Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.01.2003, Blaðsíða 32
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minn- ingargreina Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprent- un að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjördís Geirdalfæddist á Ísafirði 16. nóvember árið 1930. Hún lést á líkn- ardeild Landspítal- ans í Kópavogi hinn 8. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Steina Pétursdóttir húsfreyja, f. á Felli í Árneshreppi í Strandasýslu 25. júní 1885, d. 25. des. 1939, og Guðmundur Eyj- ólfsson Geirdal, skáld og hafnar- gjaldkeri Ísafirði, f. á Brekku í Gufudals- hreppi í A-Barða- strandarsýslu 2. ágúst 1885, d. 16. mars 1952. Hjördís var næst yngst í hópi sjö systkina: 1) Ing- ólfur, f. 29. apríl 1915, 2) Pétur, f. 16. ágúst 1916, d. 11. apríl 1983, 3) Ólöf Ragnheiður, f. 31. júlí 1918, d. 17. ágúst 1943, 4) Ingibjörg, f. 1. mars 1923, d. 31. ágúst 1948, 5) Bragi, f. 7. apríl 1917, d. 7. október 1994, 6) Hjördís, sem hér er kvödd og 7) Erna, f. 2. mars 1932. Hjördís giftist 2. nóvember 1952 Guðmundi Áka Lúðvígssyni við- skiptafræðingi, framhaldsskóla- kenna og leiðsögumanni, f. 24. mars 1931. Foreldrar hans voru Sigríður Hallgrímsdóttir húsfreyja frá Grímsstöðum á Mýrum, og Lúðvíg Guðmundsson stofnandi og skóla- stjóri Myndlista og handíðaskóla Ís- lands. Dætur Hjördísar og Guð- mundar eru: 1) Erna Steina textílhönnuður, f. 12. mars 1953. Maður hennar er Gestur R. Bárð- arson efnaverkfræðingur, f. 26. maí 1953. Börn þeirra eru Tómas Áki, f. 29. júní 1976, Davíð Kjartan, f. 6. febrúar 1983, Gestur Ari, f. 15. júní 1987, og Hjördís, f. 25. nóvember 1988. 2) Sigríður leiðsögumaður, f. 14. júlí 1960. Hún var gift Barbaro Ortiz, f. á Kúbu 5. desember 1964. Sonur þeirra er Theodór Ari, f. 10. nóvember 2001. Hjördís lauk námi í hárgreiðslu frá Iðnskólanum í Reykjavík og starfaði við þá iðn fyrri hluta ævinnar bæði sem sjálf- stæður atvinnurekandi og í félagi við aðra. Síðar vann hún mikið við ýmis hjúkrunar- og ummönnunar- störf. Útför Hjördísar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mágkona mín, Hjördís Geirdal, er látin eftir langa og erfiða sjúkdóms- legu og langar mig að minnast hennar í fáum orðum. Ung að árum giftist Hjördís bróður mínum, Guðmundi Áka Lúðvígssyni, og áttu þau heimili í Reykjavík. Fljót- lega stækkaði fjölskyldan og þau eignuðust tvær dætur sem báðar lifa móður sína og kveðja nú hinstu kveðja. Þetta eru þær Erna Steina og Sigríður. Hjördís var falleg kona og smekk- leg og bar heimili þeirra hjóna góðan vott um listfengi hennar. Hún lærði ung hárgreiðslu og var meistari í þeirri iðngrein. Hún var vandvirk og vinsæl og átti sinn fasta „kúnnahóp“. Hjördís var frekar dul og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hún var vel gefin og hafði ákveðnar skoðanir á mönn- um og málefnum. Og trúföst var Hjördís og gafst ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti. Ég kveð nú mágkonu mína, Hjör- dísi, með þakklæti og söknuði. Dauð- inn er bæði miskunnarlaus og afger- andi, en þó er hann stundum líkn og lausn og þannig var það nú. Við Halldór og fjölskylda okkar sendum Áka, dætrunum tveimur og fjölskyldum þeirra og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur. Ingveldur Lúðvígsdóttir Gröndal. HJÖRDÍS GEIRDAL Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR frá Brandsbæ í Hafnarfirði, sem lést föstudaginn 10. janúar, verður jarð- sungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. janúar kl. 10.30. Þórunn Pálmadóttir, Þorsteinn Pálmar Einarsson, Kristinn Bernhard Kristinsson, Íris Björg Kristinsdóttir, Pálmi Þór Kristinsson. Hjartkær eiginmaður minn og elskulegur faðir okkar, FRIEDEL KÖTTERHEINRICH, Túngötu 49, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 8. janúar verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. janúar kl. 10.30. Ingibjörg Sveinsdóttir, Kristín Luise Kötterheinrich, Markús Sveinn Kötterheinrich. Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EIRÍKUR MARTEINSSON, Ásgarðsvegi 22, Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 18. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Björk Breiðfjörð Helgadóttir, Marteinn Steingrímsson, Guðrún Eiríksdóttir, Jón Óli Sigfússon, Hörður Eiríksson, Jóna Fríða Kristjánsdóttir. Okkar ástkæra, ANNA VILMUNDARDÓTTIR frá Löndum, Grindavík, sem andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund þriðjudaginn 7. janúar, verður jarðsung- in frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Steinólfur Jóhannesson, Lúther Kristjánsson, Elín Káradóttir, Halldór Kristjánsson, Guðný Guðjónsdóttir, Ólafur Kristjánsson, Erla S. Ingólfsdóttir, Anna Dóra Lúthersdóttir, Hreinn Líndal Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum hlýhug og vináttu við andlát og út- för GUÐRÚNAR ÁRMANNSDÓTTUR, Sílalæk, Aðaldal. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðis- stofnunar Þingeyinga, heimahjúkrunarkvenna og Kvenfélags Nessóknar. Fjölskylda hinnar látnu. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA ÞORGERÐUR ÞÓRHALLSDÓTTIR JOHANSEN, Sóltúni 2, áður Kirkjusandi 1, Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt miðvikudagsins 8. janúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 17. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Rolf Johansen, Kristín Johansen, Bertha Ingibjörg Johansen, Hörður Sigurjónsson, Kitty Johansen, Gunnar Ingimundarson, Hulda Gerður Johansen, Steindór I. Ólafsson, Þórhallur Dan Johansen, Anna Lilja Gunnarsdóttir, Thulin Johansen, Sjöfn Har, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, GYLFA HARÐARSONAR, Vestmannabraut 33, Vestmannaeyjum. Gylfi Anton Gylfason, Linda Hrönn Ævarsdóttir, Ólafur Þór Gylfason, Ingibjörg Arnarsdóttir, Unnur Heiða Gylfadóttir, Þröstur Friðberg Gíslason, Bjarki Týr Gylfason, Sigríður Reynisdóttir, Unnur Jónsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför elsku- legrar frænku minnar, GUÐRÚNAR LÍNEYJAR VALGRÍMSDÓTTUR, Skjóli. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls fyrir góða umönnun og hlýju í okkar garð. Jóhanna Guðjónsdóttir og aðrir aðstanendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, JÓSEFÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR BLÖNDAL frá Seyðisfirði, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri miðvikudaginn 8. janúar sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. janúar kl. 15.00. Svala Halldórsdóttir, Ólavía D. Halldórsdóttir, Jón G. Gíslason, Lárus Halldórsson, Stella Hálfdánardóttir, Herbert Halldórsson, Guðmunda Þórðardóttir, Kristín Halldórsdóttir, Jóhannes Steingrímsson og ömmubörn. Sambýlismaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, VILMUNDUR HAFSTEINN REIMARSSON, Hreggnasa, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 18. janúar kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á krabbameinsfélögin. Sigfríður Hallgrímsdóttir, Reimar H. Vilmundarson, Guðrún H. Vilmundardóttir Sveinn Óðinn Ingimarsson, Hallgrímur Þ. Björnsson, Herdís Tómasdóttir, Ása María Björnsdóttir, Kjartan Björnsson, Elín Granz, Sigrún Sveinsdóttir, Hermann Dan Másson, Jóhanna U. Reimarsdóttir, Jón Vagnsson, Kristján K. Reimarsson, Birna Guðrún Einarsdóttir, barnabörn og aðrir ættingjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.