Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 25 IMPREGILO, sem átti lægstatilboð í stíflu og aðrennslis-göng Kárahnjúkavirkjunar,hefur verið í fréttum að und- anförnu vegna mútumáls í Afríku- ríkinu Lesótó. Á fyrirtækið yfir höfði sér ákæru fyrir mútugreiðslu vegna stíflugerðar í landinu, ásamt nokkrum öðrum vestrænum verk- takafyrirtækjum. Áður hefur Impregilo verið bendlað við mútu- greiðslur og spillingu vegna stíflu- gerðar í Argentínu og Guatemala. Haft hefur verið eftir talsmönn- um Impregilo í erlendum fjölmiðl- um, m.a. í Washington Post árið 1999, að fyrirtækið sé alsaklaust af þessum ásökunum um mútu- greiðslur, ekki hafi á nokkrum tíma verið greidd króna til stjórnvalda í Lesótó. Talsmenn fyrirtækisins hafa ekki svarað fyrirspurnum Morgunblaðs- ins um þetta mál en samningamenn frá Impregilo hafa verið staddir hér á landi í viðræðum við Landsvirkj- un. Ef veður leyfir ætla tæknimenn frá fyrirtækinu að skoða aðstæður við Kárahnjúka um helgina. Á að hafa greitt 20 milljónir Mútumálið í Lesótó kom fyrst upp árið 1999 en nýlega var kan- adískt ráðgjafarfyrirtæki í aðaleigu Vestur-Íslendings, Acres Internat- ional, dæmt til sektargreiðslna fyr- ir að hafa mútað embættismanni í Lesótó um fyrirgreiðslu í samn- ingagerð vegna stíflugerðar í land- inu á vegum opinbera fyrirtækisins Lesotho Highlands Water Project, LHWP. Hefur Acres áfrýjað dómn- um og neitar alfarið sök í málinu. Umræddur embættismaður, Masupha Ephraim Sole, var dæmd- ur til 18 ára fangelsisvistar en hann var háttsettur hjá LHWP. Impregilo hefur verið sakað um að hafa greitt Sole 250 þúsund dollara, eða um 20 milljónir króna. Greiðsl- urnar frá fyrirtækjunum eru sagð- ar hafa átt sér stað á löngum tíma, eða frá árinu 1988 til 1998, og héldu áfram eftir að Sole var rekinn frá LHWP árið 1995. Eiga greiðslurn- ar m.a. að hafa farið inn á banka- reikninga í Sviss og Frakklandi. Stíflumannvirkin í Lesótó eru gríðarstór og hafa verið í byggingu í nokkur ár, með það að markmiði að útvega nágrannaríkinu Suður- Afríku nægt vatn. Stærsta mann- virkið er Katse-stíflan (sjá með- fylgjandi mynd). Impregilo hefur verið þarna að störfum ásamt fleiri erlendum verktökum, m.a. Hoch- tief frá Þýskalandi og Balfour Beatty frá Bretlandi, sem bæði tóku þátt í tilboðsgerð í Kára- hnjúkavirkjun. Fleiri þekktir verk- takar koma þarna við sögu, og allir eru þeir sakaðir um mútugreiðslur, og má þar nefna sænska fyrirtækið ABB og þýska fyrirtækið Lah- meyer. Stíflugerðin er að stórum hluta fjármögnuð af Alþjóðabank- anum, sem sett hefur sér strangar reglur um að fjármagna ekki verk- efni á vegum fyrirtækja sem bendl- uð hafa verið við mútur eða aðra spillingu í störfum sínum. Sannist spilling eða mútur á fyrirtækin eiga þau á hættu að lenda á svörtum lista bankans, sem í dag hefur að geyma á sjötta tug fyrirtækja víða um heim. Á vefsíðu náttúruverndarsam- taka, International Rivers Net- work, segir m.a. frá því að mútu- greiðslur og hvers konar spilling hafi komið við sögu við smíði flestra þeirra stíflumannvirkja í heimin- um, sem farið hafa langt fram úr kostnaðaráætlunum undanfarna áratugi. Vitnað er í skýrslu Al- þjóðabankans sem hafi áætlað að í sjö af hverjum tíu stíflum, sem bankinn hafi fjármagnað frá árinu 1960, hafi kostnaður farið allt að 30% fram úr áætlun. Áætlar bank- inn að mútugreiðslur nemi árlega um 80 milljörðum bandaríkjadala, eða um 6.500 milljörðum íslenskra króna. Brot á OECD-samningi? Í umfjöllun erlendra stofnana og fjölmiðla um þetta mál, og fleiri mútumál í alþjóðaviðskiptum, er minnt á að verktakafyrirtækin til- heyri flest OECD-ríkjum sem fyrir fimm árum hafi undirgengist sam- komulag um að koma á lagasetn- ingu sem bannaði allar mútu- greiðslur til embættismanna og stjórnvalda í þeim löndum þar sem viðskipti ættu sér stað. Nýleg Gall- up-könnun fyrir stofnunina Trans- parency International (TI), sem gerð var meðal forstjóra stórfyrir- tækja, sýndi að einn af hverjum fimm forstjórum vissi af þessu sam- komulagi OECD-ríkjanna. Innan við helmingur ríkjanna hefur sett lög sem gera mútugreiðslur fyrir- tækja til embættismanna saknæm- ar. Ísland og Ítalía eru meðal þeirra landa sem staðfest hafa samkomu- lagið með breytingu á sínum lögum. TI er óháð stofnun sem fylgist með spillingu víða um heim. Hún lét m.a. gera skýrslu fyrir tæpu ári sem sýndi að rússnesk og kínversk fyrirtæki væru líklegust til að reyna að múta erlendum embætt- ismönnum í því skyni að verða sér úti um samninga. Könnunin sýndi einnig að bandarísk, japönsk og ítölsk fyrirtæki væru einnig líkleg til slíkra athafna. Sem fyrr segir er mútumálið í Lesótó ekki hið eina slíka sem Impregilo tengist. Ásamt fyrir- tækjunum Dumez og Lahmeyer fór Impregilo fyrir verktakahópi er reisti Yacyretá-stífluna í Argent- ínu. Sá hópur var sakaður um að hafa greitt heimamönnum mútur, enda var það haft eftir þáverandi forseta Argentínu, Carlos Menem, að stíflan væri „minnisvarði um spillingu“. Impregilo og Lahmeyer tengdust svo svipuðu máli vegna stíflugerðar í Guatemala þar sem stórar fjárhæðir eru sagðar hafa farið milli manna í því skyni að greiða fyrir verkefninu. Landsvirkjun á nú í viðræðum við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um gerð stíflu og aðrennslis- ganga Kárahnjúka- virkjunar. Fyrirtækið á yfir höfði sér ákæru fyrir mútugreiðslur vegna stíflugerðar í Afríku en það hefur neitað sök. Katse-stíflan í Lesóto er gríðarlega stórt mannvirki en Impregilo hefur komið þar að framkvæmdum ásamt fleiri verktökum, sem sakaðir hafa verið um mútugreiðslur. Niðurstaða málsins liggur enn ekki fyrir. Impregilo oftar en einu sinni bendlað við mútur Morgunblaðið/Sigurður Undirbúningsframkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun eru hafnar. SÖKUM stærðar sinnar og dreifðrar starfsemi víða um heim er Impregilo oft getið í fjölmiðlum. Að dótturfyrirtækjum meðtöldum starfa ríflega 20 þúsund manns hjá fyrirtækinu, sem veltir rúmum 200 milljörðum króna á ári. Tap var á rekstrinum árin 2000 og 2001, eft- ir lítilsháttar hagnað árin tvö þar á undan, en fyrstu níu mánuðir síð- asta árs skiluðu hagnaði, fyrir skatta. Móðurfyrirtækið starfar í 55 löndum en hefur á seinni árum verið að draga sig útúr rekstri dótturfyrirtækja og hætta sam- starfi við önnur. Í dag munu þessi fyrirtæki vera á sjöunda hundr- aðið víða um heim. Impregilo er annað stærsta fjöl- þjóðafyrirtæki Ítala á eftir Eni og í hópi stærstu verktakafyrirtækja í Evrópu. Höfuðstöðvarnar eru í ná- grenni Mílanó á Norður-Ítalíu. Eigendur Impregilo eru fjölmarg- ir en meðal stórra hluthafa eru þekkt fyrirtæki á borð við bíla- framleiðandann Fiat, fjárfestinga- fyrirtækið Gemina og Banco di Roma, en um 75% hlutabréfanna eru á almennum markaði á Ítalíu. Stjórnun, og að einhverju leyti eignarhald, hefur til margra ára verið í höndum Romiti-fjölskyld- unnar svonefndu en aðaleigandi Gemina er Cesare Romiti, faðir forstjóra Impregilo, Pier Giorgio Romiti. Fyrirtækið byggir á um 100 ára gamalli reynslu, eftir nokkrar sameiningar ítalskra verktakafyr- irtækja í gegnum tíðina, og hefur að verkum forveranna meðtalinna komið að smíði um 160 vatnsafls- virkjana í flestum heimsálfum og fjölda annarra stórra mannvirkja. Má þar nefna Mont Blanc jarð- göngin milli Frakklands og Ítalíu en flest hafa verkefnin samt verið í Mið- og Suður-Ameríku. Veltir 200 milljörðum í 55 löndum náttúru- ann sagði Kvískerja- r, skóla- sveitunga ingu Kví- hátt. Ætti nn, en þar reiðubún- gi sem við mili verið ngar á af- sagði Pál- um gjöf. ttir, for- aði því að stofnaður. urinn ætti gra inn í fræðilegu, egu tilliti. g vera viss u sjóðsins. kullinn og okkur er að kalla á kja áhuga laug. Hún fróðleikur eldri kyn- skrá hann ð verkefni geyma að sari þekk- ðrinum kkaði, fyr- ískerjum, rum sem s. Sagðist a á því að m engrar arnaskóla, r vísinda- betur en ar að ger- st.“ knir sínar Um miðja dir hönd- taka með sýni af vatni á mismunandi dýpi. „Ég athugaði nokkuð Jökulsárlón- ið, sem þá var lítið miðað við það sem það er nú, og ekki nærri eins mikið sem kom þar inn af Atlants- hafinu eins og nú gerir. Það sem ég sá með því að taka sýni á mismun- andi dýpi – þetta var uppundir 70 metra djúpt þar sem ég var að taka sýnin – þá var það þannig að við yf- irborðið var þetta litað af leir, en það var hægt að sjá alveg með tæk- inu á hvaða dýpi maður var því leir- inn jókst alltaf jafnt og þétt eftir því sem maður kom neðar. Við botninn var þetta eins og grautur. Það getur verið að menn viti þetta nú, en ég vissi þetta ekki þá þegar ég var að athuga þetta. Efast um að menn viti þetta almennt ennþá.“ Sigurður sagði að það væri ekk- ert nýtt að Austur-Skaftfellingar hafi tekið eftir því sem gerðist í kringum þá. Það væri orðið langt síðan Þórður Vídalín gerði ritgerð sína um jöklana. „Þar getur hann þess að Austur-Skaftfellingar telji að skriðjöklarnir séu bara gamall snjór í raun og veru sem hafi safn- ast á fjöllin og sigið fram. Hann hélt hins vegar að danskir vísindamenn vissu betur um það og setti fram allt aðra kenningu sem nú þykir ekki svo sérlega vísindaleg. Hefði hann bara tekið undir það sem Skaftfell- ingarnir sögðu um jöklana þá hefði hann verið fyrstur vísindamanna til að koma fram með þessa skýringu á því hvernig þeir urðu til.“ Sigurður sagðist vera mjög ánægður með hvernig því, sem upp- haflega átti að vera Kvískerjastofa, lauk. Á sínum tíma hafi vantaði hús- næði fyrir vísindamenn sem hefðu viljað dvelja þar eystra við rann- sóknir. Það væri öðruvísi nú. Á tímabili sagðist hann hafa verið dá- lítið hræddur um að ef húsinu hefði verið komið upp, að þá hefðu ekki fengist nægir peningar til að greiða fyrir rannsóknir. Þá hefði getað far- ið svo að húsið stæði bara autt. Hann sagðist vona að þessi lausn leiddi til þess að svæðið yrði rann- sakað almennilega, því á því væri vissulega þörf. Að endingu sagðist Sigurður von- ast til að sú ákvörðun að stofna sjóð í stað þess að byggja hús yrði til framdráttar vís- indum í héraðinu og um leið á landinu öllu. „Vil ég sérstaklega þakka þau hlýju orð sem hér hafa verið látin falla í garð okkar bræðranna. Það er að vísu nokkuð mikið ef við eigum að standa undir því lofi sem við höfum fengið, en við þökkum það kær- lega.“ Morgunblaðið/RAX aður sjóðsstjórnar, Helgi Björnsson, Sigurður óri. sóknum ellssýslu ðurs gær. nátt- on og ðsins. gudni@mbl.is „Vatnajökull hlýtur að kalla á miklar rannsóknir“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.