Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÓNUS Gildir 16.–19. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Kf. soðin svið ....................................... 499 Nýtt 499 kr. kg. KF frosið kjötfars.................................. 299 449 299 kr. kg. Létt og laggott 400 g............................ 125 157 312 kr. kg. Ora humarsúpa 420 g.......................... 129 Nýtt 307 kr. ltr Gold kaffi 500 g .................................. 155 179 310 kr. kg Óðals svínahakk 500 g + UBhrísgrjón .... 299 Nýtt 299 kr.pk 11-11 búðirnar Gildir 16.–22. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Frosin ýsuflök ...................................... 489 749 489 kr. kg Fetaostur í kryddolíu 250 g................... 289 373 1.150 kr. kg Kotasæla 200 g................................... 99 135 490 kr. kg Dinkelberg- eða ráðskonubrauð ............ 139 179 139 kr. pk. Floridana appels./eplasafi 3x250 ml .... 175 229 230 kr. ltr MS drykkjarjógúrt 250 ml 3 bragðt. ....... 69 87 270 pr. ltr FJARÐARKAUP Gildir 16.–18. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Appelsínur .......................................... 98 135 98 kr. kg Rautt og hvítt grape ............................. 98 129 98 kr. kg Nautahakk 1.fl. .................................... 698 898 698 kr. kg Hunts tómatsósa 1,13 kg ..................... 198 219 180 kr. kg Filippo Berio ólífuolía 500 ml................ 289 323 578 kr. kg Pascual jógúrt 3 teg. 500 g................... 178 198 356 kr. kg KRÓNAN Gildir 16.–22. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Krónu grísahakk................................... 299 382 299 kr. kg SS áleggsþrenna ................................. 349 Nýtt 349 kr. pk. Þorskalýsi 240 ml ................................ 299 359 1.240 kr. ltr Finn Crisp Runde/Lille Grove hrökkbr. .... 99 129 99 kr. pk. Kavli kavíar mix létt 140 g .................... 139 144 139 kr. st. Icewater vatn 500 ml ........................... 49 69 98 pr. ltr Pågen bruður fínar/grófar 400 g............ 165 179 410 kr. kg NETTÓ-verslanir Gildir á meðan birgðir endast nú kr. áður kr. mælie.verð Goða-pylsur ........................................ 639 799 639 kr. kg Ofnkjúklingur, buffalóvængir ................. 546 683 546 kr. kg Ísfugl lausfr. kjúklingavængir ................. 267 486 267 kr. kg Harpic 2 í 1, 3 teg................................ 199 249 199 kr. st. Original safar 2 ltr. 3 teg. ...................... 259 299 130 kr. ltr Bounty select 3 rúllur ........................... 299 379 100 kr. st. Freyju staur 2x30 g .............................. 99 129 1.650 kr. kg Finish uppþvottavéladuft ...................... 299 327 299 kr. kg NÓATÚNSVERSLANIR Gildir 16.–22. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði ................ 799 899 799 kr. kg Nagga-beikonbollur 450 g.................... 318 398 318 kr. pk Blátoppur/sítrónutoppur 0,5 l............... 79 115 158 kr. kg Úrvals sinnepssósa fitulítil 250 ml......... 89 129 350 kr. ltr Úrvals pítusósa fitulítil 250 ml............... 89 129 350 kr. ltr Hill kremkex 4 bragðt. 150 g................. 45 59 300 kr. kg SAMKAUP Gildir 16.–20. des. nú kr. áður kr. mælie.verð KS grandcru ofnsteik............................ 975 1199 975 kr. kg KS dilkasvið, hreinsuð .......................... 335 453 335 kr. kg Ekta sérútv. saltfiskbitar........................ 845 996 845 kr. kg Ekta ýsubitar roðl./beinl. ...................... 798 998 798 kr. kg KEA skyr m/jarðarb. 500 g ................... 189 222 378 kr. kg KEA skyr m/ferskjum 500 g .................. 189 222 378 kr. kg KEA skyr m/vanillu 500 g ..................... 189 222 378 kr. kg Myllu gróft Samsölu/samlokubr. ........... 179 236 179 kr. kg Myllu beyglur, fínar, 450 g .................... 199 295 442 kr. kg SELECT-verslanir Gildir 6.–29. jan. nú kr. áður mælie.verð Staur .................................................. 65 85 Hríspoki, 120 g.................................... 190 225 Oeteker Pizza Speciale, 330 g............... 395 455 Oeteker Pizza Hawaii, 330 g.................. 395 455 Drykkjarjógúrt ...................................... 75 89 Toppur + samloka ................................ 270 365 Cappuccino + vínarbrauð ..................... 195 265 SPARVERSLUN, Bæjarlind Gildir til 20. jan. nú kr. áður mælie.verð Nautahakk 1. flokkur............................ 598 845 598 kr. kg Knorr Mix Bolognese 75 g..................... 159 213 159 kr. st. Knorr Mix Chili con Carne 101g............. 159 213 159 kr. st. Knorr Mix Karry 79g ............................. 159 213 159 kr. st. Knorr Lasagne 262 g............................ 212 263 212 kr. st. Kjúklingabitar, frosnir ........................... 398 744 398 kr. kg CT Microw. Pizza Ham/Mush. 340g........ 398 485 398 kr. st. CT Microw. Pizza Pepperoni 340g .......... 398 485 398 kr. st. CT Microw. Pizza Cheese 340g .............. 398 485 398 kr. st. ÚRVAL Gildir 16.–20. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Naggal. sælkerabollur 450 g................. 394 492 875 kr. kg Naggal. sælkerabollur 450 g................. 423 529 940 kr. kg Baconbúðingur KEA ............................. 479 599 479 kr. kg Ekta sérútv. saltfiskbitar........................ 845 996 845 kr. kg Ekta ýsubitar roðl./beinl. ...................... 798 998 798 kr. kg KS grandcru ofnsteik............................ 975 1.199 975 kr. kg KS dilkasvið, hreinsuð .......................... 335 453 335 kr. kg UPPGRIP – Verslanir OLÍS Janúartilboð nú kr. áður kr. mælie.verð Sóma-samloka, MS-hyrna, Hersh. Alm. súkkul. og ½ l kók (venjul. eða diet) ...... 399 524 Freyju villiköttur m/kornkúlum............... 85 99 Trópí appelsínusafi, 330 ml plastfl......... 99 120 ÞÍN VERSLUN Gildir 16.–22. jan. nú kr. áður kr. mælie.verð Lambalæri .......................................... 799 1.190 799 kr. kg Lambahryggur ..................................... 799 1.190 799 kr. kg Lambaframpartur................................. 399 529 399 kr. kg Rauðvínslegin bógsteik......................... 910 1.138 910 kr. kg Oetker kartöflumús 330 g..................... 249 299 747 kr. kg BKI skyndikaffi 100 g ........................... 399 458 3.990 kr. kg Bjarne Brugg pilsner ½ l ....................... 69 78 138 kr. ltr. Frón súkkulaði Póló 250 g .................... 129 148 516 kr. kg H&S sjampó 200 ml ............................ 298 365 1.490 kr. ltr Helgartilboð Verðupplýsingar sendar frá verslunum Svið víða á tilboðsverði, afsláttur af lambi VERSLANIR Bónuss hafa gert samning um lægra verð á ferskum kjúklingi. Mun það gilda á næstu mánuðum að óbreyttum for- sendum, segir Guðmundur Mar- teinsson framkvæmdastjóri Bón- uss. Hámarksverð Bónuss á ferskum heilum kjúklingi er nú 499 krónur, svo dæmi sé tekið, var áður 659 krónur. Lægra hámarksverð tekur gildi í dag og segir Guðmundur að þrátt fyrir það verði áfram um að ræða tilboð á kjúklingum í versl- uninni og verð þá lækkað enn frekar. Verðbreytingar eru sem hér segir: Ferskur heill kjúklingur 499 krónur, áður 659 krónur. Ferskar úrbeinaðar skinnlausar kjúklingabringur 1.599 krónur, áður 2.195 krónur. Ferskar úrbeinaðar kjúklinga- bringur með skinni 1.499, áður 2.025 krónur. Ferskir kjúklingaleggir 599 krónur, áður 799 krónur. Fersk kjúklingalæri 599 krón- ur, áður 799 krónur. Ferskir kjúklingavængir 399 krónur, áður 647 krónur. Föst kjúklinga- verðlækk- un í Bónusi Morgunblaðið/Kristinn Bónus hefur gert samning um lægra kjúklingaverð næstu mánuði. MATVÆLASVIÐ Umhverfisstofn- unar og Heilbrigðiseftirlit sveitarfé- laga hafa útbúið einblöðung með helstu atriðum úr reglugerð um merkingu matvæla. „Markmiðið er að kynna fyrir neytendum hvaða upplýsingar þeir eiga rétt á að séu fyrir hendi á matvælum og jafnframt hvetja þá til þess að láta framleið- anda eða heilbrigðiseftirlit viðkom- andi sveitarfélags vita ef einhverjum þáttum er ábótavant,“ segir Svava Liv Edgarsdóttir sérfræðingur á matvælasviði Umhverfisstofnunar. Dreift í gegnum verslanir Svava Liv segir að reglur um merkingar séu talsvert fyrirferðar- miklar og oft og tíðum flóknar, á ein- blöðungnum sé hins vegar að finna helstu atriði sem skylt er að komi fram á umbúðum matvæla. Spjald- inu hefur verið dreift í helstu versl- anir um land allt sem munu koma því til neytenda. Matvælamerkingar á aðgengilegu formi Nýtt upplýsingablað fyrir neyt- endur um matvælamerkingar. VERSLANIR Nóatúns hafa byrjað sölu á súrum hval sem ekki hefur verið í almennri sölu hérlendis um langt skeið. „Síðasta sumar var flutt til landsins hvalkjöt, keypt var af norska útgerðarmanninum Ole Myklebust sem gerir út hrefnuveiðibátinn Kato. Nóa- tún fékk starfsmenn Hvals til að vinna kjötið í súr og komu sjö tonn af súrmeti út úr vinnslunni á hvalrenginu,“ segir Sigurður Gunnar Mark- ússon, rekstrarstjóri Nóa- túns. Telur hann við hæfi þegar Íslendingar fagna þorra með hækkandi sól að sækja í veisluhöld forfeðranna og það besta sem þeir bjóða. Súr hvalur í Nóatúni TÆP 20% sýna af réttum á hlað- borðum voru ófullnægjandi, segir Hollustuvernd ríkisins í samantekt um örveruástand heitra og kaldra rétta á hlaðborðum sem kannað var fyrir jól. Könnunin fór fram á vegum Holl- ustuverndar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í nóvember og desem- ber á liðnu ári. Um er að ræða svokallað eftirlits- verkefni en þá eru tekin sýni af samskonar matvælum á ákveðnu tímabili um allt land og leitað eftir sömu þáttum. Niðurstöðurnar eru teknar saman hjá Hollustuvernd rík- isins fyrir allt landið. Náði verkefnið til heitra og kaldra rétta á hlaðborðum veitingahúsa og verslana í fimm af 10 heilbrigðiseft- irlitssvæðum, það er á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi eystra, Kjósarsvæði og í Reykjavík. Stefnt var að því að taka 104 sýni en 53 sýni bárust frá níu verslunum, 12 veitingahúsum og hótelum og tveimur pítsustöðum. Voru 11 sýni af 21 frá Umhverfis- og heilbrigðis- stofu Reykjavíkur tekið við venju- bundið eftirlit, að því er fram kemur í samantektinni. Geymsluástand og hreinlæti Skoðuð eru atriði sem hafa áhrif á örverufræðilegt ástand og öryggi matvælanna. Athuguð er líftala við 30°C, sem gefur hugmynd um gæði og hugsanlegt geymsluþol, fjöldi kólígerla og saurkólígerla, sem og magn Staphylococcus aureus, Bacill- us cereus og fleira, en þessir þættir gefa meðal annars upplýsingar um geymsluástand, hreinlæti við fram- reiðsluna og hvort sjúkdómsvald- andi gerlar séu til staðar. Þá voru laxasýni rannsökuð með tilliti til list- eríu sem er sjúkdómsvaldandi. Tíu sýni af 53 voru ófullnægjandi með tilliti til örveruástands, eða tæp 20%, sjö sýni voru ófullnægjandi vegna heildargerlamagns, tvö sýni vegna fjölda saurkólígerla og eitt sýni með of mikið af heildargerlum og saurkólígerlum. Mæl- ing á kólígerlum og saur- kólígerlum gefur til kynna mengun frá umhverfi og af sauruppruna. Staphylo- coccus aureus er mældur þar sem hætta er á meng- un frá höndum og húð starfsfólks. Hollustuvernd segir mikilvægt að starfsfólk sem höndlar matvæli á hlaðborðum gæti hrein- lætis á höndum og þvoi reglulega. Fram kemur að þar eð þrjú sýni hafi greinst með of mikið af saurkólígerlum geti það verið vísbending um per- sónulegt hreinlæti starfs- manna eða að um kross- smit hafi verið að ræða frá áhöldum eða menguðu hráefni. „Þar sem um mismunandi mat- væli er að ræða í þessari úttekt er sýnafjöldi takmarkaður fyrir hverja matvælategund. Marktæknin er því hverfandi þó svo að verkefnið í heild sinni gefi ákveðnar vísbendingar. Af þessu verkefni að dæma er ljóst að þörf er á áframhaldandi eftirliti með hlaðborðum,“ segir Hollustuvernd. Heitir og kaldir réttir rannsakaðir 20% sýna ófull- nægjandi, segir Hollustuvernd Mjög brýnt er að fylgjast með hitastigi rétta á hlaðborðum, segir Hollustuvernd ríkisins. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.