Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Sími 588 1200
www.isb.is
Vertu með
allt á hreinu
2003
Lágmúla og Smáratorgi
opið kl. 8-24
alla daga
HREYFING er almennt talin góð fyrir heilsu manna
og stöðugt fleiri stunda reglulega líkamsrækt af ein-
hverju tagi. Af mörgu er að taka en ein vinsælasta
líkamsræktin er sund. Hentar það bæði ungum sem
öldnum og ekki fer á milli mála að krakkarnir, sem
urðu á vegi ljósmyndara í Laugardalslaug, kunnu
vel að meta frjálsræðið í vatninu og skemmtu sér
konunglega.
Morgunblaðið/RAX
Gríðarlegt fjör í sundlauginni
BORGARLÖGMAÐUR álítur að
veiting byggingarleyfis fyrir fjöl-
býlishúsið í Suðurhlíð 38 hafi brotið í
bága við skipulagslög þar sem leyfi
var veitt fyrir hærra húsi en sam-
þykkt deiliskipulag heimilaði. Hann
segir umfjöllun borgaryfirvalda um
málið ekki hafa verið með þeim hætti
sem gera verði kröfu um.
Álitsgerð, sem unnin var af emb-
ætti borgarlögmanns, var til umfjöll-
unar á fundi skipulags- og bygging-
arnefndar í gær en málið snýst um
það að húsið sjálft er 40 sentimetrum
hærra en samþykkt deiliskipulag
svæðisins heimilar. Þá er það stað-
sett hærra í hallandi lóðinni en ráð
var fyrir gert og er heildarhæð þess í
landinu því um tveimur metrum
meiri en áætlað var.
Borgarlögmaður telur þó ekki að
skerðing hagsmuna nágranna bygg-
ingarinnar sé með ólögmætum hætti
vegna þessa. Húsið sé það langt frá
næstu byggingum að tæplega sé um
birtuskerðingu að ræða fyrir þá.
Niðurstaða borgarlögmanns er
engu að síður sú að umfjöllun bygg-
ingaryfirvalda um málið hafi ekki
verið með þeim hætti sem gera verði
kröfu um.
Álitsgerð borgarlögmanns um fjölbýlishús í Suðurhlíðum
Ekki gætt/17
Leyfið ekki í samræmi við lög
FYRIRTÆKI á íslenskum hluta-
bréfamarkaði eru almennt tiltölu-
lega lágt verðlögð að mati grein-
ingardeildar Búnaðarbankans.
Greining Íslandsbanka telur að
ávöxtun á hlutabréfamarkaði á
þessu ári verði tæplega svipuð því
sem var á síðasta ári, þegar Úr-
valsvísitalan hækkaði um 17%, en
spáir um 10% ávöxtun á mark-
aðnum á árinu. Íslandsbanki segir
að framundan sé nokkurra ára
samfellt hagvaxtarskeið ef af stór-
iðjuframkvæmdum verði og slíkar
aðstæður séu til þess fallnar að
ýta undir verð hlutabréfa. Þá
verði aðgangur að fjármagni til
ýmiss konar útrásar- og umbreyt-
ingarverkefna auðveldari. Hag-
stæðari markaðsaðstæður gætu
að mati bankans jafnvel haft í för
með sér að ný félög veltu fyrir sér
skráningu í Kauphöll Íslands.
Mikill gengis- og
söluhagnaður í fyrra
Greiningardeildir Búnaðar-
banka, Íslandsbanka og Kaup-
þings spá því að hagnaður
stærstu fyrirtækjanna sem skráð
eru í Kauphöll Íslands verði á
bilinu 35%–42% minni á þessu ári
en í fyrra. Skýringin er mikill
gengis- og söluhagnaður á sein-
asta ári sem ekki er gert ráð fyrir
í ár.
Búnaðarbankinn spáir fyrir um
afkomu 25 fyrirtækja og sam-
kvæmt spám bankans verður
hagnaður þeirra 44,6 milljarðar
króna á síðasta ári en 27,7 millj-
arðar á þessu ári, sem er 38%
lækkun milli ára. Í spá bankans
segir að gengishagnaður fyrir-
tækjanna 25 í fyrra sé áætlaður
um 14 milljarðar króna, söluhagn-
aður Baugs vegna sölu á hlut í
Arcadia hafi verið 8 milljarðar og
söluhagnaður Landsbankans
vegna sölu á hlut í Vátrygginga-
félagi Íslands hafi verið 1 millj-
arður króna. Hagnaðurinn í fyrra
án gengis- og söluhagnaður hafi
því verið um 22 milljarðar.
Spá Íslandsbanka nær til 26
fyrirtækja og samkvæmt henni
minnkar hagnaður þeirra úr 45
milljörðum króna í 26 milljarða
króna milli ára eða um 42%.
Í spá Kaupþings eru 23 fyr-
irtæki og lækkar hagnaðurinn úr
42,8 milljörðum króna í 27,9 millj-
arða króna milli ára eða um 35%.
Spá verðhækkun á
hlutabréfamarkaði
Fjármálastofnanir spá nú minni hagnaði fyrirtækja en
á síðasta ári en þá var mikill gengis- og söluhagnaður
Hagnaður/B1
EE C ? E E 8 F B :
#(
#( GHHG
VIÐRÆÐUR eru nú í gangi milli stjórn-
valda á Norðurlöndunum um að löndin taki
sameiginlega þátt í heimssýningunni EXPO
2005. Heimssýning verður haldin í borginni
Aichi sunnan við Tókýó.
Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem er í
opinberri heimsókn í Japan, átti í gær fund
með Watanabe, forseta undirbúningsnefnd-
ar EXPO 2005. Eftir fundinn sagði Davíð að
íslensk stjórnvöld hefðu áhuga á að taka þátt
í sýningunni. Það yrði þó helst að gerast í
samstarfi við önnur Norðurlönd. „Það eru
viðræður í gangi milli Norðurlandanna og ég
hygg að það sé vilji fyrir því að taka þátt í
sýningunni en það verða allir að vera með til
að af því geti orðið. Við erum hlynntir því að
svo verði, það er gott að merki og fáni Íslands
sjáist hér, en reynslan kennir okkur að þess-
ar sýningar geta orðið ansi dýrar.“
Heimssýningin EXPO 2005
Skoða þátt-
töku með
öðrum Norð-
urlöndum
Áhugi/10
NEMENDUR í framhaldsskólum eru ekki
lengur velkomnir á Landsbókasafn Íslands
– Háskólabókasafn eftir að hluti þeirra
varð uppvís að hrekkjum.
Þegar nemendur ganga inn í Lands-
bókasafnið, sem jafnan er kallað Þjóð-
arbókhlaða, mætir þeim skilti þar sem fram
kemur að aðgangur sé bannaður yngri en
18 ára. Ástæða þess að dr. Sigrún Klara
Hannesdóttir landsbókavörður sá sér skylt
að banna aðgang ungra viðskiptavina er að
hennar sögn m.a. sú að hún var búin að fá
sig fullsadda af ýmsum hrekkjum þeirra og
hávaða . Hrekki framhaldsskólanema segir
hún hafa hafa verið margvíslega en meðal
annars hringdu einn dag vekjaraklukkur
um allt hús og annan dag var lítilli, hvítri
finku sleppt lausri um húsið sem olli miklu
fjaðrafoki. Landsbókavörður hefur hug á
að hafa verði við dyrnar í næstu próftörn
þar sem viðskiptavinir þurfa að framvísa
skírteini til að komast inn líkt og venja er á
skemmtistöðum borgarinnar.
Framhaldsskólanemar/6
Unglingum út-
hýst úr Þjóðar-
bókhlöðu
FYRIR nokkru var hægt að
sjá litskrúðugt páfagaukapar
í Blómavali. Vakti parið mikla
eftirtekt viðskiptavina en því
miður fór áreitið illa í gauk-
ana og þeir undu hag sínum
ekki vel í versluninni. Núna
eru þeir komnir í var, á lager
gæludýrabúðarinnar Dýra-
ríkisins. Fuglarnir kallast ar-
ar, eða aragaukar en hið latn-
eska heiti þeirra er Ara
Macao.
„Parið er mjög æst í að
komast í varp og var farið að
reyna að hrekja fólk frá sér,“
segir Gunnar Vilhelmsson,
eigandi Dýraríkisins. „Við
settum varpkassa hjá þeim í
nóvember en hann varð að
tannstönglum fljótlega. Þau
hafa svo öflugan bitkraft.“
Gunnar segir að innan
skamms verði gerður annar
varpkassi fyrir þau. „Karlinn
er mjög glæsilegur á að líta
en hann er ekki ánægður með
konuna sína, því að varpið
tókst ekki sem skyldi. Til-
hugalífið tók á hana.“
Ararnir eru til sölu og segir
Gunnar að þau fáist fyrir 800
þúsund saman, en gangverð
erlendis á þessum fuglum er
helmingi hærra. „Maður skil-
ur ekki arapar í sundur. Þó að
karlinn sé svona aðgangs-
harður við kerlu sína myndi
hann tæplega lifa hana ef þau
yrðu aðskilin. Sambönd þess-
ara fugla eru það sterk að
ómögulegt er að skilja þá í
sundur.“
Þegar verið er að rækta ara
er eggið venjulega tekið frá
fuglunum, því þarna er sann-
kallað gullegg á ferðinni, sem
jafnvel er hægt að selja á eina
milljón króna síðar meir, að
því er Gunnar segir.
Morgunblaðið/Golli
Páfagaukarnir eru í tilhuga-
lífinu og standa vonir til að
frúin verpi eggi fyrr en síðar.
Páfa-
gaukar
á 800
þúsund
LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á 79
kannabisplöntur og um 80 grömm af hassi í
húsleit í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þrír menn
voru handteknir í kjölfarið. Að sögn lög-
reglu er yngsti maðurinn tvítugur en sá
elsti um fertugt. Yfirheyrslur stóðu yfir í
gærkvöldi.
Lögðu hald á 79
kannabisplöntur
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦