Morgunblaðið - 13.01.2003, Qupperneq 16
UMRÆÐAN
16 MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HÉR að neðan eru teknir saman
helstu þættir sem ráða því hvort
gróði eða tap verður af Kára-
hnjúkavirkjun og lagt sjálfstætt
mat á arðsemi verkefnisins. Tekið
er mið af skýrslu nefndar sem eig-
endur Landsvirkjunar létu fara yfir
arðsemismat fyrirtækisins, upplýs-
ingum Landsvirkjunar, Cru Group,
Norsk Hydro, Alcoa o.fl.
Orkusala. Samkvæmt upplýsing-
um áliðnaðarins munu álver reist á
næstu árum nota innan við 13 kWst
til að rafgreina tonn af áli og orku-
nýting hefur sífellt batnað. Auk
þess fer rúmlega ein kWst í annað.
Þetta er a.m.k. 5% lægra en gert er
ráð fyrir í arðsemismati Lands-
virkjunar.
Viðmiðunarverð á áli. Álverð er
nú um $ 1.350 á tonn. Skamm-
tímaspár um álverð hafa reynst
mjög illa og fyrir verkefni sem af-
skrifuð eru á meir en 50 árum er
eðlilegt að taka mið af langtímaþró-
un. Samkvæmt því er eðlilegt við-
miðunarverð árið 2008 um $ 1.350/
tonn. Færa má rök fyrir lækkun á
álverði á næstu árum, m.a. vegna
aukningar álbræðslu í þróunarlönd-
um og vegna aukinnar endurnýt-
ingar. Þróist álverð áfram með
sama hætti og hingað til mun það
eitt stefna verkefninu í verulegt
tap, jafnvel þótt allar aðrar for-
sendur Landsvirkjunar haldi.
Árleg lækkun á álverði. Undan-
farna áratugi hefur álverð lækkað,
með sveiflum, m.a. vegna stöðugra
tækniframfara og samkeppni. Leit-
nilína þessarar lækkunar gefur
rúmlega 1% lækkun á ári. Áfram
má búast við tækniframförum og
samkeppni þannig að ekki er raun-
hæft að reikna með mikið minni
lækkun en verið hefur.
Stofnkostnaður virkjunar,
spennuvirkja og flutningslína.
Áætlun Landsvirkjunar hljóðar upp
á 95 milljarða króna. Sé litið til
þess að tilboð voru flest langt yfir
áætlun, þess að traustir verktakar
drógu sig út úr tilboðsgerð og þess
að Impregilo hefur oft farið
verulega fram úr tilboðum, verður
að telja líklegt að farið verði fram
úr áætlun Landsvirkjunar. Í
skýrslu Sumitomo Mitsui Banking
Corporation sem unnin var fyrir
Landsvirkjun í september 2001 var
gert ráð fyrir að verkefnið yrði að
þola 20% umframkeyrslu í stofn-
kostnaði.
Rekstrarkostnaður. Árlegur
rekstrarkostnaður Landsvirkjunar
undanfarin ár hefur verið 1,1 til
1,3% af stofnvirði raforkumann-
virkja (rannsóknakostnaður ekki
meðtalinn). Kárahnjúkavirkjun er
tæknilega flókin, með miklu meiri
aurburði en við aðrar virkjanir og
með umtalsverðum kostnaði vegna
mótvægisaðgerða svo sem árlegri
heftingu sandfoks á a.m.k. 9 fer-
kílómetrum. Ætla má að rekstr-
arkostnaður hennar verði vart
minni en annarra vatnsaflsvirkjana.
Í arðsemismati Landsvirkjunar
vegna orkuöflunar fyrir Reyðarál
var gert ráð fyrir mun hærri
rekstrarkostnaði við Kárahnjúka-
virkjun en nú er gert.
Töpuð náttúrugæði. Ekki eru til
fullnægjandi rannsóknir á verð-
mæti þeirra náttúrugæða sem tap-
ast með Kárahnjúkavirkjun en
könnun Nele Lienhoep bendir til að
meta megi árlegt tap á 300 millj-
ónir kr. eða meira. Núvirt heild-
arverðmæti er að lágmarki 10 millj-
arðar króna.
Arðsemi. Vegna mikillar óvissu
um helstu kostnaðarþætti sem eig-
endur bera ábyrgð á, verða þeir að
gera auknar kröfur um arðsemi.
Þar er t.d. hægt að taka mið af
leiðbeiningum norska fjármálaráðu-
neytisins sem gerir ráð fyrir 8%
arðsemiskröfu til vatnsaflsvirkjana
og Reykjavíkurborg gerir svipaðar
arðsemiskröfur til Nesjavallavirkj-
unar. Ef arðsemi nær ekki vöxtum
af ríkistryggðum lánum verður
ekki hægt að greiða verkefnið nið-
ur og kostnaður fellur á almenning.
Miðað við eðlilegar forsendur, verð-
ur arðsemin ekki nema 2,5%.
Gróði eða tap (núvirði). Að gefn-
um arðsemiskröfum má reikna út
hvort gera má ráð fyrir gróða eða
tapi á virkjuninni þegar horft er til
50 ára. Með 5,5% kröfu fæst nei-
kvætt núvirði (tap)
sem nemur 33 millj-
örðum króna. Með
8% kröfu fæst 44
milljarða tap. Fari
stofnkostnaður
verulega fram úr
áætlun bætist enn
við tapið. Við það
má svo bæta and-
virði tapaðra nátt-
úrugæða sem seint
verða ofmetin.
Aðrir kostir. Ljóst er að Lands-
virkjun á marga virkjunarkosti arð-
samari en Kárahnjúkavirkjun, t.d.
virkjanir í neðri hluta Þjórsár, í
Hólmsá o.fl.
Hin hliðin á Kára-
hnjúkadæminu
Eftir Ólaf S.
Andrésson
„Ef arðsemi
nær ekki
vöxtum af
ríkistryggð-
um lánum
verður ekki hægt að
greiða verkefnið niður
og kostnaður fellur á al-
menning.“
Höfundur er lífefnafræðingur.
Upplýsingar Landsvirkjun Áliðnaður
Hámarksframleiðsla 322.000 tonn 322.000 tonn
Raforkunotkun á tonn 14.600 kWst 14.000 kWst
Hámark raforkusölu 4.704 GWst 4.510 GWst
Metin raforkusala 4.657 GWst 4.465 GWst
Áætluð raforkusala til álversins á Reyðarfirði
Þáttur Áætlun
Orkusala á ári 4.465 GWst
Viðmiðunarverð $ 1.370/tonn
Árleg lækkun álverðs 0,9%
Stofnkostnaður 97 milljarðar kr.
Rekstrarkostnaður 1,0%
Arðsemi 2,5%
Núvirði með 5,5% kröfu - 33 milljarðar
Núvirt töpuð náttúrugæði - 10 milljarðar
DEILT er nú um úthlutun svo-
kallaðs byggðakvóta. Innan þess
hóps sem fær allar fiskveiðiheim-
ildir árlega, eru nokkrir – útvaldir
að eigin áliti – sem senda allan fisk
óunninn úr landi – oft óvigtaðan.
Aðrir útvaldir – að eigin áliti, –
ástunda alls konar brask með
kvóta – á kostnað almennings í
sjávarþorpum. Þetta tvennt er trú-
lega aðalástæða fyrir úthlutun
byggðakvóta nú.
Íslenskri fiskvinnslu er t.d. aldr-
ei gefinn kostur á að bjóða í 200–
800 tonn sem vikulega er sent –
þegjandi og hljóðalaust úr landi – á
vegum útvaldra. Á sama tíma er ís-
lensk fiskvinnsla verkefnalaus og
fólk atvinnulaust.
Ef tekin væri ákvörðun um að
selja þennan „gámafisk“ fyrst á
mörkuðum hérlendis, gæti íslensk
fiskvinnsla boðið í þennan fisk, –
eða hvernig getur það samrýmst
samkeppnislögum að íslenskri fisk-
vinnslu sé með ríkjandi fyrirkomu-
lagi meinað að bjóða í þennan fisk.
Var landhelgin færð út fyrir út-
valda?
Til að uppfylla öll skilyrði sam-
keppnislaga væri eðlilegt að leggja
t.d. 20% útflutningsgjald á útflutt
óunnið hráefni sem gæti t.d. skipst
í fjóra staði.
Einn hluti – 5% – gæti farið til
Landhelgisgæslunnar því landhelg-
in var færð út á kostnað þjóð-
arinnar. Það er því eðlilegt og
stenst samkeppnislög að fá þann
kostnað endurgreiddan. Þetta gæti
afstýrt vandræðum þeim sem
Landhelgisgæslan býr við.
Hafnarsjóðir gætu á sömu for-
sendum fengið 5% því flestar hafn-
ir hérlendis hafa að stærstum hluta
verið greiddar af fjárlögum úr rík-
issjóði og af sveitarfélögum. Það er
stenst samkeppnislög – að þessi
kostnaður verði endurgreiddur.
5% gætu farið til sjávarútvegs-
ráðuneytisins til að greiða kostnað
af fiskveiðistjórn, hafrannsóknum,
– og betra eftirliti með gámafiski.
Þá er eftir 5% sem væri eðlilegt
jöfnunargjald til að jafna sam-
keppnisstöðu vegna gífurlegra fjár-
festingarstyrkja EB til fiskvinnslu.
Með þessu móti mætti leggja
niður umdeilda „kvótaskerðingu“ á
gámafisk sem upphaflega var
„byggðakvóti „ handa þeim sem
sigldu alltaf með afla til útlanda.
Þeir fengu svo lítinn kvóta greyin,
– að það þurfti að láta þá fá 25%
„byggðakvóta“ 1984. Er kannski
kominn tími til að þeir skili aftur
þessum „úrkynjaða sósíalíska
byggðakvóta“ frá 1984?
Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi
hafa starfað af skyldurækni við sín
byggðarlög. Auðvitað verða svo
þeir ofdekruðustu kolvitlausastir,
þegar stjórnvöld reyna nú að gera
skyldu sína – samkvæmt lögum –
til að sjávarþorpin geti lifað.
Ástæða er til að minna á að í 1. gr.
laga um stjórn fiskveiða stendur
skýrum stöfum að tilgangur lag-
anna sé: „að treysta atvinnu og
byggð í landinu“.
Einfalt mál væri að koma á
markvissri gæðastjórnun á árlega
kvótaúthlutun. Auka kvóta hjá
þeim sem standa sig best í að
skapa sem mest verðmæti í sínum
byggðarlögum, – en skerða þá sem
lengst ganga í siðlausu kvóta-
braski. Rónarnir koma óorði á
brennivínið, – en braskarnir sjá um
að koma óorði á kvótakerfið.
Er ekki þjóðfélag sem lætur
skúrka afskiptalausa – eða lætur
grófa mismunun viðgangast á
kostnað annarra – komið á hálan ís
í að rækta upp úrkynjun og sið-
leysi – eða hvað?
Björgum Land-
helgisgæslunni
– og sjávar-
byggðunum
Eftir Kristin
Pétursson
Höfundur rekur fiskverkun.
„Einfalt mál
væri að
koma á
markvissri
gæðastjórn-
un á árlega kvótaút-
hlutun.“
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.