Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDIR dálknum „Bréf til blaðsins“, í Morgunblaðinu föstudaginn 10. janúar sl., birtist grein undir fyrir- sögninni „Þjónusta í Sporthúsinu“. Þar er að finna ýmsar fullyrðingar sem eiga sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Höfundur greinarinnar, Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri Sporthússins, fullyrðir m.a. í grein- inni að Nautilus heilsuræktarstöðin í Sundlaug Kópavogs fái „aðstoð frá bæjarsjóði Kópavogs“. Í því sam- bandi nefnir hann „ódýrt eða allt að frítt vatn og rafmagn“, fullyrðingar sem eru fjarri sanni. Nautilus heilsuræktin starfar samkvæmt samningi við Sundlaug Kópavogs. Þar er skýrt kveðið á um leigugreiðslur fyrirtækisins, fyrir það rými sem það hefur til afnota. Auk þess greiðir Nautilus aðgang að Sundlaug Kópavogs fyrir alla þá gesti sem kaupa sér kort í heilsu- ræktarstöðina. Einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki, þ.m.t. samkeppnisaðilar Nautilus, geta keypt aðgang að laug- inni á sömu kjörum og Nautilus hverju sinni, þ.e. samkvæmt gjald- skrá Sundlaugar Kópavogs. Fullyrðing framkvæmdastjóra Sporthússins um að Nautilus njóti aðstoðar frá bæjarsjóði Kópavogs er því fjarri öllum sanni. Samningurinn hefur verið til umfjöllunar hjá Sam- keppnisstofnun, sem ekki hefur séð ástæðu til athugasemda. Nautilus rekur yfir 80 líkams- ræktarstöðvar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Póllandi og á Bretlandseyjum. Rekstrarformið á þessum stöðum er mismunandi. Á mörgum stöðum er samstarf við aðra, t.d. sundlaugar, á öðrum stöð- um eru stöðvarnar reknar af Nau- tilus eingöngu og í nokkrum tilfellum eru Nautilus-stöðvar reknar með leyfi Nautilus (license). Á öllum þessum stöðum er boðið upp á fría prufutíma undir leiðsögn kennara, hvert svo sem rekstrar- formið er. Það er hluti af þeirri hug- myndafræði sem rekstur stöðvanna byggist á. Allir sem hefja iðkun hjá Nautilus eða hafa hug á því, fá tíma með kenn- ara, til þess að læra á tækin, eig- inleika þeirra og stillingar. Þetta er gert í þeim tilgangi að minnka slysa- hættu við iðkunina og tryggja það að iðkendur fái sem mest út úr líkams- ræktinni. KJARTAN MÁR HALLKELSSON, rekstrarstjóri Nautilus á Íslandi. Sannleikur er sagna bestur Frá Kjartani Má Hallkelssyni: Í ÁRAMÓTAÞÆTTINUM Krydd- síld á Stöð 2 spurði Össur Skarphéð- insson alþingismaður hann Davíð Oddsson forsætisráðherra um, hvað- an svörtu listarnir hefðu komið? Dav- íð sagði, að svörtu listarnir hefðu komið frá lögregluyfirvöldum víða um heim. Það er greinilegt á öllu að það á að halda ótrautt áfram að viðhafa þessi ósannindi frammi fyrir alþjóð. Þrátt fyrir að þeir hjá Interpol séu fyrir löngu búnir að senda skýrslu og svar við því, að svörtu listarnir hafa ekki komið frá þeim þá reyna menn samt sem áður að halda þessum ósannindum á lofti. Hvernig var það, bað dómsmálaráðuneytið um að fá þessa lista? Hver er ástæðan fyrir því að svörtu listarnir voru sendir til landsins fyrir þessa heimsókn? Það vita allir í Ástralíu hins vegar hvaðan þessir svörtu listar komu, stjórnvöld þar sögðu nei og aftur nei, þið getið ekki ætlast til þess að þið getið komið svona fram við okkur eins og þið kom- uð fram við Íslendinga. Þannig að Ji- ang Zemin forseti Kína varð takk fyr- ir að ferðast um í rútu milli staða í Ástralíu sár og reiður. Það hefði verið skynsamlegra og betri lausn fyrir okkur, en að þurfa að stöðva ferða- menn til landsins og beita allri þessari hörku í landi sem segist leyfa mót- mæli og tjáningarfrelsi. Davíð sagði í þættinum, að þetta yrði allt greitt og bætt að fullu og engar áhyggjur af því. Til hvers er verið að greiða fleiri milljónir þar sem ríkisstjórnin fór bæði að öllu með slíkum heiðarleika í sinni framgöngu og löglega eins og menn vilja vera láta? Voru einhver mistök gerð af hálfu ríkisstjórnarinn- ar í þessu sambandi? Því eru þá ekki þessi mistök viðurkennd fyrir alþjóð þar sem ríkið þarf að standa í þessum greiðslum? Eða á framganga sem þessi að skapa það traust sem Davíð hefur verið að hamra á að sé svo mik- ilvægt? Hvað var það sem herra Dav- íð gat talað um mannréttindi á sínum tíma við Jiang Zeming forseta Kína en hefur ekki sagt okkur frá því? Dav- íð sem var einn af þeim sem stóð fyrir því að brjóta á mönnum mannréttindi hér, þannig að Jiang Zeming hlýtur að hafa haft gaman af Davíð og litið á hann sem mjög góðan skemmtikraft og samherja í verki. Ekki fengu Fal- un Gong meðlimir viðtal við herra Davíð þó að þeir hafi komið hér sér- staklega til þess og óskað eftir því hvað eftir annað en síðan er hægt að sýna þeim dónaskap á Stöð 2 og líkja þeim við fótboltabullur aftur og aftur. Þetta er kannski allt saman eitthvað sem Davíð á eftir skrifa um í næstu bók, ef hann tekur ekki fyrst upp á því gefa út bækur eins og t.d. Stolið frá öryrkjum eða Stolið frá ellilífeyris- þegum. ÞORSTEINN SCH. THORSTEINSSON, Hrísrima, 112 Reykjavík. Ósannindi um svarta listann í Kryddsíld á Stöð 2 Frá Þorsteini Sch. Thorsteinsson:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.