Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni MarinóStefánsson fædd- ist í Fjörðum 16. sept- ember 1919. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 18. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Stein- unn Jóhanna Sigur- geirsdóttir og Stefán Björnsson, þau bjuggu í Fjörðum, síðan á Grenivík og loks í Hrísey. Systk- ini Bjarna eru Sigur- björn, látinn, Guð- rún, látin, Kjartan, býr á Hornbrekku í Ólafsfirði og Axelína, býr í Reykjavík. Bjarni kvæntist Jóhönnu Jónas- dóttur frá Ísafirði 1955. Jóhanna var ekkja og átti fjögur börn, þau eru: 1) Vilborg Fríður Björgvins- dóttir, gift Jóhannesi Sigurðssyni, þau eiga fimm syni, Björgvin Hólm, Bjarna Sigurð, Bjarka Þór, Sigurð Hólmar og Jóhannes Birgi. 2) Jónas Páll Björg- vinsson, kvæntur Rannveigu Guð- mundsdóttur, börn þeirra eru Guð- mundur Sigurður, Þorlákur Einar, Jó- hanna og Rannveig. 3) Birgir Björgvins- son, kvæntur Eddu Svavarsdóttur, börn þeirra eru Helga, Matthildur og Hauk- ur Örn. 4) Björk Björgvinsdóttir, gift Jóni Arnari Barðdal, börn þeirra eru Óli Þór, Björgvin Jóhann, Sesselja Björk og Arnar Þórarinn. Lang- afabörnin nálgast fjórða tuginn. Bjarni stundaði sjómennsku framan af ævi. Eftir að hann kom í land vann hann hjá Bjarna blikk- smiðju við Ægisgötu til starfsloka. Útför Bjarna verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Öðlingurinn Bjarni er farinn frá okkur. Fyrir hálfri öld gengu þau í hjónaband Bjarni og móðir okkar. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að koma inn á heimili þar sem fjórir unglingar bjuggu með móður sinni en hann komst vel frá því eins og öllu öðru. Hann reyndist okkur alla tíð mjög vel og móður okkar var hann góður, nærgætinn og hlýr, ekki síst eftir að hún veiktist og átti erfiða daga, þá reyndi á drengskap hans og þökkum við honum innilega fyrir það. Öllur barnabörnunum sínum, því hann var afi þeirra, var hann góð- ur og fylgdist með þeim og spurði alltaf um þau. Bjarni á tvö systkin á lífi, Kjartan og Öddu, sem honum þótti alltaf mjög vænt um, þeim vott- um við samúð okkar, og megi þau eiga góða daga, og öllu frændfólki einnig því Bjarni var frændrækinn og átti gott samband við skyldfólk sitt. Við vitum að Bjarna bíða vinir í varpa. Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Þegar sál þín veg- ur gull sitt og silfur á vogarskálum hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. Og hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið. (Kahlil Gibran.) Elsku Bjarni, við erum þakklát fyrir þig og þína hlýju og ljúfu nær- veru. Ég lifı́ í Jesú nafni, í Jesú nafnı́ eg dey, þó heilsá og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí kraftı́ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Megi Guð, Jesú og allir góðir engl- ar vernda þig. Vilborg, Birkir og Björk. Elsku Bjarni minn, þakka þér alla hlýjuna og vinskap í minn garð. Við vorum bestu vinir. Ég veit að englar guðs í paradís syngja fyrir þig og mömmu. Lífið er þeim gott sem hefur einhvern til að elska – og hreina samvisku. Sofðu rótt. Þín Vilborg. Elsku afi. Líður að dögun, léttir af þoku ljóðin sín kveða fuglar af snilld. Sönginn og daginn, drottinn ég þakka, dýrlegt er orð þitt, lind sönn og mild. Verðandi morgunn, vindur og sunna. Vanga minn strýkur náðin þín blíð. Grasið og fjöllin, Guð minn ég þakka, geislar þín sköpun, nú er mín tíð. Risinn til lífsins, lausnarinn Jesús, leið sinni beinir, hvert sem ég fer. Indæl er jörðin, eilíf er vonin, allt skal að nýju fæðast í þér. (Sigríður Guðmarsd.) Við sendum hjartans kveðjur og þakkir fyrir allt og allt, elsku afi. Þín Bjarni og Björg í Noregi. BJARNI MARINÓ STEFÁNSSON ✝ Guðrún PálínaSæmundsdóttir fæddist í Eyjarhólum 6. júlí 1913. Hún lést í Holtsbúð í Garðabæ 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Guð- rúnar voru Oddný Runólfsdóttir, f. 19. maí 1886, og Sæ- mundur Bjarnason, f. 4. október 1880. Eignuðust þau tíu börn. Systkini Guðrúnar, látin, eru: Guðlaug, Margrét, Guðný Pál- ína og Finnur Helgi. Eftirlifandi systkini eru: Bjarni Guðmann, Ingólfur Þorsteinn, Elín Sigur- björg, Runólfur og Guðný. Hinn 1. febrúar 1936 giftist Guðrún eftirlifandi eiginmanni sínum Holger P. Gíslasyni, f. í Reykjavík 1912. Foreldrar hans voru Ragnheiður Clausen og Gísli Gíslason. Synir Guðrúnar og Holgers eru: 1) Gísli, f. 25.6. 1936, kvæntur Idu Christi- ansen, f. 16.8. 1939. Börn þeirra eru: a) Holger Gísli, f. 2.7. 1967, kvæntur Katr- ínu Halldórsdóttur, f. 11.5. 1967. b) Sig- ríður Dóra, f. 24.5. 1970, gift Páli Ólafs- syni, f. 29.3. 1968. c) Erik Hermann, f. 22.7. 1975. 2) Sæ- mundur, f. 8.5. 1946, kvæntur Guðbjörgu Guðmundsdóttur, f. 6.5. 1953. Synir þeirra eru: a) Pétur Snær, f. 1.2. 1977, sambýliskona hans Magda- lena Margrét Einarsdóttir, f. 10.8. 1976. b) Guðmundur Ágúst, f. 19.6. 1979. c) Holger Páll, f. 23.8. 1988. Langömmubörnin eru átta. Eiginmaður Guðrúnar, Holger, dvelur í Holtsbúð í Garðabæ. Kveðjuathöfn verður í Vídalíns- kirkju í Garðabæ í dag og hefst hún klukkan 13.30. Móðir mín fæddist í Eyjarhólum sunnan við Pétursey á Sólheima- sandi Vestur-Skaftafellssýslu. Auk almenns búskapar í Eyjarhólum keypti afi Sæmundur hlut í bát með þremur öðrum mönnum sem átti að færa björg í bú. Þessi bátur fórst í sinni fyrstu sjóferð. Þarna urðu miklir fjárhagslegir erfiðleikar. Þau fluttust til Víkur í Mýrdal 1924. Mamma var ein af 10 systkinum. Bræðurnir voru fjórir og systurnar sex. Guðrún var glæsileg, dugmikil og sópaði af henni kraftur og kær- leikur. Mér fannst hún alltaf hafa ,,kærleiks hendur“ og gott faðmlag þegar eitthvað bjátaði á. Hún hafði mikla löngun til að læra en gat lítt sinnt því af eðlileg- um ástæðum vegna vinnu heima við. Hún fluttist til Reykjavíkur og lærði hárgreiðslu hjá Gróu Sig- mundsdóttur. Þaðan fór hún til Vestmannaeyja og stundum til Skaftafellssýslu allt að Klaustri til að vinna við hárgreiðslu. Einnig vann hún við hjúkrun og almenna hjálp á spítalanum í Eyjum. Hún tók fullan þátt í handboltanum með Tý í Vestmannaeyjum en fluttist síðan aftur til Reykjavíkur. Guðrún giftist eftirlifandi eigin- manni Holger P. Gíslasyni raf- virkjameistara 1936. Við höfum öll átt gott líf með börnum og barnabörnum. Þökk sé góðum foreldrum. Oddný amma mín og afi Sæ- mundur voru einstök fyrir hlýju og væntumþykju. Ég beið á hverju vori eftir að komast til þeirra í Víkina. Stundum fékk maður að taka prófin fyrr á vorin til að komast austur. Þetta var besti staður í heimi. Verslanir voru fáar og lítið til í búðunum á þessum árum, en mamma gat allt. Hún saumaði fötin úr gömlu og nýju. Prjónaði peys- urnar og sokkana, klippti mig og snurfusaði og svo fékk maður nýja gúmmískó frá Hvannbergsbræðrum með í sveitina. Það eyðilagði nú ekki að mamma átti flottustu bræður í heimi. Þeir keyrðu stærstu flutn- ingabílana í Vík frá Verslun Hall- dórs Jónssonar og Kaupfélaginu og rútu frá Brandi Stefánssyni hótel- eiganda í Vík. Snjóar og ófærur stoppuðu ekki þessa drengi. Um af- rek þeirra á vegum skrifuðu ekki minni menn en Guðmundur Haga- lín. Stundum voru stór skref tekin í lífinu. Við fluttum til Kaliforníu í Bandaríkjunum 1956 og vorum þar í tvö ár. Við bræðurnir og foreldrar nutum þess vel og eignuðumst marga góða vini vestra og þá sér- staklega Erlu frænku. Það er sama hvert við förum og dveljumst, hugurinn leitar alltaf heim um síðir og þá helst til æsku- slóðanna. Með mömmu og pabba, ömmu og afa veita sveitir Skafta- fellssýslu þá fegurð og andlegu næringu sem fátt annað jafnast á við. Sjávarniðurinn við Reynisfjall í Vík, fuglalífið, iðandi bláir lækir og fagurtærar ár ásamt ógn jökla, jök- uláa og ógn Kötlu – víðáttubláir sandar sem gefa frá sér ógurlega ásýnd á heitum sumardögum. Þetta er sú minning sem við höf- um við útför mömmu að ógleymdum tengslum við huldufólk, drauma og ólýsanlegar sögur um menn og mál- leysingja. Síðustu dagarnir í Holtsbúð voru erfiðir en fallegir. Við þökkum öllu því elskulega starfsfólki og kærum presti, sr. Hans Markúsi, sem gerðu sitt ýtrasta til að viðskilnaðurinn yrði sem bærilegastur fyrir alla. Sömuleiðis þökkum við Guðnýju systur mömmu og Garðbæingi og Kristínu Egilsdóttur (Stínu), sem var nágranni og vinur fjölskyldunn- ar við Smáraflöt til margra ára, fyr- ir allar góðu heimsóknirnar. Pabbi, þú stóðst þig vel. Gísli Holgersson. Hún var glæsileg kona á öllum aldri. Hún gekk upprétt og ætlaðist til þess sama af öðrum og ef henni fannst menn ætla að að heykjast á einhvern hátt máttu þeir eiga von á þéttu banki á öxlina. Hún gerði kröfur til annarra en þó mest til sjálfrar sín. Til hennar var oft leitað því hún hafði ávallt skoðanir og þær fengu menn skýrt ef eftir var leitað og oft líka þeir sem ekki spurðu. Visku sína dró hún af lífinu því ekki var kostur á skólagöngu í stórum systkinahópi til sveita á fyrri hluta síðustu aldar. Hún hafði mikinn áhuga á að aðrir menntuðu sig og lagði oft hart að sér við að aðstoða til að svo mætti verða. Mann sinn sá hún fyrst í Austur- strætinu. Þar kviknaði neistinn og hjónabandið varð langt og farsælt. Barnið man snemma eftir blíðri höndinni sem leiddi það fyrstu spor- in á vit ævintýranna. Það þurfti ekki annað en þetta handtak til að allt væri í lagi. Þannig liðu árin og handtakið losnaði en þó er það svo að styrkur hennar var alltaf tiltæk- ur síðar ef á þurfti að halda. Ég held að henni hafi aldrei dottið í hug að uppgjöf væri til ef menn settu sér markmið. Hún kom úr sveit en vildi skoða heiminn og það gerði hún með manni sínum. Þau fóru víða um lönd og bjuggu m.a. tvö ár í Kaliforníu. Þá ferðaðist fjöldkyldan mikið um Bandaríkin. Það var sjálfsagt besti skóli sem fékkst. Hún sagði ávallt að strákarnir hefðu svo gott af þessu. Hún lærði ung að krulla eins og hún kallaði það og vann við hár- greiðslu á yngri árum og stundum síðar þegar hún brá sér í leiðangra á heimaslóð. Mest af ævinni var hún heimavinnandi og sinnti barnaupp- eldi af alúð. Hún brá sér þó frá heimilinu út á vinnumarkaðinn ef þurfa þótti enda var það í hennar eðli að skorast ekki undan heldur að hafa frumkvæði. Dugnaður var henni í blóð borinn enda hennar fólk annálað fyrir atorku og stundum gantast með að þau systkini séu svolítið ofvirk. Efri árin reyndu nokkuð á þegar líkaminn gerði ekki lengur það sem vilji stóð til. Hún vildi standa óstudd og var það kannski þess vegna sem hún gekk við skíðastafi en notaði ekki hækjur. Lokaglíman var erfið og þar sýndi hún að baráttuviljinn var þarna enn þó barist væri við elli sjálfa sem kemur öllum á kné. Mamma lifði við frekar fábreyttar aðstæður og umsvif í okkar frið- sama landi. Ég held að hennar hæfi- leikar hefðu líka nýst vel til að nema ókunn lönd og klífa hæstu tinda. Sæmundur. Elsku amma. Nú þegar þú ert farin í ferðalagið sem við öll leggj- um í að lokum þá rifjast upp fyrir mér draumur sem þig dreymdi þeg- ar þú varst lítil stúlka. Þér fannst sem þú stæðir í stiga sem náði alla leið til himins og við efsta þrepið stóð Jesú Kristur með útbreiddan faðminn. Þú sagðir alltaf að þú vild- ir hafa getað talið þrepin því þá vissir þú hversu lengi þú lifðir. Amma, þrepin voru 89 og nú hefur himnafaðirinn tekið þig í faðm sér. Þegar ég hugsa til þín þá færist glettnislegt bros yfir andlit mitt. Þú varst nefnilega alltaf svo kímin, skemmtileg og hnyttin í tilsvörum. Þú bjóst líka yfir einmuna hlýju sem augun þín báru svo glögg merki um og það varst þú sem kenndir mér bænirnar mínar. Þó að flestir kölluðu þig Gunnu þá barstu líka nafnið Pálína og ég spurði þig oft hvað frú Guðrún Pál- ína segði gott og þá brostir þú alltaf og hlóst við og svaraðir: ,,Já, hún Guðrún Pálína, hún segir bara allt gott.“ Þú eignaðist tvo yndislega syni sem þú varst stolt af en þú sagðir oft hvað ég væri heppin að eiga stelpur. Það var mér mjög dýrmætt að geta gefið þér nöfnu og þið náðuð svo vel saman og þú sagðir óspart að hún líktist þér. Þegar ég sagði henni að langamma væri farin til englanna spurði hún: ,,Hver er þá litla stelpan hennar núna?“ Þær voru ófáar ferðirnar sem þið afi fóruð um landið og mér er eft- irminnileg hringferðin sumarið 1981 sem við fórum öll saman í, yndislegt veður og landið svo fagurt. Víkin var þér alltaf svo kær og fóruð þið afi reglulega þangað í litla húsið með stóru sálina. Þín bíður enn ein ferðin í Víkina, elsku amma, en þar munt þú hvíla. Við Páll, Ida, Alma Guðrún og Ólafur Hálfdan biðjum Guð að styrkja afa í sorg sinni. Guð blessi þig amma, minning þín lifir. Sigríður Dóra Gísladóttir. Á tímamótum sem þessum horf- um við til baka yfir farinn veg og efst í huga okkar er þakklæti. Þakk- læti fyrir það að kynnast og vera hluti af fjölskyldu þeirrar konu sem nú er gengin. Amma okkar var ákveðin, hvetjandi, umhyggjusöm og hlý manneskja. Hún fylgdist vel með uppvexti okkar og hafði miklar vonir um velgengni til handa okkur á hvaða því svið sem hugur okkar stefndi til. Hún sagði okkur mikið sögur þegar við vorum litlir strákar í heimsókn á Smáraflötinni. Þetta voru sögur frá bernskuárum hennar í Eyjarhólum og í Vík, frá systk- inum hennar og foreldrum, frá dýr- unum á bænum og þá einkum hund- inum Kaffon. Hún vitnaði oft í drauma sem voru henni minnis- stæðir eins og þann sem mömmu hennar dreymdi og færði henni millinafnið Pálína, sem einn okkar má svo rekja nafn sitt til. Svo feng- um við að heyra drauminn um himnastigann langa sem hún taldi vera fyrir langlífi eins og raun varð á. Það var svo táknrænt að nóttina áður en hún kvaddi skyldi einn okk- ar hitta hana, einmitt í draumi, þar sem hún var orðin stálslegin og hress, laus við alla verki líkamans. Þannig er það jú á þeim góða stað sem hún er nú. Við þökkum þér fyr- ir allar góðu stundirnar, elsku amma. Pétur Snær, Guðmundur Ágúst og Holger Páll. Með hækkandi sól og nýju ári kveðjum við Guðrúnu Sæmunds- dóttir. Gunna frænka okkar er látin, þessi mæta kona sem verður alltaf stór hluti af bernskuminningunum. Hún var eldri systir mömmu okkar og alltaf var mikill samgangur á milli heimilannna. Samband þeirra systra var afar náið. Þær leituðu hvor til annarrar og studdu hvor aðra eftir mætti. Ekki voru svo haldnar veislur á okkar heimili að Gunna væri þar ekki í stóru hlut- verki, bæði útsjónarsöm og smekk- leg. Gunna fylgdist afar vel með straumum og stefnum í tískunni og var óspör að láta okkur vita hvað væri „hæst móðins“ svo við gætum staðið okkur í þeim efnum. Gunna fæddist í Eyjarhólum í Mýrdal, ein 10 systkina. Fjölskyld- an flutti til Víkur þegar hún var ung. Á þessum árum var skóla- ganga oft stutt en hún fór í hár- greiðslunám og varð meistari í fag- inu. Hún var tengd sveitinni sinni sterkum böndum og systurnar 5 áttu saman gamla húsið í Vík sem fjölskyldur þeirra nota mikið. Hún og hennar fólk átti margar ánægju- stundir í Víkinni þar sem brimið ólgar við fjörusandinn og Víkur- drangar standa vörð. Gunna giftist ung Holgeri Peter Gíslasyni og byggðu þau sér fallegt hús í Garðabæ. Þar bjó hún eig- inmanni og sonum fallegt heimili þar sem smekkvísi hennar naut sín. Þeim hjónum var mikið kappsmál að geta verið sem lengst á heimili sínu en þar kom að heilsunni fór að hraka og Elli kerling sótti að og það var því ánægjuefni er þau fengu inni í Holtsbúð þar sem þau nutu umönnunar frábærs starfsfólks. Nú þegar Gunna hefur lagt í ferð- ina sem bíður okkar allra þökkum við vináttu og samfylgd. Blessuð sé minning hennar. Margrét, Magnús og Oddný. GUÐRÚN PÁLÍNA SÆMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.