Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 18
ERLENT 18 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ LJÓST er af úrslitum þingkosning- anna í Hollandi, að kjósendur voru búnir að fá sig fullsadda af um- rótinu í stjórnmálum landsins síð- asta árið. Flokkar lengst til hægri og vinstri eiga ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim, heldur gömlu, rótgrónu flokkarnir. Flest bendir þó til, að myndun nýrrar stjórnar geti orðið erfið. Kristilegi demókrataflokkurinn, flokkur Jan Peter Balkenende, frá- farandi forsætisráðherra, er áfram stærsti stjórnmálaflokkur Hollands með 44 þingmenn af 150 á þingi eða tvo umfram Verkamannaflokk- inn. Það kemur því í hlut Balkenende að mynda stjórn og kostirnir eru tveir: Annaðhvort samstjórn kristi- legra demókrata og jafnaðarmanna eða samstarf kristilegra við aðra borgaraflokka. Ekki sam- starfshæfur Í fráfarandi stjórn eru tveir flokkar auk kristilegra, Frjálslyndi flokkurinn og Listi Pim Fortuyns. Vegnaði frjálslyndum vel í kosn- ingunum í fyrradag, bættu við sig fjórum mönnum og fengu 28, en Listi Fortuyns beið afhroð og fékk aðeins átta menn í stað 26 í kosn- ingunum í maí í fyrra. Ástæðan fyrir þeim ósigri var sú, að þegar Fortuyns naut ekki lengur við, hann var myrtur rétt fyrir kosn- ingarnar í fyrra, fór allt upp í loft innan flokksins. Var valdabaráttan innan hans svo heiftúðug, að hann var í raun stjórnlaus og ósam- starfshæfur og að lokum gafst Balkenende upp og boðaði til nýrra kosninga. Kristilegir og frjálslyndir hafa 72 þingmenn saman og geta því ekki myndað stjórn einir. Þeir geta það hins vegar með átta þingmönn- um Lista Fortuyns eða sex þing- mönnum D66, frjálsra demókrata. Samstjórn kristilegra og jafnaðarmanna? Ljóst þykir, að Balkenende muni ekki ræða við Lista Fortuyns fyrr en í síðustu lög og innan D66, sem tapaði einum manni í kosningun- um, virðist lítill áhugi vera á stjórnarþátttöku, að minnsta kosti í svipinn. Þá er eftir hinn kost- urinn, samstjórn stóru flokkanna, kristilegra og jafnaðarmanna, og næstum öll hollensku dagblöðin hvöttu til hennar í gær. Balkenende kvaðst í gær ekki vilja útiloka stjórn með Verka- mannaflokknum en sagði, að mörg ljón væru þó á veginum fyrir slíku samstarfi. Wouter Bos, leiðtogi Verkamannaflokksins, var hins vegar jákvæðari og sagði, að við- ræður ættu að hefjast strax. Bos, „Undrabarninu Wouter“ eins og hann er kallaður, er þakkað gengi Verkamannaflokksins í kosn- ingunum nú. Í fyrravor beið flokk- urinn mikinn ósigur, fékk aðeins 23 þingmenn, en hefur nú endurheimt fylgið og er með 42 þingsæti. Vilja stöðugleika Beatrix drottning ræddi við ráð- gjafa sína í gær og venju sam- kvæmt mun hún síðan fela leiðtoga stærsta þingflokksins að mynda stjórn. Í öllum hollensku blöðunum var hvatt til þess, að gengið yrði rösklega til verks við að mynda trausta ríkisstjórn. „Eftir hringlandahátt og óreiðu í næstum ár vilja Hollendingar semja sátt sín í milli,“ sagði Alge- meen Dagblad. „Landið hefur verið stjórnlaust en landsmenn vilja fá stjórn, sem nýtur trausts þings og þjóðar.“ Hollendingar biðja um styrka stjórn Hafa fengið sig fullsadda af ringulreið síðustu átta mánaða                 ! "#$ ! "!!%&''()* "! + , "-').*)! !*/              !"   #     $   #   %       0                                               !  "    #   $  %  $              &  & 0  Haag. AFP. Stóru flokkarnir sigurvegarar þingkosninganna SPÆNSKI arkitektinn Antonio Gaudi teiknaði árið 1908 skýjakljúf er helst minnir á eldflaug en átti að verða hótel í New York. Teikningin var ekki notuð en nú getur farið svo að húsið verði að veruleika. Arki- tekt í Boston fer nú fyrir hópi manna sem vilja að hugmynd Gaud- is verði notuð þegar byggt verður minnismerki á svæðinu þar sem tví- buraturnar World Trade Center stóðu. AP Gömul hugmynd Gaudis MEIRIHLUTI forsvarsmanna í stærstu fyrirtækjum í Bretlandi er nú andvígur því, að Bretar taki upp evruna. Kemur það fram í skoðana- könnun MORI-stofnunarinnar. Könnunin náði til 164 forstjóra og aðalframkvæmdastjóra hjá stærstu fyrirtækjunum og var niðurstaðan sú, að 50% þeirra voru ekki sammála því, að Bretar tækju upp evruna en 42% voru því hlynnt. Er þetta í fyrsta sinn síðan farið var að kanna þetta viðhorf 1997, að meirihlutinn er andvígur evrunni en upphaflega voru næstum 70% með henni. Kom þetta fram í Financial Times á mánudag. Mestur er stuðningur við evruna í fyrirtækjum sem eru mjög háð al- þjóðlegum viðskiptum. Hefur Digby Jones, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins í Bretlandi, orðið æ gagn- rýnni á reglugerðafarganið í Brussel og á uppdráttarsýkina í evrópsku efnahagslífi. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru síðan evran varð formlega til, hefur andstaða Breta við upptöku hennar ekkert minnkað en þrátt fyrir það er það útbreidd skoðun, að hún verði tekin upp í landinu innan áratugar. Vaxandi and- staða við evruna Meirihluti stjórnenda í stærstu fyr- irtækjum Breta í fyrsta sinn á móti SLEÐAHUNDAR eru himinlifandi yfir því að fá að njóta hreina loftsins og svalans í snjónum í grennd við Aviemore í Skotlandi í gær. Um 200 áhugamenn um sleðahunda munu safnast saman við Loch Morlich, skammt frá Aviemore, um helgina til að taka þátt í Konunglegu hundasleðakeppninni. Reuters Sleðahundar í réttu umhverfi FRÖNSK stjórnvöld staðfestu í gær að þau hefðu boðið Robert Mugabe, forseta Zimbabve, að sitja leiðtogafund Afríkuríkja í París í næsta mánuði þrátt fyrir andstöðu Breta. Mugabe er nú bannað að fara til ríkja Evrópusambandsins vegna ásakana um að hann hafi náð end- urkjöri í fyrra með kosningasvik- um. Ef bannið verður ekki fram- lengt fellur það úr gildi 18. febrúar, daginn áður en leiðtoga- fundurinn verður haldinn. Stjórn- arerindrekar frá ESB-löndum í Brussel sögðu að öll aðildarríki sambandsins þyrftu að samþykkja heimsókn Mugabe til Frakklands. Að sögn talsmanns franska ut- anríkisráðuneytisins er Jacques Chirac Frakklandsforseti sann- færður um að þátttaka Mugabe í leiðtogafundinum stuðli að lýð- ræðisumbótum í Zimbabve. Mugabe boðið til Parísar Brussel. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.