Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.01.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ „STJÓRN Landssambands íslenskra útvegs- manna telur kröfur Evrópusambandsins um stórhækkað framlag Íslendinga til þróunar- sjóðs þess vegna stækkunar ESB óaðgengi- legar með öllu. Í dag hafa Íslendingar toll- frjálsan aðgang fyrir sjávarafurðir samkvæmt samningum við hin nýju aðildarríki og eðlileg- ast er að svo verði áfram,“ segir meðal annars í ályktun stjórnar LÍÚ um samningaviðræður vegna stækkunar ESB. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að það hafi lengi legið ljóst fyrir að samtökin séu á móti inngöngu í ESB. Það þurfi hins vegar að verja hagsmuni Íslands við stækkun sambandsins og krafan hljóti að vera áframhaldandi tollfrjáls aðgangur að þeim löndum, sem nú séu að ganga inn. Hins vegar séu þessir hagsmunir svo litlir að kröf- ur ESB um margfaldar greiðslur í þróun- arsjóð og leyfi til fjárfestingar í íslenzkum sjávarútvegi séu út í hött. „Við viljum þó ekki gera lítið úr þessum hagsmunum því þeir skipta máli í framtíðinni. Okkur finnst hins vegar rétt að benda á þá staðreynd, að hefði bókun 9 [við EES-samninginn] gilt við inn- flutning til þessara landa, hefðu tollagreiðslur aðeins numið 10 milljónum króna,“ segir Frið- rik. Um erlendar fjárfestingar segir Friðrik að yrðu þær leyfðar, yrði niðurstaðan sú að stjórnendur yrðu erlendir og arðurinn yrði fluttur úr landi til fjárfestinga í heimlandinu. Það yrði enginn munur á erlendum fjárfest- ingum í íslenzkum sjávarútvegi og íslenzkum fjárfestingum í erlendum útvegi. 2,2 milljarðar króna Í ályktuninni segir ennfremur: „Nú greið- um við um 100 milljónir króna í þróunarsjóð ESB en sambandið krefst þess að við greiðum 3,8 milljarða vegna stækkunarinnar. Sú fjár- hæð er í engu samræmi við þann ávinning sem Íslendingar hafa í dag af tollfrelsinu. Þótt þess megi vænta að útflutningur til hinna nýju aðildarríkja fari vaxandi, þá verður að hafa í huga að útflutningur á sjávarafurðum til þessara ríkja nam á árinu 2001 um 2,2 milljörðum króna. Ef tollareglur samkvæmt bókun 9 við samninginn um Evrópska efna- hagssvæðið hefði gilt um útflutninginn hefðu tollar á hann numið um 10 milljónum króna. Kröfur ESB um greiðslur vegna stækkunar sambandsins eru því í hróplegu ósamræmi við það sem hér er í húfi. Eðlilegt er að stjórnvöld geri kröfur um að tollfríðindi samkvæmt bók- un 9 verði aukin, ekki síst með tilliti til þess að með inngöngu í ESB munu hin nýju aðild- arríki halda aðgangi að íslenskum markaði.“ Útflutningurinn þrefaldast Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, segist undrast yfirlýsingu útvegsmanna. Hann tekur undir það með stjórn LÍÚ að kröfur Evrópusambandsins séu óaðgengilegar með öllu en telur hins vegar að stjórn LÍÚ fjalli um markaðshagsmuni Íslendinga af nokkurri léttúð og vanmeti þá hagsmuni sem í húfi eru. Halldór segir að á árunum 2000 til 2001 hafi útflutningur Íslendinga til hinna nýju aðild- arríkja Evrópusambandsins þrefaldast og verið 1,74% af verðmæti útfluttra sjávaraf- urða. Hann nefnir til samanburðar að heildar- útflutningsverðmæti til Japans á sama tíma- bili hafi verið 3,5%. „Það dettur engum í hug að bregðast með léttúð við því að viðskipta- kjör versni á þeim markaði. Við höfum verið að vinna markaði í umsóknarríkjunum og ef heldur fram sem horfir þá verða þau orðin mikilvægari fyrir íslenska fiskútflytjendur en Japan innan fárra ára.“ Halldór segir óvissu ríkja um hver upphæð tolla er en fjárhæðin sé ekki eina atriðið sem hafa verði í huga. „Áætlað er að Ísland greiði ekki undir 500 milljónum króna í tolla af fisk- innflutningi til núverandi aðildarríkja Evrópu- sambandsins á ári. Mörgum kann að finnast þetta litlar fjárhæðir en þær geta skipt ein- stök byggðarlög verulegu máli. Sem dæmi má nefna að tollur á fryst steinbíts- og karfaflök frá Íslandi er 5,4% við innflutning til Evrópu- sambandsins. Það er mikið atvinnuleysi í Vestmannaeyjum og þaðan er flutt út talsvert af ferskum fiski. Ég tel líklegt að meiri fiskur væri unninn þar á staðnum ef enginn tollur væri á þessum afurðum. Það má líka geta þess að það er 15% tollur á heilfrystri síld og frosnum og ferskum síldarsamflökum. Þá er 10% tollur á sykur- krydd- og ediksíld og 12% tollur á humar. Það má bæta því við utanrík- isráðuneytinu barst nýverið kröfulisti frá LÍÚ, Samtökum fiskvinnslustöðva og Sam- tökum atvinnulífsins með beiðni um tollanið- urfellingar á mun fleiri fisktegundum en ég nefndi að ofan. Utanríkisráðuneytið mun áfram vinna eftir þeim kröfulistum í þeim erf- iðu samningaviðræðum sem eru framundan,“ segir Halldór. Útflutningur sjávarafurða árið 2001 til væntanlegra aðildarríkja ESB í Austur-Evrópu LÍÚ segir tolla 10 milljónir STJÓRN Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis fékk KPMG til að fara yfir verðmat Deloitte & Touche á Frjálsa fjárfestingarbankanum frá 27. des- ember síðastliðnum. KPMG gerði ekki sjálfstætt verðmat á bankanum heldur beindist yfirferð fyrirtækisins eingöngu að lykilforsendum í sjóð- streymismati D&T, sem vegur 70% í heildarniðurstöðu verðmatsins. Hér á eftir fara athugasemdir KPMG og lúta þær að vaxtamun, af- skriftareikningi útlána og rekstrar- kostnaði: „Í forsendum verðmatsins kemur fram að gengið er út frá vaxtamun sem nemur 3,4% af eignum. Í skýrsl- unni segir að þessi forsenda sé byggð á vaxtamun félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins 2002. Hér er um veigamikla skekkju að ræða þar sem ekki er tekið tillit til þess að árshluta- uppgjörið sýnir aðeins vaxtamun níu mánaða í stað vaxtamunar heils árs. Sé vaxtamunurinn færður upp miðað við heilt ár reiknast hann 4,6%. Þá segir í forsendum verðmatsins að gert sé ráð fyrir minnkandi vaxta- mun í rekstri bankans á næstu árum og er í verðmatinu gert ráð fyrir að vaxtamunurinn lækki strax á árinu 2003 í 2,9%. Það er eðlileg varfærni við matið að gera ráð fyrir lækkandi vaxtamun. Hins vegar verður að hafa í huga að eignirnar eru bundnar til nokkurra ára og því á þessi lækkun sér stað yfir einhvern tíma. Í ljósi framangreindra athugasemda teljum við hæfilegt að miðað við að vaxta- munur þróist úr 4,6% í 3,9% á næstu 5 árum í stað þess að lækka hann strax í 2,9% á árinu 2003. Ein af forsendum verðmatsins er að auka framlag í afskriftareikning útlána umfram það sem gert er í árs- hlutareikningi. Þess má geta að við mat á ávöxtunarkröfu til núvirðingar á áætluðu sjóðstreymi er einnig tekið tillit til áhættu í útlánum og því er að nokkru leyti verið með þessu að lækka verðmat bankans á tvennan hátt vegna sömu forsendu. Af þess- um sökum teljum við hæfilegt að miða við 1,0% framlag í afskrift- areikning útlána miðað við óbreytta ávöxtunarkröfu í stað 1,1% eins og gert er í verðmatinu. Í verðmatsskýrslunni er rekstrar- kostnaður skilgreindur sem hlutfall af hreinum rekstrartekjum. Telja má líklegt að fjárhæðir rekstrarkostnað- ar sem þar koma fram geti staðist. Sé hins vegar tekið tillit til leiðréttinga á vaxtamun sem raktar eru hér að framan verður rekstrarkostnaðurinn sem hlutfall af hreinum rekstrar- tekjum 23–26% en ekki 32% eins og skýrsla D&T gerir ráð fyrir. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2002 nam þetta hlutfall 23%. Það er niðurstaða okkar að for- sendur D&T um vaxtamun og fram- lag í afskriftareikning útlána séu óraunhæfar og til þess fallnar að gefa villandi mynd af verðmæti Frjálsa fjárfestingarbankans. Að teknu tilliti til framangreindra leiðréttinga telj- um við að niðurstaða útreikninga D&T á verðmæti bankans dags. 27. desember 2002 sé um 1,2 milljörðum króna of lág.“ Athugasemdir KPMG við verðmat D&T á Frjálsa Verðmatið of lágt SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grennis hefur gert úttekt á aðferða- fræði, forsendum og niðurstöðum verðmats á Frjálsa fjárfestingar- bankanum sem Deloitte & Touche vann að beiðni stjórnenda Búnaðar- bankans fyrir fimm stofnfjáreigendur í SPRON. Stjórn SPRON hefur einn- ig fengið KPMG til að fara yfir verð- matið. Samkvæmt niðurstöðum SPRON vanáætlar verðmat Deloitte & Touche verðmæti Frjálsa fjárfest- ingarbankans verulega og niðurstaða KPMG er sú að verðmætið sé van- áætlað um 1,2 milljarða króna. SPRON keypti Frjálsa fjárfesting- arbankann af Kaupþingi fyrir rúma 3,8 milljarða króna í lok september á síðasta ári. Að auki fékk Kaupþing 330 milljóna króna arðgreiðslu frá Frjálsa í október. Niðurstaða verð- mats Deloitte & Touche var sú að verðmæti Frjálsa fjárfestingarbank- ans, að teknu tilliti til arðgreiðslunnar til Kaupþings, væri á bilinu 2,4 til 2,9 milljarðar króna. Samkvæmt því greiddi SPRON rúmum 0,9–1,4 millj- örðum króna of mikið fyrir Frjálsa fjárfestingarbankann. Verðmat Deloitte & Touche byggð- ist á fjórum aðferðum. Mat á frjálsu fjárstreymi vó 70% í verðmatinu og samanburður á þremur kennitölum nam 10% hver. Faglegt stórslys Eftir úttekt SPRON á verðmatinu segir sparisjóðurinn að mistök í út- reikningi og villur í tölulegum for- sendum leiði til þess að verðmat Del- oitte & Touche verði að teljast „faglegt stórslys“. Alvarlegustu mis- tökin séu að vaxtatekjum fyrir þrjá mánuði sé sleppt út úr áætlaðri af- komu ársins 2002. Sú villa nái síðan til áætlaðrar framtíðarafkomu, en þó sé rekstrarkostnaður metinn að fullu miðað við tólf mánuði á ári. Þetta leiði til þess að ársafkoma Frjálsa sé van- metin um liðlega 200 milljónir króna í fyrra og fyrir allt tímabilið sem reikn- að sé til framtíðar. Vegna þessara mistaka sé verðið vanmetið um að minnsta kosti 1,1 milljarð króna. Auk þessa séu margar tölulegar forsendur verðmatsins ekki í sam- ræmi við rekstur bankans og afkomu. Í stað rauntalna séu notaðar tilbúnar forsendur, oft fengnar með veikum rökstuðningi. Þegar mistök hafi verið leiðrétt og forsendum verðmatsins hafi verið breytt sé verðmæti Frjálsa 4,5 milljarðar króna. Vantar innlendan samanburð SPRON gagnrýnir aðferðafræði verðmatsins, meðal annars að í verð- matið vanti samanburð við fyrirtæki úr sömu atvinnugrein á Íslandi, en kennitölur Frjálsa hafi aðeins verið bornar saman við kennitölur erlendra fjármálafyrirtækja. SPRON hefur tekið saman V/H- hlutfall íslenskra banka sem skráðir eru á markaði og borið saman við V/ H-hlutfall Frjálsa, en V/H-hlutfall er kennitala sem lýsir hlutfalli markaðs- verðs og hagnaðar. Því lægra sem hlutfallið er, þeim mun ódýrara telst fyrirtækið vera. Miðað er við áætlað- an hagnað í lok síðasta árs og fær SPRON þá út að V/H-hlutfall Frjálsa sé lægra en íslensku viðskiptabank- anna fjögurra. V/H-hlutfall SPRON er samkvæmt þessu 8,2, en V/H-hlut- föll hinna fjögurra liggja á bilinu 9,7 til 14,1. Mat á verðmati á Frjálsa fjárfestingarbankanum Villur í verðmati GUÐMUNDUR Hauksson, spari- sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segir að faglega hafi verið staðið að kaupunum á Frjálsa fjárfestingarbankanum og fyrst og fremst tekið mið af rekstrarhorfum bankans og sam- anburði við markaðsverð annarra ís- lenskra fjár- málastofnana. „Þegar villur í verðmati Del- oitte & Touche hafa verið leið- réttar kemur í ljós svipað verð og við greiddum fyrir Frjálsa. Þegar villur og ýmsar rangar forsendur hafa verið leiðréttar kemur í ljós að við höfum fengið Frjálsa á mjög hagstæðu verði. Við leggj- um hins vegar áherslu á að verð- matslíkön og ýmiss konar út- reikningsaðferðir eru ekki einhlítar, og taka verður mið af sannfæringu þeirra sem að við- skiptunum standa fyrir því að þeir séu með kaupunum að bæta hag síns fyrirtækis,“ segir Guð- mundur. „Fullyrðingar varðandi það að ég sem sparisjóðsstjóri hafi ekki verið að gæta hagsmuna SPRON við kaupin á Frjálsa fjárfesting- arbankanum eru út í hött, eins og ljóst má vera af þeim gögnum sem fyrir liggja. Alvarlegar dylgjur Péturs Blöndals og Jóns Steinars Gunnlaugssonar í fjöl- miðlum um að ég hafi fært 1 milljarð króna yfir í Kaupþing með því að láta SPRON greiða yfirverð fyrir Frjálsa falla því dauðar og ómerkar. Pétur Blöndal og félagar hafa ekki komið hreint fram og lýst því yfir að sú leið sem þeir fóru hafi verið dæmd ófær og ólögleg af Fjármálaeftirlitinu strax síð- astliðið haust. Þeir höfðu heldur ekki fyrir því í upphafi að leggja til við aðalfund eða stjórn SPRON að leitað yrði nýrra leiða til þess að tryggja stofnfjáreig- endum sem mest virði fyrir stofn- bréf sín, heldur sömdu við Bún- aðarbankann um óvinveitt yfirtökutilboð. Sannleikurinn er sá að hér var um illa undirbúið frumhlaup að ræða sem ekki hef- ur skilað neinum árangri. Pétur Blöndal og félagar segjast vinna að hagsmunum stofnfjáreigenda, en hvernig má það vera þegar þeir hafa ekkert uppbyggilegt fram að færa? Við fögnum því að sjálfsögðu að Búnaðarbankinn skuli hafa hætt við yfirtökutil- raun sína á SPRON um síðastliðin áramót, enda höfðu þá bæði Fjár- málaeftirlitið og kærunefndin hafnað því að tilboð hans fengi staðist. Bæði Búnaðarbankinn og SPRON hafa beðið tjón af þessum kostnaðarsama atgangi. Það er hins vegar sorglegt að Pétur Blöndal og félagar skuli reyna að upphefja sjálfa sig og breiða yfir mistök sín með því að rífa niður SPRON og stjórnendur hans, og vandséð hvernig það þjónar hagsmunum sparisjóðsins og stofnfjáreigenda. Stofnfjáreigendur hafa verið að fá 12–15% raunvexti af eign sinni í SPRON um langt árabil. Það er mjög nauðsynlegt að stjórn SPRON fái frið til þess að efla sparisjóðinn og tryggja þeim einnig mikla arðsemi af stofnfjár- eign sinni í framtíðinni. Kaupin á Frjálsa eru af okkar hálfu ein af leiðunum að þessu markmiði,“ segir Guðmundur Hauksson. Hagstætt verð greitt fyrir Frjálsa Guðmundur Hauksson Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.