Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 21 FYRSTA opnun árs- ins hjá Listasafni Reykjavíkur er sýn- ingaröðin Kúlan í Ásmundarsafni, þar sem þrír listamenn vinna verk inn í kúl- una, sem er elsti hluti byggingar Ás- mundarsafns. Fyrst í sýningaröðinni er verk Tuma Magn- ússonar en sýning hans verður opnuð í dag kl. 17 og stend- ur til 16. febrúar. Hinir listamennirnir tveir eru Finnbogi Pétursson (27. febrúar til 30. mars) og Eygló Harð- ardóttir (10. apríl til 11. maí). Sem sýningarrými á Kúlan sér fáar hliðstæður. Markmið þess- arar sýningaraðar er að kanna möguleika rýmisins og hvetja til endurskoðunar á hlutverki Ás- mundarsafns í samfélaginu. Vegna eðlis verkefnisins kem- ur sýningarskrá út stuttu eftir opnun síðustu sýningarinnar. Sýningarstjórar eru Hanna Styrmisdóttir og Pétur H. Ár- mannsson. Þessi sýning er sú fyrsta af níu sem opnaðar verða í Listasafni Reykjavíkur á tæplega þriggja mánaða tímabili. Auk þeirra verða áfram í boði þrjár fasta- sýningar, í öllum húsunum; Hafn- arhúsi, Ásmundarsafni og á Kjar- valsstöðum. Á morgun kl. 20 verður opnuð á Kjarvalsstöðum samsýning ungra, íslenskra og breskra lista- manna og ber sýningin heitið then ... hluti 4 – minni forma. Sýningin stendur til 2. mars. Hugarleiftur nefnist sýning sem opnuð verður í Hafnarhúsinu 24. janúar, Myndbönd og gjörningar 29. janúar og Lýsir 1. febrúar. Á Kjarvalsstöðum verður opnuð 1. mars, í miðrýminu, sýningin Sveitungar – hausarnir að austan eftir Kjarval og 7. mars verður opnuð á sama stað sýning á nýj- um verkum eftir Helga Þorgils Friðjónsson, sem fagnar fimm- tugsafmæli sínu á opnunardag- inn. Þá verður Ilmur Stef- ánsdóttir með sýninguna Mobiler á Kjarvalsstöðum sem hefst 4. apríl. Í fræðsludagskrá safnsins er boðið upp á leiðsögn, fyrirlestra og málþing. Þá mun safnið taka þátt í samstarfsverkefnum við at- vinnulífið og hýsa stórmeist- aramót í skák í febrúar. Um mán- aðamótin febrúar-mars mun Vetrarhátíð í Reykjavík hefja innreið sína í safnið með fjöl- breyttri dagskrá. Morgunblaðið/Golli Tumi Magnússon ásamt Hönnu Styrmisdóttur, en hún er annar tveggja sýningarstjóra. Verk unnin inn í kúlu Ásmundarsafns ANNAR flautukonsert Hauks Tóm- assonar verður frumfluttur á tónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Flautuleikurinn er í höndum ungs, ísraelsks flautuleikara og ný- bakaðrar móður, Sharon Bezaly, sem hingað er komin til lands vegna frumflutningsins. Auk þess verður flutt á tónleikunum Divertimento fyrir strengjasveit eftir Béla Bartók og Fjórir hátíðisdagar á Nýja Eng- landi eftir bandaríska tónskáldið Charles Ives, þar sem Kór Lang- holtskirkju syngur með hljómsveit- inni, en Sinfóníuhljómsveit Íslands var einmitt annar flytjenda á fyrstu hljómplötunni sem gefin var út með þessu verki árið 1962. Stjórnandi hljómsveitarinnar í kvöld er landi Bezaly, Ilan Volkov. Krefjandi en spennandi Tildrög flautukonserts Hauks sem áheyrendur fá að kynnast í fyrsta sinn í kvöld má rekja til Roberts von Bahr hjá sænska útgáfufyrirtækinu BIS. „Hann hafði samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að semja flautukonsert fyrir ungan flautuleikara, Sharon Bezaly. Hann sendi mér nokkra geisladiska með leik hennar, sem mér leist mjög vel á, svo ég ákvað að slá til. Það er líka alltaf jákvætt að takast á við verkefni eins og þetta, vitandi að það muni hljóta dreifingu á geisladiski,“ segir Haukur. Konsertinn er í fimm köflum og er skrifaður fyrir meðalstóra hljóm- sveit, að slepptum kontrabössum og hornum. Aðspurð segir Bezaly að sér lítist sérlega vel á konsertinn. „Fyrst og fremst er það mikill heiður fyrir mig að tónskáld eins og Haukur skuli tileinka mér þennan konsert. Auk þess er alltaf mjög krefjandi en um leið spennandi að taka þátt í frum- flutningi nýs verks, þar sem tón- skáldið er til staðar. Miðað við að leika verk eftir látna höfunda þar sem ekki kemur annað til greina en að fylgja verkinu nákvæmlega eins og það er skrifað, er frábært að geta rætt við tónskáldið um flutninginn og stemninguna í verkinu,“ segir hún. Bezaly og Haukur höfðu ekki hist fyrr en að þessu samstarfi þeirra kom, en hún segist hafa þekkt til tón- listar hans. „Verk Hauks eru svo margslungin, og svo er einnig farið með þetta verk. Hljómsveitarþáttur- inn er viðamikill og því er nauðsyn- legt að magna flautuna örlítið upp, svo hún hafi í við hljómsveitina. Þessi aðferð (amplified flute) er mikið not- uð nú á tímum, en ég hef aldrei leikið í þannig skrifuðu verki áður, svo það er ný reynsla fyrir mig. Það sem er áhugavert við það er að tónskáldinu gefst þá kostur á að skrifa flóknari hljómsveitarpart, án þess að hafa áhyggjur af því að einleiksflautan hverfi í hljóminn.“ Samsetning náinnar samvinnu og stærra „apparats“ Haukur hóf smíði konsertsins á árinu 2000 og lauk henni haustið 2001. Hefur verkið tekið einhverjum breytingum síðan hann komst á svið? „Nei, í raun er ekkert svigrúm fyrir slíkt,“ svarar Haukur. „Eftir að konsert er kominn í hendur flytjenda hefur tónskáld yfirleitt ekki tækifæri til mikilla breytinga. Hins vegar vinn ég verk af þessu tagi oft í áföngum, set ofan í skúffu og reyni að fá fjar- lægð á verkið í einhvern tíma. Tek það svo aftur fram og geri þá end- anlega útgáfu.“ Til stendur að gefa konsertinn út hjá BIS eins og fyrr segir, og er áætl- aður upptökutími í júní á þessu ári. Sinfóníuhljómsveit Íslands mun þá leika ásamt Bezaly. „Það er kannski helst þar til þá sem ég hef möguleika á að eiga við konsertinn,“ segir Haukur og kímir. Þetta er annar flautukonsertinn sem Haukur semur, en Flautukons- ert hans nr. 1 var frumfluttur af Sin- fóníuhljómsveit Íslands og Áshildi Haraldsdóttur í febrúar árið 2000. Hvað er málið með Hauk og þver- flautukonserta? „Ja, flautan er auð- vitað afskaplega lipurt hljóðfæri, en þar fyrir utan höfðar form einleiks- konsertsins mjög til mín. Mér finnst það skemmtileg samsetning af náinni samvinnu – að skrifa fyrir einn hljóð- færaleikara og vinna mjög náið með honum – og því stóra „apparati“ sem sinfóníuhljómsveit er, þar sem mað- ur þarf líka að gæta vissrar var- kárni.“ Ilan Volkov stjórnar hljómsveit- inni í kvöld, en hann er 26 ára gamall Ísraeli sem þrátt fyrir ungan aldur hefur stjórnað mörgum þekktustu hljómsveitum og einleikurum heims. Tónskáldið og einleikarinn fara bæði lofsamlegum orðum um hann. „Hann er alveg ótrúlegur, mjög hæfileika- ríkur,“ segja þau. Tónleikar kvölds- ins leggjast vel í þau að sögn. „Frum- flutningur er alltaf svolítið sérstakur og honum fylgir mikil eftirvænting. Ég efast ekki um að þetta verði mjög gaman,“ segir Sharon Bezaly að lok- um. Einleikskonsertinn í uppáhaldi Morgunblaðið/Kristinn Haukur Tómasson tónskáld og Sharon Bezaly flautuleikari ræða við stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld, Ilan Volkov, um Flautu- konsert nr. 2 eftir Hauk, sem frumfluttur verður á tónleikum í kvöld. Friðrik Tryggvason ljósmyndari opnar sýningu á Mokka kaffi. Á sýn- ingunni, sem kallast Blátt og rautt, gefur að líta sex ljósmyndir í stærð- inni 50 x 60 cm. Friðrik Tryggvason, f. 1979, útskrif- aðist frá Lorenzo di Medici í Flórens vorið 2002. Þetta er fyrsta einkasýn- ing hans en einnig hefur hann tekið þátt í nokkrum samsýningum hér- lendis og erlendis. Sýningin stendur til 15. febrúar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is „Námið í Rafiðnaðarskólanum hefur nýst mér mjög vel, mun betur en ég átti von á. Í starfi mínu hjá Umferðarstofu nýtist öll sú þekking og færni sem ég öðlaðist hjá Rafiðnaðarskólanum. Ég mæli hiklaust með þessu námi.“ Eva Gunnarsdóttir nemandi í Tölvu- og rekstrarnámi 1999 Tölvu- og rekstrarnám hjá Rafiðnaðarskólanum Fyrir þá sem vilja ná árangri Skeifan 11b · 108 Reykjavík · Sími 568 5010 · Fax 581 2420 · www.raf.is Bændaferðir Ferðaalmanak 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.