Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. VERÐMAT endurskoðunarfyrir- tækisins Deloitte & Touche á Frjálsa fjárfestingarbankanum er faglegt stórslys að mati Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis, sem keypti bankann af Kaupþingi síðastliðið haust. Verðmat Deloitte & Touche var framkvæmt samkvæmt beiðni stjórnenda Búnaðarbankans fyrir fimm stofnfjáreigendur SPRON. Samkvæmt verðmatinu keypti SPRON Frjálsa fjárfestingarbank- ann af Kaupþingi á um eða yfir ein- um milljarði króna of háu verði. Nú hefur SPRON gert úttekt á verðmatinu og einnig fengið endur- skoðunarfyrirtækið KPMG til að fara yfir verðmatið. Niðurstaða beggja er að vegna rangra forsendna og útreikninga sé verðmat Deloitte & Touche of lágt. KPMG segir verð- matið 1,2 milljörðum króna of lágt og SPRON telur muninn enn meiri. Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að þegar villur og ýmsar rangar forsendur í verðmati Deloitte & Touche hafi ver- ið leiðréttar komi í ljós að SPRON hafi keypt Frjálsa fjárfestingar- bankann á mjög hagstæðu verði. Verðmatið á Frjálsa fjárfestingarbankanum Faglegt stórslys að mati SPRON  Villur/14 MEÐAL þess sem fram kemur í skýrslu Rannsóknastofnunar flugslysa í Noregi um flugatvik Flugleiðaþotu við Gardermoen flugvöll 22. janúar í fyrra er að hefðu flug- menn farið að vinnureglum flugfélagsins hefði ekki átt að koma til atviksins en þot- an fór í bratt klifur og mikla dýfu eftir að flugstjóri ákvað að hætta við lendingu og fara í fráhvarfsflug. Fram kemur í skýrslunni að skiljanlegt sé að uppnám og ruglingur hafi átt sér stað eftir að annar flugmaðurinn tók að beita stýrum og stjórntækjum þotunnar öfugt við stjórn sjálfvirkrar eldsneytisgjafar. Í skýrslunni er m.a. að finna eftirfarandi lýsingu flugstjórans: „Ég tel að flugmaður minn hafi rækt starf sitt sem vakandi og samvinnufús áhafnarmeðlimur allt flugið en í aðfluginu urðum við báðir vegna óeðli- legs vinnuálags uppteknir við að sinna smáatriðum í stað þess að horfa á heild- armyndina. Og þegar við fengum skyndi- lega hæðarskipunina frá flugstjórnarkerf- inu og við vorum báðir með hugann við fráhvarfsflugið urðum við ringlaðir og síð- ar við hið ótrúlega bratta fall urðum við enn ringlaðri.“ Flugatvikið við Gardermoen Uppnám og ruglingur í stjórnklefanum  Talið að/28 ALVARLEGT umferðarslys varð á Vesturlands- vegi miðja vegu á milli Reykjavíkur og Mosfells- bæjar laust fyrir klukkan níu í gærkvöld þegar tveir fólksbílar rákust harkalega saman. Engir farþegar voru í bílunum en báðir ökumennirnir, karl og kona, slösuðust í árekstrinum, karlinn þó mun meira. Senda þurfti tvo tækjabíla á staðinn til þess að komast að og ná ökumönnunum úr bif- reiðunum. Þeir voru síðan síðan fluttir á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis var karlmaðurinn alvarlega slasaður en konan mun minna. Til stóð að mað- urinn færi í aðgerð í gærkvöld en hann var þungt haldinn, að sögn læknis. Loka þurfti Vesturlandsvegi í á annan tíma vegna slyssins. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi tvo tækjabíla og þrjá sjúkrabíla auk neyðarbíls með lækni og lögreglan sendi ennfremur fjölmennt lið á slysstaðinn, bæði í björgunaraðgerðir og til þess að sinna umferðarstjórnun. Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur á Vesturlandsvegi HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir stjórn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna van- meta viðskiptahagsmuni Íslend- inga vegna stækkunar Evrópu- sambandsins og fjalla af nokkurri léttúð um málið. Stjórn Landssam- bands íslenskra útvegsmanna telur kröfur Evrópusambandsins um hækkað framlag Íslendinga til þró- unarsjóðs þess vegna stækkunar ESB í hróplegu ósamræmi við það sem í húfi sé. Í ályktun sem stjórn LÍÚ sendi frá sér í gær segir að hagsmunir Ís- lands vegna stækkunar ESB séu svo litlir að kröfur sambandsins um á að hér er ekki eingöngu um hags- muni útvegsmanna að ræða, heldur einnig hagsmuni fiskvinnslu- og verkafólks um allt land. 5% fram- legð í framleiðslu ákveðinnar af- urðar getur ráðið úrslitum um hvort hún er unnin hér á landi eða ekki. Þetta er því ekki aðeins spurning um þá tolla sem við erum að borga heldur einnig um þau tækifæri sem við erum að missa af. Þegar fjallað er um þessi stóru mál verður að fjalla um allar hliðar þeirra en ekki velja úr það sem hentar hverju sinni,“ segir Halldór. sambandsins um greiðslu í þróun- arsjóð sambandsins séu óaðgengi- legar með öllu en telur hins vegar að stjórn LÍÚ fjalli um markaðs- hagsmuni Íslendinga af mikilli létt- úð og hún vanmeti þá hagsmuni sem í húfi eru. Hann bendir á að út- flutningur Íslendinga til umsókn- arríkjanna hafi þrefaldast á árun- um 2000 til 2001. Áætlað sé að Ísland greiði ekki undir 500 millj- ónum króna í tolla af fiskinnflutn- ingi til Evrópusambandsins á ári og slíkar fjárhæðir geti skipt ein- stök byggðarlög verulegu máli. Halldór segir að þannig séu miklir hagsmunir í húfi. „Ég minni 3,8 milljarða króna greiðslu í þró- unarsjóð og leyfi til fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi séu út í hött. LÍÚ segir að samkvæmt bók- un 9 við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið hefðu tollar á út- flutning til hinna nýju aðildarríkja numið um 10 milljónum króna á árinu 2001. Í dag hafi Íslendingar tollfrjálsan aðgang fyrir sjávaraf- urðir samkvæmt samningum við hin nýju aðildarríki og eðlilegast sé að svo verði áfram. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra undrast yfirlýsingu út- vegsmanna. Hann tekur undir það með stjórn LÍÚ að kröfur Evrópu- Utanríkisráðherra og LÍÚ leggja ólíkt mat á áhrif stækkunar ESB Segir LÍÚ vanmeta viðskiptahagsmuni  LÍÚ segir/14 ÞRJÚ ár eru liðin síðan verkefninu Auður í krafti kvenna var hleypt af stokkunum. Á þeim tíma hefur verkefnið stuðlað að sköpun 51 fyrirtækis og 217 nýjum störfum en 1.480 konur hafa tekið þátt í námskeiðum á vegum verkefnisins. Þetta kemur fram í forystugrein blaðsins Auður í krafti kvenna sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Í sama blaði kemur fram í viðtali við Höllu Tómasdóttur, framkvæmdastjóra Auðar, að hróður verkefnisins hafi borist víða. Fyrir skömmu var það valið ,,fyrirmyndarverkefni“ af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hafði lýst eftir tillögum um hvernig auka mætti nýsköpun kvenna. Fulltrúa Auðar hef- ur verið boðið að kynna verkefnið í Brussel á næstunni og það gæti leitt til þess að fleiri Evrópuríki ákveði að fara sömu leið til að virkja kraft kvenna, að sögn Höllu. Lokahátíð Auðar-verkefnisins verður hald- in í Borgarleikhúsinu kl. 14–18 í dag. Þar verður meðal annars kynnt hvaða konur hljóta Auðar-verðlaunin í ár. Auður í krafti kvenna 217 ný störf á 3 árum flytjandi í flokki popptónlistar. Arnar Guðjónsson í Leaves og Hera Hjartardóttir unnu í flokk- unum besti söngvari og söngkona ársins 2002. Skúli Sverrisson fékk þrenn verðlaun í flokki jazz- tónlistar. Heiðursverðlaun fékk Ingibjörg Þorbergs. HLJÓMSVEITIN Búdrýgindi var valin bjartasta vonin þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Þetta var í áttunda sinn sem há- tíðin fer fram. Nýjasta plata Sigur Rósar, (), var valin besta poppplatan á síð- asta ári og hljómsveitin besti Morgunblaðið/Árni Sæberg Búdrýgindi fengu dynjandi lófaklapp þegar sveitin tók við styttunni. Búdrýgindi valin bjartasta vonin  Íslensku/50–51 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.