Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 14. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 mbl.is Flauta og hljómsveit Annar flautukonsert Hauks Tómas- sonar frumfluttur Listir 21 Stormy Weather er næsta mynd Sólveigar Anspach Fólk 41 Kevin úti í kuldanum Kevin Grandberg sagt upp hjá Keflvíkingum Íþróttir 3 SERGEI Ívanov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, tilkynnti í gær að Rússar hygðust þróa eldflaugavarnarkerfi í líkingu við það, sem Bandaríkjamenn hafa á teikniborðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að rússneski herinn hefði ekki um þessar mundir yfir að ráða þeim gífurlegu fjármunum sem þarf til að hrinda verkefninu í framkvæmd. Ummæli Ívanovs komu nokkuð á óvart en þetta er í fyrsta skipti sem Rússar greina frá því að þeir vilji, líkt og Bandaríkjamenn, byggja eldflaugavarnarkerfi sem ætlað er að geta leitað uppi og grandað kjarnorkueld- flaugum sem skotið væri að landinu. Ratsjárstöð uppfærð Rússar hafa jafnan lýst óánægju sinni með áætlanir Bandaríkjastjórnar í þessum efnum og beittu sér mjög gegn því að Bandaríkja- menn segðu sig frá ABM-sáttmálanum svo- kallaða, sem kveður á um bann við búnaði sem ætlað er að granda langdrægum kjarn- orkuvopnum. Eftir að ráðamenn í Wash- ington sögðu sáttmálanum upp hafa Rússar hins vegar látið af formlegum mótmælum og í gær sagði Ívanov að ekki væri óhugsandi að Bandaríkin og Rússland myndu starfa sam- an að þróun eldflaugavarnarkerfis. George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í desember að stefnt væri að því að koma upp vísi að eldflaugavarnarkerfinu fyrir árið 2004. Tilkynntu bresk stjórnvöld í gær að þau hefðu samþykkt beiðni Bandaríkja- stjórnar um að ratsjárstöð í Norður-Eng- landi yrði uppfærð svo hana mætti nota í tengslum við eldflaugavarnarkerfið. Rússar vilja eldflauga- varnarkerfi Moskvu, London. AFP. TÉKKNESKA þinginu mistókst í gær- kvöldi að kjósa eftirmann Vaclavs Havels, forseta Tékklands undanfarin tíu ár, en hvorki hægrimaðurinn Vaclav Klaus, fyrr- verandi forsætisráðherra, né Petr Pithart, sem nýtur stuðnings Havels, fékk tilskil- inn meirihluta. Ekki er ljóst hvenær tékkneska þingið gerir aðra tilraun til að kjósa nýjan forseta í stað Havels. Þrisvar var gengið til atkvæða í gær en aldrei tókst þingmönnum að sameinast um eftirmann Havels. Í þriðju umferð var kos- ið á milli Pitharts og Klaus og fékk sá fyrr- nefndi þá 84 atkvæði en Klaus 113. 84 þingmenn sátu hjá. Til að hljóta kosningu hefði annar tvímenninganna þurft að tryggja sér 141 atkvæði. Á myndinni má sjá hvar Havel, sem er 66 ára, tekur við heillaóskum þingmanna í gær eftir að hann hafði í síðasta skipti ávarpað þá sem forseti Tékklands. Havel lætur formlega af embætti 2. febrúar nk. og sagðist hann í ræðu sinni í gær ætla að taka því rólega fyrst um sinn. Havel kveður AP HLUTFALL nemenda í 10. bekk í Reykjavík fyrir tveimur árum, sem hafði spilað í söfnunarkassa og sagðist einhvern tíma hafa fengið greiddan vinning, var 92%, 86% í 9. bekk og 80% í 8. bekk. Þetta kemur meðal annars fram í heimildar- myndinni Skemmtilegir leikir, sem fjallar um spila- fíkn og fjárhættuspil á Ís- landi og verður frumsýnd í Sjónvarpinu á sunnudags- kvöld. Yngri en 16 ára mega ekki spila í spilakössum skv. lögum. 31% spilar reglulega Framleiðendur myndar- innar, Jónas Jónasson og Björn Þór Vilhjálmsson, lögðu fram þrjár spurningar í rannsókn Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur meðal nemenda í 8. til 10. bekk allra grunnskóla í Reykja- vík vorið 2001. Hlutfall nemenda, sem sagðist spila að jafnaði einu sinni eða oft- ar í mánuði í söfnunarkassa, var 31% í 10. bekk, 22% í 9. bekk og 20% í 8. bekk. „Í SAMA mund og við erum að öðl- ast djúpan skilning á náttúru lands- ins og átta okkur um leið á hver við erum, stefnum við í að glata þess- um auðæfum og þjóðararfi í glóru- lausu virkjanabrjálæði, í stríðs- rekstri gegn fósturjörðinni,“ sagði Guðmundur Páll Ólafsson, náttúru- fræðingur og rithöfundur, meðal annars á borgarafundi, sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í Reykjavík í gærkvöldi undir yfirskriftinni „Leggjum ekki landið undir – það tapa allir á Kárahnjúkavirkjun.“ Kastljósinu var beint að Kára- hnjúkum í tengslum við fyrirhug- aðar virkjunarframkvæmdir og var samþykkt yfirlýsing þar sem áformum um virkjunina var harð- lega mótmælt og skorað á ráða- menn að endurskoða afstöðu sína. Fundurinn var mjög fjölmennur, troðfullur salur, fólk á göngum og frammi í anddyri. Baráttuandi sveif yfir vötnum í ávörpum, ræðum, kveðjum og skemmtiatriðum, en sérstakur gestur var Lloyd Austin, framkvæmdastjóri Konunglega breska fuglaverndunarfélagsins. Borgarstjóra líkt við Pílatus „Með Kárahnjúkavirkjun og ál- veri henni tengdu, ásamt fyrirhug- uðum stækkunum Norðuráls og Ís- als, mun Ísland innan fárra ára verða mesta bræðsluland álfunn- ar,“ sagði Pétur Gunnarsson rithöf- undur í erindi sínu. „Fyrir dyrum stendur krossfesting. Ameríski ál- risinn er þá í gervi Rómverja, rík- isstjórnin er æðstuprestarnir og borgarstjórinn í Reykjavík í hlut- verki Pílatusar.“ Guðmundur Páll Ólafsson flutti lengstu ræðuna og lengst af mátti heyra saumnál detta meðan hann talaði. Eins og aðrir gagnrýndi hann framkvæmdirnar. „Við eydd- um aðeins einu íslenskru sumri í rannsóknir vegna Kárahnjúka- virkjunar; í heila fimm daga mældu menn framburð, botnskrið aurug- ustu jökulmóðu á Íslandi og afar dyntóttrar. Kannski hefðu tíu ár verið eðlilegur tími! Og þegar nið- urstaða Skipulagsstofnunar var samt sem áður sú að náttúruspjöll Kárahnjúkavirkjunar væru um- talsverð og óafturkræf ærðust goð- in á stallinum og fúskararnir tóku við.“ Morgunblaðið/Sverrir Í troðfullum sal Borgarleikhússins mátti sjá mörg þekkt andlit. Hér sjást m.a. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Hjörleifur Guttormsson, fv. alþingismaður, borgarfulltrúarnir Ólafur F. Magnússon og Árni Þór Sigurðs- son, Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, og Lloyd Austin, framkvæmdastjóri Konunglega breska fuglaverndunarfélagsins. Morgunblaðið/Sverrir Fundargestir kveiktu á kertum sem þeir fengu afhent við innganginn. Borgarleikhúsið fullt út úr dyrum á borgarafundi gegn Kárahnjúkavirkjun Kallað stríð gegn fósturjörðinni  Við höfum aldrei/4 92% 10. bekkinga stunda spilakassa ♦ ♦ ♦ Stormur Sólveigar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.