Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 17 UMFJÖLLUN borgaryfirvalda á veitingu byggingarleyfis fyrir fjöl- býlishúsið í Suðurhlíð 38 var ekki með þeim hætti sem gera verður kröfu um. Þetta er álit embættis borgarlögmanns. Segir að ekki hafi verið gætt lagaskilyrða við útgáfu leyfisins og því verði að líta svo á að leyfið hafi verið ógildanlegt. Álitsgerð borgarlögmanns var lögð fram í skipulags- og bygging- arnefnd borgarinnar í gær. Forsaga málsins er sú að samkvæmt sam- þykktu deiliskipulagi svæðisins mátti húsið vera 12 metrar að hæð en veitt var byggingaleyfi fyrir 12,4 metra hárri byggingu. Sömuleiðis er húsið hærra í hallandi lóðinni en ráð var fyrir gert og er heildarhæð þess í landinu því um tveimur metrum meiri en áætlað var. Þegar athugasemdir bárust við þetta var óskað eftir skýringum frá hönnuðum hússins og segir í álits- gerðinni að af bréfi þeirra megi ekki annað ráða en að þeir hafi ákveðið aðra hæðarsetningu hússins en skýringaruppdráttur með deili- skipulagi gerði ráð fyrir. Er bent á að fyrir liggi nýir aðaluppdrættir að húsinu sem sýni að það hafi í heild verið lækkað um 0,45 metra. Þeir hafi hins vegar ekki verið sam- þykktir af skipulags- og bygg- inganefnd og því sé ekki hægt að taka tillit til þeirra í álitsgerðinni. Ekki ólögmæt hagsmuna- skerðing nágranna Segir að ljóst megi vera að bygg- ingin standi töluvert hærra en skýr- ingamynd með deiliskipulagi gerði ráð fyrir en hún var meðal þeirra gagna sem hagsmunaaðilar, s.s. ná- grannar, kynntu sér í aðdraganda þess að deiliskipulagið var samþykkt. Í þessu sambandi er bent á að í deiliskipulaginu sé sérstaklega tekið fram að við hönnun hússins skuli reynt að setja það eins lágt í landið og eðlilegt getur talist. Hins vegar segi í reglugerð að slíkir skýringa- uppdrættir séu ekki bindandi. Segir að þrátt fyrir að einhver óveruleg frá- vik frá gildandi deiliskipulagi kunni að vera heimil verði að telja að ofan- greind frávik geti raskað eða þrengt að réttindum annarra. „Þar sem ekki var gætt lagaskilyrða við útgáfu hins umdeilda byggingarleyfis verður að líta svo á að leyfið hafi verið ógild- anlegt,“ segir í álitinu. Bent er á að bygging Suðurhlíðar 38 sé svo langt komin að ljóst sé að veruleg verðmætaröskun muni eiga sér stað verði byggingarleyfishafa nú gert að breyta byggingunni til sam- ræmis við deiliskipulagið. Þar sem húsið standi um 40 metrum frá Suð- urhlíðarskóla, um 110 metrum frá næstu íbúðarhúsum við Suðurhlíð og sé talsvert neðar í landinu en önnur hús við Suðurhlíð, verði nágrannar hússins því tæplega fyrir birtuskerð- ingu þrátt fyrir að það sé um tveimur metrum hærra en ráð var fyrir gert. Hagsmunaskerðing nágranna liggi því fyrst og fremst í hugsanlegri út- sýnisskerðingu umfram það sem þeir máttu gera ráð fyrir miðað við deili- skipulagið og skýringaruppdráttinn. Í ljósi annarra dóma sem fallið hafi í svipuðum málum sé ekki unnt að líta svo á að hæð byggingarinnar feli í sér slíka hagsmunaskerðingu að um ólögmæta athöfn sé að ræða gagn- vart nágrönnum hennar. Verulegt athugunar- leysi hönnuða Borgarlögmaður bendir á að hönnuðir beri ábyrgð á því að hönn- un þeirra sé í samræmi við gildandi deiliskipulag og sömuleiðis beri byggingaryfirvöldum ávallt að gæta þess að teikningar séu í samræmi við skipulag viðkomandi svæðis. Hönn- uðirnir hafi auk þess sjálfir gert um- rætt deiliskipulag og hafi því gjör- þekkt það. „Verður því að telja framlagningu á aðaluppdráttum, þar sem hæð hússins er umfram deili- skipulag og hæðarafsetning er önn- ur en ráða má af deiliskipulagi, sé verulegt athugunarleysi af þeirra hálfu.“ Hins vegar sé það skipulags- og byggingarnefndar að meta hvort brot hönnuðanna séu þannig að beita skuli ákvæðum skipulags- og bygg- ingarlaga sem kveða á um áminn- ingu eða jafnvel leyfissviptingu. Niðurstaða borgarlögmanns er því sú að Suðurhlíð 38 hafi verið byggð án þess að deiliskipulagi hafi verið fylgt, teikningar hafi verið samþykktar þar sem hæðarafsetn- ing sé önnur en ráða megi af deili- skipulagi og skýringaruppdrætti og húsið sé hærra en deiliskipulag heimilaði. „Það er skoðun embættis borgarlögmanns að umfjöllun bygg- ingaryfirvalda á máli þessu hafi ekki verið með þeim hætti sem gera verð- ur kröfu um.“ Röð mannlegra mistaka Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og bygginga- nefndar, segir að hún harmi þau mis- tök sem hafi átt sér stað. „Nefndin fékk á sínum tíma rangar upplýs- ingar bæði frá hönnuðum og emb- ættismönnum. Þarna er röð mistaka sem hafa átt sér stað og kannski erf- itt að kenna einhverjum einum um. En ég viðurkenni fúslega að þarna áttu sér stað mistök og við munum fara yfir þau til að tryggja að þetta gerist ekki aftur.“ Hún segir það matsatriði hvort hagsmunir fólks hafi verið skertir með hæð hússins. „Ef þessir aðilar telja eitthvað á sér brotið verða þeir að leita réttar síns og við verðum þá einfaldlega að taka á því þegar þar að kemur.“ Hún segir ómögulegt að dæma um hvort skaðabótamál séu líkleg í kjölfar álitsins. „Borg- arlögmaður telur frekar vafasamt að við séum bótaskyld því þarna séu engir þeir hagsmunir sem kalli á það og ég hlýt að halda mig við þá af- stöðu þar til annað kemur í ljós.“ Í bókun sjálfstæðismanna í skipu- lags- og bygginganefnd í gær segir að pólitísk ábyrgð Reykjavíkurlist- ans sé mikil í málinu. Að sögn Stein- unnar Valdísar er af og frá að Reykjavíkurlistinn hafi vísvitandi blekkt íbúa í þessu máli. „Það eru einfaldlega mannleg mistök sem hafa átt sér þarna stað,“ segir hún. Setur spurningar við vinnuferli borgarinnar Hanna Birna Kristjánsdóttir, fulltrúi sjálfstæðismanna í skipu- lags- og byggingarnefnd, segist líta málið alvarlegum augum. „Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar verða að geta treyst því að þau gögn sem frá skipulagsyfirvöldum koma séu rétt og skýr. Svo var ekki í þessu tilviki og að mínu mati er það sérstaklega slæmt vegna þess að þessi bygging var mjög umdeild á sínum tíma.“ Hún segir málið jafnframt setja spurningar við vinnuferli borg- arinnar þar sem sömu aðilar deili- skipuleggja svæði og byggja húsin sem þar eiga að vera. „Þetta mál er enn eitt dæmið um það hversu illa er staðið að samráði við íbúa varðandi skipulagsmál í Reykjavík. Við sjálf- stæðismenn gerðum þá kröfu á fund- inum að staða þessa máls og álit borgarlögmanns yrði kynnt íbúun- um og öðrum hagsmunaaðilum sem allra fyrst. Í framhaldinu verður að koma í ljós hvort einhverjir íbúar leiti réttar síns og hvernig þau mál fara.“ Borgarlögmaður gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar vegna byggingar umdeilds fjölbýlishúss Morgunblaðið/Kristinn Bygging Suðurhlíðar 38 er það langt komin að borgarlögmaður telur að veruleg verðmætaröskun muni eiga sér stað verði byggingarleyfishafa gert að breyta byggingunni til samræmis við samþykkt deiliskipulag. Suðurhlíðar Ekki gætt laga- skilyrða við útgáfu byggingarleyfis TILKYNNT verður um nafn nýja strandhverfisins í Arn- arnesvogi í Garðabæ í dag auk nafna á götum og torgi sem þar verða. Nafngiftirnar munu vísa til sögunnar og sjálfstæð- isbaráttu Íslendinga en Hall- grímur Helgason rithöfundur átti hugmyndina að nöfnunum. Í fréttatilkynningu frá Garða- bæ segir að hornsteinn verði lagður að nýja hverfinu í dag um leið og skrifað verður und- ir samstarfssamning um upp- byggingu hverfisins en það eru fyrirtækin Björgun ehf. og Bygg ehf. sem sjá um hönnun og skipulagningu svæðisins. Gert er ráð fyrir að 760 íbúðir verði í hverfinu full- byggðu, þar af 200 íbúðir fyrir eldri borgara. Arkitekt hverf- isins er Björn Ólafs. Fram- kvæmdir hefjast í vestasta hluta hverfisins og er stefnt að því að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar á vormánuðum 2004. Gatnanöfn vísa í sjálf- stæðis- baráttuna Arnarnesvogur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.