Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á ÖÐRUM degi opinberrar heim- sóknar sinnar í Japan átti Davíð Oddsson forsætisráðherra fundi með japönskum þingmönnum, forsvars- mönnum heimssýningarinnar EXPO 2005, sem verður haldin í Aichi, og forystumönnum samtaka ferðaskrif- stofa, þar sem rætt var um mögu- leika á aukinni sókn Japana til Ís- lands. Þá var kvöldverðarboð til heiðurs forsætisráðherrahjónunum í móttökuhúsi japanska utanríkis- ráðuneytisins. Hópur þingmanna úr Nýja Komei flokknum, og þar á meðal forystu- menn hans, buðu Davíð til morgun- verðarfundar. Að sögn Ólafs Davíðs- sonar, ráðuneytisstjóra forsætis- ráðuneytisins, var rætt um stjórn- mál og samskipti landanna en mikið hefði verið talað um orkumál. „Þeir hafa mikinn áhuga á að kynna sér betur hvernig við förum að því að nýta okkar endurnýjanlegu orku,“ sagði Ólafur. „Einn þingmað- urinn er vísindamaður á sviði orku- mála og hefur sérstaklega mikinn áhuga á þessu; hann hefur komið til Íslands til að kynna sér þetta. Þeir vilja kynna sér betur hvernig við nýtum vatnsorkuna en ekki síður jarðvarma, því hann er mikill hér. Þá ræddum við umhverfismál í víðum skilningi. Hvernig okkur tekst að sameina nýtingu náttúruauðlinda og verndum umhverfis. Þeim líst vel á hvernig okkur hefur tekist til.“ Forsætisráðherra fundaði síðan með Watanabe, forseta undirbún- ingsnefndar heimssýningarinnar EXPO 2005, sem verður haldin í borginni Aichi sem er fyrir sunnan Tókýó. Að fundinum loknum sagði Davíð að forsvarsmenn sýningar- innar hefðu óskað eftir því að fara yfir undirbúninginn með sér. „Þeir höfðu óskað þess eindregið að Ísland tæki þátt í sýningunni. Við höfum sagt þeim að okkar hugur stefni til þess að endar nái saman með öðrum Norðurlöndum, ella yrði þetta okkur ansi dýrt. Það eru viðræður í gangi milli Norðurlandanna og ég hygg að það sé vilji fyrir því að taka þátt í sýningunni en það verða allir að vera með til að af því geti orðið. Við erum því hlynntir að svo verði, það er gott að merki og fáni Íslands sjáist hér, en reynslan kennir okkur að þessar sýningar geta orðið ansi dýrar.“ Í eftirmiðdaginn átti Davíð fund með forráðamönnum samtaka ferða- skrifstofa í Japan. Ásamt honum sat fundinn dr. Eyþór Eyjólfsson, ný- kjörinn formaður Íslenska versl- unarráðsins í Japan. Hann á ferða- skrifstofuna K.K. Viking ásamt Flugleiðum. Að fundinum loknum sagði Davíð Oddsson að ferðaskrif- stofurnar í þessum samtökum væru eitthvað um 1.300 talsins. „Við fórum yfir og ræddum um þá möguleika sem eru í að auka ferðamennsku á milli landanna, og einkum héðan og heim. Þeir lofuðu engu um árangur en höfðu uppi góð orð um það og áhuga, enda er það hagsmunamál þeirra líka að auka ferðamennsku. Þessi fundur var liður í því að ýta á okkar hagsmuni, hvar sem við komum því við.“ Eyþór hefur mikla trúa á vaxtar- möguleikum í ferðamennsku milli landanna. „Það sækja eitthvað um 3.000 Japanir Ísland heim árlega og það hefur verið að aukast,“ segir hann. „Þeir eru minna háðir árstíð- um en ferðamenn annarra þjóða. Ef við lítum á gistinætur á Íslandi er kúrfan svo að segja jöfn hjá Japön- um. Þeir fara upp á hálendi, á Mel- rakkasléttu og ólíklegustu staði á veturna til að horfa á norðurljósin. Að því leyti eru þeir gífurlega mikil- vægir ferðamenn. Þeir koma allt árið um kring og eyða mun meira en aðr- ir ferðamenn; þeir búa á bestu hótel- unum, borða á bestu veitingastöð- unum, kaupa minjagripi og skilja mikið eftir. Þeir eru mikilvægir fyrir alla sem eru í ferðaþjónustu á Ís- landi.“ Og Eyþór segir draum sinn vera þann að sjá tíu þúsund Japani sækja Ísland heim eftir þrjú ár og það sé ekki óraunhæft því tugir þús- unda Japana sæki Noreg heim ár- lega. Þessum öðrum degi heimsóknar- innar lauk með kvöldverðarboði til heiðurs Davíð og frú Ástríði Thor- arensen í móttökuhúsi utanríkis- ráðuneytis Japans. Aðstoðarutan- ríkisráherrann tók á móti forsætis- ráðherrahjónunum og sendiherrum ríkjanna og boðið var upp á hefð- bundinn japanskan mat. Dagskráin í dag, á þriðja degi op- inberrar heimsóknar forsætisráð- herrahjónanna, hefst á einkaáheyrn þeirra hjá Naruhitu krónprinsi og Masako krónprinsessu Japans. Morgunblaðið/Einar Falur Í kvöldverðarboði til heiðurs Davíð Oddssyni í móttökuhöll japanska utanríkisráðuneytisins ræddi Davíð við Motegi aðstoðarutanríkisráðherra og Kawai, sendiherra Japans á Íslandi. Fyrr um daginn ræddi hann við forystumenn í viðskiptum í Japan. Á morgun hittir forsætisráðherra krónprins Japans. Davíð Oddsson átti fund með áhrifamönnum í stjórnmálum í Japan Áhugi á auknu samstarfi í ferðaþjónustu Davíð Oddsson forsætisráðherra heimsótti í gær höfuðstöðvar JATA, sam- taka japanskra ferðaskrifstofa. Þar ræddi hann við forseta og fram- kvæmdastjóra samtakanna ásamt Ingimundi Sigfússyni sendiherra og Ey- þóri Eyjólfssyni, meðeiganda söluskrifstofu Flugleiða í Japan og nýkjörn- um formanni Íslenska verslunarráðsins í Japan. Þeir ræddu möguleikana á að fjölga heimsóknum japanskra ferðamanna til Íslands á komandi árum. STURLA Böðvarsson samgönguráð- herra segir að til greina komi að Vegagerðin greiði hluta af kostnaði við að bæta GSM-samband á stofn- vegum landsins, einkum á fjallvegum þar sem allra veðra er von. Vegagerðin er nú að hefja athugun á því hvar bæta þurfi sambandið en Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri telur að kostnaður við verkefnið hlaupi á hundruðum milljóna króna. Sturla segir að öryggissjónarmið ráði mestu um að ráðist sé í þessa könnun. Með betri vegum, m.a. um fjallgarða þar sem veður eru válynd, hafi ferðalög að vetrarlagi aukist. Þá sé oft á tíðum mikilvægt að vera í símasambandi. „Það er hins vegar al- veg ljóst að notendur gera mjög miklar kröfur um þjónustu og þær fara vaxandi. Þeir sem nota síma mikið, hvort sem er fastlínu eða GSM-kerfið og greiða stórfé fyrir, eru í vaxandi mæli farnir að gera þá kröfu að þeir séu tengdir á ferðum sínum um landið. Þetta snýr ekki bara að þeim sem búa á landsbyggð- inni heldur verð ég þess ekki síður var að stórnotendur gera kröfu um að þeir geti verið í sambandi hvar sem er á landinu,“ segir Sturla. Ekki standi þó til að skylda símafyrirtæki til að bæta sambandið. Samgönguráðherra Hugsanlegt að Vegagerð- in taki þátt í kostnaði HELGI Jóhannesson, lögmaður fjárfestingafélagsins Gaums hf., seg- ir að þrátt fyrir að bandarískir dóm- stólar hafi fellt niður kyrrsetningu á skemmtibátnum Thee Viking, sem Gaumur hafði látið leggja á til að tryggja 40 milljóna kr. fjárkröfu Gaums á hendur Jóni Gerald Sullen- berger vegna láns sem félagið veitti til kaupa á bátnum, muni það eftir sem áður halda áfram að innheimta kröfuna, enda sé hún enn ógreidd. „Ef til vill verður einnig reynt að tryggja kröfuna með nýrri kyrrsetn- ingu á bátnum eða áfrýja niðurstöðu dómara um að fella niður núverandi kyrrsetningu,“ segir Helgi. Að sögn Helga hafði Jón Gerald talað um að greiða kröfuna en ekkert hafi orðið um efndir og því sé Gaumi nauðugur einn kostur að tryggja kröfuna með þessum hætti. Helgi segir þá að vinnubrögð dóm- ara hafi ennfremur valdið furðu og reiði bandarískra lögmanna Gaums með því að hann skyldi fella málið niður án þess að gefa þeim færi á að skýra málið efnislega fyrir dómi. „Ákvörðun dómarans var að mati lögmannanna fáheyrð,“ segir hann. Skemmtibáturinn Thee Viking Gaumur hf. íhugar áfrýj- un málsins ♦ ♦ ♦ SVEITARSTJÓRN Norður-Héraðs hefur samþykkt að veita Landsvirkj- un framkvæmdaleyfi fyrir Kára- hnjúkavirkjun með 750 MW afli að því leyti sem framkvæmdin snertir sveitarfélagið. Í næstu viku mun Fljótsdalshreppur taka fram- kvæmdaleyfið til afgreiðslu. Þrír sveitarstjórnarmenn Norður- Héraðs samþykktu virkjunarleyfið en tveir sátu hjá. Sveitarstjórn taldi að fullnægt væri skilyrðum sem tilgreind eru fyrir veitingu framkvæmdaleyfis skv. skipulags- og byggingarlögum, auk annarra skilyrða sem rædd voru á fundinum. Varðandi stíflur og aðrar tengdar verklegar framkvæmdir við Hálslón var vísað til úrskurðar umhverfis- ráðherra frá 20. desember 2001 og sérstaks svæðisskipulags Kára- hnjúkavirkjunar sem staðfest var 16. ágúst 2002. Þá var staðfest með bréfi Náttúrufræðistofnunar Íslands frá 29. júlí 2002 að fyrir lægi viðunandi rannsóknaáætlun varðandi tiltekna jarðfræðiþætti sem fram koma í úr- skurði umhverfisráðherra. Í fundargerð sveitarstjórnar segir ennfremur að Kárahnjúkavirkjun hafi stórkostleg áhrif, einkum á nátt- úrufar í sveitarfélaginu. Á öræfum frá Brúarjökli að Fremri-Kárahnjúk muni myndast hið 57 km² Hálslón og enda við stíflurnar þrjár að Kára- hnjúk. Mikil áhrif á umhverfi Að mati sveitarstjórnar mun við myndun lónsins tapast hluti frið- landsins við Kringilsárrana auk þess sem um 30 km² gróins lands fari und- ir vatn. Í byggð verði áhrifin einkum þau að Jökulsá á Dal hverfi úr far- vegi sínum þar sem hún verði leidd 40 km leið um jarðgöng yfir til Fljótsdals. Muni yfirbragð árinnar gjörbreytast. Áreyrar Jökulsár allt til sjávar muni stækka með minnkun árinnar og líklegt sé talið að strand- rof verði við Héraðsflóa þegar áin hætti að bera sína 10 milljónir rúm- metra af aur og sandi til sjávar ár- lega. Jafnframt muni vatnsmagn nær tvöfaldast í Lagarfljóti við það að Jökulsá á Dal sameinist Jökulsá í Fljótsdal ofan stöðvarhússins í Fljótsdal og geti aukið vatnsmagn Lagarfljóts haft áhrif á umhverfi þess innan sveitarfélagsmarkanna á utanverðu Norður-Héraði. „Allar þessar breytingar og ýmsar aðrar fyrirsjáanlegar á náttúrufari samþykkir sveitarstjórn, að þessu framkvæmdaleyfi afgreiddu, að skuli yfir sveitarfélagið og íbúa þess ganga, þrátt fyrir það að við núgild- andi löggjöf virðist svo sem að sveit- arfélagið Norður-Hérað muni hafa hverfandi framtíðartekjur af Kára- hnjúkavirkjun,“ segir m.a. í fundar- gerðinni. Sveitarstjórn Norður-Héraðs hefur tekið afstöðu til Kárahnjúkavirkjunar Veitti framkvæmda- leyfi fyrir virkjuninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.