Morgunblaðið - 13.01.2003, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2003 31
www.regnboginn. is
Sýnd kl. 6.30 og 10.30.
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
DV
RadíóX
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA
BONDMYND ALLRA TÍMA Á
ÍSLANDI
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. B.i.14 ára
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
LEON OG LE FEMME NIKITA
Fantaflottur spennutryllir með
ofurtöffaranum Jason Stratham
úr Snatch
Hraði , spenna og slagsmál í
svölustu mynd ársins.
www.laugarasbio.is
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
Sýnd kl. 5.30, 8 og 9.
Sýnd kl. 6 með íslensku tali.
Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á
hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um
GullEyjuna eftir Robert Louis Stevenson
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 12 ára.
YFIR 60.000 GESTIR STÆRSTA BONDMYND
ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI
Að gera góða auglýsingu betri
Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp
á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess
hvernig hægt er að gera góða auglýsingu betri.
Meðal þess sem farið verður yfir er:
Að velja liti í Morgunblaðið.
Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.
Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti
vinnslu fyrir Morgunblaðið.
Notkun prófíla.
Nokkur helstu atriði í myndvinnslu.
Nokkur atriði varðandi letur.
Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.
Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins.
Námskeiðið er 3ja daga og ókeypis, mánudagur, þriðjudagur og
miðvikudagur frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað er að halda fyrsta
námskeiðið 7., 8. og 9. október og ef þátttaka verður mikil, fleiri
námskeið næstu vikur á eftir.
Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir
eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins.
Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar
Morgunblaðsins, í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn,
símanúmer og vinnustaður.
Að gera góða auglýsingu betri
Morgunblaðið býður auglýsingahönnuðum og prentsmiðum upp
á námskeið þar sem farið verður yfir helstu tæknilegu þætti þess hvernig
hægt er að gera góða auglýsingu betri.
Meðal þess sem farið verður yfir er:
Að velja liti í Morgunblaðið.
Stillingu tölvuskjáa og gerð skjáprófíla.
Að setja upp Photoshop forritið þannig að það henti
vinnslu fyrir Morgunblaðið.
Notkun prófíla.
Nokkur helstu atriði í myndvinnslu og nýjungar í Photoshop 7.
Nokkur atriði varðandi letur.
Acrobat Distiller og gerð pdf skráa.
Sendingu auglýsinga til Morgunblaðsins.
Námskeiðin eru 3ja daga og ókeypis, ánudagur, þriðjudagur og
miðvikudagur frá kl. 14:00-17:00 eða frá kl. 17:00-20:00. Fyrirhugað
er að halda námskeiðin í febrúar og mars.
Fyrsti dagurinn er byggður upp á kynningu, en seinni tveir dagarnir
eru byggðir upp á verkefnavinnu þátttakenda.
Námskeiðið verður haldið í auglýsingadeild Morgunblaðsins.
Leiðbeinendur verða Ólafur Brynjólfsson og Snorri Guðjónsson.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til auglýsingadeildar Morgunblaðsins,
í netfang augl@mbl.is, þar sem fram kemur nafn, símanúmer,
vinnustaður og hvaða mánuður og tímasetning
hentar best.
GAMANMYND Harold Ramis,
Analyze This, reyndist helst eftir-
tektarverð fyrir þær sakir að vekja
athygli á áður óuppgötvuðum gam-
anleikhæfileikum hins annars graf-
alvarlega Robert De Niro. Enda var
frammistaða De Niros, sem gekk
fyrst og fremst út á það að gera
grín að hefðbundnum töffarahlut-
verkum sínum, það jákvæðasta við
þá annars meðalgóðu gamanmynd.
Þessi gamanuppspretta hefur síðan
verið nýtt rækilega og De Niro far-
inn að birtast reglulega í áþekkum
hlutverkum í gamanmyndum á borð
við Meet the Parents, Showtime og
nú síðast Analyze That, framhalds-
mynd Analyze This.
Framhaldið er algerlega í anda
forvera síns, þar fara De Niro og
Billy Crystal á kostum í samleik þar
sem hinn fyrrnefndi leikur mafíósa í
sálarkreppu í anda Sopranos-þátt-
anna og Crystal leikur taugaveikl-
aðan sálfræðing bófans. Mafíósinn,
Paul Vitti, er nú staddur í fangelsi
eftir að sálfræðiþerapían úr síðustu
mynd endaði með því að Vitti lenti í
höndum réttvísinnar, ákvað að af-
plána sinn dóm og snúa baki við
glæpum. Nú reynir á þessa ákvörð-
un Vittis eftir að hann sleppur úr
fangelsi með lúmskum hætti og er
sálfræðingnum Ben falið það hlut-
verk að hafa eftirlit með mafíós-
anum. Handritið sem lýsir hrakför-
um félaganna er aðeins meðalsmíð,
samtöl eru oft stirð og framvindan
bæði þvæld og einfeldningsleg á
köflum. Gerð er tilraun til að bæta
einhverju við skoplegt samband
mafíósans og sála með því að leika
dálítið með tengsl myndarinnar við
Sopranos-þættina og vinsældir maf-
íunnar í afþreyingarmenningunni,
en sá þráður ratar í endalausar
blindgötur.
Myndin á þó sína spretti, og er
það iðulega vegna þess hversu vel
aðalleikurunum tekst að fylla upp í
tómlegt handritið. Það sést best á
„úrklippum“ sem sýndar eru í lok
myndarinnar, að þeir De Niro og
Crystal eru á miklu flugi í sam-
leiknum og ekki spillir innkoma
Lisu Kudrow fyrir. Handritshöfund-
um tekst síðan einhvern veginn að
hnýta hina villuráfandi þræði flétt-
unnar saman í lokin, og forða sög-
unni frá því að sigla algerlega í
strand. Ef fleiri „Analyze“ myndir
eiga að verða til þarf tvímælalaust
að fá betri handritshöfund í spilið.
Enn er það samleikur þeirra Cryst-
als og De Niros sem gerir gæfu-
muninn í Analyze-myndunum.
Sálrænar blindgötur
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjórn: Harold Ramis. Handrit: Peter
Steinfield, Peter Tolan og Harold Ramis.
Aðalhlutverk: Robert De Niro, Billy Cryst-
al, Lisa Kudrow, Joe D’Onofrio, Jerome
LePage ofl. Lengd: 95 mín. Bandaríkin,
2002.
ANALYZE THAT (SÁLGREINDU ÞETTA LÍKA)
Heiða Jóhannsdóttir
rofna og myndar það ferli dramatíska miðju
verksins.
Kvikmyndin nær engan veginn að skapa þá
spennu, nánd og það óvænta uppgjör sem leik-
verkið byggir upp í kringum rof einkaheims
persónanna. Í leikverkinu er ferlið hratt, kraft-
mikið og þétt og kemur hið endanlega uppgjör
eins og blaut tuska framan í áhorfandann. Per-
sónur leikverksins eru aðeins tvær og er
stórum hluta forsögunnar, samskiptum við
umheiminn og tilfinningum er hrærast innra
með aðalpersónunum, miðlað í gegnum eintöl
og frásagnir þeirra sjálfra, auk þess sem tákn-
rænum lausnum leikhússins er óspart beitt í
hráu rými. Þannig býður leikverkið upp á
sterka upplifun á þessum einkaheimi persón-
anna og er samsömun með þeim algjört grund-
SKÁLD, sem hefur hæfileika á einu sviði,
getur oft átt mjög erfitt með að koma hug-
myndum sínum til skila í öðru formi. Þetta
virðist að minnsta kosti eiga við um Enda
Walsh, írska leikskáldið sem vakið hefur at-
hygli víðsvegar um heiminn, m.a. fyrir leikrit
sitt Disco Pigs, eða Diskópakk, sem frumsýnt
var hér af leikhúsinu Vesturporti undir því
nafni. Walsh er einnig höfundur handrits kvik-
myndarinnar sem gerð er eftir leikritinu en í
kvikmyndinni Disco Pigs, sem leikstýrt er af
Kirsten Sheridan, fara flestar þeirra áhuga-
verðu hugmynda sem unnið var með á kraft-
mikinn hátt í leikritinu forgörðum.
Disco Pigs Walsh hóf frægðarför sína í Ír-
landi árið 1996 og hefur verið sýnt á fjölunum
við frábærar undirtektir víðs vegar um Evrópu
síðan. Um er að ræða nokkurs konar félagslegt
raunsæisverk, með súrrealísku ofbeldisívafi í
bland við sterka tungumálslega stúdíu. Þar
segir frá tveimur ungum einstaklingum sem
hafa alist upp í fátækt og hörku í bænum Cork
á Írlandi og búið sér til persónulegan einka-
heim til þess að verjast raunveruleikanum.
Þetta eru þau Pig (Elaine Cassidy) og Runt
(Cillian Murphy), unglingar á sautjánda ári
sem alist hafa upp í miklu vinfengi, allt frá því
að þau hittust fyrst á fæðingardeildinni, ný-
fædd og í sjokki eftir aðskilnaðinn við móð-
urkvið. Í áköfu vinasambandinu finna þau það
öryggi sem ytri heimurinn hefur ekki upp á að
bjóða, þau búa sér til einkaheim, sem er í senn
ævintýrakenndur og andfélagslegur. Þegar
Pig og Runt nálgast fullorðinsárin tekur hinn
fullkomni einkaheimur þeirra hins vegar að
vallaratriði í verkinu. Í kvikmyndinni verður
samband þeirra hins vegar veikt og ósannfær-
andi og er forsögu og tilfinningalífi persónanna
miðlað á klaufalegan hátt, gripið er til leik-
húslegra eintala á köflum, raunverulegra svið-
setninga í öðrum og víða koma fyrir atriði þar
sem ofuráhersla er lögð á útlit og stemmningu
með hjálp tónlistar, þannig að hinir snotru leik-
arar sem túlka Pig og Runt minna fremur á
fólk í tískuauglýsingum en þá sálarkrepptu
unglinga sem þau eiga að vera. Stærsti feillinn
í framvindu myndarinnar er hversu snemma
kemur í ljós hvaða óyfirstíganlega gjá er að
skapast milli vinanna, og verða því tveir þriðju
hlutar myndarinnar fyrst og fremst langdregin
bið eftir hinu óhjákvæmilega uppgjöri. Og
jafnvel í því atriði grípur handritshöfundur til
útfærslu sem er væmin og klén, og hittir engan
veginn í mark eftir hina ósannfærandi und-
irbyggingu á persónunum og forsögu þeirra.
Kvikmyndin Disco Pigs verður því að fremur
slakri aðlögun á annars sterku leikverki, að
minnsta kosti ef litið er til þeirrar uppfærslu
sem sýnd var í Vesturporti fyrir rúmu ári.
Ósannfærandi
einkaheimur
KVIKMYNDIR
Háskólabíó (Film-undur)
Leikstjórn: Kirsten Sheridan. Handrit: Enda Walsh,
byggt á eigin leikverki. Aðalhlutverk: Elaine Cassidy
og Cillian Murphy. Írland, 2001.
DISCO PIGS (DISKÓPAKK) Heiða Jóhannsdóttir