fengist við veðurathuganir frá 1952. Hann útilokar ekki að veturinn verði áfram mildur en bendir á að það geti breyst snögglega. „Það versta sem maður fær er vorkuldi eftir svona vetur þegar gróður er orðinn viðkvæmur,“ segir Óskar sem segist kunna betur við það þegar vetur ríkir á veturna og sumarblíða á sumrin. Kemur ekki endilega niður á jöklunum Vilborg Sigurðardóttir sá um veðurathuganir í Grímsey frá 1950– 2000. Hún segist aldrei muna eftir annarri eins veðurblíðu á þessum tíma árs og ekki muna eftir öðrum mildum vetri sem komist í ná- munda við þann sem nú er. „Ég var til dæmis að segja dótt- urdóttur minni að þegar ég var yngri hefðu verið vetur á veturna og sumar á sumrin. Þá voru kafla- skipti í veðrinu og ég er ekkert ein um að segja það, það ber öllum saman um það,“ segir Vilborg. Hún segir að það hafi varla kom- ið hret í vetur í Grímsey að frátöld- um einum eða tveimur dögum í nóvember. „Það eru að verða miklu minni kaflaskil í veðrinu heldur en voru, það eru að koma minni og mildari vetur,“ sagði Vilborg. Hún vill engu um það spá hvort Vetur konungur láti á sér kræla á næstunni en bætir við: „Gamla fólk- ið sagði alltaf: Ætli þetta komi ekki í bakseglin.“ Það sé því ekki hægt að útiloka að vetur skelli á þrátt fyrir hlýindin. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands og formaður Jökla- rannsóknafélags Íslands, segir að hlýindi að vetri þurfi ekki endilega að hafa mikil áhrif á afkomu jökl- anna ef hlýindin eru ekki meiri en svo að mestur hluti úrkomu á efri hluta jökulsins er snjór. „Það má eiginlega segja að það sé tvennt sem hafi áhrif á íslenska jökla, annars vegar hversu mikið snjóar eða hversu mikil úrkoma er á veturna og síðan hversu hlýtt er á sumrin.“ Hann segir að það verði mjög fróðlegt að sjá hvernig jöklarnir koma undan vetri og hver áhrif hlý- indi í vetur hafa á afkomu jöklanna. Jöklarannsóknarfélagið stendur fyrir rannsóknarferðum á hverju sumri og meðal annars eru farnar ferðir á Vatnajökul að vori og hausti. Undanfarin ár hefur Vatna- jökull þynnst að jafnaði um tæpan metra á ári. Mest áhrif á innfluttan gróður Ólafur Arnalds, jarðvegsfræð- ingur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, dregur það stórlega í efa að hlýindaskeið sé endilega slæmt fyrir vistkerfi landsins. Gróður á Íslandi hafi upplifað slík skeið áður. „Ég held að vistkerfi landsins sé ekki að upplifa neitt nýtt, það hafa komið svona skeið áður. Það sem fer verst út úr þessu er gróður sem hefur þróast við aðrar aðstæður eins og innfluttur gróður í görðum sem gæti farið hvað verst út úr þessu,“ segir hann. „Elstu menn“ muna vart aðra eins tíð Morgunblaðið/RAX Vísbendingar eru um að loftslag á jörðinni sé að hlýna. Þó eitthvað kunni að vera til í þeim kenningum er samt hægt að treysta því að Herðubreið er með hvítan koll í janúar. Fjallið skartar sínu fegursta í góða veðrinu. Ljósmynd/Guðgeir Eyjólfsson Á Siglufirði eru skíðin enn inni í geymslu, en golfkylfurnar eru hins vegar mikið notaðar. Starf Golfklúbbs Siglufjarðar hefur því verið öflugt í vetur. Morgunblaðið/Kristinn Eru ekki örugglega komnir páskar? Þessa fallegu dvergpáska- lilju má finna í garði í Grafarvogi. Morgunblaðið/Kristinn Jarðarberjaplönturnar hans Péturs Sigurðssonar, sem býr í Grafar- vogi, halda að það sé að koma vor. FRAMKVÆMDIR við tvöföldun Reykjanesbrautar hefjast af fullum krafti síðar í vikunni. Verktakarnir eru að fá til landsins öflugar gröfur og stóra vörubíla og setja sér það markmið að ljúka þessum áfanga að mestu á rúmu ári, mörgum mánuðum fyrr en þeir þurfa. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra tók fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar milli Hafnar- fjarðar og Njarðvíkur við athöfn við Kúagerði í fyrradag, lýsti því yfir að framkvæmdirnar væru hafnar og óskaði verktökum og öðrum sem að þeim koma velfarn- aðar. Kallar eftir meiri fjármunum Við athöfnina, sem Samtök áhugafólks um öryggi á Reykja- nesbraut stóðu af þessu tilefni fyrir í samvinnu við verktakana, var þeirra 53 einstaklinga sem látist hafa í umferðarslysum á Reykja- nesbrautinni minnst og blómsveig- ur lagður að minnisvarða við veg- inn í Kúagerði. Þegar samgönguráðherra hafði tekið fyrstu skóflustunguna tóku stórvirkar vélar við og hófu að grafa úr vegstæðinu. Síðan var at- höfn í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík þar sem starfsmenn verk- taka, íbúar á Suðurnesjum, ráð- herrar, þingmenn og sveitarstjórn- armenn komu saman og fögnuðu þessum áfanga. Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins, var ánægður með daginn og sagði að þrátt fyrir leið- inlegt veður hefði góður hópur fólks komið saman til að fagna þessum tímamótum. Áhugahópur- inn hefur lagt áherslu á að þau hagstæðu tilboð sem bárust verði nýtt þannig að hægt verði að lengja kaflann sem tekinn er fyrir í þessum áfanga. Ef nokkrum kíló- metrum yrði bætt við þá rúmu átta sem samið hefur verið um við nú- verandi verktaka yrði hægt að tvö- falda Reykjanesbrautina í tveimur áföngum í stað þriggja. Mælir Steinþór með að framkvæmdunum verði flýtt þannig að brautinni verði lokið áður en meginþungi framkvæmda við Kárahnjúkavirkj- un og álver í Reyðarfirði ríður yfir. Kveðst hann ánægður með und- irtektir samgönguráðherra og Vegagerðar við þessi sjónarmið, Vegagerðin lýsi sig reiðubúna til að skoða málið og samgönguráðherra kalli eftir auknu fé til samgöngu- mála. Vísar Steinþór þar til þeirra orða Sturlu Böðvarssonar í hófinu í Stapa á laugardag að hann þyrfti að fara eftir fjárlögum og vega- áætlun en aðrir ráðherrar og þing- menn sem þar væru staddir gætu haft á það áhrif. „Ég vil því bara nota tækifærið og kalla eftir frek- ari fjármunum inn í samgöngu- málin til að klára þetta stóra verk- efni,“ sagði ráðherra meðal annars. Jarðvinnuverktakarnir Háfell ehf. og Jarðvélar sf. og bygginga- félagið Eykt ehf. áttu lægsta tilboð í þennan áfanga tvöföldunarinnar en hann liggur úr Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandar- heiði. Þeir munu hefja vinnu aftur í dag við það að leggja veg frá námu og annan undirbúning. Ólafur Þór Kjartansson, framkvæmdastjóri Jarðvéla, býst við að framkvæmdir komist á skrið undir lok vikunnar. Hann segir að Jarðvélar séu að fá til landsins þrjá stóra vörubíla til að nota við þetta verk og eina öfl- uga gröfu og Háfell fái aðra slíka gröfu. Bætast þau í hóp annarra stórvirkra tækja sem fyrirtækin hafa nú þegar yfir að ráða. Þetta geri fyrirtækin til að geta unnið verkið á sem hagkvæmastan hátt. Ólafur Þór vonast til að hægt verði að ljúka verkinu á tólf til fjór- tán mánuðum, sem er mun styttri tími en Vegagerðin hefur áætlað. Hafa verktakarnir raunar frest til 1. nóvember á næsta ári til að skila af sér. Ólafur segir að verktakarnir fái flýtifé ef þeim tekst að hraða verkinu. Þá vilji þeir skapa svig- rúm til þess að lengja kaflann, ef yfirvöld sjái sér hag í því. Segir Ólafur að vegna staðsetningar efn- isnáma sé hægt að spara verulega fjármuni með því að nota þessi stórvirku tæki áfram við verkið. Það sé ekki hægt að gera eftir að búið sé að malbika þennan kafla og hleypa á hann umferð. Hluti af verkinu er að byggja tvenn mislæg gatnamót, önnur við Vatnsleysustrandarveg við Kúa- gerði og hin í Hvassahrauni. Fljót- lega verður farið í að undirbúa vinnusvæðið þar þannig að starfs- menn byggingarfélagsins Eyktar geti unnið við sinn verkhluta um leið og vegurinn er lagður. Framkvæmdir við fyrsta áfanga tvöföldunar Reykjanesbrautar hófust um helgina Verktakar reyna að flýta verkinu Morgunblaðið/Þorkell Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók fyrstu skóflustunguna við Kúa- gerði, en það markar upphaf framkvæmdanna við Reykjanesbraut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.