Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 23 lágfargjaldafélags á borð við Ice- land Express hefur aldrei verið reyndur hér á landi. Hrakspár sem byggjast á samanburði við löngu horfnar aðstæður dæma sig því sjálfar. Líklega hefði Jóhannes í Bónusi aldrei byrjað sinn rekstur ef hann hefði einblínt á það hversu margar verslanir höfðu gengið illa árin á undan. Rangfærslur og hugtakaruglingur Það er óviðunandi að sitja undir þeim rangfærslum greinarhöfund- ar að hvergi komi fram í gögnum Iceland Express að farþegar eigi kröfu á flugrekstrarfélagið Astra- eus um framkvæmd flugsins. Þetta er rangt hjá honum, enda kemur hlutverk Astraeus skýrt fram í gögnum sem farþegar fá send. Alltaf hefur legið fyrir að sérstaða Iceland Express felst meðal annars í því að fá utanaðkomandi aðila til að annast flugreksturinn. Breska flugrekstrarfélagið Astraeus upp- fyllir öll þau ströngu skilyrði sem gerð eru á Evrópska efnahags- svæðinu til slíkra félaga. Erfitt er að elta ólar við allar rangfærslur sem fram koma hjá greinarhöfundi. En sem dæmi má nefna að hann fullyrðir að aðilum í ferðaþjónustu hafi verið boðið að leggja fram þjónustu og fá hana endurgreidda með hlutabréfum í Iceland Express. Þetta er alrangt. Einnig kemur fram hugtakarugl- ingur þegar hann ræðir um flug- félög og flugrekstraraðila. Þá er EKKI verður hjá því komist að gera nokkrar athugasemdir við grein sem Vilhjálmur Bjarnason ritar í Morgunblaðið í gær um Ice- land Express. Þar reynir hann að varpa rýrð á starfsemi þessa nýja lágfargjaldafélags, en afhjúpar í leiðinni mikla vanþekkingu á rekstrarfyrirkomulagi þess. Í grein sinni segir Vilhjálmur að tilraunir síðustu 30 ára til að skapa samkeppni í millilandaflugi hafi ekki gengið vel og endað með gjaldþrotum. Ályktun hans er sú að þar með eigi Iceland Express ekki mikla möguleika. Svo virðist sem höfundur taki ekki tillit til þeirra gjörbreyttu að- stæðna sem millilandaflug býr við vegna samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Á árum áður höfðu Flugleiðir einkarétt á áætl- unarflugi til vinsælustu áfangastað- anna. Nú ríkir frelsi í þeim efnum. Viðhorf almennings til flugferða hafa breyst og fleiri ferðast á eigin vegum í áætlunarflugi. Tilkoma Netsins auðveldar sölu- og mark- aðsstarf, aukin velmegun eykur ferðalög og Ísland verður sífellt vinsælli áfangastaður erlendra ferðamanna. Bylting í upplýsinga- tækni og einfalt rekstrarfyrir- komulag gerir lágfargjaldafélögum eins og Iceland Express kleift að vera með 40% minni rekstrar- kostnað en hefðbundin flugfélög. Þannig getur Iceland Express boð- ið mun lægri fargjöld en samt skil- að góðum hagnaði. Þar fetar Ice- land Express í fótspor fjölda lágfargjaldafélaga sem hafa haslað sér völl víða um heim með afar góðum árangri. Hefði Jóhannes í Bónusi látið stoppa sig? Staðreyndin er sú að rekstur ruglað saman kröfum um trygg- ingar í leiguflugi, áætlunarflugi og ferðaskrifstofurekstri. Alvarleg ásökun á hendur yfirvöldum Það er býsna alvarleg ásökun greinarhöfundar að starfsemi Ice- land Express og ferðaskrifstofunn- ar Reykjavík Express, sem er dótt- urfyrirtæki Iceland Express, byggist á því að fara á svig við lög og reglur um neytendavernd. Sú er auðvitað ekki raunin, enda hefur fyrirtækið átt mikil og uppbyggj- andi samskipti við samgönguráðu- neytið einmitt í þeim tilgangi að tryggja hag og rétt viðskiptavina. Að halda öðru fram gerir lítið úr þessum sömu yfirvöldum. Raunhæf markmið og góðar undirtektir Unnið hefur verið að stofnun Iceland Express í þrjú ár og að fé- laginu standa einstaklingar og fyr- irtæki með mikla þekkingu á ferða- málum og fyrirtækjarekstri. Áætlanir félagsins byggjast á raun- hæfum markmiðum í ljósi gjör- breyttra aðstæðna til að reka áætl- unarflug í samkeppni við þá sem fyrir eru á markaðnum. Verið getur, í ljósi sögunnar, að einhverjir eigi bágt með að trúa því að Iceland Express geti boðið jafnlág fargjöld og raun ber vitni. En há flugfargjöld þurfa ekkert frekar að vera náttúrulögmál hér á landi en erlendis. Iceland Express hefur fengið afar góðar viðtökur viðskiptavina á þeirri viku sem lið- in er frá því sala farmiða hófst, langt umfram væntingar. Þær und- irtektir sýna að félagið er á réttri leið. Rangfærslur um Iceland Express Eftir Ólaf Hauksson Höfundur er talsmaður Iceland Express. „Há flugfar- gjöld þurfa ekki að vera náttúrulög- mál.“ ÉG varð hrygg um daginn þegar ég heyrði í fréttum að börnum, sem tekin eru og vistuð af Barnaverndarstofu, fer fjölgandi. Mér varð hugsað til þess hversu réttlaus þessi börn eru. Öll börn elska foreldra sína. Því miður eru sumir foreldrar ófærir um að gefa börnum sínum þann stuðning sem þau þarfnast. Það finna börnin og þau lifa í eilífum felu- leik með ástandið því þau gera sér fljótt grein fyrir að þeirra heimilislíf er öðruvísi en hjá meirihlutanum. Ekki bætir úr skák þegar börnin eru tekin af heimilinu því mamma og pabbi geta ekki sinnt þeim vegna eig- in vandamála. Þá finna börnin að þeirra réttur er enginn, þau eru núll. Enginn sem þau geta treyst á að eiga 100% skjól hjá. Útkoman er mjög til- finningalega brotnir einstaklingar sem höndla ekki að taka þátt í hinni hörðu og grimmu lífsbaráttu, en þar þarf mikinn styrk til að höndla vel. Þá er fyrir marga eina leiðin að flýja á náðir víns eða efna því þá finnst ekki eins mikill sársauki og vonbrigði í sál- inni því allt er dofið og gervigleði komin í staðinn sem getur tímabundið verið betri en fyrri líðan. Við höfum öll áhyggjur af því hvað unga fólkinu fjölgar á götunni og á meðferðar- stofnunum. Hvað er til ráða? Það er kominn tími til að taka á málunum með nýju sóknarfæri. Nið- urstaða mín er fjölskyldumeðferðar- stöð. Rökin eru þessi: Þegar áfengi og jafnvel vímuefni eru höfð um hönd inni á heimili verða mörg sálarsár á allri fjölskyldunni. Tökum sem dæmi að pabbi sé alki og fari í meðferð. Mamma verður áfram heima með börnin og að vinna. Hún kíkir á Al- Anon einu sinni í viku. Kemst ekki oftar út á kvöldin því heimilið tekur sitt. Það er engin lausn fyrir foreldr- ana að skilja því sennilega byrjar þá nýtt samband á „sjúkum“ nótum við nýjan aðila og ekki eru börnin betur sett þannig. Pabbi kemur heim eftir tvo mánuði. Mamma er ennþá reið yf- ir ljótum hlutum sem höfðu verið sagðir eða gerðir því þessi átta skipti sem hún komst út dugðu henni ekki til að vinna úr sínu ferli. Hún vill gera upp við manninn allt sem gerðist. Þetta rifrildi hlusta börnin á og þau fá kvíðahnút, líður illa. Finna fyrir von- leysi um betri tíma. Láta sig hverfa eitthvað út. Þau eru líka með mörg sálarsár vegna alls sem hefur gerst. Eða ein- stæð móðir fer í meðferð. En getur ekki einbeitt sér að meðferðinni, hugsar um hvernig börnunum líði. Þannig meðferð skilar ekki tilætluð- um árangri. Ekki eru börnin í með- ferð vegna sára sem þau fengu af orð- um og atburðum! Þau eru í vist úti í bæ! Þess vegna er rétt að fara nú að rífa meinin upp með rótum! Alkóhól- ismi er fjölskyldusjúkdómur. Þess vegna þarf öll fjölskyldan að fara í meðferð í einu í x-langan tíma. Í þess- ari meðferð yrði hjónaráðgjafi sem hjálpaði foreldrunum að vinna sig út úr öllu því ljóta sem hefur komið fyrir. Í þessari meðferð yrði fjölskylduráð- gjafi sem hjálpaði foreldrum og börn- um að vinna saman og ná að ræða út allt sem hefur gerst. Einnig yrði barnasálfræðingur sem tæki börnin í einstaklingsráðgjöf og hjálpaði þeim að opna sig, tjá sársauka sinn, byggja sig upp og sjá sjálfa sig sem yndisleg- an einstakling sem er ekkert minna virði en aðrir í skólanum. Þá yrði líka sálfræðingur með einstaklingsráðgjöf fyrir fullorðna til að hjálpa þeim að taka ábyrgð á sjálfum sér, sínum til- finningum og horfast í augu við stöð- una eins og hún raunverulega er. Líka yrði fjármálaráðgjafi til að kenna fólki að skipuleggja fjármál sín. Því hluti af því sem hrjáir svona fjölskyldur er í flestum tilfellum fjár- hagsvandræði. Og yfirleitt munu börn þessa fólks sjálf eiga við fjár- málavanda að stríða þegar þau vaxa úr grasi því foreldrarnir höfðu ekki kunnáttu til að veita þeim fullnægj- andi leiðsögn. Það er ekki meðfæddur eiginleiki að sinna fjármálum vel. Eftir svona meðferð yrði búið að taka tilfinningasár fjölskyldunnar fyrir og þá er auðveldara að fara út í lífsbaráttuna og standa sig þegar ekki þarf að útkljá fortíðina samhliða. Eft- ir útskrift skal samt koma í fjöl- skylduráðgjöf einu sinni í viku ef ein- hver vandamál skyldu koma upp sem þyrfti stuðning til að leysa því oftast eru það tilfinningarnar sem hlaupa með okkur í kaf. Seinna yrði mætt einu sinni í mánuði í u.þ.b. ár. Ég veit að þetta virkar stórt og dýrt batterí en þarna yrði unnið að hlutunum frá rótinni í staðinn fyrir að „slíta fífilinn upp en skilja rótina eftir því allir vita að hann lifir endalaust þannig“. Ég er sannfærð um að þetta á eftir að skila sér til baka seinna með því að færri unglingar verði á götunni. Það eru allir orðnir þreyttir á að berjast við fíkniefnavandann sem er stór og þjóðfélaginu dýr og það eru allt of margir fastir í þeim hlekkjum vegna sálarsára. Hjálpum fólki til að höndla lífið frá grunni. Hendum börnunum ekki til og frá. Virðum þeirra þarfir og líðan. Þau vilja vera hjá pabba og mömmu. Sköpum aðstöðu til að þau fái að vera meira en núll í þjóðfélag- inu. Gerum fyrir börnin það sem við hefðum viljað láta gera fyrir okkur ef við hefðum verið börn í þeirra að- stöðu. Meðferðarstöð fyrir fjölskyldur í vanda Eftir Ásu Grétu Einarsdóttur „Niðurstaða mín er fjöl- skyldu- meðferð- arstöð.“ Höfundur vinnur hjá Fasteignamati ríkisins. INGIBJÖRG Sólrún, þú sagðist ætla í framboð til Alþingis til að fella ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, nú segist þú kjósa með Kárahnjúka- virkjun til að bregða ekki fæti fyrir framkvæmdir Alþingis. Hafir þú framið svik í desember eru þetta svik á svik ofan. Hvar er pláss fyrir okkur kjósendur þína í þessari mót- sögn. Vorum við að kjósa þig sem borg- arstjóra svo þú gættir þess að troða Alþingi ekki um tær? Veistu hvernig er komið fyrir þér, þú ert orðin þjón- ustustúlka í stóriðjupartíi og þannig verður þín minnst. Það er til ljóð eft- ir nöfnu þína Haraldsdóttur þar sem segir frá því að þegar karlafundirnir eru búnir komi alltaf kona til að þrífa burtu glösin og vindlaöskubakkana. Nú lítur út fyrir að allt sé klappað og klárt í sambandi við Kárahnjúka- virkjun og þá kemur kona og tekur burtu glösin og þrífur öskubakkana. Aldrei hefði ég trúað að þú yrðir sú kona. En hver veit nema vindlaaskan fylgi þér hvert sem þú ferð héðan í frá. Ertu svo upptekin af því að vera stjórnmálamaður að þú ert orðin stjórnmálamaður? Þú hlýtur að skilja svona öfugmæli. Þegar upp- þotið varð í desember sagði ég að þetta væri út af Kárahnjúkavirkjun. Það er nefnilega skákgáfa í ættinni. Þú samþykkir þetta, hverfur úr stóli borgarstjóra og heldur að allt verði gleymt í vor. En sumt gleymist ekki, það bólgnar út. Tíminn ekki aðeins læknar sár, hann veldur líka ígerð. Einföldustu dæmi sýna að ekki er bæði sleppt og haldið. Ætlar þú að vera fastráðin hjá KR og leika nokkra leiki fyrir Val? Hvað er að koma fyrir þig? Ertu búin að vera of lengi í stólnum einsog maðurinn sem þú þykist ætla að velta úr sessi. Nógu varstu móðurleg í einhverju kastljósinu eins og hann föðurlegur. Veistu það, við höfum ekkert við for- eldra að gera. VIÐ VILJUM STJÓRNMÁLAMENN. Ég var að koma heim af kvikmynd Ómars Ragnarssonar um Kára- hnjúka, þar var fólk sem grét út af ákvörðun þinni. Það eru allir í áfalli. Og hjarta mitt blæðir af sorg og reiði. Klukkan er ekki orðin tvö hinn sextánda janúar. Þú varst kosningabeitan í vor fyrir R-listann, það heppnaðist, ég kaus þig, og nú á nota þig aftur í alþing- iskosningunum í vor. En veistu það, það dugir bara ekki endalaust að nota gamla beitu. Það kemur alltaf kona Eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Þetta eru svik á svik ofan.“ MIG hefur alltaf dreymt um að vera í góðum félagsskap og njóta virðingar innan hans og eiga þátt í stofnun slíks félagsskapar. Öll þurf- um við á félagsskap að halda en fólki með geðraskanir hentar ekki allur sá félagsskapur sem stendur til boða. Hvað þarf til þess að fá ungt fólk til þess að koma saman og njóta lífsins án einhverskonar ólifnaðar? Við erum að tala um félagsskap sem verður að uppbyggjandi starf- semi og með markvissum fundum til að byrja með sem leiðir til spennandi athafna á ýmsum svið- um. Starfsemin ætti að mótast af hugmyndum hópsins, hvað menn vilja gera í sameiningu til þess ein- ungis að styrkja sjálfan sig og hóp- inn. Takmarkið með þessum fé- lagsskap er ekki að vinna kappleiki, viða að sér pólitískum völdum, koma saman og drekka áfengi eða ná sér í myndarlegustu stúlkuna/ strákinn eins og gengur og gerist í samfélaginu. Takmarkið með þessum fé- lagsskap er mannrækt og bætt heilsa í andlegum, líkamlegum og félagslegum skilningi. Með þessum orðum erum við að leita að leirkerasmiðum til þess að móta leirinn. Þó svo að mig hafi ekki vantað félagsskap í gegnum tíðina þrátt fyrir mín veikindi þá hefur mig sár- langað að vera í félagsskap sem miðar að hinu góða að hjálpa fólki. Sá félagsskapur sem ég hef stundað vann að því að vinna kappleiki (án þess að það hafi verið slæmt), drekka áfengi og finna þyrnirósir en ekki að leggja rækt við það sem sæmir mínum sjúkdómi. Geðraskanir sameina þennan fé- lagsskap sem um er að ræða. Sann- arlega er hægt að læra að lifa með þessum verkefnum/veikindum og það er það sem við ætlum að gera innan þessarar ungliðahreyfingar. Ert þú eins og ég sem vildi vera velkominn inn í lýðræðislegan fé- lagskap sem tilbúinn væri að taka á móti þér eins og þú ert, hlusta á þig og heyra hvað þú hefur að segja og þannig leyfa ljósi þínu að skína? Ert þú sandkornið sem seinna mun mynda sandhrúguna? Hafið sam- band. Við erum til húsa í Hinu hús- inu og hittumst á laugardögum kl. 15. Aldur 18–26 ára. Athugaðu málið! Eftir Ágúst Geir Torfason Höfundur er nemi. „Takmarkið með þessum félagsskap er mann- rækt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.