Morgunblaðið - 13.01.2003, Síða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 9
Útsala
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Útsala
Glæsilegt úrval
af drögtum
Laugavegi 4, sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Póstsendum
Stór-
útsalan
í fullum gangi
30-70%
afsláttur
Nýtt kortatímabil
Kringlunni, sími 588 1680,
v. Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
MonariMac
Hverfisgötu 6, sími 562 2862.
ÚTSALAN
ER HAFIN
Útsala — Útsala
Litlar stærðir — Stórar stærðir
Mikið í st. 36, 38 og 40
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—15
ALVÖRU ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Flíspeysa 3900 900
Bómullarpeysa 6900 1900
Jakkapeysa 5800 900
Tunika 3900 1200
Dömublússa 3100 900
Gallajakki 4800 1900
Teinóttur blazer 5900 900
Hlýrakjóll 4600 1200
Sett bolur og pils 7800 1900
Dömugallabuxur 4900 1900
Rúskinnsbuxur 8900 2900
Herrapeysa 6100 1900
Herraskyrta 3100 1200
...og margt margt fleira
hefst í dag
60—80% afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl. 10.00-18.00
www.friendtex.is
Stærðir frá 36-52
ÓMAR Ragnarsson fréttamaður
verður með kynningarsýningu á
kvikmyndaefni um virkjanir og þjóð-
garða, sem unnið hefur verið undir
vinnuheitinu „Á meðan land bygg-
ist“, í Bíóborginni annað kvöld.
Myndefnið byggist á ferðum um
virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjun-
ar og hugsanlegt þjóðgarðssvæði
norðan Vatnajökuls og hins vegar á
ferðum um tuttugu þjóðgarða og tólf
virkjanir í Kanada, Bandaríkjunum
og Noregi, auk fleiri áhugaverðra
staða.
„Í þessu rannsóknarverkefni var
velt upp spurningunni um það, hvað
væru umtalsverð umhverfisáhrif og
hvað ekki. Athugað var hvort virkj-
anir og þjóðgarðar gætu farið sam-
an. Kárahnjúkavirkjun var borin
saman við erlendu virkjanirnar og
reynt að varpa ljósi á gildi Vatnajök-
uls og landsins undir honum og við
hann,“ segir í fréttatilkynningu.
Sýningin verður í Bíóborginni og
hefst klukkan 21. Hún er í tveimur
45 mínútna hlutum með hléi á milli,
en húsið verður opnað klukkan
20.30.
Ómar með
mynd um
virkjanir og
þjóðgarða
JAFNMARGIR sóttu Kringluna á
árinu 2002 og árið 2001, að því er
fram kemur í tilkynningu frá versl-
anamiðstöðinni. Segir að aðsókn hafi
verið óbreytt milli áranna en að 2%
fleiri hafi komið í Kringluna í desem-
ber sl. en í jólamánuðinum 2001.
Þá segir að að aðsóknarmet hafi
verið slegið á Þorláksmessu liðins
árs þegar tæplega 50 þúsund gestir
komu í Kringluna. Kaupmenn í
Kringlunni eru ánægðir með versl-
unina undanfarin misseri, að því er
fram kemur í tilkynningunni, en
töluverð aukning hefur orðið á sölu
gjafavöru í Kringlunni.
Óbreytt aðsókn
að Kringlunni
JARÐSKJÁLFTAHRINA hófst á
Tjörnesgrunni, um 29 km austsuð-
austur af Grímsey, klukkan 21.50 í
fyrrakvöld. Stærsti skjálftinn í hrin-
unni varð kl. 22.56 og mældist hann
3,4 stig á Richter. Tveir aðrir skjálft-
ar um 3 stig á Richter urðu skömmu
áður. Nokkuð margir skjálftar
mældust á svæðinu fram undir tvö-
leytið aðfaranótt sunnudags, flestir á
bilinu 2–3 stig á Richter. Ekki hefur
orðið vart við frekari skjálfta á svæð-
inu.
Skjálftahrina á
Tjörnesgrunni
VINSTRIHREYFINGIN – grænt
framboð boðar til félagsfundar í
kvöld þar sem tekin verður fyrir til-
laga uppstillingarnefndar um röð
frambjóðenda á framboðslistum VG í
Reykjavík.
Svanhildur Kaaber, formaður
uppstillingarnefndar, segir nefndina
vera að ljúka störfum en tillagan
verði fyrst kynnt á fundinum.
Allir félagsmenn Vinstri grænna í
Reykjavík hafa seturétt á fundinum.
Hann hefst klukkan átta og er hald-
inn í Rúgbrauðsgerðinni að Borgar-
túni 6 í Reykjavík.
VG í Reykjavík
Ganga frá upp-
stillingu í kvöld
FLUGLEIÐIR hafa auglýst ferða-
tilboð fyrir félaga í Vildarklúbbi sín-
um og að sögn Steins Loga Björns-
sonar, markaðs- og sölustjóra
félagsins, eru tilboðin ekki vegna
aukinnar samkeppni heldur sé reglu-
lega boðið upp á punkta- og peninga-
tilboð fyrir félaga í klúbbnum og með
þeim sé verið að standa við gefin lof-
orð.
Í tilboðunum er boðið upp á flug til
Glasgow, Amsterdam og Parísar fyr-
ir 14.900 krónur og 15.000 ferða-
punkta en flug til Minneapolis og
Baltimore kostar 24.900 kr. og
20.000 ferðapunkta. Sölutímabilið
stendur til 18. febrúar en ferðatíma-
bil til 3. mars.
Steinn Logi segir að yfir 90.000
manns séu í Vildarklúbbnum og
þeim standi reglulega til boða ýmis
sérkjör. „Við erum að efna ákveðin
loforð um ákveðin sérkjör eða til-
boð,“ segir hann og bætir við að mið
sé tekið af stöðunni á markaðnum
hverju sinni.
„Þetta er samt alls ekki sérstakt
svar við samkeppninni, því ef svo
hefði verið hefðum við svarað henni
með ákveðnu verði sem allir gætu
nýtt sér, en í þessu tilfelli er frekar
verið að styrkja Vildarklúbbinn.
Hins vegar tökum við allri sam-
keppni alvarlega og mætum henni.“
Að sögn Steins Loga eru ekki allir
miðar í hverri ferð á tilboðstíma-
bilinu á sérkjörum en staðirnir valdir
með það í huga að hægt sé að bjóða
upp á mikinn fjölda sæta á tilboðs-
verði í nánast hverju flugi.
Tilboð Vildarklúbbs Flugleiða
Verið að efna lof-
orð um sérkjör
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦